Fálkinn


Fálkinn - 30.06.1944, Blaðsíða 4

Fálkinn - 30.06.1944, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N / Lýðveldishátíðin í Reykjavík í síðasta blaði Fálkans varð aS skiljast við frásögnina af Lýðveldis- hátíðinni, að kvöldi liins fyrra dags, þar sem henni lauk á ÞingvelU, og varð þó víða að fara fljótt yfir sögu. í dag verður sagt frá hátið- inni 1 Reykjavík, sem varð hin stœrsta og fullkomnasta, sem höfuð- staður landsins hefir haft af að segja, og setti þann „svip á bæinn,“ sem aldrei mun gleymast bei.m, sem höfðu þá ánægju að vera viðstaddir. Hátíðin hófst klukkan 13.30 með því að fylkt var til skrúðgöngu fyrir sunnan Tjörn. Hafði verið svo ráð fyrir gert, að skrúðgangan safnaðist saman á svæðinu fyrir framan Há- skólann, en þegar á reyndi varð mannfjöldinn svo mikill, að stæn-a svæði þurfti til þess að rúma hann. Hin ýmsu fjelög, sem tóku þatt i skrúðgöngunni undir merkjum sin- um og þjóðfánum höfðu safnast sam- an hjer og hvar um bæinn og hjeldu fylktu liði suður fyrir Tjörn en ]>ar sameinuðust hóparnir. Gengu lög- regluþjónar fyrstir en síðan hvert fjelagið af öðru, þar á meðal stúd- entar og skátar. Var gengtð út Hringbraut, Bjarkargötu, Skothúsveg, Frikirkjuveg og Vonarstræti, beygt inn i Templarasund og gengið bak við Dómkirkjuna inn Kirkjustræti og vestur eftir því, fram lijá Alþingis húsinu. Á svölum þess beið forseti íslands, en fylkingarnar hylltu hann og drápu niður fánum sínum er þær gengu hjá. Öll skrúðgangan var um liálftíma að ganga fram hjá Al- þingishúsinu og mun liún hafa ver- ið milli íVa til 2 km. á lengd .Er það iangstærsta skrúðganga, sem nokk- urntíma hefir sjest á íslandi. Mun láta nærri að í henni hafi verið um 7000 manns. Skrúðgangan hjelt áfram vestur Kirkjustræti um Aðalstræti og Aust- urstræti til Lækjartorgs. Þar var staðnæmst og var þar mikill mannfjöldi fyrir. Allt torgið var þjett skipað fólki og eins vestur í Anst- urstræti, upp Bankastræti og Hverfis- götu neðanverða og langt suðm i Lækjargötu. Gjallarhornum hafði verið komið fyrir, á Stjórnarráðs- blettinum, svo að vel heyrðist allt sem fram fór. Lúðrasveit Reykjavíkur liafði verið framarlega i fy king- unni alla leið að sunnan og tók hún sjer stöðu á Stjórnarráðsble'.f.num og ljek þar nokkur lög; Þvínæst tók Sveinn Björnsson for- seti til máls, úr ræðustól við and- dyri Stjórnarráðshússins, en þar stóð ríkisstjórnin, foringjar stjórn- málaflokkana og erlendir sendimenn og þingmenn. Forsetinn mælti á þessa leið: „Árið 1918 gerðu ísland og Dan- mörk með sjer sáttmála, sem fól i sjer ákvæði um, að eftir árslok 1943 skyldi hvoru landanna um sig frjálst og heimilt að rjettum lögum að ákveða sjálft og eitt, hvort það sam- band landanna, sem þá var um samið, skyldi lialda áfram, eða því skyldi slitið. Þannig semja lýð- frjálsar þjóðir, er byggja á þeirri meginreglu, að hver fullvalda þjóð eigi að ráða öllum sínum málum sjálf og ein, án íhlutunar annara. Það eru fáar þjóðir í heiminum, sem eiga því láni að fagna að hafa ýms svo góð skilyrði til fullkomins sjálfstæðis, sem vjer ís- lendingar. Land vort á ekki landa- mæri að neinu öðru ríki. — Það er lukt hafi á alla vegu og því ein- angrað frá öðrum þjóðum. — Land- ið hefir í meira en 1000 ár verið bygt af einni og samstæðri þjóð, án blöndunar annara þjóðarbrota. Þjóð- in talar og skrifar sína eigin tungu svo hreina, að hún er ef til vill eina þjóðin i heiminum, sem á engar málýskur. Vjer eigum vora eigin sögu, þar sem skiftast á ljós og skugg ar. — Þessi saga sannar að oss hefir jafnan vegnað best, er ljós frelsisins hefir mátt njóta sín, en miður ef skuggi erlendrar yfir- drottnunar hefir ráðið. Þess vegna höfum vjer jafnan trúað á undramátt frelsisins. Þess vegna eigum við heima i hópi þeirra þjóða, sem liafa sömu trú og hafa sýnt það svo áþreifanlega í hinum geigvænlegu átökum undanfarið ár, hverju þær vilja fórna í baráttunni fyrir hugsjón frelsisins og fyrir lög- skipuðu fjelagi þjóðanna, með virð- ingu fyrir rjetti hverrar annarar. Þess vegna hlýjar það oss um hjarta- ræturnar að svo margar þessara þjóða hafa sýnt oss vináttu og vel- vildarhug við þetta hátiðlega tæki- færi er vjer endurreisum að fullu jijóðveldi íslands. Þær hafa inargar með þjóðhöfðingja sína í broddi að vel yfirveguðu ráði sýnt að það eru ekki orðin tóm, að þær vilja byggja framtíðarskipulag mannkyns- ins á þeim trausta grundvelli, að þá sje málum best skipað, er liver þjóð ræður sjálf og ein öllum máluin sinum, enda sje ekki á neinn hátt gengið á rjett annara. Þakklæti vort fyrir þessa afstöðu þessara vinaþjóða vorra höfum vjer þegar látið i ijós. Vjer getum staðfest það með því að láta ekki á oss slanda um að leggja fram vorn litla skerf til þess að hjálpa til að byggja upp örugt framtíðarskipu- lag allra þjóða, það sem þær hafa

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.