Fálkinn


Fálkinn - 19.11.1943, Blaðsíða 12

Fálkinn - 19.11.1943, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N J BE0RBE5 SlMEriOH j______ H é Flæmska búðin „Þetta er Gustav Cassin, skipstjórinn á Etoile Polaires, kynti Machére, og ánægjan bkein úr eugunum á honum, og þau gljáðu. Maigret settist. Hann leit á undirskálarnar sem safnast höfðu saman á borðinu í tvo hrauka, og sá að þeir liöfðu drukkið þrjú glös hvor. „Cassin hefir dálítið ag segja yður.“ Og livort það var líka satt! Hann var beinlínis að springa utan af því. Hann setti upp hátignarsvip, er hann hallaði sjer yfir borðið til fulltrúans. „Segið mjer nú alt, sem þjer hafið að segja — það er satt, er ekki svo? En þjer þurfið ekki að segja annað en það, sem jeg spyr yður um. Það var faðir minn vanur a.ð segja við mig. Engin þörf á að taka fram í “ „Einn hálfan!“ kallaði Maigret. Hann var að hiðja um öl. Hann færði harða hattinn aftur í hnakk- ann og hnepti frá sjer yfirfrakkanum. Svo bætti hann við, meðan prammalcarlinn var að leita að orðunum: „Ef mjer hefir verið sagt satt frá, þá voruð þjer blindfullur kvöldið 3. janúar.“ „Nei, sei, sei, nei. Það var nú eittlivað annað. Ekki nærri hlindfullur. Jeg drakk. tvö eða þrjú glös, en jeg gat gengið beint. Og, það sem meira var: jeg gat sjeð beint.“ „Sáuð þjer mótorhjóli ekið upp hjá flæmsku búðinni?“ „Jeg? .... Nei, áreiðanlega ekki.“ Macliére gaf Maigret merki um að trufla ekki manninn, og kinkaði kolli til hans, lil þess að örfa hann. „Jeg sá kvenmann á hafnarbakkanum .... Og jeg get sagt yður hver hún var. Það var sú, sem aldrei afgreiðir í búðinni, en fer eitthvað með lestinni á hverjum degi.“ „María?“ „Það getur vel verið að hún heiti Maiáa, cn jeg veit ekkert um það. En jeg veit að hún er rengluleg og með Ijóst liár .... Og segið þjer mjer nú nokkuð: Var það eðli- legt að hún væri að glænepjast þarna, í roki, sem gekk gegnum merg og bein?“ „Um hvaða leyti var þetta?“ „Um það leyti, sem jeg fór heim að hátta. Það getur hafa verið um klukkan átta, en getur líka hafa verið seinna.“ „Sá hún yður?“ „Nei. Því að í stað þess að ganga beint áfram, eins og jeg hafði gengið, þá skaust jeg bak við tollstöðina og hafði gát á henni þaðan. Mjer datt í hug að það gæti ekki verið annað en karlmaður, sem væri valdur uð þvi, að kvensa væri að norpa úti í svona veðri, og hjelt kanske að jeg mundi sjá eitthvað skrítið.“ „Mjer er sagt að þjer hafið verið fang- elsaður fyrir að sýna kvenfólki ofbeldi.“ Cassin glotti, svo að skein í ferlega Ijót- an tanngarðinn. Þa.ð var ómögulegt að giska á hve gamall hann var. Hann var hrukk- óttur í andliti, en hárið á honum, sem óx langt niður á enni, var ekki farið að grána. Hann var forvitinn að sjá hvaða áhrif hún hefði, þessi saga, sem hann var að segja. Hann leit á Maigret eftir hverja setn- ijigu, og síðan á Machére og loks á mann, sem sat við næsta borð og hlustaði á. „IJaldið þjer áfram!“ „En hún var ekki að líta eftir karlmanni. Hún var þarna til að gá að því, að enginn væri þarna.“ Cassin tók mállivíld meðan þeir lcingdu orðunum. Hann svolgraði úr glasinu í ein- um teyg og kallaði svo til þjónsins: „Það sama aftur!“ Og svo kom það: „Hún var að gæta að, hvort alt væri trygt þarna á árbakkanum. Og svo komu einhverjir út úr húsinu — bakdyramegin. Og þeir báru eitthvað langt. Langt og þungt var það. Og svo fleygðu þeir þessu í Meuse, miðja vegu milli prammans nríns og „Tveir bræður“, senr var næst fyr- ir neðan.“ „Þjónn! Má jeg borga?“ Maigret virtist ekki vitund hrifinn af sög- unni. Machére líkaði það miður og það gerði prammakarlinum líka. „Hvert?“ „Það stendur á sama. Komið þið!“ „Jeg er að bíða eftir glasinu,-sem jeg bað um.“ Maigret beið eftir að það kæmi og beið á meðan Cassin svolgraði úr því. Svo sagði bann gestgjafanum að hann kæmi aftur í matinn eftir nokkrar mínútur og fór með brennivínsberserkinn niður á bryggju. Hann var einmana um þetta leyti dags því að allir voru farnir heim í matinn. Það byi'jaði að rigna. Machére varð þeim samferða út. „Jæja, sýnið þjer mjer nú nákvæmlega hvar þjer stóðuð.“ Hann þekti orðið tollstöðina. Hann horfði á meðan Cassin kom sjer fyrir á horninu. „Og hreyfðuð þjer yður ekki úr þessum sporum?“ „Jeg held nú síður. Ekki vildi jeg blanda rnjer í þetta.“ „Flytjið þjer yður nu!“ Hann flutti sig og Maigret kom sjer fyrir í sporunum hans. Hann stóð þar ekki lengi. Svo leit hann á Cassin og sagði: „Þjer skuluð ljúga einhverju betra næsl, kunningi!“ „Hvað eigið þjer við?“ „Jeg meina það sem jeg segi. Með öðr- um orðum: það stenst ekki. Af þessu liorni sjáið þjer hvorki búðina, nje þann liluta I’.afnarbakkans, sem þjer voruð að tala um.“ „Þegar jeg sagði, að jeg hefði verið þar, átti jeg við . .. .“ „Þetta er nóg. Og jeg sagði yður, að þjer yrðuð að koma með eitthvað betra en þetta. Þegar þjer getið það megið þjer finria mig aftur. Og ef það stenst .... Jæja! Það eru talsverðar horfur á að þjer verðið læstur inni aftur!“ Macliére var steini lostinn. Hann fór næst- ur á liornið og stóð þar. Það reyndist ó- mögulegt að neita því, sem Maigret sagði. „Þjer liafið rjett fyrir yður,“ stundi hann. Og prammakarlinn sagði ekki meira. — Hann var niðurlútur, góndi á fæturna á Maigret og fúlmenskan skein út úr augum hans. „Komið þið með mjer.‘ „Gleymið ekki því, sem jeg hefi sagt yð- HÖRUND YÐAR ÞARFNAST FILMSTJÖRNU FEGRUNAR-SNYRTINGAR Ef hörgull verður á Lux handsápunni um stundarsakir í nágrenni viö yöur, þá skuluö þjer ekki láta hug- fallast fyiir það. Þjer getið látið sápustykkið endast miklu lengur en áð'ur. Því að Lux handsápan gefui svo ríkulegt löður, að aðeins lítið af henm getur gert mikil ahrif Það er eyðsla, til dæmis, að dýfa sápunm í vatmð, eða láta hana liggja í því. Vætið hendurnar eða þvottaklútinn og strjúkið svo sápustykkinu einu sinni um, og þá fáið þjer nægilegt sápulöður Frægar kvikmyndadísir og aðrar fagrar konui un ailan heirn hafa komist að raun um, að besta ráðið til þess að halda hörundinu unglegu og mjúku, er að nota Lux liandsápuna að staðaldri LUX HANDSÁPAN Paramount- st|arnan S DOROTHY LAMOUR X-LTS 639/4-039 LE b’L7i-íramk‘iúsIa j

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.