Fálkinn


Fálkinn - 24.03.1944, Blaðsíða 11

Fálkinn - 24.03.1944, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Bókafregn Jónas Jónsson: RAUÐAR STJÖRNUR. ísafoldarprentsmiöja h.f. 1943. Rit þetta væri stærðar bók, ef það væri. prentað ó tískupappír ís- lendinga, sem mest er notaður nú á tímum stríðs og flutningavand- ræða. En Rauðar Stjörnur láta lítið yfir sjer hvað þetta snertir. Þykt hennar svarar tii svo sem þriggja arka á tískupappírinn, en þó eru arkirriar 4-5 sinnum fleiri. Rauöar Pennar lijet rit, sem hald- ið var úti hjer um skeið, af róttæk- um sócialistum. Mætti geta sjer þess til, að heiti hinnar nýju bókar væri valið til samræmingar við það, þvi að kápan er með rauðum lit. Og öll hókin er ádeila á kommúnista — þ. e. þá íslensku, — og á tískulist- ina, í hókmenntum og línum og lil- um, sem höf. telur allskylda kommún istum, á ýmsa vegu. Bókin skiftist í tvo aðalkafla, er heita: Sex skjöl um kommúnista og Eftirmáli. En skjötin sex um komm- únistmann nefnist: I. Stríð kommún- ista við öxulríkin, II. Heigi íslenskra fornrita, III. Nauðungatvíbýlið í ís- lenskum kaupstöðum, IV. Andlát Húsavíkur-Lalla, V. Mr. Ford og bol- sjevikar, og VI. í fylgd með Leon Blum. — En í eftirmálanum kem- ur nánari skilgreining á efni hvers fyrrnefnds þátts. „Á Alþingi í vetur sýndu verkin merkin um áhrif kommúnista á islensk stjórnmál." segir höf. í for- málanum, sem skrifaður er 15. ág. 1943. „Alþingi var að vissu leyti óstarfhæft fyrir upplausn, er staf- aði af óhrifum þeirra. Hin langa þingseta og hin litlu afköst voru alveg sjerstaklega kommúnistum að kenna.“ Þetta er tilefni höf. til þess að gefa út ofangreinda bók. Fyrsti kaflinn er viðvíkjandi stefnu kommúnista i utanrikismál- um, og er tilefni hans tillaga, er fram kom frá sócialistum, á Alþingi i fyrra. Annað málið er sprottið út af útgáfu Halldórs Laxness á Lax- dælu, en í tilefni af henni fhitti Jónas á þingi frumvarp, varöandi Jielgi ísleilskra fornrita. Þriðja er um verndun heimilisins gegu slikuni ráðstöfunum og þeir Har. Á. Sigurðs- son og fjelagar hans sýna i skopleikn- um „Leynimel 13“. — Fjórða slcjalið snýst einkum um deilur liöf. sem formanns Mentamálaráðs við lista- menn, og sama er að segja um hin, og deilir hann þar einkum á Hall- dór Laxness og Kristinn Andrjesson. — Fyrri hlutinn, skjölin, eru öll þingskjöl, sem höf. liefir ótt frum- kvæði að, sem alþingismaður. En í eftirmálanum eru málin reifð nánar og fá þar margir sína .sneið. Ilvort þær sneiðar eru verðskuldaðar eða ekki, skal enginn dómur lagður ó- hjer. En flest af þeim málum, sem höf. drepur á í bók sinni liafa verið liita- mál mikil, og eigi að öllu sjermál flokkanna. Því mun margan fýsa að sjá greinargerðir þess stjórnmála- manns, sem mest veður hefir stað- ið um af öllum þeim, sem nú lifa, — og íhuganir hans ó þeim málum. Jón Árnason prentari: Um stjðrnaspeki. Eins og gefur að skilja, er jiessi lýsing stjörnumerkjanna almenns eðl- ^jS og er ýmsum breytingum undir- orpin. Kemur þar me'öat annars til greina í hvaða merki dýrahringsins sú plóneta er stödd, sem ræður yfir því stjörnumerki, sem er á austur- sjóndeildarhring, og afstöður þær, er liún hefir til annára plóneta. — Allt þetta styrkir eða veikir eðlis-. kosti þá og liæfileika, sem sjáan- legir eru i merkinu. Og sama máli er að gegna um afstöður sólar og tungls, er dæma ó um einstaklings- eðlið eða tilfinningalíf þess sem um er að ræða. Oftlega ber það við, er stjörnu- speki ber á góma, að spurt er um undir hvaða stjörnumerki þessi eða hinn sje fæddur. Er þá æfinlega átt við það, í hvaða merki dýrahrings- ins sólin sje stödd og eðlislýsingarn- ar byggðar á því. í framanskráðu er átt við alt annað. Því má ekki blanda saman. Það er eingöngu, að þessar lýsingum getur nokkurnveginn borið saman því að þá eru áhrif þau, maður er fæddur urn hádegisbil eða um sólaruppkomu. Sje fæðingar- stundin ó öðrum tima sólarhnngs, ber þessum tveimur lýsingum ekki saman þvi að það eru álirif þau, sem það merki hefir, sem sólin er stödd í, að miklum mun vægari. — Flestar byrjunarbækur miða við sólarafstöðuna eingöngu og lelja að þessi og hinn sje undr því merki, sem sólin er i á fæðingardaginn. Maður, sem fæddur er á tímabilinu fró 21. til 30. marz er undir áhrifum hrútsmerkisins, því að þá er sólin í því merki. Hann ætti að vera mjög duglegur maður, og baráttumaður mikill, en sje hann fæddur tveim timum eftir sólaruppkomu, er naut- ið komið upp á sjóndeildarhringinn og er hann undir óhrifum þess og Venusar. Hann væri þvi alveg laus við að vera baráttumaður og óber- andi fylginn sjer, en hægur þybb- inn i skapi, fastur fyrir; og lista- maður mikill ætti hann að vera. Áður en jeg skil við dýrahring- inn, vil jeg aukritis geta þess, að samkvæmt skýringum Mr. Henry van Stones í bók lians „The Path- way of the Soul“ (vegur sálarinnúr), megi með tilliti til mannkynsins i heild sinni finna einmitt i dýra- hringnum þroskabraut þess, fortíð, núverandi ástand og framtið, þvi að í gegnum dýrahringinn verðum við að fara og endurtaka nómsatriðin unz við höfum náð fullkomnu sam- ræmi við hann, höfum hafið okkur upp yfir allar lægri sveifluhreyfing- ar hans, höfum náð því sem kallað er: Manneg fullkomnun. Tvö l'yrstu merkin: Hrútur og naut teljast að vissu leyti fortið mannkyns, en tviburinn, krabbinn, Ijón, mey, vog, sporðdreki, skotmað- ur og steingeit teljast núverandi þroskaskeiði manna. En tvíburinn er táknaður með tveimur súlum, það er þekking, sem fæst í gegnum hugs- un og athugun undir áhrifum Mer- kúrs. Mennirnir eru komnir inn á svið hugsanarinnar, eru að þroska hana með sjer, ásamt tilfinninga- Iífinu, alla leið til steingeitarinnar, sem að lokuin klifrar örðugusta bjallan að dyrum musterisins, sem varðveitir hina guðdómlegu visku, en fyrir dyrum þess situr Satúrn, liinn mikli dómari himnanna og lieldur á lyklum musterisins og sverði rjettlætisins og fram lijá hon- um kemst enginn óverðugur. En fyrir þ’eim, sem hefir fullnægt kröf- unum til þess að öðlast hina æðri visku, mun hann opna, og úr þvi fetar hann út ’í slrauminn. Er hann úr því heimilisvana vegfarandinn, sem fetar hinar dulrænu brautir og eru þær táknaðar í vatnsberanum og fiskunum, sem eru merki fram- tíðarþroska mannkyns undir áhrif- um Úrans og Neptúns. Er sú fyrri pláneta talin dulspekileg (okkult), en sú síðari dulhyggjuleg (mystisk). Eru plánetur þessar taldar heimilis- vana vegfarendur í ríki himnanna, því að þær hafa ekkert sjerstakt merki dýrahringsins til umráða. Pláneturnar. Sólin. — Stjörnuspekin telur sól- ina með plánetunum, þvi að hún athugar áhrif hennar á jörðina og líf liennar ekki siður en þeirra, enda er það í mörgu tilliti ennþá Ijettara viðfangsefni, eins og gefur að skilja, því að almennt verða menn frekar varir þeirra álirifa en nokkra annara. Sólin er lífgjafinn. Hún viðheld- ur öllu lífi i sókerfinu. Vekur hún starfið, dugnaðinn og orluina í öllu mönnum og dýrum, jurtum og jafn- vel í steinum, þvi allt, sem til er, er undir áhrifum hennar og fær endurnæringu sina og viðhald frá henni. Er hún . hin milda orkulind afls og hreysti. Ræður hún Ijóns- merki, lijartanu og hægra auga. Táknar hún konunga, menn í háum stöðum, yfirmenn allskonar og alla þá sein hafa mannaforráð og þá er starfa í þágu stjórnarinnar og hjer- aðsstjórna.Að öðru leyti sýnir merk- ið, sem sólin er í, hvert sje lífsstarfs þess manns, sem um er að ræða einkum ef hún er í hádegisstað er hann fæðist. Táknar hún einnig' föður og einstaklingseðlið. Gullið er málmur hennar og sunnudagur er dagur liennar. Tunglið. ■—■ Samkvæmt veriju- legum stjörnuspekisskýringum tákn- ar það tilfinningalifið. Alverufræði lega sjeð táknar það móðirina og efni það hið smágerða í ljósvakanum, sem i eru mótaðar frummyndir mannslíkamans. Er það sambands- liður á milli anda og efnis, á milli jarðarinnar og sólarinnar, meðal annars með því að það endursendir jörðinni geisla sólarinnar á nóttum. Stendur tunglið í nánu sambandi við pcrsónulejkann. Málmur þess er silfur og litur þess er silfurhvítt og fjólublátt og dagur þess er mánu- dagur. — Telst tungli almenningur allur, allt liið kvenlega, móðirin, húsfreyjan,, ferðalangur, sjómenn, fiskimenn, þjónustufólk, eldabuskur, hjúkrunarfólk, einnig trúboðar, hús og landeignir. Merkúr er sá sem hugsar. Hann hefir náið samband við taugakerfið er breytilegur i áhrifum og að vissu leyti opin fyrir þeim. Málmur lians er kvikasilfur og litur hans er gult. Ræður hann miðvikudegi. Honum teljast tungan, hendurnar, liugsana- lífið, minni, mál, fræðsla, bræður, ájónar allir, ritað mál, blöð, brjef, boðberar, ritarar, kennarar, rit- hiifundar, ritstjórar, verslunarerind- rekar, ræðumenn, bóksalar ofl. Er hann pláneta þekkingar, en mjög fer sá hæfileiki eftir því, hver sú plá- neta er, sem hann hefir sjerstaka af- stöðu til. Ef Merkúr rís á austur- himni, er maður fæðist, þá er liugs- analífið fjörugt og fljótt að taka á- lyktanir, liefir ástæður á reiðum höndum og getur oft og tiðum verið linittið í tilsvörum. Hneigist til þekkingar á vísindum, bókmenntum og fræðslu ýmiskonar. Ræðumanns- hæfileikar koma í Ijós, einkum ef hann er i aðalmerki 10. húsi. Meira. Kunnir kuikmyndalEikarar 3. VIVIAN LEIGH er ein af hinum upprennandi dísum kvikmyndanna, þó að enn sjer hún ekki komin í „háIaunaflokkinn.“ —- Hún verður þrítug 5. nóvember í haust, og er fædd austur í Calcutta í lndlandi en þar var faðir hennar ]iá miðlari. Hjet hann Ernest R. Hartley, en móðirin Gertrude Robin- son. — í barnæsku ferðaðist Vivian víðsvegar um Evrópu og gekk í skóla bæði i London og Paris, Ítalíu og Bayern. í París gekk hún á sama klausturskólann og Mauren O’Sullivan og voru þær í sama bekknum. — Þar kom hún í fyrsta skifti á leik- svið. Úað var i „Jónsmessudraum“ Shakespeares, sem leikinn var þar i skólanum. Síðar fjekk hún tilsögn i leiklist hjá einni leikkonunni á Comedie Francaise. Og nú sagði liún foreldrum sinum frá þeim ásetningi sínum að gerast leikkona og samþykktu þau það. Gekk hún því næsl á leiklistarhá- skólann i London og hjelt áfram námi i mörg ár áður en hún reyndi til að fá hlutverk á leiksviði. Loks þóttist lnin undir það búin og ljek fyrst tvö lítilvæg hlutverk, en tókst eigi miður en svo að lienni var boð- ið stórt hlutverk í leik, sem lijet „The Green Sash“ og ljek þar með svo miklum ágætum, að leikfjelagið varð að flytja sig á annað stærra leikhús vegna aðsóknarinnar. Frh. á bls. 13.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.