Fálkinn


Fálkinn - 26.11.1943, Blaðsíða 14

Fálkinn - 26.11.1943, Blaðsíða 14
14 F Á L Ií I N N SAMBANDSLÖGIN. Frh. af bls. 3. meá stuðningi Alþýðufloklcsins og sátu í henni Eysteinn Jóns- son og Haraldur Guðmundsson og var þetta í fyrsta sinn, sem Alþýðuflokkurinn tók þátt í stjórnarmyndun. Haraldur fór úr stjórninni snemma ársins 1938 og tók Skúli Guðmunds- son þci sæti í stjórninni. Ýmiskonar vandkvæði steðj- uðu að um þessar mundir og einnig þótti sýnt, að heimsstyrj- öld væri í ciðsígi. Tókust því sættir um það, að ný þriggjci flokkci stjórn var mynduð, í apríl 1939. Forseti hennar vcir Hermann Jónasson, eins og áð- ur og Eysteinn Jónsson með honum cif hálfu Framsóknar- flckksins. En af luílfu Sjálf- stæðisflokksins Ólafur Thors og Jakoh Möller, en Stefán Jóh. Stefánsson fyrir Alþýðuflokk- inn. Hann gekk úr stjórninni eftir áramótin 19ðl og nokkru síðar brast samvinna Fram- sóknar og Alþýðuflokksins, og tók Ólafur Thors þái við stjórn- arforustu og gegndi hcnni uns núverandi stjórn vcir skipuð fyrir ári liðnu, eftir að ýmsar leiðir höfðu verið reynclar til þess að þingflokkarnir mynduðu stjórn. Er þetta fyrsta utan- þingsstjórnin, sem lijer hefir setið síðan innlendur ráðherra var skipaður í landinu, en hdna skipa eins og flestum er kunn- ugt: Björn Þórgarson forsætis- ráðherra, Vilhjálmur Þór, Björn Ólafsson og Einar Arnórsson. Fimti ráðherrann, Jóhann Sæ- mundsson, sagði sig úr stjórn- inni eftir stutta veru þar. --------Hjer hafa verið rakt- ar rílcisstjórnir þær, sem setið hafa á undanförnu 25 ára iíma- bili. En á sama tímabili hefir orðið breytt skipun á meðferð konungsvaldsins. Eftir að Dan- mörk var hernumin og konung- ur þess ekki um kominn að gegna störfum sínum sem kon- ungur fslands, samþykti Al- þingi, að ráðherrcirnir færu með störf hans til bráðabirgða og undirskrifuðu íslensk lög. Síðar voru störf þessi falin rík- isstjóra, sem undanfarin tvö ár hefir farið með umboð konungs hjer á landi. Og af sömu ástæðum hafa ls- lendingar tekið utanríkismálin í eigin hendur. Sendiráð hafa verið stofnuð í Stockholm, Lomlon og Washington og ræð- ismenn fyrir fslcind verið slcip- aðir víða, þ. á. m. hefir sjer- stakt ciðalræðismcinnsembætti verið stofnað í New York. --------1 verklegum efnum og alvinnumálum hafa stórfeld- ar breytingar orðið á síðasta aldarf jórðungi. Alclrei hcifa jafn mörg og milcil hafnarmcinnvirki verið |gerð og síðan 1918 og vega- og brúargerðir alclrei ver- ið meiri. Nú alca menn á bif- reiðum á sumardegi úr Reykja- vík um Norðurland til Aust- fjarða og um Suðurlcind austur í Fljótshverfi og árnar miklu, Jökulsá á Sólheimasandi og Markarfljót eru nú farncir á sterkum steinsteypubrúm. Sím- inn nær kringum alt landið. Hraðfrystihús eru lcomin upp í flestum útvegsstöðum og afköst síidcirverksmiðjanna hafa marg- faldast. Og íslenskum iðnaði hefir fleygt fram. Og við höf- um eignast merkustu byggingu, sem nokkurntíma hefir staðið á íslandi: Háskóla íslands, og mentamannastjettin hefir fengið sæmileg lífskjör og vinnuskil- yrði. Við böðum í rósum hin síð- ustu árin og flestir hafa meira fje milli handa en þeir þurfci til þess að geta iifað góðu lifi. Er hætt við því, að flestir þeirra, sem vanist hcifa árum feitu kúnna, þurfi að sætta sig við breytingu til hins verra — ann- ars hlyti ísland að vera auðug- asta land í heimi. Plágur höfum við engar haft nema sauðfjárplágur, sem kost- að hcifa landið miljónir. — En tímarnir framundan eru ískyggi- legir. Og einnci ískyggilegast það, hve fiskiveiðaflotinn hefir gerigið saman, því að hvorki hefir verið hægt að byggja í skörð eða endurnýja, þó að næg- ir peningar sjeu fyrir hendi. En á þeim vettvangi er og verður af'z þeirra hluta, sem gera skal, þó að landbúnaðinum hafi stór- lega fleygt fram vegna þeirrar merku löggjafar, sem þar var gerð fyrir nær tuttugu árum: jarðræktarlaganna. — — Þetta er ekkert yfirlit að gcigni, encla elcki ætlað að vera það. Aþeins stildað á ýmsu, sem hæst ber og þó ekki öllu. En aldrei hefir verið meiri þörf á því en nú, cið minna á, cið láta ekki stundar velgengni stíga sjer til höfuðs. „Gakk mí hægt um gleðinnar dyr,“ segir skáldið. Gerist áskrifendur Fálkans Hver samdi leikinn? í síðasta blaði hafði af vangá fallið niður endir greinarinnar um „Heimilið“ eftir Sudemann. Birtist greinin því öll hjer á eftir: HEIMILIÐ. Frumsýning á Lessingleikhús- inu i Berlin 7. janúar 1893. — Leikurinn gerist i nútimanum í helsta bæ þýsks hjeraðs. 'T'ÍU árum áður en leikurinn hefst hefir Magda, eldri dóttir Scliwartz, þýsks uppgjafa lierfor- ingja tekið þann kost að flýja lieim- ilið fremur en að giftast Hefterdingt presti, eins og faðir hennar krafðist. Eftir það bannar lierforinginn að nafn hennar sje nefnt á heimilinu, og enginn veit livað um liana hefir orðið. Þegar leikurinn liefst kemst það upp að hún er orðin frœg Wagnersöngkona, sem gengur und- ir nafninu Maddalene dall’Orto, og leikur sem gestur á helsta leikhúsinu i borginni. Heffterdingt prestur sem undanfarin líu ár hefir liaft samviskubit af að liafa valdið mis- klíðinni milli Mögdu og föður hennar gerir nú alt sem hann getur til þess að reyna að sætta þau. Loks gerir hún það sjer þvert um geð, að dvelja eina nótt á heimili föður síns. Meðal þeirra fyrstu, sem heim- sækja hana morguninn eftir er von Keller rikisráð. Magda þekkir liann undir eins — hann er maðurinn, sem luin unni fyrst, en sem liafði gersamlega horfið úr meðvitund hennar, eftir að hún þó hafði alið honum barn, sem liún varð sjálf að sjá um að öllu leyti. Nú er hún orðin fræg', og þá er von Keller umhugað um að endurnýja hinn forna kunningsskap. En Magda vill ekki kuningsskap hans, nje neins annars karlmanns. 1 liennar lífi er aðeins tvent til: drengurinn henh- ar og sönglistin. Magda fölnar og verður vandræða- leg, þegar von Keller kemur og fer föður hennar þá að gruna ýmislegt og veiðir upp úr henni alla söguna um fornkynni hennar og von Kellers. Skorar hann þá von Keller á hólm, en han friðmælist og býðst til að ganga að eiga Mögdu. Og vegna föð- ur síns samþykkir Magda að ganga að því boði að lokuni. En þegar liún verður þess vísari, að von Iíeller ætlar að humma það fram af sjer að gangast við faðerni sonar hennar, þá riftar liún tilboði sínu. En fað- ir liennar verður þá óður og upp- vægur og læsir liana inni i stofu ásamt von Iíeller og segir að hvor- ugt þeirra skuli komast þaðan út lifandi nema hún lofi að giftast honum. Magda sjer að þetta er eina leiðin til að bjarga lífi þeirra, en telur þó persónufrelsi sitt mikils- verðara en lífið. „Hvernig getur þú verið viss um,“ spyr hún föður sinn,“ að liann sje eini maðurinn, sem jeg hefi unnað hugástum?“ Þegar lionum verður ljós þýðing þessarar spurningar lyftir liann byssunni og ætlar að skjóta hana. En þetta er honum um írtegn. Hann fær heilablóðfall og dettur niður dauður, áður en skotið ríður af. LOURDES-GUÐSÞJÓNUSTA í EYÐILAGÐRI KIRKJU. Mynd þessi er af svonefndri Lourdes-guðsþjónustu, sem lialdin var í Englandi i sumar, til þess að biðja fgrir sjúku fólki. Það var eitt meðal annars einkennilegt við guðsþjónustu þessa, að hún er haldin í þaklausri og hálfhruninni kirkjn, St. George-kirkjunni í Southmark, og prjedilzaði þar erkidjákninn Amingo. Hjer sjest skrúðfglking lwitklæddra meyja i kirkjunni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.