Fálkinn - 30.06.1944, Blaðsíða 6
6
F Á L K I N N
- LiTLR snenn -
Jeanne Marni:
Fallega Suzette
(Sagan gerist í smúhúsi viö þjóð-
veginn gegnnm þorpið. Suzette Jac-
ourt er að straua kniplingakjól i
einu stofurini í húsinu. Hún er dug-
leg við þvott og strauun. Er kölluð
„fallega Suzette“ og hefir auðsjáan-
lega verið fríð á'yngri árum. Nú
er hún. hrukkótt og skorpin■ hhí
er ekkert eftir af fegurðinni nema
andlitsfallið og hárið, sem enn er
hrafnsvart. — llún er svo niður-
sokkin í vinnuna að hún tekur ekki
eftir að dyrunum er lokið upp.
Hún verður forviða, er hún sjer að
frú Lartonge stendur í forstofunni).
Suzette: — Er þaS frúin? .........
á þessum tíma dags.
Frú Lartonge (óró): — Já ....
Suz.: — Komuð þjer gangandi
alla leið ofan úr höllinni, frú?
Lart.: — Já.... eruð þjer einar
heima, Suzette?
Suz.: — Já, frú Lartonge. Dreng-
irnir eru hjá henni ömmu sinni.
Lart.: — Jeg trufla yður kanske,
Suzette. Jeg sje þjer hafið mikið að
gera.
Suz.: Nei, nei, það gerir ekkert
til. Jeg er með kjólinn frúarinnar.
. Lart.: (fer alveg inn í stofuna og
sest á stól við borðið. Iíún er falteg
við bjarmann frá oliulampanurn á
borðinu, en í sterkara tjósi sjesl að
hún er yfir 35 ára).
Suz.: — Eruð þjer veik frú? (setur
straujárnið á ofninn).
Lart.: — Lít jeg illa út?
Suz.: — Þjer eruð svo þreytu-
leg.
Lart.: — Jeg hefi líka gengið langa
leið úti í skógi.
Suz.: — Á jeg að hlaupa til kaup-
mannsins og lána síma og biðja tim
að senda vagn hingað til þess ;.ð
sækja frúna?
Lart.: — Nei, þess þarf ekki. Jeg
ætia bara að hvíla inig hjerna stutta
stund. Suzette, viljið þjer flytja
þennan lampa ofurlítið?
Suz.: (setur lampann á dragkist-
una. Frú Lartonge reynir að láta
ekki Ijósið skína á sig. Suzetle stend-
ur við gluggann og horfir út í rökkr-
ið. Löng þögn).
Lart.: — Hvernig líður henni
Rósu?
Suz.: — Vel. Hún á að fara i skól-
ann í vor.
Lart.: — Svo fljótt? Hvað tíminn
líður fljótt. Frjettið þjer nokkuð
af.... af föður hennar?
Suz. (hart): Hann er giftur. Bónda-
dóttur suður við Brienon.
Lart.: — Þekkið þjer liana. Jeg
meina hvernig lítur hún út?
Suz. (hæðlega): Hún er ljót. ...
en hún á peninga.
Lart.: —Vesalings Suzette. Þjer
getið ekki gleymt honum.. er það?
Suz.: —■ N e i. En það skilur frúin
víst ekki....
Suz.: Jeg hefi ekki mikinn tima
Lart.: Sei, sei, jú.
til að stúra. Húsið tekur sinn tíma
.... jeg hefi mikið að liugsa, ef
jeg á að geta hugsað um hana Rósu.
Þetta er einlægur erill frá morgni
Jil kvölds. . . . enginn timi iil þess
að hugsa. En á nóttunni.... þá gef
jeg mjer tíma til þess. . .
Lart.: Tíma til þess..... hvernig,
Suzette? Tíma til hvers?
Suz.: —Til að stúra. Fyrir neðan
akurinn þarna, þarna sem áin renn-
ur ofan hlíðina í hávaðanum, er
svo mikill dynjandi að eigi heyrist
mannsins mál. Þegar jeg var að
sleppa mjer.... Það var einkum
i fyrstunni.... fór jeg þangað, tók
pilsin upp yfir höfuð. ... og öskraði.
Þjer trúið ekki hve það bætti úr.
Lart. (með hrolli): Jú.... jeg
skil það vel. Að mega hljóða sorg
sína.... gráta.... öskra eins og
dýr. Þegar engin heyrir til. Ó, Suz.
jeg skil þetta.....
Suz.: Þegar jeg hugsa til hve gott
jeg átti þegar jeg var hjá yður, frú.
En jeg kunni vist ekki að meta það
þá — þið voruð öll svo góð við mig.
Húsbóndinn talaði aldrei nema vin-
gjarnleg orð.... og hr. Angelure
líka.
Suz.: Nei, jeg kunni ekki að meta
það. Og þegar smiðurinn bað mín
þá tók jeg honum. Það var ekki fyrr
en eftir að við vorum gift, sem jeg
skildi, að jeg kærði mig ekkert um
hann. Og eins og hann drakk. Jeg
skammast mín heldur ekkert fyrir
að játa, að jeg feldi ekki tár þegar
hann dó. Hann. . . . hann barði mig.
En svo kom þetta með föður hennar
Rósu.
Lart.: Svo að yður skjátlaðist þá
líka, Suzette?
Suz. (áköf): Nei.... nei, mjer
skjátlaðist ekki. Það má hver segja
um hann það sem hann vill, en hann
var ágætis maður. Jeg komst í gott
skap hvenær sem hann leit á mig.
Lart.: Svo að þjer iðrist þá ekki
neins, Suzette?
Suz. (hristir höfuðið): Nei,.. jeg
sakna hans ákaflega mikið.
Lart.: Svarar ekki. Situr grafkyrr.
Deplar augunum til þess að tárfelta
ekki.
Suz. (hejir horft á frú Lartonge.
Lœsir dyrunum út að veginum, fer
til hennar og legst á hnje hjá henni):
— Þjer eruð hrygg?
Lart.: Já, Suzette, jeg er hrygg.
En.... það líður hjá. Jeg hefi ný-
lega fengið frjett.... sorg.... en
það liður hjá.
Suz. (óframfærin): Get jeg kanske
hjálpað yður eitthvað?
Lart.: Nei, þakka yður fyrir. Þella
líður hjá. Jeg verð að harka það af
mjer. Jeg verð að vera komin heim
fyrir klukkn sjö.....
Suz.: Á jeg ekki að sækja lianda
yður volgt vatn til að baða augun?
Lart.: Jú, þakka yður fyrir.
. . (Suzette stendur upp og ætlar fram
i eldhús, er frú Lartonge grípur um
handlegg hennar). — Suzctte, Vertu
kyrr. hjer megið ekki fara frá mjer.
(hún fær krampagrát en treður vasa-
klútnum í mnnninn).
Suz. (skelfd): Kæra frú.... þjer
eruð ekki óhamingjusöm? Þjer eruð
ekki óhamingjusöm eins og jeg?
Lart. (yfirbuguð): — Jú, Suzette.
Jeg er óhamingjusöm eins og þjer!
Það er eins með mig og yður....
hann hefir yfirgefið mig. . . . eflir
tíu ár. ...
Suz. (hvíslar): Það er herra Ange-
lure......?
Lart. (sieppir sjer): Já, það er
hann. Hann ætlar að giftast. Jeg
gæti skilið það, ef hann ætlaði að
giftast ungri. stúlku. Hann langar til
þess að eignast heimili.... og það
er ekki neina eðlilegt. En liann
ætlar -að giftast kvensnift, sem hefir
verið með svo mörgum á undan
honuin. Hún er rík. En hvcrnig hefir
hún eignast peningana? Og. . . . liún
er eldri en jeg. Jeg þoli ekki að
hugsa til þess. . . . jeg vil heldur
deyja.
(Rödd hennar verður korr og slun-
Theodár Arnason:
Hinrik átiundijj
Ópera í fjórum þáttum eftir
frakkneska tónskáldið Camille
Saint-Saéns (1835-1921), tekst-
inn eftir rithöfundana Léonc.e
Détroyat oy Asinand Silvestre.
Frumsýning í París 5. marz 1883
og Covent fíarden, London 1).
júlí 1898.
Eins og sagt er hjer að framan,
var þessi ópera fyrst leikin í Paris
1883, og 15 árum síðar i Lundúnum
og alltaf er hún tekin fram öðru'
hvoru á hinum stóru óperuleikhús-,
um. Telja kunnáttumenn hana liið
ágætasta verk, en einlivernvegin er
þa'ð samt svo, að hún hefir aldrei
náð verulegri hylli.
Tekstinn byggist á breskum sög-
um og gerist fyrsti þáttur i skraut-
legum sal í Westminster. Gomez,
sendiherra Spánar, tjáir hertoganum
af Norfolk, að liann sje heiftarlega
haldin af ást til Önnu Boleyn, og
sje Katrínu drottningu kunnugt um
það. Hann bætir þvi við, að liann
liafi í fórum sínum brjef lrá Önnu,
þar sem hún játi að hún unni hon-
um líka. Norfolk segir sendiherran-
um að hann megi vara sig, því að
sjálfur konungurinn, Himik áttundi,
sje ástfangin af hinni fögru Önnu.
Berast nú þau tíðindi að Hinrik
konungur liafi dæmt liertogann af
Buchingham til Iífláts. Þegar kon-
ungurinn kemur inn í salinn, ganga
allir út, sem þar liafa verið, nema
þeir Gomes, Norfolk og Surrey. —
Ræðir konungur við þá á víð og
dreif, og getur þess meðal annars,
að hann hafi sæmt Önnu Boieyn
heiðurstitli. Lætur Gomes sjer fátt
um finnast tal konungs um Önnu.
Nú er skift um leiksvið.
Hinrik áttundi situr á tali við
Surrey og er að kvarta undan því,
að páfinn þybbist við að veita sjer
skilnað við drottninguna. Er nú
sent eftir Katrínu drotningu, og
hefir hún strax máls á þvi að kon-
ungurinn veiti hertoganum af Buch-
ingham grið. Konungurinn þverneit-
ar þeim tilmælum. Drotning tekur
þá að ámæla honum fyrir það, hve
lítið tillit hann taki til sin, en hann
svarar því til, að lijónaband þeirra
hafi frá upphafi verið siðferðilegt
vixlspor.. Gengur Anna Boleyn nú
inn í salinn, og' dregur konungur
ur. Suzette tekur utan um hana oy
heyðir hana til þess að standa upp.
Svo leiðir hún hana að hurð, sem
hún opnar. Iíún er úti að akrinum
buk við húsið. Nú er orðið aldimt).
Suz.: Komið þjer frú, komið þjer
hingað út með mjer. (Hún gengur
með frú Lartonge niður að ánni,
sem dunar svo hátt að frúin getur
ekkert heyrt hvað Suzette segir. cn
á vörum liennar getur hún lesið
• orðin: Öskrið þjer frú. Öskrið
þjer hátt. Það bætir.)
enga dul á aðdáun sína á henni.
Lýsir hann því þarna yfir að hann
hafi hugsað sjer að „aðla'" hana.
En úti fyrir heyrist nú jarðarfarar-
söngur, og er þá verið að beia til
grafar hertogan af Pemberton, sem
nýbúið er að taka af lífi. Anna
lætur svo mælt, að þetta muni vera
fyrirboði mikilla tíðinda.
Annar þáttur gerist í Richmond
skemtigarðinum. Gomes sendiherra
er þar á gangi og skömmu siðar
keinur Anna, og í fylgd ineð henni
nokkrar hefðarmeyjar. Hún játar
Gomes það, að liún unni lionum.
En konungurinn kemur á liæla henni
og ástarhjali lians svarar Anna því
til, að hún skuli giftast honum, ef
hann geri sig að drotningu. Heitir
konungur þvi.
Katrín drotning ávitar Önnu harð-
Iega fyrir syndsamlejga metorða-
girni hennar. En Anna storkar drotn-
ingunni og biður konung að vernda
sig fyrir áreitni hennar. Ber nú
að sendimann, sem kemur frá Róma-
borg með miklum asa — og hefir ili
tíðindi að flytja. En Hinrik konung-
• ur vill ekki veita honuin áheyrn
að sinni, ætlar að fresta því til
næsta dags að hlusta á tíðindin,
en biður þá, sem þarna eru viðstadd-
ir, að gleðjast með sjer, og er síðan
dansað og drukkið.
í þriðja þætti ræður konungur
svo við sendimanninn frá Rómaborg,
sem flytur lionum alvarlegar ávítur
páfa, og niðurstaðan verður sú, að
hann kveðst mundu ávarpa þegna
sina og lýsa sig sjálfan yfirmann
kirkjunnar í Bretlandi og gera Önnu
að drotningu.
Fjórði þáttur gerist í setustofu
hinnar nýju drotningar, þar sem
þeir Norfolk og Surrey eru að ræða
um það, hversu mjög konungur sje
hræddur um drotninguna. Ber nú
Gomes að, og hefir hann meðferðis
brjef frá hinni fyrri drotníngu,
Katríun, þar sem hún skýrir frá
því, að hún hafi í höndum hið
hneykslanlega bi'jef frá Önnu.
Verður Hinrilc konungur æfur og
skipar Önnu að liafa sig á brott, en
sendiherranum skipar hann að hafa
sig á brott úr landi. Er nú skift um
leiksviðsútbúnað, og í lokasýning-
unni liggur Katrín drotning á bana-
beði og neytir síðustu lífsorku til
þess að rísa upp og fleygja ástar-
brjefi Önnu í eldinn á arininum.
Þar með líkur leiknum.
Óperur, sem lifa