Fálkinn


Fálkinn - 14.01.1944, Blaðsíða 3

Fálkinn - 14.01.1944, Blaðsíða 3
 ÍÁLKÍNN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. FramkvMjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Sími 2210 Opin virka da'fa ki. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðis fyrirfram HERBERTSprení. SKRADDARAÞANKAR Þeir eru margir, sem hafa kvarlað undan rafmagnsleysinu núna í Reykjavíkurskammdeginu. Á suiuura tímum dags týrir aðeins á ljosunum svo að ekki er lesbjart. Bærinn hef- ir vaxið örar en ráð var fyrir gert eða rjettara sagt: rafmagnsnotkun til eldamensku og hitunar hefir niargfaldast siðan liægt varð að nota rafmágnið á jiennan hátt kostn- tðarins vegna. Og vjelasamstæðu t'.l aukningar rafmagnsframleiðslunnar hefir seinkað — þvi að öllu seinkar á þessum tímum. Fóikið kann þessu ilia, sem von- legl er. Húsmóðurinni þykir ekkert gaman að vera að malla hádegis- verðinn frá þvi' snemma á morgnana. Og enn ver kemur þetta við ýmsar iðnstofnanir, sem stöðvast suma liluta dagsins vegna rafmagnsleysis. Og fólk fjargviðrast út af þessu og lætur sökina bitna á rafmagnsstjórn bæjarins. Ekki á hún þó sök á styrjöldinni. En styrjaldarinnar vegna er það að viðbótarvjelarnar eru ekki enn tekn- ar til starfa i Sogsstöðinni. Þess er vænst að þær verði komnar í gang í næsta mánuði, og yfirleitt má hrósa happi yfir því, að þær skuli vera komnar til landsins, jafn erfitt og nú er að fá útflutningsleyfi á slíkum vjelinn og fá þær fluttar til landsins. í þessu máli sem mörgum fleirum verður almenningur að sýna lang- lundargeð, en ekki taka sjer til fyr- irmyndar reliótta krakka. Og ef um eitthvað er að sakast, þá er rjett að láta sökina koma niður á rjettum stað. — Það hei'ir verið inargbannað að nota rafmagn til liitunar á þeim tíma. sem matseldun er mest á dag- inn. Þetta þarf ekki að koma hart niður á neinum, þvi að ekkert heimili byggir á rafmagninu ein- göngu til hitunar, heldur eru alls- staðar önnur liitunartæki jafnframt, sem nota má. En sumir nenna ekki að sýna þá nærgætni að slökkva á rafmagnsofnunum, þegar notkunin er sem mest í eldhúsunum. Nei, heldur sitja þeir við rafmagnsofn- inn sinn glóandi og krossbölva þess- ari ráðsmensku hjá rafmagsnstjórn- inni. Hjer er margt þessu likt. Meðlætið hefir gert fólkið lieimtufrekt. Ekkert er alfullkomið á þessari jörð og all- ir verða að láta eitthvað á Inóti sjer. En ófullkomnastir eru þeir, sem gera kröfur og gleyma skyldum. Templarareglan Sextug á íslandi Kristinn Stef- ánsson, stór■ templar Kegi unnar. Björn Pálsson fyrsti stór- templar á Is- landi. Ásgeir Sigurdsson, einn af frum- kvöölum Reglunnar á íslandi. Góðtemplaraliúsiö í Regkjavík. Siðastliðinn sunnudag og mánu- dag mintust Góðtemplarar í Reykja- vík, Akureyri og víðar um land sextíu ára afmælis reglu sinnar, fje- lagsskapar, sem hefir unnið mikið og merkilegt þjóðnytjastarf á und- anförnum áratugum. Hátíðaliöldin i höfuðstaðnum hófust með því, að árdegis á sunnudaginn söfnuðust Templarar sainan við Góðteinplara- húsið og gengu þaðan í fylkingu til Fríkirkjunnar, en jjar flutti síra Arni Sigurðsson inessu kl. 11 ár- degis, og var henni úlvarpað. Kl. 2 sama dag flutti Einar Arnórsson menntamálaráðherra ræðu, sem sömuleiðis var útvarpað úr sal. En kl. þrjú og liálf var svo hald- in aðalhátíðasamkoma og var liún í Sýningarskálanum. Þar flutti stór- templar, Kristinn Stefánsson hátíð- arræðuna, en Dómkirkjukórinn söng Á eftir fluttu gestir ávörp og loks Oscar Olsson liátemplar. var stiginn dans. En um kvöldið voru skemtanir bæði í Templara- húsinu og Sýningarskálanum. Dag- inn eftir að kvöldi var afmælisins og minst á ýmsan hátt. í Iðnó var sýndur sjónleikurinn „Tárin“ eftir Pál J. Árdal, leikin af leikfjelagi Templara, undir stjórn frú Önnu Guðmundsdóttur leikkonu. Samtímis leiknum var haldinn sameiginlegur fundur stúknanna i Reykjavík, og í Útvarpinu flutti Árni Óla blaðamað- ur erindi um sögu Reglunnar og starf hennar og tiigang, skilmerki- legt og röggsamlegt. — — Merki voru seld á götunum báða dagana, lil minningar um afmælið. Fyrsta Góðtemplarastúkan á ls- landi var stofnuð norður á Akur- eyri, í húsi Friðbjarnar Steinsson- ar, 10. janúar 1884 og lilaut hún nafnið {safold nr. 1. Aðalhvatamað- Ólafur Rósittkrans. ur stofnunarinnar eða stofnandi var norski skósmiðurinn Ole Lied, sem þá dvaldist á Akureyri og hafði feng- ið heimild norsku reglunnar til þess að stofna stúku hjer á landi. Voru stofnendurnir tólf, þar af fjórir Norðmenn, en sá stofnandinn, sem fslendingum mun vera í ferskustu minni enn, var Ásgeir Sigurðsson, siðar kaupmaður og breskur aðal- ræðismaður. Var hann fóstursonur Jóns A. Hjaltalins skólastjóra á Möðruvöllum og hafði dvalist með honum í Skotlandi og gengið þar i barnastúku. Kom liann allmikið við sögu Reglunnar æ siðan. Þá má og nefna séra Magnús i Laufási, sem um þessar mundir var nýfluttur að Eyjafirði austan frá Skorradal; liann hafði hafði starfað að bindindis- málum árum saman. En Friöbjörn Steinsson hafði verið lífið og sál- in í bindindisfjelagi á Akureyri í Frh. á bls. U Jóhann ögm. Oddsson, elsti starfs- maður Stórstúkunnar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.