Fálkinn


Fálkinn - 24.03.1944, Blaðsíða 3

Fálkinn - 24.03.1944, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðis fyrirfram HERBERTSprení. SKRADDARAÞANKAR Þorsteinn Jónsson Pjelur Á. Jónsson. Guðmnndiir Úlafsson K.R. hálf fimtugt. Elsta knattspyrnufjelag á Islandi. Kristján L. Gestsson Erl. Ó. Pjetursson Þess heyrist oft getið, í frjetta- brjefum hjeðan og handan utan af landi hve læknisleysið sje tilfinn- anlegt þar eða þar. Þetta kemur dá- iítið einkennilega fyrir sjónir, því að vilanlegt er, að læknum fjölgar stórum i landinu og læknislijeruðuin fjölgar líka. Og í flestum læknis- hjeruðum landsins hafa samgöngur batnað, svo að stórum liægara er að ná til læknis nú, en var fyrir nokkr- um árum. En svo er líka orðið nú að almenningur þykist eiga kröfu á því að ná til læknis, i stað þess að áður voru örðugleikar svo miklir á þessu, að það þótti oft ekki koma til mála. Og þarf lijer ekki að leita aftur í tíma fjórðungslæknanna, — lieldur til miklu nálægari tíma. Það sem veldur læknafæð.inni i sveitum er þetta: Ungu læknarnir vilja ekki sækja um ýms læknishjeruð í sveit. Vilja heldur setjast að i Rvik. og leggja þar stund á sjergrein. Á- stæðurnar eru ýnisar. Menn fælast sveitahjeruðin vegna fámennis og tilbreytingarleysis — finnst að þeir grafi sig lifandi íneð því að setjast þar að. Þeir óttast að starfið i fá- mennu læknishjeraði verði svo ein- liæft að þeir týni niður þvi, sem þeir liafa lært, „forpokist“ og geri sjer ófært að starfa síðar í sam- keppni' við þá stjettarbræður sína, sem starfað hafa frá öndverðu við fjölbreyttari skilyrði. Ef til vill er ekkert sjúkraskýli til i lijeraðinu, svo að læknirinn verður að senda frá sjer hvern þann sjúkiing, sem læknisaðgerðar þarf með er eigi verður gerð nema á spitala. Og allt eru þetta gildar ástæður. Gjörliugull maður, Guðmundur prófessor Hannesson liefir stungið upp á því úrræði, að ungir lækna- kandidatar verði skyldaðir til að gegna embætli i sveit stultan tima að ioknu prófi. Þessi uppástunga er vissulega athyglisverð, eins og allt, sem frá Guðmundi jDrófessor kem- ur, þeim mæta manni. Ef til vili þykir ungu kandidötunum liún full ófrjálslynd, en flytjandinn hefir rök- stutt hana svo vel að eigi verður skotið skolleyrum við. Og víst er um það, að flestum læknum mundi verða gagnlegur lærdómur að þvi, starfi sinu síðar, að fá að kynnast af reynd högum sveitafólksins, lii- býlum og matarræði og lífsvenjum. Það yrði þeim liagnýt fræðsla, sem vel gæti orðið drjúgur nestisauki ofan á það, sem þeir liafa fengið með háskólanáminu. „Það er upphaf þessa máls“ segir stundum i gömlum sögum. En í til- tölulega nýrri sögu er það upphaf þessa máls, að liingað kom í bæinn prentari einn skotskur, sem Fergu- son hj’et og tók að starfa í ísafoldar- prentsmiðju. En hann var líka í- þróttamaður og án íþrótta gat hann ekki tifað. Þá voru hjer engir i- þróttdmenn til í Reykjavik, utan nokkrir glímumenn. Og þessvegna varð Ferguson að „búa þá til“. — Hann safnaði að sjer ungum mönn- um, og l'ór að kenna þeim í þróttir, þar á meðal knattspyrnu. í „úrvals- flokki" þeim, sem liann tók og æfði sjerstaklega voru m. a. núverandi ríkisstjóri Islands, ennfremur Vilhj. Finsen, Pjetur óperusöngvari og Hannes Helgason verslunarmaður., svxo að aðeins sjeu nefndir menn, er enn lifa. Siðan eru liðin nær 49 ár. Ólafur Rósenkranz tók að sjer í- þróttaforustuna þegar Ferguson fór. Hann var fimleikakennari Latinu- skólans og ýmsir nemendur hans þar urðu áhugasamir knattspyrnu- menn um þessar mundir, svo sem læknarnir Gunnl. Claessen prófessor Pjetur og Skúli Bogasynir og Magnús Sigurðsson, núv. bankastjóri. Upp úr þessum æfingum varð til „Fót- boltafjelag Reykjavikur," sem síðar gerðist Knattspyrnufjelag Reykja- víkur. Það var stofnað — mjög ó- forinlega — í verslun Gunnars Þor- bjarnarsonar i Aðalstræti C, með þvi að nokkrir áhugasamir ungir menn lögðu fram 25 aura hver, til þess að kaupa fótbolta. 25-eyringarnir nægðu ekki, en knötturinn fjekkst með af- borguniun. Og fyrsta kappleik sinn liáði fjelagið áður en 19. öldinni Iauk. Þar voru þeir Adam Barclay Sigmundsson og Magnús frá Cam- bridge helstu kapparnir. í kappleik, sem liáður var á aldamótahátiðinni voru þeir bræðurnir Pjetur óperu- söngvari og Þorsteinn Jónsson 'foringjar liðanna. Þorsteinn var raunverulega formaður fjelagsins þessi ár, en í rauninni var ekki komið formlegt skipulag á fjelagið fyrr en árið 1910. Þá var farið að bóka fundargerðirnar og þá var kos- in ,'jtjórn. Enda var þá komið annað fjelag til samkeppni: Fram, sem stofnað var 1908. Háðu þessi tvö fjelög leik í fyrsla sinn 11. júní og sigruðu strákarnir í Fram Jiá K. R. — Árið eftir var kept í fyrsta sinn um Knattspyrnu- bikar íslands; keptu þrjú fjelög og K. R. vann. Árið 1914 var stofnuð unglinga- deild innan feiagsins. Og árið eftir breytir felagið nafni sínu og kaupir Knattspyrnuhorn Reykjavíkur. Kom það stundum á daginn síðar, að „besta knattspyrnufjelag íslands“ náði ekki þeim heiðri að verða „besta knattspyrnufjelag Reykjavik- ur.“ Nú var nýtt fjelag, „Valur“ komið lil sögunnar og áttu ýinsir liögg í annars garði næstu árin — en „liver liafði til síns ágætis nakkv- at.“ Átti K. R. að ýmsu mótdrægt, en þetta breyttist eftir að ]>að hefir fengið Guðmund Ólafsson il þess tað lijálfa unga stráka. Hefir liann unnið fjelaginu ómetanlegt gagn síð- an. ÞaÞð var 1920 sem hann byrj- aði starf sitt. Um likt leyti fóru fóru fjelags- menn að leggja slund á hlaup, og liafa jefnan tekið þátt í viðavangs- lilaupinu siðan 1922. Og siðan bætist liver íþróttin við af annari, uns K. R. var orðið alliliða íþróttafjelag, þó að það kenni sig enn við knatl- spyrnuna eina. Og að Jiessar íþróttir sjeu stundaðar af kappi má nokkuð marka af því, að síðan 1928 hefir fjelagið jafnan unnið allsherjamót 1. S. í. Árið 1920 vann það öll kapp- mót allra flokka í knattspyrnu og er það einsdæmi, og sýnir að K. R. vill vera nafni sinu trútt. Þegar fyrst getur um fjárhag fjelagsins, árið 1914, átti það tæpar 200 kr. i sjóði. Keypti ])á knattspyrnu- horn Reykjavikur. Nú á l>að m. a. K. R.-lnisið, sem uin langl skeið var stærsta samkomuliúsið í bænum, auk margs annars. Þetta er nllt sprottið upp af 25-eyringunum, sein fyrstu K. R.ingarnir „splæstu“ í knöttinn inni í búðinni hjá Gunn- ari Þorbjörnsspnf í mars 1899. — Iin J)að er meira af Jiessu sprottoð og J)að sem meira virði er. Fjöldi manna á fjelaginu heilbrigði sina og lífsJ)roska að J>akka auk margra ánægjustunda, er menn jafnao upp- lifa í góðum fjelagsskap. Nú eru um 1800 nianns í K. R. og af þeim er um helmingur starfandi. Ail' þeim • mönnum sem lengst hafa setið í stjórn fjelagsins og verið formenn J>ess ber einkum að nefna Guðmund Ólafsson, Kristján L. Gestsson og síðast en ekki sist Erlend Ó. Pjetursson. Þjálfarastarfs Guðmundar hefir áður verið getið, og gengdi hann þvi yfir 20 ár, en formaður fjelagsins var haíin 1932 og hefir lengi setið í stjórn þess. Kristján L. Gestsson liefir setið i stjórpinni hátt á annan tug ára og , liefir verið formaður þess í níu ár, við dæmafáan orðstír. Loks liefir Erlendur Ó. Pjetursson setið i stjórn- inni í 29 ár, eða síðan árið eftir að að hann gekk í fjelagið. Var hann löngum ritari fjelagsins, en formað- ur jiess hefir liann verið mörg síð- ustu árin. Er það rómað hve mikið og timafrekt starf hann hefir unnið í þágu fjelagsins — og hve vel hann liefir unnið það^ Frh. á bls. l't. Úr iþróttaför Ií. R. lil Norður- og Austurlands 1943. íþróttamennirnir mgnda nafn fjelagsins. Um 60 manns lóku þátl i förinni og er h in fjöl mennust þeirra, sem hjer hafa verið farnar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.