Fálkinn


Fálkinn - 14.01.1944, Blaðsíða 2

Fálkinn - 14.01.1944, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N LAXFOSS STRANDAÐUR Síðastliðið mánudagskvöld barst sú fregn eins og eldur i sinu um Reykjavík, að „Laxfoss“ væri strand- aður á skeri skamt út af Örfirisey, með nær hundrað manns um borð Og að mjög væri tvísýnt um, hvort tekist gæti að bjarga þessu fólki. Að vonum sló óhug á alla við þessa fregn. Var að verða liörmulegasta sjóslys í sögu nútiðarmanna — eða mundi rætast betur úr en á liorfðist. „Laxfoss" var að koma úr Borg- arnesi, hafði farið þangað'aukaferð á iaugardaginn, til þess að sækja farþega að norðan, en síðar orðið að bíða þar, vegna þess að norðan- fólkið liafði tafist vegna ofviðra og ófærðar. Fólkið kom svo í Borgar- nes undir hádegi á mánudaginn * eftir að hafa ferðast alla nóttina og síðdegis lagði „Laxfoss" af stað með skipshöfn og farþega, alls 91 manns. Vörur voru litlar i skipinu. Veður var hið versta. Eftir frostið mikla á sunnudaginn hafði linað en hvest mjög, svo að ofviðri mátti kalla, og gekk í dimmum jeljum, auk þess sem aldiint var orðið. Klukkan 7.20 um kvöldið tók skipið niðri á skerinu að framan og brotnaði þar, en var á fioti að aftan. Kom nokk- ur sjór þegar í skipið, en það stóð á rjettum kili alt að fjóra tíma, en valt þá nær því á liliðina. Var þegar sent út neyðarkall. Var nú þegar brugðið við og Slysavarnafjelagið sendi björgunar- áhöld út í Örfirisey og var reynt að skjóta línu út í skipið, en eigi kom sú tilraun að haldi. Þótti tvisýna á, að hægt væri að bjarga fólkinu beint í land, en þó komst einn bátur milli skips og eyjar og hafði með sjer fjórar stúlkur í land. Var nú gerð björgunartilraun sjóleiðis. Dráttarbáturinn „Magni“ fór á vettvang með björgunarbát, er Slippurinn átti, og ennfremur fór þangað landgöngubátur frá setulið- inu og hafnarbáturinn. Lagði land- göngubáturinn að „Laxfoss“, eftir að hann var kominn i var af „Magna“, og komust farþegar fyrst i land- göngubátinn, en voru fluttir þaðan jafnóðum í „Magna“. Tókst greið- lega að bjarga farþegum og áhöfn, en það mátti ekki seinna vera, þvi að skipið var komið á hliðina og var orðið fult af vatni undir þiljum. Höfðu farþegar verið um fjóra tíma í hinu strandaða skipi. er þeim var bjargað. En mjög er það rómað af skipshöfninni, með hvilikri stillingu farþegar tóku þessu áfalli. Þarna voru allir rólegir og biðu þess sem koma skyldi, og ekki varð vart neins troðnings eða hrindinga er björg- unin hófst. Komst fólkið undir þak um og eftir miðnætti og varð húsa- skjólinu fegið eftir andvökur og langa og erfiða ferð að norðan, sem lauk með strandi við bæjardyr höf- uðstaðarins. Má það heita mesta mildi að enginn týndi lífi við þetta slys, og að enginn hefur beðið heilsu tjón af volkinu, en eigi liafa neinar frjettir um slíkt borist. — — Þegar jietta er ritað er enn eigi útsjeð úm hvort takast megi að bjarga „Laxfossi". Skipið er mikið brotið en liggur í líkum skorðum og þegar fólkið fór úr því, en bú- ast má við að ef veður breytist til liins verra frá þvi sem nú er, muni það brotna i spón. Er það mikill skaði, bæði eigendum og öllum al- menningi, sem ferðast á áætlunar- leiðinni til Borgarness, því að liverf- andi litlar líkur eru til þess, að hægt verði að fá skip í þessar ferð- ir í staðinn, sist nokkuð i líkingu við það, sem „Laxfoss11 var. Það þótti í mikið ráðist, þegar liluta- fjelagið „Skallagrimur“ rjeðist í að láta smíða skip, sem sjerstaklega væri ællað til Borgarnesferða, skip með ágætu farþegarúmi, vel lirað- skreitt og færl um að taka bifreið- ar á þilfar. Mæltist sú samgöngubót vel fyrir hjá öllum þeim, sem af henni höfðu að segja. „Laxfoss" hóf siglingar um Faxa- flóa í júlí 1935 og hefir síðan verið stöðugt í þeim ferðum, auk lengri ferða, svo sem til Vestmannaeyja. Um hásumarið hefir skipið oft farið ferðir í Borgarnes dags daglega og jafnvel tvær ferðir á dag um helg- ar. Og enginn íslendingur mun liafa farið sömu sjóleiðina eins oft og skipstjórinn á „Laxfoss", Pjetur Ingjaldsson skipstjóri, sem áður en þetta skip kom til sögunnar hafði siglt þessa áætlunarleið áratugum saman, á „Suðurlandinu“ og fleiri skipum, og jafnan verið hinn happa- sælasti farmaður. Það er ekki ólík- legt, að honum finnist því líkt nú, sem liann hafi mist góðan vin. En enginn iná að sköpum renna. Og lán er það i óláni, að ekkert mannslif skyldi glatast við strandið. Það er fyrir mestu. Frú Ilelga Kristjánsdóttir frá Dýra- firði, nú til heimilis á Fjólugutu 16 Akureyri, varð 75 ára jjann 5. janúar. Jóhanues UeyKdat, verksmiojueig- andi verður 70 ára 1S. þ. m. Valdimar S. Long kaupm. í Hafnar- firði varð 60 ára 9. þ. m. Jón Jónsson, Firði Seyðisfirði, verð- nr 70 ára 17. þ. m. 1. Skaðar ekki föt eða karl- mannaskyrtur. Meiðir ekki hörundið. 2. Þornar samstundis. Not- ast undir eins eftirrakstur 3. Stöðvar þegar svita, næstu 1-3 daga. Eyðir svitalykt, lieldur handar- krikunum þurrum. 4. Ilreint, hvítt, fitulaust. ómengað snyrti-krem. 5. Arrid hefir fengið votl- orð alþjóðlegrar þvottar- rannsóknarstofu fyrir þvi að vcra skaðlaust fatnaði A r r i d er svitastöðv- unarmeðalið sem selst mest . . . reynlð dós I dag MRIÐ Fæst f dllnm betri biiðum KIÐ NTJA handarkrika CREAM DEODORANT stöðuar suitan örugglega w HÖFUNDUR SKRÚFLYKILS- INS LÁTINN. Sænski hugvitsmaðurinn J. P. Joliansen, sem fann upp skrúflyk- ilinn og áhaldið til þess að skera sundör pipur, dó i sumar í Enköp- ing í Svíþjóð, 90 ára gamall. Hann var gott dæmi hinna mörgu liug- vitssömu tæknisnillinga, sem Svíar eiga svo marga af. Faðir lians var fátækur smábóndi, en sonurinn byrj- aði að vinna fyrir sjer sem lijálpar- drengur í lítilli smiðju. Kom þá þegar i ljós hversu ágætri hugvits- gáfu hann var gæddur. Síðar stofn- aði hann smiðju sjálfur og starfaði meðal annars að vatnspípulögnum. Honum leiddist mjög live seinlegt var að vinna með verkfærum þeim og töngum, sem notaðar voru við pipulagnir í þá daga og einsetti sjer að finna önnur betri. Árangurinn af þeim heilabrotum var skrúflyk- illinn, sem liægt er að færa fram og aftur eftir gildleika þess, sem við er átt og skera með honum pípuna, og nokkru síðar bjó hann til liinn venjulega skrúflykil, sem heita má að til sje á liverju heimili, sem ann- ast smáviðgerðir sjálft. Hafa tæki þessi náð útbreiðslu um allan heim. Fram til síðustu stundar vann Johansson sjálfur í vjelsmiðju sinni við allskonar tilraunir, og gerði nýj- ar uppgötvanir. Var hugkvæmni lians jafnan söm og jöfn. Alls gerði liann yfir 500 uppgötvanir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.