Fálkinn


Fálkinn - 14.01.1944, Blaðsíða 4

Fálkinn - 14.01.1944, Blaðsíða 4
F Á L K I N N Nýja-Sjáland Nú þegar ragnarökkur stýrj- alda og eyðileggingar færast yf- ir hinn gamla heim, hvarflar hugur vor stundum vestur um haf yfir til Bandaríkjanna og annara velda vestan liafs; marg- ir þeir, sem bölsýnir voru á framtíS Evrópu, vona aS nýi heimurinn verði arftaki menn- ingar hvíta kynstofnsins, ef alt hrynur i rústir í Evrójm, og sumir menn lita vonaraugum til hinna miklu æfintýralanda suðurhafsins, sem að mestu leyti eru bygð hvitum mönnum, þ. e. Ástralía og þó einkum Nýja-Sjáland, sem á síðari áv- um hefir meira og meira dregið að sjer athygli heimsins. Nýja-Sjáland er yngst land- námsveldi hvíta kynstofnsins, fundið og numið seinna en sjálfur nýjasti heimurinn, Ástr- alía. Það liggur í Suðurhafinu miðju langt frá öðrum löndum og var með öllu ókunnugt hin- um miklu siglingagörpum Spán- verja og Hollendinga löngu eft- ir að þeir höfðu fundið Ástral- íu og Kyrrahafseyjar. Sjógarp- urinn Abel Tasman, sem á 17. öld rannsakaði Ástralíustrendur og fann eyju þá, sem við hann er kend (Tasmanía), fann Nýja- Sjáland en hafði þar skamma dvöl og landið hvarf aftur í gleymsku uns Englendingurinn James Cook sæfari fann það aftur 1768 á siglingu sinni kringum hnöttinn og helgaSi konungi Stóra-Bretlands land- ið. Eftir það fóru enskir og norskir siglingamenn og hval- veiðimenn að venja koniur sín- ar til landsins. En löngu eftir að Ástralía var numin og bygð enskum mönn- um var Nýja-Sjáland ókannað og óháð hvítum mönnum; það var ekki fyr en rjett fyrir 1840 að Englendingar í alvöru köst- uðu eign sinni á landið, mest vegna þess að Frakkar voru farnir að ásælast það. En það varð erfiðara fyrir Englendinga aS leggja -Nýja-Sjáland undir sig en Ástralíu. Nýja-Sjáland var bygt her- skáum Malajaþjóðflokki sem nefndust Maoríar og sem í flestu stóðu hinum frumstæðu svörtu frumbyggjum Ástralíu langtum framar. Hvað eftir annað háðu þeir mannskæðar styrjaldir við hina ensku landnema sem urðu jafnvel að fá hernaðarhjálp frá Englandi en að lokum voru þó Maoríar gersigraðir og fullur friður komst á meðal þeirra og hinna hvitu innflytjenda skömmu eftir 1870. Eftir 1870 streymdi fjöldi manna frá Bretlandseyjum til landsins alveg fram í lok 19. aldar. Skógar og grasflæmi lands- ins voru rudd og ræktuð og breytt í blómlega akra og ald- ingarða. Hundiuið þúsunda af sauð- um og nautgripum þöktu hátt láglendi og heiðar landsins,, en fjöllin voru rannsökuð og þar fanst talsvert af gulli og öðr- um málmum. Blómlegar iðnað- ar- og verslunarborgir risu upp við sjóinn, en inn til landsins þutu upp sveitaþorp og stórbýli '^æði á láglendinu og í fjalle dölunum. Á skömmum tíma varð Nýja-Sjáland blómlegasta nýlenda breta. Þegar nýlendu- mönnum óx fiskur um hrigg hófu þeir ákafa baráttu fyrir auknu sjálfsforræði, og að lok- um varð landið enskt samveldis- Iand með sjerstakt þing og rík- isstjórn, sem í flestum innan- landsmáhun er algerlega sjálf- stæt enda þótt það lúti enskum Iandstjóra. Lengi fram eftir var Nýja- Sjáland lítið kunnugt öllum þorra manna í Evrópu og Am- eríku. Ástralía og Canada og hinar miklu nýlendur Breta í Asíu og Afríku drógu að sjer miklu meiri athygli. Að lands- mönnum undanskyldum ferð- uðust fáir til Nýja-Sjálands, nema fáeinir vísindamenn, eink- um landfræðingar, sem vildu kynnast þessu fagra og svip- mikla eldfjallalandi lengst suð- ur í höfum. Nýja-Sjáland er eitt af feg- urstu löndum jarðar. Þegar menn koma að ströndum Nýja- Sjálands eftir að siglt hefur ver ið eftir dimmbláum fleti suður- hafsins, brosa við manni víð- áttumiklar frjósamar sljettur, með ökrum og beitilöndum, grænum beítilöndum, þar sem þúsundir sauðfjár og nautpen- ings er á beit, og stórkostleg- um tröllauknum skógum með kárífurum og risavöxnum burknatrjám. Litskrúðið á sljett- unnm er fagurt og tilkomumik- ið en í f jarska liggja há og hrika leg fjöll snævi þakinn á efstu tindum. Sumstaðar ganga fjöll- in alveg fram að sjó út á ystu annes, og djúpir firðir skerast þar inn í landið milli hárra fjalla, sem falla með bröttum hlíðum að sjó fram. Snjór þek- ur efstu tindana annars eru fjöllin vaxin grænum og gulum hálendisgróðri og undirhlíðarn- ar þjettum og fögrum, en dimm- um burknaskógi alveg niður að sjó. Hvítfyssandi ár með foss- um og flúðum falla dynjandi um dalina í fjarðarbotnunum, sem vaxnir eru hágresi og kjarri. Innhjeruð landsins eru að mestu fjalllendi vaxið dökk- grænum burknaskógum, en upp úr fjalllendunum gnæfa háir bláhvítir jökultindar, sem ná alt aS 4000 metra hæS. Milli fjallgarSanna liggja djúpir dal- ir meS djúpum vötnum, og um- hverfis þau eru þorp og bæir, akurlendi og víSáttumikil beiti- lönd. Sumsstaðar er hálendið eldbrunnið, og þar eru gígar og eldborgir sem gjósa enn i dag. Heitar laugar og hverir finnast þar víða. Þar er Vaima- ryn stærsti hver á hnettinum. Hann gýs minnst 100 oft 200 stundum 4-500 metra í loft upp. Fossafl og jarðhiti landsins hefur verið tekið i notkun fyr- ir Iöngu síðan. Þar eru margar rafstöðvar knúðar af fossafli og margir bæir upphitaðir með hvera og laugahita (hitaveita). Helmingur íbúa býr í borgum og stórum þorpum en hinir í sveitum, dreifðir um láglendi, dali og fjallabygðir landsins í örsmáum þorpum eða í einstök- um býlum. Aðalatvinnuvegur- inn er landbúnaður einkum þö kvikfjárrækt og akuryrkja, en aldinrækt, garSrækt og blóma- rækt er lika mikil. LandiS er ágætt sauSfjárland og óvíSa í heimi sem er betri fjárhagur. En kúakyn landsins er lika ágætt og víða eru rekin stór mjólkurbú með samvinnusniði. MikiS er ræktaS á láglendum af maís, hveiti og suðrænum ald- inum, þvi jarSvegurinn er frjór. Skógarhögg var áður mikiS stundaS en er nú mjög aS leggj- ast niður enda hafa skógarnir verið eyddir mjög meðan ver- ið var að nema landið. Slór skógarsvæði eru nú friðuð og ennþá er meira en % af landinu skógi vaxið. Málmnám er tölu- vert einkum gullnám. Ár og vötn landsihs eru full af fiski og í höfunum í kring eru góð fiskimið, — Fiskveiðar eru því töluvert- stundaðar eiiikum af borgarbúum. Annars lifa íbúar borganna mjög á iðnaSi, vérzl- un og siglingum, sjómenn eru þar góSir, enda eru þar viSa á- gætar hafnir. Margir borgar- búar lifa meSfram á jarSyrkju; víSa er þaS svo aS lítill jarðar- skiki fyrir utant»bæinn tilheyr- ir hverju húsi, Borgirnar í landinu eru flest- ar litlár og standa oftast við sjó- inn. Hin núverandi höfuðborg er Wellington. Hún er mjög ný borg reist 1839 og hefir um 150. 000 íbúa. Ibúar ails Nýja-Sjálands eru als \y-> miljón. Að flalarmáli er það lítið eitt stærra en Bretlandseyjar (tæp- lega 3 sinniun stærra .en ísl.). Landið er eyjabálkur með tveimur stórum eylöndum og fjölda smáeyjá. — Milli hinna tveggja stóru eylanda liggirr Cookswood.Norðan við það ligg- ur hin svokallaða Norðurey en fyrir sunnan það Suðurey, sem er slærri en miklu strjáíbýlli. Við strendur hinna stóru eyja er fjöldi smáeyja og lengst í suðri liggur Stewarteyja, sem sí allstór, mjög frjósöm meo fögruin skógum. Áuk heimalandsins eru Fidji- eyjar og Sámóaeyjar undir yfir stjórn Ný-Sjálendinga en enn- þá ekki innlimaður í rikið. Landinu er eins og áður er sagt stjórnað af enskum lands- stjóra, sem hefir ráðuneyti sjer við hlið og þjóðkjörið þing með 100 meSlimum. Þar af eru fjórir kosnir af Maóríumj_ en hinir af hvitum mönnum, Allur meginþorri landsmanna eru hvítir menn ættaSir af Bret- lehdseyjum, afkomendur þeirra sem á 19. öld fluttu til landsins frá Englandi og Skotlandi. Dá- lítið hefi'r líka fluttst til lands- ins af fólki frá Svíþjóð og Dan- mörku, en það fólk hefir horf- ið innan'um hinn enska fjölda; allir íala á ensku og flestir eru mótmælendatrúar. Enda þótt stutt sje síðan land- ið var numiS eru Ný-Sjálending- ar þó orðnir sjerstök þjóð, sem í menningarsiðum og venjum er talsvert frábrugðin Englending- um. Þjóðarkendin er sterk, og metnaðurinn gagnvart Englend- ingum og Ástralíumönnum mik- ill. Ný-Sjálendingar eru í því frá- brugðnir Englendingum að þeir eru fyrst og fremst bændaþjóð, sem á engar arfgengar yfirstjett- ir, engan aðal og borgarastéttin

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.