Fálkinn


Fálkinn - 30.06.1944, Blaðsíða 10

Fálkinn - 30.06.1944, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N VHCS/VU LS/6NMIRMIR Mállausa prinsessan Einu sinni í gamla daga var afar falleg prinsessa, en meinið var, að hún gat ekki talað, og ekki einu sinni hlegið. Kongurinn, faðir henn- ar ljet tilkynna allri þjóðinni, að sá sem gæti fengið dóttur sína til þess tala og hlægja eins og annað fólk, skyldi fá hana fyrir konu og hálft ríkið strax, og allt eftir sinn dag. Þetta var nú ekki amalegt tilboð, og margir komu til þess að freista gæfunnar. En enginn gat neinu um þokað, þó að prinsessan reyndi eftir beslu getu að gera eins og læknar og aðrir vísir menn ráðlögðu lienni — það dugði ekki hætis hót. Einn góðan veðurdag fór prins- essan út í skóg að ganga, en þá vilt- ist hún og gat ekki ratað heim aft- ur. Þá mætti hún ungum riddara, sem kom ríðandi á hvíta hestinum sinum. Þetta var fátækur prins, sem hafði farið út í víða veröld til þess að leita sjer fjár og frama, og nú þóttist hann hafa fundið gæfuna, því að honum fór undir eins að þykja vænt um fallegu, mál- lausu og raunalegu prinsessuna. Hann ljet hana fara á bak hestin- um sínum og ljet hana ríða lieim í höllina, og svo sagði hann við kong- inn, föður hennar, að hann ætlaði að reyna að lækna hana. — Bara að þú gætir það, sagði gamli, góði kongurinn. — En þeir eru svo margir, sem hafa reynt það, og hingað til hafa allir reynt það árangurslaust. En reyndu nú samt, þvi að mjer líst vel á þig, og jeg sje á henni dóttur minni að henni þykir vænt um þig. Prinsinn hugsaði sig nú vel um hvað gera skyldi, og svo fór hann til gamallar konu, sem vissi jafn iangt nefi sínu og átti heima langt frá höllinni, í Molbúalandi, og nú bað hann liana um að hjálpa sjer. — Jeg skal sjá til livort jeg get nokkuð gert, sagði gamla konan, og svo sagði hún prinsinum að hann skyldi fara heim og bíða átekta. — Þeir Molbúarnir höfðu líka heyrt um prinsessuna og hvað að henni amaði. Og einn ríki Molbúinn taldi það vel sæma, að sonur hans gæti fengið prinsessuna og hálft konungs- rikið til þess að ráða yfir. Hann var malari og taldi að prisessan gæti orðið besta malarakona. — Farðu nú í sparifötin þin, Mads, sagði malarinn, — og farðu svo til prinsessunnar. Þú gelur á- reiðanlega komið henni til að lilægja ef þú segir henni eitthvað af sögun- um þínum. Og ef hún fer að hlægja á annað borð, þá mátu reiða þig á að liún fer líka að tala *r- reyndu bara, strákur. Mads gerði eins og faðir hans sagði lionum; hann var svo viss um að enginn gæti annað en hlegið að sögunum hans. Og svo labbaði hann af stað upp í konungshöllina. Á leiðinni mætti hann gamalli konu. Hún horfði lengi á hann og sagði svo ákaflega lotningarfull: :— Með leyfi er þetta ekki hann Mads Malarason? Jú, datt mjer ekki í hug. Mikið ertu tígulega klæddur Mads. Þú ert kanske á leið til mál- lausu prinsessunnar? Ójú, þangað var ferðinni heitið, hann fann ckki smáræði til sín, að gamla konan skyldi sjá þgtta á honum. — Já, en heyrðu, Mads — þú hefir víst ekki kynt þjer allra nýjustu tísku? sagði konan. — Veistu ekki að nú eru þeir, allir þessir helstu, farnir að nota skyrtur fyrir brækur, og fara með fæturna í ermarnar — það er miklu glæsilegra en gamla tiskan. Mads húgsaði með sjer að það skaðaði ekki að reyna þetta. Hann fór úr skyrtunni og gerði eins og gamla konan hafði sagt. — Það var dálitið óþægilegt að ganga svona — en hann mundi ekki verða lengi að venjast því. Og svo þrammaði Mads áfram, hreykinn yfir því að vera klædduf eftir nýjustu tisku, en gamla konan brosti. ' / Þegar liann var kominn nokkurn spöl þá mætti hann enn gamalli konu. Nú vissi hann ekki að þetta var sama konan — hún var göldr- ótt og gat skift um gerfi — en liann lijelt að þetta væri allt önnur kona. Hún hrósaði honum aftur fyrir búninginn og fyrir það að hann ætl- aði til prinsessunnar, en það var eitt að, sem hún vildi ekki segja. — Láttu það gossa, sagði Mads náðugur, finnst þjer eitthvað skrít- ið við mig? — Já, nú tíðkast orðið að fara í vestið utast og láta það snúa öfugt og láta úrið dingla aftan á sjer, þá sjá allir að maður á úr, sagði konan. Óg þetta fannst Mads mjög viturlegt. Hann gerði strax eins og konan sagði honum, og svo þrammaði hann áfram, hreykinn og ánægður, þangað til að hann mætti þriðju konunni. Það var auðvitað sama konan, en Mads þekkti hana heldur ekki nú. Hún fjeklc liann til þess að setja vettlingana á fæturna og skóna á hendurnar. Þá gæti prinsessan sjeð hve hann væri fínn og frækinn herramaður. Og svona var Mads þegar hann loksins komst upp í höllina og heilsaði lconunginum og prinsess- unni. Fátæki prinsinn var þarna viðstaddur, og hann gat ekki stilt sig um að hlægja þegar hann sá Mads. Konungurinn og allir hirðmenn- irnir skellihlógu, þeir veltust um í hlátri og grjetu af hlátri, en best var þó, að prinsessan hló lika. Fyrst ofurlítið, svo meira og meira, þangað til liún hló af hjartaus lyst, og svo brast eittlivað í háls- inum á henni — eitthvað, sem hafði bundið tungu liennar, svo að hún gat ekki talað. En nú gat linú bæði talað og hlegið hún hló þangað til hún grjet af gleði. Og öll hirðin hló líka. Mads var nú heldur en ekki hreykinn fyrst í stað, en bráðum sá hann, að allir voru að lilægja að þvi hve afkáralega hann var klædd- ur. Og þá varð liann fokvondur. — Nei, sagði liann, — það kemur ekki til nokkra mála. — Jeg vil' ekki giftast prinsessu, sem er svona mikið flón og hlær eins og fábjáni. Jeg er fínn maður, en liún hafði ekki vit til þess að skilja það. Og úr því að svona fór voru engin tormerki á að prinsinn gæti fengið prinsessuna. Hann gaf Mads Malarasyni fullan poka af gulli, fyrir að liann hafði komið prinsessunni til að hlægja, og Mads gerði sig meira en ánægðan með það. Hann stækkaði mylluna en liann Ijet aldrei gabba sig til að klæða sig eins og gamla konan á veg- inum hafði ráðlagt honum. — Hœgan, hœgan. Ekkert kossa- flans hjernal . — Jeg glegmdi alveg eldspgtun- um, María! — Ef þjer hregfiö göur úr spor- imurn þá hlegpi jeg af! — Ljómandi fallegar, þessar — finnst göur þaö ekki frú. Og svo fara þær svo vel!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.