Fálkinn


Fálkinn - 30.06.1944, Blaðsíða 3

Fálkinn - 30.06.1944, Blaðsíða 3
F Á L K 1 N N 3 Gustav V. Svíakonungur VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM fíitstjóri: Skúli Skúlason. FramkvMjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 BlaCið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðis fyrirfram HERBERTSpren/. SKRADDARAÞANKAR „Þessvegna höfum vjer jafnan trúað á undramátt frelsisins. Þessvegna eig- um vjer heima í hópi Þeirra þjóða, sem hafa sömu trú, og liafa sýnt það svo áþréifanlega í hinum geigvæn- legu átökum undanfarin ár, hverju þær vilja fórna í haráttunni fyrir hugsjón frelsisins og fj'rir lögskip- uðu fjelagi þjóðanna, með virðingu fyrir rjetti hverrar annarar." Þannig fórust fyrsta forseta Islands orð í ræðu þeirri, sem hann flutti fyrir dyrum Stjórnarráðsliússins 18. þ. m., og birt er í lieilu lagi hjer í blaðinu í dag. Og þessi orð mættu vel munast lengi, því að með þeim er sagt svo óendanlega mikið aí kjarna þess máls, sem íslendingar hafa verið að vinna að Iengi, og nú hefir náðst merkilegri áfangi í, en nokkru sinni áður. Forsetinn vitnaði einnig til orða núverandi forsætis- ^áðherra, dr. Björns Þórðarsonar, ér hann sagði 1. desember 1942: „Lokasporið (í sjálfstæðisbaráttunni) eigum vjer aldrei að stiga.“ Þegar jeg heyrði þau orð forðum, duttu mjer i hug orð, sem mælt voru á hátiðinni, sem lialdin var til minn- ingar um 900 ára dánardag Ólafs helga, í Þrándheimi 1930, þar sem minst var á endurbyggingu kirkj- unnar miklu þar. Hún er ekki full- gerð, en í ræðu sinni sagði einn af þjónum hennar, sem nú situr i fang- elsi: „Þessi kirkja verður aldrei fullgerð. Yið eigum alltaf að halda áfram að byggja hana.“ Á sama hátt mun fara um þá end- urstofnuðu þjóðfjelagsbyggingu ís- lenska lýðveldisins. Þjóðin, sú sem nú lifir, og óbornir ættliðir hennar verða ávalt að halda áfram að byggja hana. Ef það er munað, mun þessi fámenna þjóð og fátæka eflast og vaxa og geta orðið sjer til sóma meðal annara stærri og voldugri. Og hún gæti jafnvel orðið tákn um eitt, ef vel er á haldið: Að hún man alltaf að rjettlætið á rjett á sjer, og ef liún ástundar rjettlætið, getur hún gefið öðrum fordæmi, þó lítil sje. Rjettur og rjettlæti eru þau orð, sem þjóðin verður fyrst og fremst að muna. Þau orð munu verða fjör- egg íslands, ef þau munast. En ef þau gleymast þá er ísland í hættu. Hans hátign Gústav V. Svíakonung- ur á afmæli í dag. Þegar jeg sem barn heyrði fyrst nefnt orðið há- tign, þá var mjer ekki vel Ijós þýð- ing þess. En þegar jeg sem ungling- ur lcom til Svíþjóðar og sá sænska kongihn, þá skildi jeg hvað hútiffn var. Þessi gáfulegi, sviphreini, tignar- legi, liái maður. Það var hans há- tign Gustav V. Sviakonungur. Gustav konungur er stórmerkur þjóðhöfðingi, elskaður og virtur af þjóð sinni og metinn af umheimin- um óg ber margt til þess. Gáfurnar eru prýðilegar, minnið óbrigðult og rjettlætistilfinningin örugg. Hann hef- ir megnustu fyrirlitningu á öllu prjáli og hjegómaskap. Lifir ein- földu og reglubundnu lífi og iðkar iþróttir. Sem þjóðhöfðingi hefir hann kostað kapps um að vera fyrirmynd þjóðar sinnar í hvívetna. En þó er allt hans háttarlag, svo af ber, tignarlegt — konunglegt. Enski heimspekingurinn Francis Bacon hefir í einni af hinum frægu ritgerðum sínum gert grein fyrir konungdóminum, stigum hans og tegundum. Hann greinir konunga í 5 flokka: 1. Stofnendur rikja og heimsvelda. 2. Löggjafa þjóða. 3. Bjargvætti þjóða. Þá, sem koma á innanlands friði, eða hrinda af þjóðinni erlendu oki. 4. Landvinninga-konunga, sem ineð ófriði auka lönd sin — og að lokum 5. Þá sem hann kallar „patres patrie“ — landsfeðurna — sem eru rjettlátir, skapa frið og vel- megun. Jeg er ekki í miklum vafa um, í hvaða flokk hann mundi setja Gustav Svíakonung, hinn ágætasta lands- föður. Jeg held að orð Snorra í Heims- kringlu um stjórn Haralds Hárfagra eigi vel við „Gústavs prúðu snilld arþjóð“ og konung hennar: „Gladd- isk hann af þegnum sínum ok þegn- ar af honum, en ríkit ok hvára tveggja“. • Þar sem konungur hefir jafnan forsæti á fundum utanrikisnefndar Svia, þá má telja það vafalaust, að hann eigi sinn stóra þátt i þvi að hafa tekist að halda Svíum hlutlaus- um í tveimur heimsstyrjöldum. — Gustav V. er ekki herkonungur eins og margir fyrirrennarar hans. Hann er konungur þess, sem mannkynið þráir nú mest. Hann er frelsis og friðar konungur. Og er það full ástæða til að óska og vona, að hon- um inegi auðnast að lifa þann dag, er aftur kemst á friður í álfu hjer. Það gæti þá orðið hlutverk þessa þjóðhöfðingja, ef ekki að bera klæði á vopnin, þá að hafa heillavænleg áhrif á friðinn og það starf, sem þá bíður þjóðanna. Mætti það verða í hans anda, því þótt Gustav kon- ungur sje 80 ára í dag, þá má segja um hann, eins og Grímur Thomsen segir um Hrólf sterka i elli: „Ei er að sjá, að elli hann saki“. Það er sögð sú saga, að þegar Marcus Aurelius keisari dó, hafi hinir olympisku guðir haldið hon- um veislu. Á hægri hönd honum i veislunni sátu keisararnir Augústus og Tiberius. Á vinstri hönd aðrir Rómverskir keisarar, þeir Trajanus, Hadrian o. fl. Nero og Caligula höfðu aftur á móti ekki verið boðnir. Jupiter ákvað að skera nú úr sam- keppni keisaranna um það, hver þeirra liefði verið mestur. Gestirn- ir stóðu nú upp hver af öðrum og hjeldu ræður. Flestir gortuðu þeir mest af landvinningum. Þegar roð- in kom að Marcus Aurelius sagði hann aðeins: „Jeg hefi átt þá ósk eina, að valda öðrum aldrei sárs- auka“. Guðirnir krýndu hann mestan keisara Rómverja. Margir konung- ar Svía liafa verið stórmenni. Nöfn eins og Gustav Vasa og Karl XII. deyja seint. En mundu ekki guðirn- ir og öll sænska þjóðin krýna Gustav V. i dag sem ástsælasta konung sinn. 16. júni 19W Magnús Kjaran Felix Guðmundsson kirkjugarðsuörð- Flosi Sigurðsson trjesmiðameistari ari, Vonarstræti 8, verður 75. ára ur, verður 60. ára 3. júli n. k. varð 70 ára 24. þ. m. 30. júní:

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.