Fálkinn


Fálkinn - 24.09.1943, Side 2

Fálkinn - 24.09.1943, Side 2
2 F Á L K I N N FÓÐURBLANDA FYRIR MJÓLKURKÝR „Sólar“- kýrfóður Samkvæmt áskorun margra bænda höfum vjer ákveðið að framleiða fóðurblöndu handa mjólkurkúm. Þessi fóðurblanda verður seld með vörumerkinu „SÓLAR“-KÝR- FÓÐUR. Efnablöndur fyrsta flokks fóðurbætis verður að miðast við næringarþörf kúnna, eftir framleiðsluþoli þeirra og staðháttum. Til þess að fullnægja þessu á hinn besta hátt og jafnframt tryggja bændum að kýrnar fái ætíð rjett efnahlutföll í fóðurbætin- um, höfum vjer fengið háskólagenginn fagmann til þess að gefa okkur uppskrift af fóðurblöndu fyrir mjólkurkýr, sem hentar best hjer. Arðsemi kúabúsins er að mestu háð því, að hver kýr gefi sem hæsta ársnyt. Með notkun „Sólar“-kýrfóðurs geta bændur áhættulaust hagnýtt mjólkurgetu kúnna til fullnustu, án þess að afurðaþcl þeirra bíði hnekki. ,;SÓLAR“-kýrfóður hefir rjett næringarhlutföll. — — gefur mikil afköst. — — tryggir heilbrigði. — — verndar afurðaþol. — — eykur arðsemi búsins. „SÓLAR“-kýrfóður er selt í 40 kgr. pokum og fylgir leiðarvísir með hverjum poka. „Só)ar“-kýrfóður er aðeins framleitt hjá FISKIMJÖL H.F. Sími 3304 — Hafnarstræti 10 — Reykjavík — Sími 3304 Adler-hnattsjáin (Planetarium) og stjarnfræðisafn- ið í Chicago er ein merkilegasta stofnun sinnar tegundar i heimin- um, og var bygð í tilefni af lieims- sýningunni 1933. Útveggir bygging- arinnar eru i 12-hyrning, en hring- mynduð hvelfing yfir miðri bygg- ingunni. Á liliðum byggingarinnar eru höggmyndir af stjörnumerkj- unum. í hringnum umhverfis sjálf- an hnattsjársalinn hefir stjarnfræði- safninu verið lcomið fyrir. Þar eru allskonar stjarnfræðibókmentir og uppdrættir, fornt og nýtt, stjarn- fræðitæki, eftirlíkingar af ýmsum stjörnuturnum, kíkirar, litrofssjár, mælitæki skipa og önnur tæki til að gera leikmönnum ljósar starfsað- ferðir stjarnfræðinga. En yfir hringsjársalnum sjálfum er hvelfing mikil, rúmlega 21 melri i þvermál og í lögun eins og hálf- kúla, svarandi til þess helmings himinhvolfsins, sem sýnilegur er mannlegu auga í einu. Þar sjást stjörnurnar, vetrarbrautin, stiörnu- þokur svo skírt og eðlilega, að á- horfandinn gleymir þvi að hann situr inni í húsi, heldur finst honum, að hann sje að skoða festinguna á stjörnubjartri vetrarnótt. En hvernig er þetta gert? í klefa utan salsins stendur vjelaferliki eitl mikið á stálgrind, með kynstiunum öllum af hjólum og skrúfum, sein lireyfa Ijósgler eftir ákveðnum regl- um, en þau kasta ljósdeplum á hvelfinguna. Má láta þennan úthún- að fara liægt eða hart eftir vild, en venjulega er stjörnulireyfing heillar aldar sýnd á einni mínútu. Einnig er hægt að stilla útbúnaðinn þaun- ig, að hann sýni himinhvoifið frá þeim stað sem óskað er. Eftir því sem staðurinn er norðlægari liækkar Pólstjarnan á hvelfingunni, en á suðurhvelinu kemur Suðurstjarnan í hennar stað. Líka er hægt að sjá stjörnuafstöðuna á ókomnum öld- um, þegar Yega bendir á Norður- heimskautið. Fujiyama, Helgafell Japana, er tignað af öll- um Iandslýðnum, hversu mjög sem Bókafregn UDET FLUGKAPPI Sjáljsæfisaga. ísafoldarprentsmiðja h.f. gaf út. 1943. Hjer á árunum var ol't minst á þýska flugkappann Udet, bæði fyrir afrek hans í fyrri styrjöldinni, þar sem hann náði mestri frægð, að undanteknum Richthofen einum, og síðan í sambandi við ýmsa áhættu- sama flugleiðangra, sem hann fór í sambandi við kvikmyndatökur. — Fjöldi Reykvíkinga hefir t. d. sjeð hann i kvikmyndinni „S. O. S. — lceberg", sem tekin var í vestur- fjörðum Grænlands af dr. Fanck, en þar ljeku þau aðalhlutverkin Udet og Leni Riefenstahl, en i leiðangr- inum var einnig dr. Sorge, sá sem tók þátt í síðasta leíðangri dr. Al- fred Wegeners. Þessar endurminningar eru skemti- lega sagðar, algerlega tilgerðarlaust (þó að stundum votti fyrir þvi, að maðurinn hefir talsvert háar hug- myndir um sjálfan sig), og efnið er fjölliliða og eftirtektarvert. Hjer er brugðið upp myndum af fluglist- inni eins og liún var fyrir 25 árum, þegar bestu flugvjealarnar voru ekki fullkomnari en svo, að nú mundi þykja ábyrgðarbluti að skipa mönn- um að láta í loft á þeim. Nú er upp- vaxnir menn farnir að gleyma því, að flugið hafi átt sjer nokkra bernsku og Jiroskaskeið, og ungl- ingarnir í dag hafa aldrei vitað það. Þeim væri gott að kynna sjer endurminngar Udets, til þess að sjá að ekkert fæðist fullvaxta, og að flugmennirnir, sem störfuðu ! bernsku flugsins drýgðu hetjudáð- ir. Hersteinn Pálsson þýddi bókina. Hann er nú orðinn einn mikilvirk- asti þýðandi landsins og er sýnt um það verk. Hann vandar vel mál sitt, án þes að gera það þyrkings legt og liefir náð mikilli leikni í að ná fallegri áferð og blæ á efnið. — ísafoldarprentsmiðja hefir gefið bókina út. Egils ávaxtadrykkir hann skilur á í trúarbrögðum að öðru leyti. Fjallið er fallega keilu- myndað í lögun og snævi þakinn tindurinn og má sjá þessa mynd á ýmsum iðnaði Japana, svo sem postulíni, leirkerasmíði og lakk- myndum. Flestum þykir það mikil sálubót að ganga á fjallið, en það er 12.000 feta hátt, og horfa niður í gíginn í þvi. Er fjallið erfitt upp- göngu, enda segir japanskt máltæki: „Tvenskonar fifl eru til: þeiv sem aldrei hafa gengið á Fujiyama, og þeir sem hafa gert það tvisvar“. Þjóðsagan segir, að fjallið liafi ris- ið upp á jafnsljettu á einni nóttu, árið 285 f.Kr. Var það starfandi eldfjall öldum saman, en liefir eigi gosið síðan árið 1707.' Eru nú ræt- ur fjallsins grænar og vaxnar blóm- um og skógi, en kollurinn hvítuv allan ársins hring. Búddatrúarmenn kalla fjallið „Tind hins hvíta lótus- blóms“.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.