Fálkinn


Fálkinn - 14.01.1944, Blaðsíða 7

Fálkinn - 14.01.1944, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 Viclor EmaiiUel sœmdi í hausl heiðursmerkjum ýmsa itali, sem sýnt höfðu drengskap gagnvart bandamönnum er þeir rjeðust inn í landið. Meðul jjeirra var Franceco Petronelli erkibisknp, sem bauð sig fram til þcss að ganga Þjóðverjum á hönd gegn því, að þeir Ijetu lausa 250 itali, sem teknir höfðu verið og grunaðir um aðstoð við innrásarher fíreta. Sjest biskupinn hjer fremst á myndinni. Hjer fer fram næturæfing svifflugmanna hjá enska flughernum. Svifflugur hafa verið notað- ar mikið til flutninga á herliði, og mun þó verða meira er til innrásarinnar kemur á meginland Evrópn að vestan. Það vcu' aðfaranótt 15. október, sem 5. hernum tókst að komast yfir Volturnofljót og ná nokkrum stöðvum norð- an við ána og taka nokkra þýska fanga. Voru þeir flult- ir suðuryfir ána jafnharðan og látuir róa bátum undir sjer. Hjer sjást nokkrir fangar' i þeirri ferjun. Eftir grimmilegar orustur i fjalllcndinu fyrir sunnan Xapoli tókst Bandarikjamönnum að ná þessari fögru og frægu borg á sitt vald 1. októbcr. Er myndin tekin i Resine, skamt fyr- ir sunnan Napoli, og sýnir flutntngabifreiðir bandamanna aka um stræti þar, en ítalski fán- inn hefir verið hengdur yfir þvera götu til þess að bjó&a bandamenn velkomna. .4 mynd- inni sjest grjólhrúga nr sundurtættu húsi. Þetta er einn af Sherman-skriðdrekum Amerikumanna, frá Napoli. 1 baksýn er Vesuvius. Hjer sjást þrír þýskir skriðdrekar, nefndir „Mark 111“, óvirkir og brennandi eftir skothríð frá breskn virki, sem aðeins var búið svonefndum 6-pundarafallbyssum. En þær eru sjerstak- lega gerðar til þess að vinna skriðdrekum tjón.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.