Fálkinn


Fálkinn - 05.11.1943, Blaðsíða 2

Fálkinn - 05.11.1943, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N Til kanpendanna Vegna stóraukins kostnaðar við prentun og pappír, Jiöfum við, að fengnu leyfði Verðlagsstjóra, neyðst til að hækka verð á Fálkanum frá og með 1. nóvember, sem hjer segir: Lausasöluverð ....... kr. 1.50 pr. eintak Áskriftarverð ........ — 5.50 — mánuð Reykjavík 1. nóv. 1943. VIKUBLAÐIÐ FÁLKINN. FORNALDARSÖGUR NORÐURLANDA Ný útgáfa, prýdd myndum, kemur út fyrir jólin. Bit, sem ekkl befir komið ut i 50 ár og verið ótáanlegt i meira en alflarfjórðung Guðui Jónsson magister, og Bjarni Vllhjálmsson cand. mag., sjá um útgáfuna. Ný vönduð útgáfa af Forn- aldarsögum Norðurlanda, sem ekki hafa verið gefnar út hér á landi í meira en 50 ár, er nú í prentun og er fyrsta bindi væntanlegt á bókamarkaðinn fyrir jól. Guðni Jónsson, mag- ister og Bjarni Vilhjátmsson, cand. mag. annast undirbúning útgáfunnar og ritar Guðni Jóns- son formála með fyrsta bindi. Fornaldarsögur Norðurlanda voru eins og kunnugt er, um langan aldur í tölu hinna vin- sælustu bóka hjer á landi, lesnar jafnt af ungum sem gömlum, háum sem lágum. — Hafa komið út fjölda margar útgáf- ur af þeim, flestar prentaðar er- lendis, bæði vísindalegar og al- þýðlegar. Þegar þær komu út hér, á árunum 1885 til 1891, varð fyrsta bindi þeirra uppselt um það bil, sem prentun annars og þriðja bindis var lokið, og varð að gefa það bindi út aftur árið 1891. Sú útgáfa (Sig. Krist- jánsson) mun öll hafa orðið uppseld og má heita, að bún hafi verið ófáanleg í meira en aldarfjórðung. — Bókin hefir verið mjög eftirsótt, og góð ein- Merkustu sögurnar: Ragnars saga loðbrókar Norna-Gests þáttur, Hervararsaga og Heiðreks, Hrólfs saga kraka, Sörla þáttur, Sagan af Hálfi og Hálfs- rekkum, borsteins saga Víkingsson- ar, Friðþjófs saga frækna, Ketils saga hængs, Gríms saga loðinkinna, Örvar-Odds saga, Áns saga bogsveigis, Ásmundar saga kappa- bana, Gautreks saga, Hrólfs saga Gautrekssonar, Göngu-Hrólfs saga, Bósa saga og Herrauðs, Hjálmþés saga og ölvis, Hálfdanar saga Eysteins- sonar, Sturlaugs saga starfsama, Illugar saga Gríðarfóstra, Eiríks saga víðförla. tÖk af henni komist í geipiverð. Hefir þetta m. a. orðið til þess, að hin uppvaxandi kynslóð hefir ekki átt þess kost að kynnast þessum ágætu sögum, sem áður fyrr voru eftirlætis skemmti- lestur ungsv fólks, og allra hóka hest fallnar til þess að laða ung- linga að lestri fornra sagna Islendingasagna og annarra sögurita. Sú útgáfa, sem nú er von á verður í alla staði hin vandað- asta, í stóru broti, prentuð á ágætan pappír og prýdd mynd- um. Mun Kristján Eldjárn stud. mag., sem lagt hefir stund á fornleifafræði, velja myndirnar. Upplag hennar verður hins veg- ar takmarkað, með því að um svo stórt rit er að ræða (um eða yfir 75 arkir eða 1200 bls. alls) að ekki þykir hættandi á að prenta það í þvi upplagi, sem nú gerist um bækur. Hefir því verið ákveðið að gefa mönnum kost á að tryggja sjer bókina með því ið panta hana fyrirfram. Menn geta snúið sér til bóksala hvar sem er á landinu eða Haralds Péturssonar safnahússvarðar í Reykjavík. Tryggifl jrður þessa bók, OLL ÞRJU BINDIN, með þvi að panta þan i tíma, áður en békin kemur út. Bókafregn Það er ekki vani rninn aS skrifa um jjækiu', en það er nú samc svo i þetla siun, aö það er eins og jeg hafi „engan írið i mínum beinum", fyrr en jeg hexi ski'ifað noKKur orð um ijooanæiiur Koibeins í Koilaíirði. Afsakið, en þannig er mjer tamast að nefna liann. Loiísins heíir þá Kolbeinn látið ljóð sín á prent, og var það ekki vonum fyrr. Vmsir liafa beðið þeirra með óþreyju, sem vissu hvað liann átti i fórum sínum af þvi tagi i Kollafirði. Ýmsir munu hafa ýtt all fast á hann með útgáfu þessara ljóða. En alt af strantlaði það á sama skerinu: óvenjulega ströngu sjálfsmati, og svo þessu: ljóð hans voru hluti af honum sjálfum. Þau voru honum svo lijartfólgin, að þeim var ekki hægt að flika, og ef þau einhverntíma hirtust almenningi, urðu þau að vera svo heilsteypt og vammlaus, ef svo má segja, eins og maðurinn sjálfur, sem alið hafði þessi olnbogabörn. Það var þegar orðið þjóðkunn- ugt, að Kolbeinn var einhver snjall- asti lausavísnahöfundur, því að sum- ar vísur hans liöfðu flogið lands- hornanna milli. En hvað finst ykkur, lesendur góðir, er hjer ekki á ferð- inni annað og meira en hnyltinn vísnahöfundur? Jú, hjer er ljóm- andi ljóðskáld líka á ferð. Kolbeinn segist sjálfur aldrci hafa ætlað sjer að setjast á Bragabekk með öðrum ljóðrdcáldum þjóðar- innar. En það mun sannast að á þann hekk setur þjóðin hann við hliðina á góðskáldum sínum, enda er ættarmótið ótvírætt. Ætla mætti, að hjer væri um fá- breytileg yrkisefni að ræða, þar sem kunnugt er, að höfundurinn hefir alla æfina „setið á sömu þúfunni“, þ. e. bjástrað við bú í Koílafirði. En það er nú öðru nær en svo sje. Hjer er einmitt undraverð fjöl- breytni i efni og liáttum. Hann leik- ur sjer að erfiðustu bragarháttum. Orðaforðinn virðist ótæmandi. Tök- um t. d. „Æðiveður". Jeg þeklti að- eins tvær visur aðrar með þeim bragarhætti. Jeg nefni ekki þessa vísu sem dæmi um skáldskap Kol- beins. En hún sýnir snilli hans í iþróttinni, sem virðist honum leikur einn. Þá eru blæbrigðin í ljóðunum ekki síðri, alt frá klúrri (óheflaðri) keskni almúgamannsins, sem aldrei skýtur fram hjá markinu, upp í viðkvæmni barnsins og auðmýkt ástarinnar. Það er ótvirætt hand- bragð snillingsins á þessum ljóðum. Það væri freistandi að taka nokk- ur dæmi úr þessu Ijóðasafni og fara um þhu nokkurum orðum. En við hvað enti það? Það yrði allt of langt mál. Jeg verð því að standast þessa freistingu. Og „það þýðir eltki að þylja nöfnin tóm“. Þessi Ijóð verða áreiðanlega lesin, og stökurnar ekki síður. Fólkið mun sjálft dæma þessi verk, hvað sem jeg eða aðrir um þau segja, og sá dómur verður á einn veg. Jeg vil nota tækifærið og þakka útgefancjanum fyrir, að hann gaf þessi Ijóð ekki út í „skrauteyðu-út- gáfu“, sem svo er farið að kalla þessar finu og dýru útgáfur „nú til dags“. Hann liefir fundið, að þess var eklti þörf. Það þurfti hjer engar fínar eyður (til uppfylingar í eyður verðleikanna) til þess að selja okur- verði, svo að það yrði „fínt“ að kaupa þessar bækur. Þjóðin á aiþýðiegar útgáfur af verkum góðskálda sinna. Þess vegna eru þau lieimagangar á liverju heim- ili í landinu, og það verður Koi- beinn líka i þessari útgáfu. 10. okt. 1943. Jónas Magnússon.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.