Fálkinn


Fálkinn - 30.06.1944, Blaðsíða 9

Fálkinn - 30.06.1944, Blaðsíða 9
FÁLKINN hann var undrunarfullur, og gekk aftur á bak, og þá upplýstist það rjetta í málinu. Björg hló liátt og innilega, svo breiða nefið á henni hvarf niður á milli lcinnanna. En nú fannst mjer. ekki lengur neitt lilægilegt við þetta, og líklega hefir Björg fundið fáleika minn, því að hún hraðaði sjer í burtu, og hefir eflaust sagt næstu manneskju, sem hún hitti, söguna af mistökum sín- um. Árin liðu. Jeg varð oft vör við hvítklæddu konuna. Dánu konuna mannsins, sem hafði verið farþegi á strandferðaskipinu sumardaginn bjarta og hlýja. Hún kom sjaldan til mín öðru vísi en döpur i bragði. — Jeg hefi mist hann, var hún vön að segja, og þó getur hann ekki gleymt mjer. Jeg held hann hljóti f;ð vita það, að jeg fylgi honum. Jeg vaki hjá honum uni nætur, og fæ góða vini til bænahalds með mjer. Jeg bið þess, að honum detti það aldrei í hug, að við sem erum farin, fylgjumst ekki með ástvinum okkar, nema að einhverju sáralitlu leyti. Það er svo fjarri mjer. Og hún vein- aði og barmaði sjer á margan hátt. Jeg spyr ekki að því, hvað aðrir mundu hafa gert í mínum sporum. Það þýðir ekki að spyrja. Engum finnst það sama, en það bíður í þögn sinni, og það sem birtist mannsálinni í þögninni, felur í sjer meiri visku, en heill straumur af orðum, getur á nokkurn hátt látið af mörkum. Aldrei er " andi manns fjær efninu, en í hinni djúpu þögn. Þar kemst andi Guðs næst sinu eigin, þar sameinast mannsál leyndardóm allífsins. Nokkrum árum síðar lá ieið mín til höfuðstaðarins. Það var yndis- legur vordagur, og gróðri jarðar miðaði hrátt áfram. Að staldra nokkra stund við inni i rykugum bænum, það var ómögulegt. Út í vonið og gróðurinn, — út til fugl- anna, sem sungu ástaróð sinn, og bjuggu börnum sínum fyrstu og seinustu vögguna. Jeg var komin upp í grýtt Skóla- vörðuholtið. Þar var rólegt, og lítil umferð. Aðeins tvær telpur, höfðu fundið sjer þar þægilegan leikvöll, moldarflag, sem þær gátu rist með allskonar rúnum þvers og langs. Þær virtust hvorki sammála nje ósammála. Þær strikuðu hver með sinni spýtu, og þegar flöturinn var orðin nægilega útkrotaður gerðu þær allt sljett aftur, með höndum' og fótum. Þær virtust leika sama tilgangs- leysið, og' fullorðna fólkið gerir á stundum, þegar það kallar, að það sje að eyða tímanum. — Þegar það bíður eftir því, að æfi þess líði. Það et- undarlegt fólk, og þó veit það ekkert hvað við tekur. Trúir engu nema augnablikinu, sem það vill sem allra fyrst koma framhjá sjer. Og þarna i holtinu örlítið neðar en jeg var, sá jeg hvítklædda konu, og aðra dökkklædda. — Dökkklædda konan sat á dálitlum steini, hann var nægilega stór fyrir hana, en hvítklædda stúlkan sat á jörðinni. Hún sat í fanginu á manni, sem sat á jörðinni. Hann var í gráum föt- um. Hvítklædda konan sá að jeg tók eftir þeim, og veifaði til mín með hendinni. Hún hefði eins vel getað kallað á mig, en hún gerði það ekki og þessvegna vissu þau hin ekki af því, að jeg nálgaðist. Jeg hefði betur farið aðra leið, svo að enginn hefði truflað mig. Jeg gekk aðeins i áttina til þeirra en hikaði svo við. Þá veifaði hún aftur, hvítklædda konan. Til allrar hamingju leit maðurinn upp í sömu andrá, og konan sem sat á stein- inum leit í sömu átt. Þau horfðu á mig. Þá fannst mjer eins og að jeg stæði á skipi, sem vaggaði, svo sogaðist jeg langt frá þessum þrem manneskj- um og kom í hendingskasti aftur. — Gr.eip þessi tilfinning mig af því að jeg þekkti þau aftur? Af því að þetta voru sömu manneskjunnar. sem komu einu sinni með strand- ferðaskipinu heim í rólega þorpið mitt, og gengu gömlu góðu götuna, sem hafði verið leikvöllur barnanna svo lengi. Jeg þekkti þau öll aftur, en hvítklæddu konuna þó best. Hún hafði svo oft komið til min í sorg sinni. En nú var hún ekki lengur döpur. Hún brosti, og jeg sá alla leið þangað sem jeg stóð, að gleði- gla'mþa lýsti úr augum hennar. Maðurinn var berhöfðaður. Svip- ur hans lýsti festu og ró. Hvítklædda konan sneri sjer í fang hans, og horfði beint í augu hans. Hvort hann vissi, hver það var, sem mætti tilliti augna lums, veit jeg ekki, en hann brosti. Jeg sá það greinilega hvernig bros færðist yfir góðmann- legt en ófrílt andlit hans. Dökkklædda stúlkan leit aftur til mín. Jeg sá hversu óþolinmóð hún yer yfir návist minni, svo að jeg flýtti mjer burtu. En um stund var hugur minn aftur hjá hvítklæddu konunni. Það var auðsjeð, að nú hafði sál hennar fengið aftur, það sem hún þráði. Það má vel vera að þau tvö, mað- urinn og dökkklædda konan, hafi hist þarna, og þegartíarið að gera upp, sín á milli, Að hann hafi þá loks fundið það, að engin kona gat nokkurntíma orðið til fyrir hann, nema þessi hans fyrsta og síðasta, sem fylgdi honum, verndaði hann og vildi gera honum það Ijóst, að lifið er ekki eingöngu til fyrir augna- blikið, sem líður framhjá. Það eru lika til augnablik, sem sálin til- einkar sjer. Órjúfandi heit, sem tilheyra ekki síður eilífðinnni, eii þeim fáu stundum, sem fylgja jarð- lífinu. Einhverntíma mundu þau hittast, mundu sálir þessara tveggja elsk- enda geta skýrt hvort fyrir öðru, hvað þau hvor í sinu lagi, hefðu lært af skilnaðinum, hvernig þeim hefði tekist að túlka fram hinn rjetta skilning á lífinu. Á þessu ynd- islega vori höfðu þau mætst aftur. —þessi tvö, sem gátu ekki hvort án annars verið. Hún hafði beðið hans og í þögulli bæn aðvarað hann. Varað hann við blekkingunum, við áhættunni, ef hann leitaði að því, sem hann myndi aldrei finna á þessari jörð. Hennar mál var bænin, og það kvak hafði komist alla leið að sál hans. Þau sem höfðu ráðgert allt sin á milli, áður en hún varð honum ósýnileg, og þau höfðu heitið hvort öðru því, að biða hins. Og eins og hún mundi ekki bíða hans, jú, það ^muncli hún gera. Það voraði vel og hann fann yl vorsins. Og hann var líka búinn - ,*¦* ...mmmsm Breskt skip í Norðurhöfum. s^ Myndin er af titndurspiUinum „Milne", sem lengi hefiv verið á sueimi á leiðum fyrir norðan ísland. Það er talsverð alda og sjónumt skolar inn á þilfarið. Tundurskeytið fullgert Hjer sjást enskar stúlkur i hergagnusmiðju vera að leggja siðustu hönd á tundurskeyti, áður en það er sent til birgðastöðva flotans. Árás á Ludwigshafen. Það hefir vakið mikla athygli hve oft bandamen.n gera árásir á borgina Ludivigshafen, en ástæðan er sú, að þar em stærstu efnagerðir i heimi, sem að ómetanlegum notum koma í styrjöld, nefnilega I. G Farbenindustrie, en verksmiðjur þessa fjelags ná yfir 4-5 km. vegalengd. Hjer er teikning, sem ú að sýna árás breskra sprengjuflugvjela á Ludwigshafen. að taka sína ákvörðun um hvað Fuglasöngurinn kvað við í loftinu. haiín ætti að gera. Það var ein opinLitlu fleygu vorboðarnir, voru að leið, — tvær sálir, sem ætluðu aðleita að gömlu hreiðrunum sinum, mætast, og halda áfram i samein-hvort þau væru ekki ennþá jafn ör- inf?u- ugg og þau voru í fyrra.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.