Fálkinn


Fálkinn - 26.11.1943, Blaðsíða 4

Fálkinn - 26.11.1943, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N WAVELL HERMARSKÁLKUR, VARAKONUNGUR INDLANDS Eftir sir Chcirles Petrie, ritstjóra „Empire Review“. Wavell hershöfðingi er fyrsti háttsetti herforinginn, sem nokkurntíma hefir orðið varakonungur í Indlandi. Nú hefir hann haft fataskifti; farið úr hershöfðingjabúningn- um og íklæðist tignarklæðum varakonungsins við hátíð- leg tækifæri. Starf hans hið nýja er ábyrgarmikið. Því að friður í Indlandi er Bretum lífsnauðsyn, ekki síst nú. Varakonungurinn gepgur að tign næst konunginum sjálf- um, keisara Indlands. Enski krónprinsinn er lægri í tign- inni en varakonungurinn, þegar hann kemur sem gestur til Indlands. Hermarskálkurinn W avell, greifi af Cyrenaica og Win- chester, svo að nefnt sje fult núverandi nafn lians, komst á allra manna varir snemma í stríðinu, þótt hvorld væri hann þá marskálkur eða varalcon- ungur. Þá var hann liershöfð- ingi og stýrði her Breta í Egyptalandi og Norður-Afríku. Það starf rækti hann með þeim ágætum, að nafn lians er eitt hið frægasta meðal allra hers- höfðingja Bandamanna, á sjó, landi og í lofti. Wavell er af hermannaætt- um. Faðir hans var general- majór, og því var ekki nema eðlilegt að sonurinn legði fyrir sig hermensku. Þegar tími var til kominn fór hann í liermanna- skólann í Sandhurst, sem er háskóli breska hersins fyrir riddaraliðs- og fótgönguliðsfor- ingja. Þegar hann útskrifáðist þaðan fjekk hann stöðu í einni frægustu Hálendingaherdeild- inni i Skotlandi, nefnilega „Black Watcli“ (sem sagt er um að aldrei taki fanga nje láti fjandmanninn taka sig til fanga). Þangað komst hann svo snemma, að hann gat tekið þátt í Búastríðinu síðustu mánuðina sem það stóð, fyrir rúmum fjörutíu árum. Eftir að friður komst á í því stríði gegndi Wavell um tíma herþjónustu í breska hernum í Indlandi, og tók þá þátt í landa- mæraskærum á norðvestur- landamærum Indlands. Þar fjekk hann hermennskureynslu gerólíka þeirri, sem hann hafði fengið í Suður-Afríku, en sú reynsla varð honum að ómetan- legu gagni í því starfi, sem honum var síðar falið að gegna. Þegar lieimsstyrjöldin fyrri liófst, árið 1914, gáfust Wavell enn betri tækifæri til þess að sýna liæfni sína og kunnáttu, og hann var svo heppinn, að það fjell í hlut hans að gegna herþjónustu á hvorki meira nje minna en þremur vígstöðvum. Fyrst var hann með her Breta í Frakklandi i tvö ái', særðist þar og var sæmdur herkross- inum fyrir vasklega framgöngu. Síðar starfaði hann, frá októ- her 1916 til júni 1917, með rúss- neska hernum í Kákasus. Wav- ell var einn af þeim fáu liðs- foringjum enskum, sem hafði Iært rússneska tungu, enda er liann fráhær málamaður. Þegar stjórnarbyltingin varð í Rússlandi og vopnaviðskiftin hættu í Kákasus var Wavell sendur til Egyptalands, og vakti þar hrátt athygli yfirmanna sinna, ekki síst Allenby lávarð- ar, sem var herstjóri á víg- stöðvunum í Vestur-Asíu. Hann varð starfsmaður í lierforingja- ráði Allenhys og var orðinn hershöfðingi þar þrjátíu og fjögra ára gamall. Siðar skrifaði Wavell rit, sem ýkjulaust mega heita klassisk, um þessar ófriðarstöðvar, nefni- lega „Baráttan um Palestínu“ (The Palestine Campaigns) og ennfremur hina frægu æfisögu Allenhys lávarðar, í tveimur bindum. Síðari bókina liafa margir lesið hjer á landi. Sir Arcibald Wuveli, siðar hermarskálkurinn, Wavell lávarður af Cyrenaica og Winchester, er farinn úr hershöfðingjabún- ingnum, þvi að nú er luinn varakonungur Indlands. ---------------------------------------------------------------------1 Þegar vopnahlje komst á haustið 1918 hafði Wavell þann- ig lilotið viðurkenningu, sem dugandi og fjölhæfur herfor- ingi og á næstu tuttugu friðar- árum hraut liann samviskusam- lega til mergjar það, sem liann hafði lært í fyrri heimsstyrjöld- inni, sjerstaklega af hernaðin- um við aus.tanvert Miðjarðar- Jiaf. Á þessu timabili dvaldi liann um nokkurt skeið í Egyptalandi. Á árunum fyrir núverandi styrjöld, með viðburðuin þeim, sem ótvirætt bentu til þess, að stríðið hlyti að dynja yfir mann- kynið, fluttist Wavell aftur til Englands. Fyrst var liann skip- aður yfirmaður 6. fótgöngu- liðs-hersveitarinnar (brigade), síðan foringi 2. herdeildarinnar, en loks varð liann yfirhershöfð- ingi liins mikilvæga Suðurhers (Southern Command). Þannig var Wavell ávalt í nánu sam- handi við herinn og breytingar þær, sem ávalt var verið að gera á honum, ekki sist vjel- tæknina, sem verið var að koma á innan hersins, skriðdreka- notkun og hifreiðanotkun í stað riddaraliðs. Einnig komst liann í kynni við stjórnmálamenn þá, sem segja skyldi hernum fyrir verkum, ef ófriður dyndi yfir. Á þessu tímabili, er Wavell gegndi störfum heima, lagði hann mikla áherslu á að lier- menn, bæði yfirmenn og und- irmenn, yrðu þjálfaðir sem allra best, og eigi síður á sál en líkama. Hann hefir jafnan lagt rika áherslu á það, að auk þess sem hermaðurinn væri gerður fær um að berjast, yrði hann að gera sjer vel ljóst hversvegna liann er að herjast. Fyrirlestrar hans um hernaðarlistina liafa verið teknir í tölu sígildra rita um þau efni, og hann liafði lag á að vekja áhuga nemenda sinna á því, að afla sjer allra upp- lýsinga um það, sem að notum gæti komið í starfi þeirra. Það er í stuttu máli ekki ofsagt, þó að svo sje að orði komist, að meðan hann stýrði Suðurhern- um, þá hafi sú stjórn verið fyrirmynd þess, sem herstjórn á að vera. En samt átti það ekki fyrir Wavell að liggja að liafa þessa stjórn lengi á hendi í Salisbury. Vorið 1939 var liann skipaður hæstráðandi hreska herliðsins við austanvert Miðjarðarhaf og á svæðinu austur að landamær- um Indlands. Tók sir Alan Brooke þá við yfirstjórn Suður- hersins í Salishury, en það var liann, sem nokkrum mánuðum síðar fór að koma nljög við sögu hersins og er nú yfirliers- höfðingi í Stóra-Bretlandi. En livað Wavell snerti þá kom hann nú á liinar fornu stöðvar, þar sem liann áður liafði verið með Allenby í hinum frækilegu sigurvinningum, en margvísleg- ar breytingar liöfðu orðið á liernaði á því tímabili, sem á

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.