Fálkinn


Fálkinn - 19.11.1943, Blaðsíða 5

Fálkinn - 19.11.1943, Blaðsíða 5
F Á L K I N N & Vjeltæknin og flutningarnir. Þegar á það er lilið hverskon- ar vörur nú eru mest fluttar í stríði, þá getur enginn gengið þess dulinn hve vjelanotkunin í ófriði hefir aukist frá því sem áður var. Til dæmis má geta þess, að bensín og olía, sem flutt var úr landi fyrstu tólf mánuði þessa stríðs var 80 sinn- um meiri en fyrsta árs fyrri lieimsstyrjaldarinnar. 1 stað- inn fyrir hesta og fóður fær lierlið Bandaríkjanna erlendis nú bifreiðar, dráttarvjelar, skrið dreka, bensín og olíu. Á fyrsta ári fyrri heimsstyrj- aldar sendu Bandaríkin eina flugvjel úr landi, í stað þús- unda árið 1942. Þegar vopna- hlje komst á í Frakklandi árið 1918, liafði her Bandaríkjanna 241 skriðdreka, sem Bretar og Frakkar höfðu aðallega sjeð um rekstur á. Nálega jafnmarg- ir liafa verið fluttir í einni ein- ustu ferð i þessari styrjöld. Vjelsmiðjur á vígstöðvunum. Ein af þeim stoðum, sem runnu undir sigurinn í Tunis var sú, að Bandamenn höfðu það fyrirkomulag á, að þeir gátu sett saman vjeltæki við viglinuna sjálfa. Orustuvagnar og flutningabifreiðar komu óaf- látanlega úr samsetningarsmiðj- um hak við viglínuna, þar sem sjerfróðir hermenn unnu verkið aðeins nokkra kílómetra bak við framverðina. Flestir þessara manna höfðu fyrir nokkrum mánuðum unnið í vjelaverk- smiðjum eða að þeir ráku híla- viðgerðarverkstæði eða seldu hifreiðar í Bandaríkjunum. Hver bifreið var send í köss- um i tvennu lagi, samkvæmt fyrirkomulagi, sem áður liafði verið reynt í Bandaríkjunum af herstjórninni. í liverjum tveimur kössum voru partar i tvær bifreiðir. í öðrum kass- anum var til dæmis grind, hreyf- ill, öxull, lijól og hringir í tvo bíla, en i liinum yfirbygging og fleira. Undir eins og köss- unum liafði verið skipað upp voru þeir fluttir á samsetning- arstöðina og tekið til óspiltra málanna við að setja innihald- ið saman, sem víðast hvar var undir berum himni, og von hráðar var bifreiðin tilbúin til íiotkunar. Að meðaltali var það fimm stunda vinna fyrir fimm menn að setja saman 2^/2 smá- lesta flutningabifreið og gera hana tilbúna til aksturs. Flug-flutningar. Það sýndi sig á Guadalcanal i vor hversu vel má takast að framkvæma flutninga þar, sem við óyfirstíganlega örðugleika virðist vera að stríða. Tvö hundruð amerískir hermenn voru einangraðir uppi á hæð einni. Þeim hafði tekist frá- bærlega vel að ná hæðimíi á sitt vald, nokkrum dögum á undan áætlun. En er þeir höfðu náð henni var aðeins um tvent að velja: að biða þarna matar- lausir og' vatnslausir eða að forða sjer á burt. Vitanlega af- rjeðu þeir að freista að liald- ast þarna við. Eftir tvo daga vörðust þeir enn vasklega og hopuðu hvergi. Meðan þessu fór fram reyndi birgðastjórinn á næstu aðal- stöðvum að iiugsa upp ráð til þess að koma til þeirra vistum og vatni. Áhöfn á flugvirki einu hauð sig fram sjálflcrafa til þess að freista að fljúga með vistir til þeirra. Flugvirkið flaug hægt yfir vettvanginn, aðeins 46 metrum yfir japönsku byssun- um og flugmennirnir komu nú vatni, dósum með osti og lceti, þurrefni úr sítrónum og appel- sínum og niðursoðnum kalk- únum fyrir í fallhlifum. Þeim tókst að lála fallhlífarnar lenda á rjettum stað og flugvjelin komst heilu og höldnu heim til bækistöðva sinna, án þess að liana sakaði. Þarna var ket frá Montana, kalkúni frá Vermont, ostur frá Wisconsin og ávexlir frá Ore- gon. Einangruðu hermönnun- um við Guadalcanal kom vel að fá þessa sendingu að heim- an. Flutningamennirnir eru orðn- ir þaulvanir slíkum erindrekstri. Og þegar saga þessara sjer- stöku deilda innan hersins verð- ur að fullu sögð, þá mun margt furðulegt koma í ljós. Og samt er þetta ung sjergrein innan hersins, ])ví að ekki var farið að æfa menn sjerstaklega til þessara starfa fyrr en i ágúst i fyrra. Og þá mun einnig sjást hversu vel er vandað til undir- búnings slíkra leiðangra. Margskonar starf. Undir Army Service Forces lelst margskonar starfsemi, er skiftist á ýmiskonar deildir, svo sem skipulagsstarfsemi, merkja- deild, kemiskur hernaður, verk- fræðingadeild, lögregludeild, dómsmáladeild — yfirleitt nær þessi starfsemi til alls nema vopnaburðarins sjálfs. Það gildir einu hversu erfitt og víðtækt viðfangsefnið er — þjónustudeildirnar verða að ráða fram úr því. Sumar nætur verður að flytja tugi þúsunda af hermönnum stað úr stað inn- an Bandaríkjanna eða á vig- stöðvunum. Stórar járnbrautar- lestir hlaðnar hráefnuin verða að komast til verksmiðjanna i tæka tíð, svo að vinnan stöðv- ist ekki, en aðrar lestir að flytja skriðdreka, fallbyssúr og flug- vjelar frá verksmiðjunum á út- skipunarstaðina. Alt það skipu- lag, sem þarf til þess að æfa nýtt herlið má aldrei stöðvast frekar en starfið á vígstöðvun- um. Og vistir og hergögn verða að komast á vígstöðvarnar i tælca tíð í ríkum mæli. Þessi setning stendur letruð á skrifstofum Army Service Forces og virðist vera vel til fallin. Hún er eftir yfirforingj- ann, Brehon Somerwell hers- höfðingja og hljóðar svo: „Við gerum þad .ómögulega undir einsl Það undraverd'a tekur ofuiiítið lengri tima.“ Pandaríkjaskip að taka flugvjelar um borð. Auk þess að fylla lestirnar með flugvjelum í kössum, eru orustuflug- vjelar fluttar i heilu lagi á þilfarinu. Vörur, sem Bandaríkjaskip hafa skipað upp i höfn i Indlandi og bíða framhaldsflutnings til vígstöðvanna. Þessar vörur hafa verið fluttar sem svarar þriðjungi af leiðinni kringum hnöttinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.