Fálkinn


Fálkinn - 24.03.1944, Blaðsíða 5

Fálkinn - 24.03.1944, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 Fjórar riiyndir frá fyrri Rómarveru Thorvaldsens. Frá vinstri: Jason gullreyfið, Amor og Psyche, Vonin, Hirðirinn. hagleikáffiaúur, en dó ungur. Ólöl' fluttist heim aftur En Gottskálk í- lendist i Khöfn og giftist þar Karen Grönlund (sumstaðar er lnin köll- Dagenes). Hún dó úr krabbameini i ársbyrjun. 1804, og þá talin 56 ára. Gottskálk mun liafa fengist \'iS trjeskurð í æskti og þann listiðnað lagði hann stund á er hann settist að í Khöfn. För hann fyrst sem lær- lingur til myndhöggvarans P. Peder- sen Leed, en vann siðan lengstum að því að skera út gídlionsmyndir undir bugspjót skipa eða nð gera annan útskurð á skip. Svo er að sjá, sem lianri liafi aldrei fyhilega náð viðurkenningu í þessari iðn, einkum vegna þess að liann liafi skort undirstöðumenntun í drátllist. Það er talið að eftir að Bertel sonur lians fór að gela hjálpað honum hafi liann getað tekið að sjer vandasamari verkefni en áður. Og Bertel fór snemma að skera i trje og teikna, ef það er rjett að hann sje ekki fæddur fyrr en 1770. Því að inn á teikniskólann kemsl hann árið 1781, aðeins ellefu ára gamall; var það kvöhlskóli, en jafnframt vann hann að trjeskurði lijá föður sínum á daginn og naut tilsagnar góðs myndskera, sem Will- erup hjet. En í „Gipsdeild“ lista- liáskólann fór hann 1785 og síðan á „modeldeildina“ og i'jekk þar heiðurspening úr silfri. Var hann fermdur um það leyti en liann lauk námi þar, og fór nú að vinna fyrir sjer um hríð. Veitti ekki af því, vegna þess að heimilið átti jafnan erfitt uppdrátt- ar. Faðir hans hafði stopula vinnu, hneigður nokkuð til drykkjar og litill ráðdeildarmaður, og móður hans mun hafa verið fremur ó- sýnt um bússtjórn. Heimilisbrag- urinn var engan veginn til fyrir- myndar, og er þess sjerstaklega getið, að Karen Thorvaldsen hafi snemma „sett ofan.“ Hún liafði verið tillialdssöm í æsku, en brátt fóru að sjást á henni merki út- tnugaðrar konu, sem hirti lítt um klæðahurð sinn. Og umgengnin inn- anhúss á bernskuheimili Bertels mun ekki liafa verið nein fyrir mynd. En brátt livarf Bertel aftur til lista- liáskólans. Vorið 1789 vann hann stærri silfurmedalíu liáskólans fyrir myndina „Amor hvílist“ og 1791 gullmedalíuna fyrir frásögn II. Makkabeabókar, 3. kap. um Heliodor- us. En nokkru síðar fjekk liann hina stærri gullmedaliu l'yrjr verkefnið i Postulasögunni 3. kapítula, er jæir Pjetur og Jóhannes læknuðu lialtan mann við dyr musterisins. — Var Thorvaldsen nú orðin frægur maður, sem stóðu margar dyr opnar til frek- ari frama. Christian Rventlow greifi keypti afsteypur af myndum þeim báðum, er hann hafði hlotið gull- heiðurspeningana fyrir. Próf. Abild- gaard kennari hans á Listliáskólan- um fjekk liann í lið með sjer er liann átti að skreyta salina á Amalienborg og gerði Thorvaldsen tvær myndirn- ar í hátíðasalnum, af Éuterpu og Terpsicoru, eftir hugmyndum Abild- gaards. Þar eru einnig frummyndirn- ar af lágmyndunum Árstíðirnar og Stundir dagsins, sem víða eru til eftirmyndir af hjer á landi. Ein þessara mynda Nóttin, svifondi á vængjum með bræðurna Svefn og Dauða i faðminum, er sýnd lijer. Thorvaldsen hefir átt próf. Abild- gaard meira að þakka en nokkrum öðruni manni, bæði sem kennara og stuðningsmanni. Hann útvegaði honum námsstyrk meðan hann var á Listaháskólanum og eins styrk til Rómaferðarinnar, 400 dali á ári í þrjú ár. Sótti Thorvaldsen um þenn- an mikla styrk í nóv. 1795 og var veittur liann frá 1. júlí 1796. Sú mynd Thorvaldsen, sem vakti einna mesta athygli áður en liann fór til Róm, var af A. P. Bernstorff, hin- um allsráðandi greifa og ráðgjafa konungs og var liann listamannin- um innan handar uftir l)að. — — — Með för Tliorvaldsens til Róm liefst nýr þáttur í æfi hans. Hann var að visu oröinn frægur lista- maður i Danmörku, en sú frægð var ekki nema tunglskin lija þeirri hádegissól, sem síðar ljek um hann. Á höfuðdaginn 1796 kveður hann foreldra sína og vini og lætur í hal' morgunin effir á lreygátunni Thetiis, en þar hafði Bernstorff greifi boðið honum far. Var þetta herskip með 322 manna áhöfn. Ferð.i- sagan suður er fróðleg, en verður ekki rakin hjer. En Helgi Konráðs- son segir hana ítarlega í bók sinni. Eftir 4 Vi mánuð yfirgefur hann skipið á Malta, kemst á opnu skipi til Sikileyjar, og byrjar nú að halda dagbók, sem gaman er að. Og loks kemst hann lil Róm 8. mars 1797. Taldi hann þann dag siðan „annan afmælisdaginn sinn“. í Róm liafði þá um hálfrar aldar skeið verið miðstöð allra myndlist- armanna Evrópu. Hún var ekki fyrst og fremst „borgin eilifa“ — mið- stöð kirkjuvaldsins — heldur var hún miðstöð myndlistarinnar. En enginn skyldi halda að Norðurbú- anum Bertel Thorvaldsen „stæði þar allt landið opið“. Hann keinur þar mállaus á tungu þjóðarinnar i hóp listamanna, sem koinnir voru þar vegna þess, að þeir þóttu líkleg- ir til að verða landvinningamenn fyrir Jjjóðir sinar, —- þjóðir, sem voru miklu stærri en Norðurlanda- þjóðirnar. Hann er, þarna einstæð- ingur, framan af, eins og íslenskur stúdent eða listamannsefni, sem i fyrsta sinn kemur til framandi þjóðar. Og fjársjóðir borgarinnar úr riki listarinnar voru ekki eins fjölskrúð- ugir þá, eins og siðar varð. Þvi að svo stóð á, að þetta var á styrjald- artímum og byltinga, og Róm var ekki þá höfuðstaður liins samein- aða italska ríkis, eins og síðar varð. Að sumu leyti muil mega líkja að- konni Thorvaldsens til Róm við það, erlendtir Iistamaður kæmi til París í dag, og ætlaði að fara að skoða söfnin i Louvre. Hjer skal vitnað í brjef Thorvaldsens frá 1799 til meistara sins og vinar, próf. Abild- gaards; er tilvitnunin úr áður- nefndri bók síra Helga Konráðsson- ar: „Tjón Rómaborgar er geysilegt á öllum sviðum. Úr söfnum og kirkj- um eru bestu listaverk horfin, og úr einkasöfnum hafa verið seld mörg af bestu málverkum þeirra. Hver, sem liaft hefir peningaráð nú um sinn, hefir getað keypt margan fallegan grip fyrir litið verð; en þar sem hinir frönsku umboðsmenii hafa verið þeir einu sem auraráð hafa haft, þá hafa þeir verið þeir einu sem keypt liafa.“ Um þessar nnindir var uppi í Róm einn lærðasti visindamaður sinnar aldar, Georg Zoega fornfræðingur. Eins og nafnið bendir til var liann af ítölskum uppruna, en ættfeður hans höfðu lagt krók á liala sinn og fyrst til Suður-Jótlands og er það- an ættt sú, sem þjóðkunn er lijer á íslandi. Georg Zoega var bá orðinn stórfrægur maður og hafði Thor- valdsen fengið meðmæ>labrjef til hans frá vini hans i Kaupmanna- höfn, Múnster prófessor, síðar bisk- upi. Varð Zoega mesta hjálparhella Thorvaldsens í Kaupmannahöfn æ síðan, og sama máli gegnir úm mál- arann Asmus .1. Carstens, meðan hans naut við, en hann dó rúmu ári eftir komu Thorvaldsens lil Rómaborgar. Hjer verður að fara fljótt yfir sögu, þó að gaman væri að segja nokkuð nánar frá ítaliuvistinni. En í skemstu máli sagt, hefir Thor- valdsen ekki skapað eitt einasta listaverk frá þvi að hann kom til Róm 8. mjrs og til ársloka 1797. Hinsvegar fer hann nú að læra að höggva i marmara og lærist það furðu fljótt, þó að lítt nyti hann tilsagnar kennara. Og nú hneigist liugur lians að hinni grisku list. Fegurð hennar heillar hann og brátt verður hann fremstur allra í þvi að endurskapa hana í nýrri, per- sónulegri mynd, sem gert hefir liann ódauðlegan postula í riki mynd- listarinnar. Nú mótar hann Bakkus og Ariadne og fleiri myndir, með Frh. á bls. Vr.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.