Fálkinn


Fálkinn - 05.11.1943, Blaðsíða 8

Fálkinn - 05.11.1943, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Kristján S. Boncler: Fólkið I f|öFuinii Þið getið hjer um bil hugsað ykkur, hve mikið umtal það vakti í litla þorpinu við sjóinn, þegar það frjettist að sjálfur sýslumaðurinn Kári Herjólfs- son vseri á leiðinni til þorpsins á stórum vjelbáti. Sjálft yfir- valdið, dómari og lagavörður. — En af hverju kom hann? — hvísluðu tvö hundruð munnar í litla þorpinu, og hélmingi fleiri eyru heyrðu það sama. En eng- inn gat svarað þessu. — Af hverju kom hann? — Ætli hreppstjórinn viti ekki neitt til hvers hann kemur? En hvar var hreppstjórinn? — Hann sást hvergi. Það var einhver ónotlegur uggur í öllum, uggur sem þó var blandinn gleðikendri for- vitni. Sýslumaðurinn! Þetta var nú engin smáræðis persóna. Bara að þeir gætu fengið að vita til hvers hann kæmi. — Það gat víst ekki verið um gjaldþrot að ræða, hjá til dæmis kaupmann- inum? Nei, það var óhugsandi. Hann, sem var talinn vel ríkur. En svo kom ónotaleg setning, sem höfð var eftir hreppstjór- anum. Hann átti að hafa sagt við barnakennarann eitthvað á þá leið, — að það væri best fyr- ir hvern að gá að sjer —. Og svo hafði hann sagt einhvern- veginn þannig, — að vegna em- bættislegrar skyldu sinnar gæti hann ekki sagt neitt ákveðið, þar sem í rauninni það hefði als ekki átt að komast í hámæli, að sýslumaðurinn væri á leiðinni. Þetta fanst íbúunum í litla þorpinu all ískyggilegar frjettir. Ja, það gat svo sem ekki haft neitt gott í för með sjer að sjálf- ur sýslumaðurinn skyldi alt í einu fara að koma. Síðasl þegar liann kom nú, var fyrir eitthvað tuttugu árum, þá var það út af brennumálinu lians Jóns. Allir vissu svo sem hvernig það end- aði. Heimilið leystist upp og alt fór á hreppinn, því engin var fyrirvinnan. Það var ekki ein- ungis að þeir hegndu Jóni, heldur og allri fjölskyldunni og hreppsbúum í sameiningu. 0, já, þeir mundu það svo ósköp vel enn þá gömlu mennirnir. En enginn hafði nú kveikt í eða neitt svoleiðis. Hvað gat það þá verið, sem allir þurftu að gæta sín á? En nú kom upp nýr lcvittur, sem enginn vissi nein deili á livaðan kom. Hann fjallaði eitt- hvað um óreglu eða jafnvel fyllirí og slagsmál, sem áttu að hafa verið um haustið í slátur- tíðinni. Ja-há, þetta var nú nokkuð rjett, það voru skollans ólæti í sláturtíðinni á stundum. Og svo fóru þorpsbúar að rifja upp ýmislegt, sem skeð hafði í sláturtiðinni. Það var líka í ferskú minni sumt og það þurfti ekki að rifjast upp. Til dæmis mundu allir vel eftir því þegar hann Geiri sonur vita- varðarins sló hann Manga í Kot- inu í rot, og fleygði honum ofan í blóðbalann. En hann Geiri var svoddan dæmalaus andskotans ræfill, sögðu allir í litla þorp- inu, og voru innilega sammála. Hann hafði verið svona frá því að hann var smástrákur. Alveg feykilegur prakkári, og það var öllum meinlega við hann. Svo bruggaði liann víst heil feikn. Já hann bruggaði, en þeir voru náttúrlega fleiri, sem gerðu það. Og nú var samtalið í litla þorpinu farið að snúast um brugg í sambandi við sýslu- mannskomuna. — Þarna er gátan ráðin, sagði einn. — Þetta stendur nokltuð vel heim við lagalegu skyldu hreppstjórans! — sagði annar. — Og einnig við það, að hver skuli gá að sjer! — sagði sá þriðji. Svo hvísluðust tvö liundruð munnar í litla þorpinu af hverju sýslumaðurinn mundi koma, og helmingi fleiri eyru heyrðu það sama. Siðan var þögn. — Oft um daginn liafði verið litið út yfir skerjaklasann og á hið opna haf fyrir utan, en nú voru allir hættir því, nema litlu krakkarnir í þorpinu, sem ið- uðu 1 skinninu af tilhlökkun yfir að sjá mikla manninn, sem fullorðna fólkið hafði talað svo milcið um. Svo heyrðust skrækar raddir kalla. -— Hann kemur, hann kemur! Sýslumaðurinn kemur! I fjarska heyrðust þungir skellir, og stór mjallhvítur bát- ur sást beygja inn milli skerj- anna. I fjörunni voru flest all- ir þorpsbúar komnir til að sjá sýslumanninn með eigin augum. Þeir biðu með eftir væntingu eftir að báturinn hans Palla í Nóakoti, sem fór um borð með' hreppstjórann, oddvitann og kaupmanninn, kæmi til baka aftur. í fjörunni flyssuðu ungu stúlkurnar —- yfir sig spentar — eins og þær orðuðu það sjálf- ar. Þær böfðu nefnilega heyrt að sýslumaðurinn væri ungur og fjarska myndarlegur. Svo kom báturinn lolcsins að litlu bryggjunni i fjörunni. Og þarna var nú sjálfur sýslumaðurinn kominn. Engra vonir brugðvist, nema þá ungu stúlknanna. — Hann var frekar gamall og feit- ur. Og ístran var svo mikil að til vandræða ætlaði að horfa á að koma honum yfir borðstokk- inn á bátnum. Allir þorpsbúar horfðu á með mikilli lotningu. En alt í einu var sem virðing- unni væri rekið utan undir. Geiri í Vitanum, því það var hann altaf kallaður, kom hlaup- andi niður í fjöruna og hróp- aði: Hver á stórgripinn, sem þeir eru að . . . . ? lengra komst hann ekki. Hár vandlætingar- kliður kom frá fjöldanum, og þeir sem næstir honnm stóðu sögðu: — Veistu ekki að sýslu- maðurinn er kominn? •— Sýslu- maðurinn! — Nei, hann vissi það ekki. — Varaðu þig, Geiri, sögðu einhverjir. En hann heyrði það ekki. Hann var að horfa á sýslu manninn. Líklega hafði hann heyrt hvað hann sagði. Þeir horfust i augu. Geiri í Vitanum leit undan. Svo gekk sýslumað- urinn upp. Og allir stóðu ber- höfðaðir á meðan hann gekk upp úr fjörunni. En hvað öll- um fanst gyltu hnapparnir framan á bringunni fallegir. Og ekki var húfan síðri. Og þessari húfu hafði hann, sjálfur sýslu- maðurinn, lyft með eigin liendi meðan hann gekk framhjá fólk- inu í fjörunni. — Mikið afslcap- lega var hann almennilegur, sagði hver við annan. Og allir lofuðu kurteisi hans og lítillæti. En svo kom alt í einu snurða á þráðinn. Það frjettist um þorpið að sýslumaðurinn liefði farið með ritara sinn upp að Hvammi, og leitað. Leitað að hverju? Það vissu allir. En hann fann elcki neitt. Og hann hafði víst farið á fleiri bæi, þar sem hann fann jafn mikið og í Hvammi. Meira að segja átti hann sum- staðar að liafa leitað í fjósun- um. — Og fundið livað? — var hvíslað í litla þorpinu með æs- ingi. — Ekkert nema þá bara lykt. — Og það valt stór steinn frá mörgum litlum hjörtum. En svo datt bomban. Hún gat nú tæplega dottið ’á betri stað, var sagt. Hún datt sem sje dá- lítinn spöl frá þorpinu. Það var altalað, að hjá Geira í Vitanum hefði fundist fleytifull tunna í gerjun. Ein hálfflaska full og önnur lieilflaska liálf. Og svo tæki, sem voru þau alfullkomn- ustu, sem sýslumaðurinn hafði « nokkurntíma augum litið. Ja, þvílíkt, það var svo sem ekki að efa, að hann Geiri mundi eiga von á fríu fæði, liús- næði og jafnvel þjónustu í nokkra mánuði. — Það er undarlegt hvað snmir komast að góðum kjör- um! sögðu þeir, sem var í nöp við Geira. Og þeir voru margir. Svo liafði dómurinn verið ákveð- inn þannig, að Geiri átti að vera undir eftirliti þar til næsta ferð yrði suður. Það var lcominn sunnankaldi. í fjörunni var margt fólk. Sýslu maðurinn var að fara. Allir stóðu berhöfðaðir meðan hann gekk um borð i bátinn hans Palla í Nóakoti. Svo fór bátur- inn frá, og allir settu upp húf- urnar. Það heyrðust þungir skellir og stóri livíti vjelbáturinn ljetti akkerum og hvarf út milli skerj- anna.------ Geiri hafði farið beina leið heim úr fjörunni. Hugur hans á leiðinni heim var reikull og flöktandi frá einu til annars. Hann hugsaði um sýslumann- inn. En hann gat ekki fest hug- ann við það, sem liann helst vildi hugsa um og ráða fram úr. Til livers kom sýslumaður- inn? Því hafði hann ekki spurt neinn? Þannig sþurningar komu ásakandi fram í liuga hans, en hann gat ekki gert sjer ljósa grein fyrir, af liverju þær voru að ónáða hann. Hann reyndi að lirinda þessum liugsunum frá sjer. En það tókst ekki. Eins og nagandi uggur, geigur við eitt- hvað ókomið kvaldi hann. Þungt liugsandi, álútur og slánalegur fór hann svo heim. Settist við óheflað eldhúsborð- ið með liönd undir kinn, liugs- aði, hugsaði eitthvað langt fram í tímann, reikult og flöktandi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.