Fálkinn


Fálkinn - 26.11.1943, Blaðsíða 13

Fálkinn - 26.11.1943, Blaðsíða 13
F A L K I N N 13 8. HERINN GENGUR í LAND. Hjer er mynd i'ir hafnarbæ einum á Sikiley oy sýnir menn tir hinum frœga 8. her Montgomerys vera að ffanga i land ár skipunum, en þau liggja hlið við hlið við hafnárbakkann. FRÁ OREL. Það þótti mikill sigur, er Hússum tókst að ná hinni miklu samgöngtiborg Orel á sitt vald, j)ótl ekki jafnist sá sigur á við ýmislegt, sem skeð hefir síðan. Það var 5. ágúst, sem þeir náðu samtimis Orel og Hielgorod og ráku fleyg mikinn inn i víglínu Þjóðþerja. Hjer sjást eyðilagðir skriðdrekar, sem Þjóðverjar vrðu að skilja eftir á vígvellinum. „Gott kvöld,“ sagði Maigret. MaÖurinn var í gömlum hermannastakk, sem hafði verið litaður svartur. Hann var að reykja pípu. Á miðju varðstofugólfinu var lítill, sívalur ofn, og' lá rörið frá hon- um út í gegnum vegginn, í mörgum hlykkj- um. „Þjer munuð vita, að það er ekki leyft að ....“ „Að koma lijer á kvöldin. Gerir ekkert til! Það er alt í lagi,“ sagði fulltrúinri og þrammaði inn. Bekkur úr trje. Stóll með reyrtágasæti. Það fór að gufa upp úr frakkanum hans Maigrets. ** „Ei’uð þjer hjer alla nóttina?“ „Já, nema þegar jeg geng hringferðirnar um verksmiðjuna. Jeg geri það þrisvar sinnum á nóttunni." I fjarska virtist yfirskeggið á Piedbæuf vera ærið tignarlegt, en þegar nær kom fór af honum ljóminn. Yeimiltítulegur maður, að ekki sje sag't vesældarlegur, haldinn sifeldri minnimáttarkend og meðvitund- inni um hvað liann væri lágt settur. Honum leið illa þarna i návist Maigrets, og var í vandræðum með livað hann ætti að segja við liann. „Svo að þjer eruð þá lengstum einn .. Hjerna á nóttunni. 1 rúminu fyrri part dags. Ilvað hafist þjer að seinni partinn?“ „Jeg dútla við garðinn.“ „Jeg vissi ekki að þjer ættuð garð.“ „Jeg sje um garðinn yfirsetukonunnar. Við skiftum uppskerunni milli okkar.“ Maigret varð nú litið á einhverja lirúgu lijá kolaglóðinni. Þegar hann rannsakaði þetta með skörungnum sá hann að það voru óskrældar kartöflur. Hann sá í huganum manninn um miðja nótt, maulandi sleiktar kartöflur og star- andi út í tómið. „Er sonur yðar aldrei hjerna, yður til samlætis ?“ „Aldrei.“ Regndropagusa skvettist niður af þakinu fyrir utan dyrnar. „Ilaldið þjer í raun og veru, a'ð dóttir yðar liafi verið myrt?“ Piedbæuf svaraði ekki þegar í slað. Aug- un voru á einlægu flökti. „Þegar Gérard segir það . . . .“ Og svo hætti hann við með ekka: „Það kemur ekki til mála að hún liafi fyrirfarið Sjer. Og hún hefði aldrei dáið . .. . “ Skyndileg atliugasemd um hörmung, sem alls ekki hafði verið búist við. Gamli mað- urinn barði úr pípunni og Ijet í hana aftur en hug'ur hans virtist vera langt hurtu. „Þekkið þjer Joseph Peeters vel?“ Piedhæuf sneri sjer undan. „Jeg þekki hann nógu vel til þess að vita, að hann mundi aldrei giftast henni. Fjölskyldan sú á peninga, en við . .. .“ Ljómandi falleg rafmagnsklukka hjekk á þilinu, eini íburðarmikli hluturinn í þessu litla lireysi. Á veggnum á móti var svört tafla og á hana var skrifað: Erigan vantar! „Nú er kominn tími til þess að jeg fari hringferð.“ Það lá við að Maigret byði honum að koma með honum, ekki vegna þess að liann langaði sjerstaklega til þess að sjá verksmiðjuna, en hann hefði gjarnan vilj- að tala meira við þennan gamla næturvörð. Vörðurinn fór í skósíða olíukápu og tók fram stormlukt, sem liann liafði þegar kveik't á, svo að ekki var annað eftir, en að • skrúfa upp kveikinn. „Það sem jeg get ekki skilið, er að þjer skuluð vera á móti okkur . . þó að jeg geri ráð fyrir, að það sje ekki nema eðlilegt. Gérard segir . . . .“ En þeir voru nú komnir út og samtalið fjell niður, vegna roksins og rigningarinn- ar. Piedbæuf fylgdi gesti sínum að lilið- inu. Þegar Maigret leit út sá hann nýja mynd af Givet, mynd sem skiftist í tvent um járnstólpann. Prammarnir lágu við ár- bakkann hinumegin; þarna var flæmska húðin og þar hrann enn ljós í glugga. Á bryggjunni voru ljósker með um fimtíu metra millihili og röðull kringum hvert Ijós, sem myndaðist í rigningarúðanum; hak við kom svo bærinn .... Tollstöðin sást greinilega, ein sjer, og það var auðvelt að sjá hornið á litlu götunni, þar sem hús Piedhæufs var annað í röð- inni á hægri liönd. Þriðja janúar. „Er langt síðan að konan yðar dó?“ „Það verða tólf ár í næsta mánuði. Iíún dó úr brjóstveiki.“ „Hvað hefir Gérard fyrir stafni um þetta leyti á kvöldin?“ Ljóskerið sveiflaðist ofurlitið i hendinni á varðmanninum. Hann hafði þegar stung- ið lykli i skráargat á lítilli hurð til hliðar, en þar varð hann að fara um áður en liann byrjaði hringferðina. Það heyrðist undir- gangur í járnhrautarlest i fjarska. „Harin er á slangri einhversstaðar úti í bæ.“ „Þjer munuð ekki vita hvar, geri jeg ráð fyrir?“ „Flest unga fólkið hittist á Café de la Maire." Og svo þrammaði Maigret af stað aftur út í myrkrið og forina. Þetta var ekki neinu sakamáli líkt. í raun og veru gerðist ekki neitt. Alls ekkert. Það voru ekki nema nokkrar liræður, sem hann átti við að eiga í þessum litla vindasama hæ. Og þetta fólk gekk alt að sinum ákveðnu störfum, á mjög venjulegan hátt. Og kanske var því öllu bláköld al- vara um það, sem það sagði honum. En á liinn hóginn var það ef til vill einn maður, sem kvaldist sálarkvölum og hugs- aði til þess með skelfingu, að tröllið hann Maigret væri á randi um göturnar í Givel

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.