Fálkinn


Fálkinn - 24.03.1944, Blaðsíða 8

Fálkinn - 24.03.1944, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Leslie Charteris: LEIKFANGSMORÐIÐ KESTRY yfirlögregluþjónn hallaði sjer aftur ó bak í stólnum, og stakk þumalfingrunum i vestishand- vegina. Digur vindill dinglaði í munnvikinu, eins og fallbyssa á gamaldags herskipi. — „Sœmilegur leynilögreglumaður getur ekki ann- að en hlegið* að Sherlock Holmes,“ sagði hann drýgindalega. „Hann er ekki vitund i œtt við raunveruna. Nei, við lögreglumennirnir notum aðrar starfsaðferðir. Maður fær grun — ef til vill aðeins ofurlítinn vott af grun. Svo hramsar maður einhvern og sviður hann i spurningaeldinum þangað til sannleikurnin gusast upp úr honum. Svona gerist þetta í raun og veru.‘ — Leynilögreglusöguhöfundurinn Andy Herrick, sem var lítill og píslarlegur í samanburði við skarp- greindasta yfirlögregluþjón morðmala nefndarinnar, brosti alúðlega. Hann kallaði á þjón og bað um að mega fá að borga. Klukkan var þrjú að morgni og gestirnir í veitingarsaln- um —- mjög sundurleitur hópur miljónamæringa, bófa, listamanna og dansmeyja var að tínast á burt. „Ef til vill hafið þjer rjett fyrir yður,“ sagði Andy smeðjulega. „Jeg veit að jeg hefi rjett fyrir mjer,“ urraði Kastry, og hló meðan Andy var að borga reikninginn. „Jeg segi yður þetta ekki til þess að móðga yður, ungi maður. ef að þjer getið aflað yður lifsuppeldis með þvi að skrifa lögreglusögur þá gleður það mig. Bara að jeg gæti það sjálfur! En þegar um raunveru- lega glæpi er að ræða -—• þá eruð þjer á glapstigum.“ Þeir fóru fram i anddyrið. „Komið þjer inn á aðal- skrifstofuna í næsta skifti þegar stór- mál er á döfinni! Þá skuluð þjer fá að sjá hvernig við vinnum. „Þakka yður fyrir, það þykir mjer vænt um að mega.“ Andy horfði viðutan í kring um sig í stóra anddyrinu. Þrir karlmenn komu saman út úr lyftunni og voru há- værir og var ekki laust við að þeir riðuðu á fótunum er þeir gengu til dyra. Tveir þeirra voru í yfirhöfn- um en einn, feitur maður og með il- sig, hafði auðsjáanlega verið veit- andi þeirra um nóttina. Virtust þetta vera þrír velstæðir kaupsýslu- menn, sem höfðu átt skemtilegt kvöld saman „Þessi frakkalausi er Lewis Enston sagði Kestry, sem þekkti alla. „Hann er ein af stórlöxunum i Wall Street.“ „En liinir tveir?“ sagði Andy og virtist þó ekki vera forvitinn. „Þeir eru kaupliallarhöfðingjar, en i smærra broti. Edvard Costello — sá langi, og Jules Hammel. Ef við ættum að hafa —alla þorpara í þeirri grein i myndasafninu okkar, yrðum við að fá meira húsnæði.“ Kestry færði vindilinn aftur í h,‘t iminn- vikið. „Jeg vildi heklur láta sjá mig með óbreyctum bófa en með nokkrum af þessum þorpurum,“ — bætti hann við. Andy Herricli liorfði með athygli á þremenninganna. „Þið skiljið mig víst piltar,“ taut- aði Enston og studdi sig við gesti sina tvo, til þess að halda jafnvæg- inu. „Þetta er verslun. Jeg er alls enginn fantur. Jeg er góður við konuna mína og krakkana og við alla menn. Og ef það er eitthvað, sem jeg get gert fyrir ykkur, þá bara út með það.“ „Það er fallega mælt, Lewis,“ sagði Hammel og gljáandi augun stóðu í honum. „Við borðum saman hádegisverð á þriðjudaginn,“ sagði Costello. — „Hver veit nema að jeg hafi eitt- hvað þá, sem þjer ieikur hugur ó.“ „Ágætt,“ sagði Enston. „Á þriðju- daginn.“ „Gleymdu ekki gjöfinni til barn- anna,“ sagði Hammel. „Nei, það getur þú bölvað þjer upp á,“ En.ston krepti hnefann þannig að vísifingurinn stóð beint fram en jnimalfingurinn upp. Svo miðaði liann hendinni á Hammel. „Upp með hendurnar!“ sagði hann. Og svo skellihlógu þeir allir. Þeir skildú við dyrpar og tókust lengi og innilega í hendur. Enston slagaði hægt og varlega að lyftunni aftur. Kestry beit fast i vindilinn. „Á hann lieima hjerna?“ spurði Andy. „Já, hann 'hefir leigt sjer íbúði hjerna,“ sagði Kestry. „íbúð á ann- ari liæð, sem kostar fjörutíu þúsund dollara ó ári. Hann hefir söfnuð af hákörum í sinni jjjónuslu, og þeir útvega honum peninga. Ef jeg segði yður frá sumum klækjunum sem þessar blóðsugur nota, munduð þjer segja að jeg færi með lygi.“ Þeir stóðu þarna um stund og Kestry sagði honum ýmsar sögur, sem alls ekki voru kaupsýslumönn- unum í Wall Street til lofs. Svo fóru þeir út að dyrunum, framhjá móttökuborðinu til vinstri. Við borð- ið stóðu tveir.vikapiltar og voru að tala saman, talsvert æstir. „Hvað er um að vera?‘ spurði Kestry. „Enston var að skjóta sig rjett í þessum svifum,“ sagði annar pilt- urinn og tútnaði allur út. Kestry hniklaði brúnirnar. „Hvað ertu að segja drengur? Hefir hann skotið sig? Hann var hjerna niðri alveg í þessu!“ „Já, en þjónninn hans hringdi niður og sagði þetta!“ Kestry sýndi lögreglumerkið silt og þeir Andy fóru báðir upp. T EWIS ENSTON lá á bakið fyrir framan rúmið sitt í svefnher- berginu og snjeri höfðinu þannig, að liægt var að sjá, hvar kúlan, er hafði drepið hann hafði farið inn í höf- uðið og út úr því. Henni hafði verið skotið í hægra augað og á mjög stuttu færi. Skammbyssan lá undir liægri handleggnum. „Þumalfingurinn á gikknum," — sagði Kestry. Hann sat á rúmstokkn- um og setti á sig hanska. Andy Herr- ick litaðist um i herberginu. Honmn fanst ekkert sjerstakt einkennilegt við það, nema að liúsgögnin voru mjög ríkuleg. Tvennar gluggadyr voru út ó svalirnar, en báðar voru þær lokaðar og læstar að innan- verðu.Á borðinu i einu liorninu var upprifin böggull. Mórauður umhúða- pappír, seglgarn og pappaaskja. — Miljónamæringurinn liafði verið byrjaður að hátta og liafði tekið af sjer liálslinýtið og losað flibbann. „Hvað hefir gerst hjerna?“ spurði Kestry. „Herra Euston hafði gesti til kvöldverðar,“ sagði herbergisþjónn- inn, sem Fowler lijet. „Mann nokk- urn sem lieitir Cosíello — — “ „Já, jeg veit það, En hvað gerðist eftir að liann liafði fylgt gestunum til dyra?“ „Hann fór inn í svefnherbergið til þess að hátta.“ „Stóðu svefnherbergisdyrnar opn- ar?“ „Já, fyrst. Jeg spurði hera Enston hvort hann vildi gera nokkrar ráð- stafanir fyrir morgundaginn, og þá bað liann mig um að vekja sig klukk- an níu. Svo Iokaði hann hurðinni og jeg fór inn í mtustofima og hyij- aði að taka til. Augnabliki siðar herði jeg skotlivellinn.“ „Getið þjer liugsað yður einhverja ástæðu til þess að Enston vildi stytta sjer aldur?“ „Nei, tvímælalaust ekki.“ „Hvert liggja þessar dyr þarna?“ „Inn i annað svefnherbergi. Börn- in og þerna frú Enston sofa þar. Frúin og börnin hafa verið í skemti- ferð til Bermudaeyja. Við eigUm von ó þeim lieim á morgun.“ „Hvað er í þesum böggli?“ spurði Andy. Þjónninn gaut augunum út í horn- ið. „Það veit jeg ekki. Jeg býst við að annarhvor af gestum Enstons liafi komið með liann með sjer. Jeg tók eftir honum á matborðinu, þegar jeg bar yfirhafnirnar gestanna inn. Hr. Enston sótti hann þangað eftir að liann hafði fylgt gestunum ofan, og fór með hann inn í svefnherberg- ið.“ „Hann talaði ekkert um hann?" „Nei.“ Nú var barið að dyrum. Það voru Jögreglumenn með Ijósmyiulara, lækni og fleira. Meðan þeir voru að starfa i svefnherberginu fór Andy inn í dagstofuna. Þar sáust glögg merki um sukksaman kvöldverð •— vindlingaslúfar á skálunum, vínblett- ir í dúkum og aska á víð og dreif. En ekkert sem lionum þótti riokkurs um vert. r AEINU skululsborðinu sá hann skrítið leikfang. Það var dá- lítill trjediskur og á honum stóðu sex trjefuglar í hring. Þeir gátu kinkað kolli — undir disknum voru sex stuttar snúrur, sem voru i sam- bandi við hálsana á fuglunum en voru festir við kúlu í neðri endann. Andy tók eftir því að þegar hann sveiflaði disknum þannig að kúlan snjerist i hring undir disknum, svo að ýmist herti eða slaknaði á þráð- unum, hreyfðu fuglarnir liólsana, alveg eins og þeir væru að tína i sig korn. Hann stóð þarna um stund og var að handleika diskinn, þangað til að liann tók eftir að ljósmyndarinn og liinir lögreglumennirnir voru farnir. „Lögregluspæiarinn mikli er að starfal“ sagði Kestry ertandi. „Þetta er laglega gert,“ sagði Andy. „Eiga börnin það?“ spurði hann Fowler. „Hr. Enston hafði það ineð sjer í kvöld — það er gjöf til ungfrú Annabel sagði þjónninn. „Hr. Enston elskaði börnin og var alltaf að gefa þeim leikföng.“ „Getið þjer útskýrt hvernig þetta atvikaðist?“ spurði Andy Kestry þeg- ar þeir fóru út. „Þetta er sjálfsmorð — á því er enginn vafi,“ svaraði Kestry. „En hversvegna framdi hann sjálfs morð?“ spurði Andy. „Hvernig á jeg að vita það? Litið þjer inn á skrifstofuna til mín á morgun —• þá verð jeg orðinn öll- um hnútum kunnugri. 1~\ iGINN eftir klukkan hálfeitt kom Andy á skrifstofu Kestrys. — „Hafið þjer uppgötvað hversvegna Easton framdi sjálfsmorð?" var það fyrsta sem hann sagði eftir að hann kom inn. „Nei, ekki ennþá. En það kemur áreiðanlega í ljós síðar,“ sagði Kes- try. „Jeg á von á Costello og Hammel á hverri stundu.“ Skömmu síðar var tilkynnl að þeir væru komnir. Kestry hringdi á hraðritara og kveikti sje'r í vindli, en gestirnir fengu sjer sæti. Kestry fór sjer að engu óðslega en loksins hyrjaði hann yfirheyrsluna. „Þjer eruð lir. Edvard Costello?" Langi maðurinn kinkaði kolli. ,,Já.‘“ „Hve lengi hafið þjer þekt F.nston? „Átta til níu ár.“ „Voruð þjer sameigendur að við- skiftafyrirtæki?“ „Nei aðeins vinir.“ „Hafið þjer nokkurn grun urn hversvegna liann hefir drepið sig?“ „Nei, það er öðru nær. Þetta var hræðilegt áfall fyrir mig. Við vorum gestir hans i gærkveldi og þá var hann í besta skapi. Hann hafði verið heppinn með ýms fyrirtæki og svo átti hann von á fólkinu sínu heim. Ilonum þótti sjerlega vænt um konu sína og börn.‘ „Hafið þjer sjálfur grætt peninga upp á siðkastið?“ „Nei þvert á móti — jeg hefi tapað miklu fje.“ „Hvaða viðskifti legg'ð þjcr fyrir yður?“ „Jeg rek alþjóðarviðskifti með bómull.“ Kestry tók sjer málhvild til þess að ná sjer í eldspýtu. Costello kveikti í vindlinum hans með kveikjaranum sínum. Andy Harrick varð ósjálf- rátt litið ó hann — liann var svo ein- kennilegur í laginu og kveikti i auð- sjáanlega með ramagnsneista en ekki tinnu. „Er þelta nýjasta tegundin af vindlakveikjurum?“ spurði hann. Costello handljek kveikjarann. •— „Þetta er uppgötvun eftir sjálfan mig -—• fæst ekki i verslunum. Jeg liefi smiðað liann sjálfur.“ „Það þarf sjerkunnáttu til þess að smiða svona,“ sagði Andy. „Þetta er skrambi smellin uppgötvun.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.