Fálkinn


Fálkinn - 26.11.1943, Blaðsíða 3

Fálkinn - 26.11.1943, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Rilstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-G Blaðið kemur út livern föstudag Allar áskriftir greiðis fyrirfram HERBERTSprenf. „Hjá þjer er einn dagur sem þús- und ár“, segir skáld þjóðsöngs ís- ljendinga fyrir nær 70 árum, og þessi orð rifjum við upp í hvert ákifli, sem við förum með þau fögru orð og hlustum á þá tóna, sem sam- an liafa orðið þjóðsöngur íslands. í næstu viku eru liðin 25 ár síðan íslendingar endurheimtu sjálfstæði sitt, að undangtenginni aldar bar- áttu, sem lauk ínéð góðum úrslit- um og fallégu samkomulagi, sem jafnan mælti verða til fyrirmyndar j)ar, sem litil l>jóð með sögulegan og siðferðilegan rjett að vopni, á við sjer margfalt stærri þjóð, sem fengið hefir hcfð á yfirráðum sín- um. Það er cnginn vafi á því, að sú hneigð, sem um þær mundir var upþi i ]>á átt að viðurkenna rjett smáþjóðanna, svo og liitt, að samn- ingsaðili vor fjekk um sama leyti viðurkenning á leiðrjettingu gam- aliar rangsleitni gagnvarl sjer, átti drjúgan ])átt i l>vi áð samningum þeim, er hjer fóru fram sumarið 1918 lauk svo vel og friðsamlega. Þessi tuttugu og fimin ár, sem við höfum húið við sambandslögin, hafa verið fljót að líða. Þau eru að- eins einn dagur úr þeirri æfi, sem öll þjóðin vonar að verði löng og góð. Og sambúðin um þau mál, sem enn voru sameiginleg samkvæmt kvæmt sambandslögunum, hefir ver- ið góð og árekstralaus, þó að sam- bandsþjóð vorri sje kunnugt um, að við liöfum haft í hyggju að slíta sambandinu að fullu, samkvæmt sambandslögunum. Nú liafa aðrir viðburðir gerst sem valda því, að meiri liluti ráðandi manna þjóðar- innar vilja slíta sambúðinni við Dani á annan hátt en órað varð fyrir. Hjer er ei staður nje stund til að rekja þau mál, enda er þetta blað ekki stjórnmáiablað. En eigi verður það með neinum rjetti talin goðgá eða ættjarðarsvik, þó að hlýtt sje og á rök þeirra, sem fara vilja þá leið, sem í upphafi var mörkuð. r Undanfarin 25 ár hafa verið mikil framfaraár í sögu íslensku þjóðar- innar. Ilún hefir „hrint sinum hag á leið, með heillar aldar taki“ og liún hefir í bili aflað sjer þess efnalega sjálfstæðis, sem jafnan verður að vera undirstaða hins stjórnmála- lega sjálfstæðis. En gallinn á þvi sjálfstæði er sá, að efnin eru lil orðin fyrir óeðlilega viðburði. Verk- efni þjóðarinnar á komandi árum SAMBANDSLÖGIN 25 ÁRA Þegar Sigurður Eggerz, þá- verandi fjármálaráðherra, lýsti yfir sjálfstæði íslands, sam- kvæmt sambandslögunum, 1. desember 1918, var fremur lít- ið um dýrðir í Reykjavik. Spanslca veikin hafði þá und- anfarnar vikur farið eins og logi yfir akur og lagt mörg lxundruð manns í gröfina, ekki. síst i höfuðstaðnum. Og Katla hafði verið að gjósa, lagt jarðir i eyði og drepið búpening lands- manna og eyðilagt jarðir og bithaga, en askan úr henni hafði borist víða um land, þar á meðal yfir stræti höfuðstaðar- ins, svo að þar varð sporrækt daginn eftir að gosið hófst. Minn voru þvi ekki í hátíða- skapi, og lítið var um mann- fagnað í titefni af þessum merk- isdegi. Mynd Jóns Sigurðssonar umkringd af fánum 1. des. 1938. En þó skiklist allri þjoðinni, að þennan dag hafði skeð einn af merkustu viðburðum í sögu þjóðarinnar. Sjálfstæði lands- ins var fengið á ný, liinn gamli draumur, sem svo marfir bestu synir þjóðarinnar höfðu svo ó- sleitilega barist fyrir, var end- heimt, með óvenjulega mikilli ciningu. Aðeins tveir þingmenn liöfðu greitt atkvæði gegn sam- bandslögunum, en allir hinir töldu, að með lögunum væri olckur fengin opin braut til fulls skilnaðar frá Danmörku, undir eins og 25 ára tímabili væri loldð. Síðan sambandslögin voru samþykt hafa þessir menn ver- ið forsætisráðherrar á íslandi: er fyrst og fremst það, að sýna og sanna, að hún geti lifað lífi sínu á friðartímum og við eðlilega rás viðburðanna. Jón Magnússon í ráðuneytinu sem liann sat í ásamt Sigurði Eggerz og Sigurði Jónssyni og sagði af sjer 12. ágúst 1919. Hann myndaði ráðuneyti þá á- samt Magnúsi Guðmundssyni og Pjetri frá Gautlöndum og sat það til 7. mars 1922, en þá myndaði Sigurður Eggerz rátðu- neyti með Klemens Jónssyni og Magnúsi Jónssyni lagaprófessor, er sat til ársins 192J, er Jón Magnússon myndaði stjórn með Magnúsi Guðmundssyni og Jóni Þorlákssyni. Jón Magnússon dó á öndverðu sumri 1926, en þá tók Jón Þorláksson við stjórn- arforustu, án þess að nýjum ráðherra væri bætt í stjórnina, og sat þessi stjórn til 28. ágúst 1927. Jón Mac/nússon forsætisráðherra 1918. Eftir kosningasigur Fram- sóknarmanna sumarið 1927 tók Tryggvi Þórhallsson að sjer myndun nýrrar stjornar ásamt Jónasi Jónssyni, sem dómsmála- ráðherra cg Magnúsi Kristjáns- syni (tii dauða hans 1928) og síðar Einari Árnasyni sem fjátr- málaráðherra. Þessi stjórn sagði af sjer 20. apríl 1931 og mynd- aði Sigurður Kristinsson þá stjórn til bráðabirgða en fjór- um mánuðum síðar myndaði Tryggwi stjórn á ný með Ásgeiri Ásgeirssyni og Jónasi Jónssyni. Sat sú stjórn til næsta árs, en þá (3. júní 1932) myndaði Ás- geir Ásgeirsson stjórn með stuðningi S jálfstæðisflokksins, og tóku sæti í henni Magnús Guðmundsson og Þorsteinn Briem. Þessi stjórn sat í rúm tvö ár, en 29. júlí 193k myndaði Hermann Jónasson nýja stjórn Frh. á bls. U. Gisli Magnússon, múrarameistari, fírávallag. 8, verður 80 ára 2. des. n.k. Þórarinn Kjartansson, kaupm., Laiu/aveg 7(>, varð iíO ára 25. />. in. Kristinri Magnússon, fijrv. skipsijári, varð 70 ára 24. þ. m. Einar Ilalldórsson, hreppsljóri að Kárastöðum, varð 60 ára 18. />. m.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.