Fálkinn


Fálkinn - 19.11.1943, Blaðsíða 7

Fálkinn - 19.11.1943, Blaðsíða 7
F A L K 1 N N 7 Usbekistan heitir eitt af rikjunum í sovjetríkjasambandinu og liggur norður c.f Afganistan, j)ar sem áður var Turan. Lifðu flestir þar hirðingjalifi hjer áður, en hafa nú tekið sjer fasta bólfeslu og lifa á jarðyrkju. íbúar Usbekistan ern Múhumeðstrúar og miklir ofsamenn í trúmálum. Á myndinni sjást nokkrir bændur í Usbekistan með vinnubækur sinar, til þess að taka á móti vikukaupi sinu á samvinnubúinu. Er landið rúm- lega 130.000 fermílur enskar en lands- búar 685.000. Tashkent heitir höfuðborg- in, er aðrir helstu bæir eru Dokhara, Khiva, Kokand og Samarkand. Hjer á myndinnt að neðan sjást helslu forsprákkar nazista i Bandaríkjunum, scm nú sitja altir í fangelsi. Eru þeir (frá vinstri) Wilhelm Kunze, James Weller Hill og Fritz Kuhn, sem var for- muður „Deutsche Volksbund‘‘. Þeir eru i nazistabúningum undir yfirhöfnunum. i Sumarið sem slríðið hófst fóru bresku konungshjónin í heimsókn til Canada og fcrðuðust þar víða um og fengu hinar á'gætustu viðtökur. Er myndin hjer að ofan tekin af konungshjónunum, er þau voru stödd i Montreal. Með þeim er Mackensie King forsætisráðherra, sem oft heyrist getið í frjettum og mætir að jafnaði fyrir hönd Canadamanna á op- inberum alþjóðaráðstefnum. Myndin að neðan er tekin úr njósnar- flugvjel og sýnir mann með kíkir sinn vera að gá að hentugum stað til þess að varpa sprengjum á. Er vjelin þýsk og myndin tekin yfir Englandi sumariö 1940, meðan mest kvað að loftárásum Þjóðverja á Bretlandseyjar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.