Fálkinn


Fálkinn - 05.11.1943, Blaðsíða 6

Fálkinn - 05.11.1943, Blaðsíða 6
0 F Á L Ií I N N - LITLfl SflEflfl - Brúin á Kaldá . . „Iljer á landi þarf svo margt að brúa: jökulár á landi og i Iundu, lognhyl margan, bæði í sál og grundu.“ H. Hafstein. Þaö átti að vígja nýju steinboga- brúna á Kaldá. Fólk úr nærliggjandi hjeruðum streymir að vígslustaðnum á öllum þeim farartækjum, sem tíðkast í íslenskum sveitum. Jeg og kunningi minn, sem vorum þarna, af hend- ingu, á ferð þennan dag — sáum af heiðarbrúninni smáar og stórar bifreiðir, hestvagna, riðandi og gang andi fólk koma úr öllum áttum og stefna að einum miðdepli: hinni nýju brú, er nú tengdi hjerað við hjerað. Iialdá er ekki stór, en skaðræðis- forað vor og liaust sökum gífurlegs vaxtar. í hana falla ótal uppsprett- ur af heiðunum ofan við sveitina og fyrstu upptök sin á hún inn á milli jökla, er gefa lienni lit sinn og tröllaeðli. Hún er ein af þeim mein- legu þverám, er liggja eins og stríð- in flögð í leyni fyrir ferðamannin- um og storka heilum sveitum vik- um saman vor og haust, einmitt þegar verst gegnir. En nú var búið að brúa hana. Við fjelagar hröðuðum ferð okk- ar sem mest við máttum og náðum í tæka tíð til vigslunnar. Fyrst var sungið kvæði, sem ort hafði verið af helsta skáldi hjeraðs- ins. Það var laglegt og lýtalaust og sæmilega sungið. Lagið kunnu ailir. Síðan steig ungur prestur í hamra- slól skamt frá brúnni og flutti vigslu ræðu, hún var snotur, líkt og kvæð- ið, en ekki neitt tilkomumikil — og hjelt ekki huga okkar fjelaga fast- ar en svo, að við notuðum tímann, jafnframt því, sem við lilustuðum á ræðuna, til þess að virða fyrir okkur fólkið. Mjer varð starsýnt á tvo roskna menn, er sálu sinn hvorn megin við hinn volduga ræðustól, þar sem presturinn flutti ræðu sina, ungur og bjartur á yfirlit. Hann var sem barn í þessu hrikalega klettavígi, en bændurnir rosknu, er sátu sinn hvoru megin virtust eiga þar heima. Andlit þeirra og vöxtur minti á traustleik grjótsins og ró fjallanna. En hvers vegna voru þeir ekki sam- an? Þeir voru líkir sem bræður, en sátu þarna hvor gegnt öðrum, livor um sig ineð flokk manna að baki sjer. Var sem fólksfjöldinn hefði klofnað um þá og stýrði hvor um sig liði. Og þannig var það. Sjerðu þessa tvo karla, sem sitja fremstir? hvíslaði jeg að fjelaga mínum. Hann var dálítið kunnugur i þessu hjeraði, hafði verið þar kaupamaður sumrinu áður. „Þess- um bændahöfðingjum hefir aldrei komið saman um neitt, nema brúna sem nú er verið að vígja. Þeir eru pólitískir andstæðingar og hafa löng- um eldað grátt silfur. En brúin á Kaldá tengdi þá saman, eins og sveitirnar þeirra. Ef þeir hefðu ekki tekið höndum saman i þvi máli, væri Kaldá óbrúuð enn þann dag í dag.“ Jeg virti nú karlana enn betur fyrir mjer. Og þóttist sjá að þeim væri allmikið niðri fyrir, þótt þeir ljetu lítið á því bera. Þegar prest- urinn liafði lokið vígslunni stóðu þeir á fætur og mannfjöldinn að baki þeim gerði slikt liið 'sama. Þjóðsöngurinn var sunginn og all- ir stóðu berhöfðaðir á meðan. Prest- urinn hafði staðnæmst mitt á milli mannflokkanna. Eftir þjóðsönginn varð þögn, enginn hreyfði sig, allir virtust bíða einhvers. Þá gekk prest- urinn fram og tók í liendur bænda- foringjanna, eins og hann væri að þakka þeim fyrir brúna. En þeir litu snöggvast hvor í annars augu á eftir og — tókust síðan í liendur. Mjer fanst sem steinn hefði verið feldur við stein, er jeg sá þessar traustu liendur mætast. Og á sömu stundu var eins og fólkið að baki þeim hefði verið leyst úr læðingi. Það gekk fram og fjell saman, eins og tveir straumar, sqm koma sinn úr hvorri átl. Gleðilbragur var á öllum. Og mitt í fögnuðinum gengu bændahöfðingjarnir saman ofan að brúnni, eins og bræður. Lítil falleg stúlka í þjóðbúningi kom og lclipti á silkibandið og •— brúin var opnuð. Við kunningjarnir blönduðum okk- ur í manHfjöldann. Allsstaðar heyrði jeg nöfn foringjanna nefnd með gleði og feginleik. Þeir voru sáttir og lið þeirra alt um leið. Upp í klettahlíðinni liöfðu þeir fundið sjer virðuleg sæti og töluðu þar saman í næði — sjálfsagt um brúna sina og landsins gagn og nauð- synjar, yfirleitt. Jeg leit við og við upp í brekk- una, þar sem þeir dvöldust, eins og liaukar á bergi, meðan fóllcið skemti sjer. Það virtist sem þeir væru ekki liálfnaðir að hjala saman, þegar kallað var á þá í kaffið. Á meðan við gengum út að veit- ingatjöldunum fór jeg ósjálfrátt að raula kvæði Hannesar Hafstein. um Ölfusárbrúna. Nú var Kaldá hætt að syngja sinn sjersöng. Og það var alt að þakka tveimur stórlyndum forystumönnum, sem liöfðu tckið höndum saman. Og jeg óskaði þess að allir for- ingjar lands míns væru orðnir sátt- ir. Á j:>ví eúgnabliki fanst mjer að samtök og friður væri það, sem þjóð mína skorti mest. Og mjer finst það raunar enn. II. HAFNARSTR. 5 REVKJAVIK. Hver samdi leikinn, og hvert er efni hans? Ftichard B. Sheridan Fæddur í Dublin 1751. Dáinn í London 1816. Richard Brinsley Butler Sheridau liefir látið eftir sig tvö góð leikrit, eina góða óperu og eina góða ræðu. Að öðru leyti eyðir hann tuttugu beslu æfiárum sínum sem „lifimað- ur“ i London, pólitískur kákari, fje- lagi svallsamra prinsa og landeyða. Tuttugu og eins árs gamall kvænist hann og stofnar stórt heimili og gerist mikill risnumaður, án þess að eiga nokkra peninga eða virðast eiga möguleika á öðrum lífseyri en heima- mundi uonu sinnar. En ungu lijónin verða eigi að síður kunn í sam. kvæmislífinu í London og berast mikið á. En^ Iukkustjarna Sheridans fór eigi að síður liækkandi, þvi að 17. jan- úar 1775 lekst honum að fá leikrit- ið „Keppinautarnir" tekið til leiks á Drury Lane-leikhúsinu í London. Fyrsta sýningin vakti litla atliygli. Hún var of löng og hlutverk sir Lu- cius O’Trigger var hörmulega leik- ið. En 28. janúar var leikurinn sýnd- ur næst og tókst þá með afbrigðum vel, svo að bæði leikurinn og liöf- undurinn náði viðurlcenningu meðal fyrirfólksins í liöfuðborginni. Árið eftir keyptu þeir Sheridan, tengdafaðir hans (tónskáldið Thom- as Finley) og dr. Ford hálft Drury Lane-leikliúsið og árið 1778 urðu þeir eigendur að því öllu. Skömmu eftir að „Keppinautarnir“ höfðu náð viðurkenningu sýndi liann, með að- stoð tengdaföður síns óperu, sem liann liafði samið og heitir Duenna. Þessum söngleik var tekið með kynj- um svo að hann var leikinn sjötíu sinnum, en það þótti mikið í þá daga. IJinn 8. maí 1777 sýndi Sheridan frægasta leikrit sitt, „Hneykslisskól- ann“ á Drury Lane-Ieikhúsinu, en þá var hann sjálfur leikhússtjóri þar. Ljek leikkonan frú Abinglon aðalhlutverkið, lafði Teagle. Leikur- inn er ekki eins vel samræmdur og „Keppinautarnir“ og er tæplega eins kátbroslegur. En þar eru áhrifa- miklar sýningar og „uppboðssýn- ingin" í leiknum vekur jafnan gleði á hverju leiksviði. Árið 1780 komst Sheridan á þing sem bandamaður Charles James Fox og tólcu þeir báðir málstað nýlendu- búanna vestra í deilunni við Eng- leridinga. Það er sagt að hann hafi borgað kjósendum i Stafford fimm guineur hverjum fyrir að kjósa sig. Af þessu leiddi, að fyrsta ræðan sem hann hjelt i pinginu var varnarræða gegn ákæru um, að hann hefði mút- að kjósendum sínum. Öldurnar gengu liátt i stjórnmál- um Englendinga þessi árin, og al- gengt að þingmenn skoruðu hverir aðra á hólm, .en aldrei varð Sherid- an fyrir því, þrátt fyrir það að hann beitti skæðara skopi en nokk- ur annar. Þegar honum loks mis- tókst að ná endurkosningu lil þings- ins gerðu láuardrotnar hans aðsúg að honum og síðustu árin sín lifði bann i miklum kröggum og vand- ræðum. Bandaríkjaþing bauð lionum 20.000 pund i þakldætisskyni fyrir veittan stuðning og starf að því að afstýra stríðinu 1812, en liann rieit- aði að taka við þeirri gjöf og varð sú neitun honum til ævarandi lieið- urs í Englandi. —x— „Hneykslisskólinn“. Miðaldra piparsveinn og auðugur vel, Peter Teazle, hefir gifst ungri og laglegri óðalsbóndadóttur. Fyrir- fólkið, sem frú Teazle kemst í um- gengni við með hjónabandinu, er svo illmált, að þar fá allir hnútur, hversu vammlausir, sem þeir eru. Sú lieitir lafði Sneerwell, sem hefir forustuna í einni skæðustu af rógklíkum þeim, sem þau Teazle-hjónin umgangast. Þessi kona reynir með lygum og falsbrjefum, sem Snake nokkur s,em- ur, að spilla trúlofun Cliarles Surface og Mariu, sem er i fjárhaldi sir Pet- er Teazle, því að liana langar lil að ná í Surface sjálfa. í þessum til- gangi liefir hún gert bandalag við Jósepli bróður Charles’, sem er ung- ur hræsnari, en nýtur mikils álits mpðal liöfðingjanna, andstætt þvi sem er um Joseph, en hann er mesti svallari. Joseph veit að María á von mikils arfs og langar þvi til að krækja í stúlkuna og nýtur þar að- stoðar sir Pefers, sem hefir látið blekkjast af hinu prúðmannlega ytra látbragði Josephs. En María liefir orðið þess ásl.ynja, að Joseph er ekki allur þar scm hann er sjeður og snýr við honum bakinu Jirátt fyr- ir fortölur fjárhaldsmanns hennar. En nú kemur sir Oliver Surface öllum að óvörum heim fró Ástralíu. Hann heyrir mjög ósamhljóða sögur um frændur sínar, Charles og Josepli en þeir standa til arfs eftir hann. Einsetur liann sjer því að komast að hinu sanna um frændur sína, áður en þeir vili af heimkomu hans. Hann dulbýr sig sem veðlánara og kemst í samband við Charles, og í hinni frægu „upboðssýningu" kaupir hann af honum málverkin af ætt- ingjum hans. En af þeim viðskiftum sannfærist hann samt um, að Char- les sje heiðarlegur maður. Næst fer hann á fund Josephs, og læst vera fátækur, fjarskyldur ætlingi lians og biður hann um hjálp. En Joseph sýn- ir þá sinn rjetta innri mann. Nú hafa farið að ganga lygasögur um, að lafði Teazle sje í þingum við Charles Surface. Berst orðrómur um þetta loks til eyrna sir Peters, sem flýr í öngum sínum til Josephs til þess að ráðfæra sig við hann. En þó stendur svo á, að lafði Teazle hefir gert málamynda stefnumót við Jo- sepli og þegar maður hennar kemur felur hún sig bak við tjald. Hins- vegar felur sir Peter sig í slcáp, þegar Charles kemur þarna af tilviljun. Lendir þeim saman þarna öllum fjórum og alt kemst upp um Joseph. Frú Teazle segir nú alt liið sanna, og samtímis hefir sir Oliver upp- götvað Snake, brjefafalsarann. Af játningu hans leiðir að sættir kom- ast á milli Charles og Maríu og sir Peter veitir glaður samþykki sill til ráðahags þeirra. • —x—

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.