Fálkinn


Fálkinn - 30.06.1944, Blaðsíða 12

Fálkinn - 30.06.1944, Blaðsíða 12
« 12 F Á L K I N N Pierre Decourelli: Litlu flakkararnir Hún fjekk honum brjefið. Hann varð steinhissa. — Frú Helen de Mountlaur.... ? Orðin dönsuðu fyrir augum hans. — Helen de Mountlaur, endurtók haun og skyldi hvorki upp nje niður. Carmen starði án afláts á hami. Þau stóðu svona stundarkorn. Hún var skelfd yfir þeim hræðilega glæp, sem sprottinn var af lágum hvötum. Hann var agndofa af undrun. Gat þetta verið til Helenu, sem var svo mikið dyggðaljós, engill hjer á jörð. Helena með sakleysissvipinn. Carmen sá á augnaráði hans. hvernig honum var innanbrjósts. — Hvað hugsar þú um hana Helenu? spurði hún næstum upphátt, þvi að nú var hún orðin alveg róleg aftur. Þetta er ekki í fyrsta skifti sem'jeg sæki bijef fyrir hana. Þau eru víst varðandi ei.mverja góðgerðarstarfsemi. Hún vill heldur gera gott svo lítið beri á . Saint-Hyrieiz horfði fast á hana, eins og hann vildi lesa leyndustu hugsanir hennar. Hún horfði einarðlega á móti. Það ljetti af honum þungu fargi — Gat þetta verið? Þá hefði þessi auð- virðilegi rógberi annaðhvort logið eða þá verið ,sjálfur á villigötum. Carmen var saklaus og hún mundi eftir sem áður vei-ða dýrlingur í hans augum. Hann bjó sig til þess að rjetta Carmen brjefið. En hún var svo áköf að ná i það í ofsa- fenginni gleði sinni að grunur vaknaði hjá honum á ný og hann sagði: — Ágætt, úr því að brjefið er til Helenu, er best að jeg fái henni það sjálfur. Svo Iagði hann brjefið í töskuna og sagði: — Eigum við að vera samferða heim? V. Eldingrunni lýstur niður. — Jeg elska þig, sagði Helena. — Jeg elska þig, svaraði Ramon. — Jeg elska þig enn heitar en þegar þú fórst, ef það er hægt. — Og jeg elska þig eins heitt og þegar þú fórst, því að enginn getur elskað heit- ar. Þannig hjöluðu hin hamingjusömu hjón, en þess á milli sátu þau þögul og nutu hamingju sinnar í enn ríkara mæli með- an þau horfðust í augu. Helena hallaði sjer að öxl Ramons og varir þeirra mætt- ust. Svo fóru þau að segja hvort öðru hvað á daga þeirra hefði drifjið síðan þau skildu. Allt í einu heyrðu þau að vagn stað- næmdist fyrir framan húsið. Carmen og maður hennar voru að koma heim. — Þau fóru að heiman saman og þau koma aftur bæði í einu. Þetta er hamingju- samt hjónaband, það má nú segja, sagði Ramon, o,g brosti með sjálfum sjer við þá tilhugsun. Saint-Hyrieiz fór upp á herbergið sitt með skjöl sín. Ramon fletti bók með myndum, sem hann þekkti svo vel frá þvi í gamla daga. Helena gekk til Carmen. — En brjefin? — Jeg fjekk aðeins eitt. — Bara eitt? — Já. — Hvernig stendur á þvi? — Hvernig stendur á því? — Jeg veit það ekki jeg hefi ekki brjefið. — Hver hefir það þá? —Maðurinn minn. Helen horfði á mágkonu sína, eins og hún tryði ekki sinum eigin augum. Hvernig átti hún að skilja það, að mágur hennar sem aldrei hafði virst vera eins hamingjusamur og áðiir, hafði undir hönd- um brjef, er ljóstraði upp leyndarmálinu. — Þú verður að skýra þetta nánar. Carmen stóðst ekki hið spyrjandi augna- ráð Helenu. Hún leit undan. Loks sagði hún með erfiðismunum: Fyrirgefðu mjer, elsku besta systir mín. Enn þá einu sinni þarfnast jeg umburðar- lyndis þíns og fyrirgefningar. — Hvað hefir komið fyrir, sagði Helena og var orðin óróleg. — Þegar jeg hafði skilið við manninn minn, sem ætlaði i ráðuneytið, fór jeg á pósthúsið til þess að athuga, hvort brjefin væru komin. Jeg fjekk aðeins eitt lítið brjef Jeg ætlaði þá að rífa það upp, en þá sá jeg mann standa fyrir framan mig. Það var maðurinn minn, sem hafði elt mig. — Guð minn góður það er úti um þig. Haltu áfram. ¦— Þú skilur ekki, hvernig hann gat verið svona glaður og ánægður, þegar hann kom heim. Það er einmitt þessvegna sem jeg verð að biðja þig fyrirgefningar. Jeg þarf að játa nokkuð fyrir þjer. — Hvað er það, Carmen. Þú veist að þú getur treyst mjer. Segðu mjer það sem þjer liggur á hjarta. — Já, já, sagði Carmen og leit undan, þó að Helena væri svona blið, átti hún mjög erfitt með að stynja upp játningunni. Þegar maðurinn- þinn var ekki heima, datt mjer í hug að biðja d'Alboise að senda mjer brjefið___ — Hvað svo? — Undir þínu nafni. — Mínu nafni? \ —Já, og þegar Saint-Hyrieiz komst yfir brjefið í dag, hjelt hann........ — Að það væri til mín, að það væri jeg sem...... » — Nei, nei, flýtti Carmen sjer að segja, henni fannst hvert orð sem ákæra. Nei, þu mátt ekki halda það. Jeg sagði honum að það væri varðandi góðgerðastarfsemi, sem þú'hefir áhuga fyrir. Það er síður en svo að hann fyrirliti þig. Hann hefir enn meira álit á þjer en áður. — Þá bætist við ein lygin enn, sagði Helena beisklega. —'Hvað átti jeg að gera? — Nei, þú hefir rjett fyrir þjer. — Vertu róleg kæra Helena. Þú hefir bjargað mjer úr mikilli hættu. — En hvar er brjefið núna? Hefir mað- urinn þinn það ennþá? — Já, hann hefir það og ætlar að fá þjer það sjálfri, þú verður þá einu sinni ennþá að reyna að koma ekki upp um okkur. — Já, jeg hefi þegar gengið of langt, til þess að hægt sje að snúa aftur. Og um leið greiði jeg þjer þá þakklætisskuld, sem jeg stend í við þig. Þá var hringt til hádegisverðar. — Við skulum setjast að snæðingi, sagði Saint-Hyrieiz, um leið og hann kom inn i dagstofuna. — Þetta er síðasta máltíðin, sem við borðum saman um lengri tíma, en við skulum ekki láta það á okkur fá. Þrátt fyrir allar tilraunir voru þau dauf í dálkinn við borðið, og þegar Ramon, í lok máltíðarinnar, drakk skál ferðafólksins og óskaði'þeim góðrar ferðkr voru augu þeirra allra tárvot. Tíminn er fljótur að líða, þegar búist er til brottferðar, en samt fannst Carmen hann óendanlega langur og hún sagði hvað eftir annað lágt við Helenu: — Hvernig gengur? — Ennþá hefir ekkert gerst, svaraði hún. Ramon og Helena ætluðu ekki að skilja við hjónin fyrr en þau væru. komin heilu og höldnu i hraðlestina og hún bljesi til brottferðar. Saint-Hyrieiz kom ferðaklæddur niður stigann. Mágkonurnar litu hvor á aðra. — Heyrðu Ramon, sagði Carmen til þess að leiða burt athygli hans. — Þú verður að hjálpa mjer til þess að loka ferðakistunni minni, jeg get það ekki. — Kærar þakkir, Firmen, svaraði Helena —jeg bið yður afsökunnar að jeg hefi kom- ist á snoðir um góðgerðarstarfsemi yðar. Og til þess að hljóta fyrirgefningu yðar vil jeg ganga i lið með yður og bið yður að þiggja framlag frá mjer lika. Hann rjetti henni brjefið ásamt peninga- seðli. — Kæra þakkir Firmin, svaraði Helena hrærð. — Jeg mun koma gjöf yðar áleiðis / til þeirra, sem á henni þurfa að halda. —Nú verðum við að halda af stað, sagði Ramon glaðlega. — Við höfum talað allt of mikið og getum hæglega orðið af lest- inni. Þegar þau komu á stöðvarpallinn, leiddi Carmen Helenu með sjer meðfram lest- inni, eins og þær væru að athuga, hvort þær þekktu nokkurn meðal farþeganna i hinum klefunum. — Þú hefir fengið brjefið, er það ekki? spurði hún fljótt. — Jú, jeg skal láta þig hafa það. — Nei, nei, hann gæti tekið eftir því, hann er svo afbrýðissamur að það er óvíst

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.