Fálkinn


Fálkinn - 30.06.1944, Blaðsíða 8

Fálkinn - 30.06.1944, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Guðlaug Benediktsdótfir: Sorg og sigur Þið sem eigið heima úti á iandi, langt frá ys fjölmennisins, ættuð best að þekkja, að það hefir alltaf sín áhrif, þegar skipin eru að koma til smáþorpanna úti um iandsbygð- ina. Þau áhrif ná þó hámarki sínu á sumrin, þegar sjórinn er spegil- sljettur, og sólin skin í heiði. Á einum slíkum degi í ágúst mán- uði skreið strandferðaskipið inn fjörðinn- Það var þegar auðsjeð á þorpsbúum, að svipuð tiifinning greip þá flesta. Þeir voru innilega glaðir yfir tilbreytingunni í að sjá skipið, farþegana, og yfirleitt allt sem slíku farartæki gat fylgt, og út á bryggju fóru allir, sem gátu mist sig að heiman. Á bryggjunni voru þó i miklum meirihluta börn, unglingar og verkamenn. Jeg stóð ytst í hópunum, fjarst skipinu. Þar voru lirindingar minni því fólkið gat aldrei staðið kyrrt. Það þurfti alltaf að vera að olnboga sig aftur á bak og áfram. Þó jeg reyndi að sneiða hjá hópn- um, kom Björg i Efstabæ undir hliðina á mjer, og tók mig tali. — Jeg er nefnilega að finna hann Steina litla frænda minn, sagði hún. — Hann er að fara norður. Jeg er viss um, að jeg þekki liann. Biddu við, þarna sjáðu, hjá manninum í hvitu fötunum, — stendur hann. Þessi laglegi dökkhærði. Já þetta er hann. Elsku drengurinn, hvað hann er orðinn fallegur. Það er gaman að eiga börn, sein verða svona laglegt fólk, þegar þau vaxa upp. Jeg ansaði ekki. Mig langaði til þess að losna við þennan talanda. Skyldi liann þekkja mig, hjelt Björg áfram. Hún dró hvítan vasa- klút úr barmi sínum, og fór að veifa. — Jú hann þekkti mig elskan, sagði hún allt í einu með blíðu brosi. — Farðu um borð, sagði jeg og leit á breitt og brosandi andlit Bjargar. Ljóst hár hennar hafði læðst óþarflega mikið niður undan húfunni. — Farðu um borð, endurtók jeg, — og athugaðu nú vel, fólkið sem þú sjerð, því þetta er ekki hann Steini frændi þinn. — Þú meinar það ekki, sagði Björg alveg steinhissa. — Jú, jeg meina það. Þú mannst að hann Steini var líkur þjer, en þessi maður er dökkhærður og togin- leitur. — Já, en hann getur hafa breyst, ansaði hún, og tróð sjer áfram í gegnum mannfjöldann, áhyggjulaus og brosandi. Jeg stóð eftir, og langaði allmikið að sjá hana heilsa þessum manni sem jeg var sannfærð um að var allt annar maður en sá, sem hún var að leita að. Útsýni mitt var hið besta, þarna sem jeg var, því þessi umræddi maður, stóð ennþá á tali við mat- sveininn. Þeir lágu fram á borð- stokkinn, og sólin lielti geislum sinum yfir þá. Hvernig gat Björgu dotið í hug, að þetta vieri Steini? Það kom einhver kitlandi i hálsinn á mjer, jeg lield það hafi verið þörf fyrir mikinn og Ijettan iilátur. Þessi hláturtillineyging mín hvarf þó jafn fljótt og liún kom. Lífið blasti við fyrir augum minum, með sínum miklu og skíru alvöru- leiðum. Björg varð mjer aðeins sem augnablilcs ímynd góðmennsk- unnar og einfeldninnar. Eftir landganginum komu þrjár manneskjur. Karlmaður á ljósum sumarfötum, með derhúfu, í fylgd með tveimur konum, sem einnig voru suinarklæddar. Önnur alhvít, hin á Ijósgráum útikjól. Þau litu ekki á fólkið á bryggj- unni, en ætluðu sjer auðsjáanlega inn í bæ. Það vakti enga undrun. Ókunnugt fólk notar oft dvöl skip- anna á höfnunum til þess að sjá sig um. Þessar þrjár manneskjur fóru þó ekki beint í bæinn. Þau stönsuðu ytst í hópnum, rjett þar hjá, sem jeg stóð. Maðurinn lyfti liúfunni og strauk sjer um ennið. Stúlkan á hvíta kjóln- um þrýsti sjer upp í fang lians.. Þau mintu mig á mynd og vegg, svo náin voru þau hvort öðru. Hjer i návist fjöldans virtist það kasta skugga á hreinleik þeirra. En nú kom stúlkan á gráa kjóln- um og tróð sjer alveg þjett upp að manninum, en hvítklædda konan var þó alltaf nær honum. Maðurinn talaði við gráklæddu stúlkuna, um það var engum blöðum að fletta. Það var smáfrið stúlka, dökkliærð, með grá góðleg augu, og þessi góðlegu augu sín notaði liún óspart eftir bestu getu, til þess að töfra fjelaga sinn. En hann var alveg rólegur. Hugur hgns virtist langt í burtu. Jeg virti fyrir mjer þessa þre- menninga, og sá þá að livítklædda stúlkan, hún stóð ekki á jörðinni. Hún var þarna sem hrein og töfr- andi hugsun fjarlægs anda. Það dugar líka að lýsa henni þannig: Hún var dáin, og af því að hún var dáin, þá var hún alltaf næst ást- vini sínum, enginn gat komist nær honum en hún, og þó vissi hann ekki af nærveru hennar, eða vissi hann það? Það má vel vera, hann var svo töfraður á svipinn. Stór grá augu lians, voru fjarri umhverf- inu. Kanske hjá henni, dánu kon- unni hans? Jeg reyndi að lesa eitthvað úr svip hans, en jeg gat það ekki. Og þó að jeg reyndi að mæta hinum fjarlægu augum hans, þá var bað samav. Hann tók ekki eftir börnum náttúrunnar ekki nema þá, ef þau liefðu getað frætt liann eitthvað um dökkhærðu dánu konuna hans, með stóru dökku góðlegu augun, og það var ekki líklegt, að hann fyndi neinn lijer á þessum afskekta stað, sem stóð að mestu fyrir utan tískutildur, lijegóma, hin skæðu ör- vita ráð mannanna, í því að eyða æfi sinni í einskisnýt, — ekki neitt. Stúlkan i gráa kjólnum tók loks i handlegg mannsins. Jeg sá að liann vildi standa kyrr en hún var ákveð- in, og hann smá ljet undan. Fóta- tak þessa aðkomufólks var ólíkt fótataki allra hinna. Tilfinningar mínar hrukku við í hvert skipti, se'm þau stigu til jarðar, eins og hvert spor bergmálaði í sjálfri mjer, og sál min fann til sársauka. Mjer dettur i hug þegar jeg skrifa þessi orð, að þetta sje undarlegur saman- burður, en liann er þó einkennilega sannur. — Og dökk augu dánu kon- unnar leituðu min, og báðu stöðugl um hjálp. Þannig gengu þau i gegnum þorp- ið, kæru gömlu götuna, sem hafði verið Ieikvöllur krakkanna, mann fram af manni. Svo komu aftur kaflar, þar sem gengið var upp í fjörunni, langt uppi, þar sem sjórinn náði ekki upp, nema þegar hann var ógurlega reiður. Þarna gengu þau. Enginn gat skift sjer af því, nema ijnga fölleita konan sem var dáin. Þau lijeldu áfram, uns þau komu að götunni, sem lá upp að kirkju- garðinum. Þá urðu þau ósátt um hvora götuna þau ættu að ganga. Hann vildi halda áfram alfaraveg- inn, komast upp á hæðina, og sjá yfir fjörðinn. En liún vildi fara liina götuna, þessa grasgrónu sem lá upp brekkuna, þar sem rjúpnalaufið og blóðbergið óx. Þar var svo yndis- legt, þangað vildi stúlkan á gráa kjólnum fara. Þar hlaut að vera friður. Og eins og alltaf mátti hún sín betur. — Jeg vissi það, sagði hún. Hjer er yndislegur staður, og þarna fyrir ofan er garður; þangað verðum við þó að komast. Og hún rjeði þvi líka. Þau gengu áfram, lengra og lengra, og komust upp að garðinfen. — Þetta er þá bara kirkjugarður, sagði hún kalt. — Við skulum þá setjast hjerna niður, hjerna i blá- klukkulautina. — Þú ættir ekki að vera svona daufur, sagði hún við manninn. ’ Hann settist, en svipur hans var þungur, því miður fyrir hana, — alltaf langt í burtu. Stúlkan færði sig í fang hans, en unga hvítklædda konan flúði. Svona nærri henni gat sál liennar ekki verið. Það var eins og hún brennd- ist og finndi allstaðar til. — Ekki þetta sagði maðurinn, — Þú hefir gleymt því að hjer er hclgur staður. Gráklædda stúlkan brosti liáðslega og sagði í beiskju: — Það virðist allt vera þjer lieilagt nema jeg. — Láttu ekki svona, ansaði hann. — Hvernig getur þú efast um, að hjer liggi margir, sem eru elskaðir. Hann þagði um stund en sagði svo: — Viltu mig án ástar mi'nnar? Reiðin og sársaukin sem haíði verið í svip stúlkunnar, hurfu svo fljótt, sem hugsast gat. — Jeg vil þig eins og þú ert, ansaði hún, — því allt sem í þig vantar, ætla jeg að skapa. — Mikið segir þú, svaraði haon hægt. — Eða hvernig er nokkrum fært, að kalla fram líf í visnum og dánum líkama? Varaðu þig, — því raunverulega er jeg ekki til, nema fyrir ástina mína, sem jeg missti. Þessvegna er jeg varasamur maður, fyrir þetta lif, fyrir framtíð þess og ástríður, um ástina er ekki að tala. Stúlkan þrýsti sjer fast upp að hon- um, en unga hvítklædda konan kraup að baki hans, hjúfraði andlit sitt ofan að öxl hans og grjet. Loks flautaði skipið í fyrsta sinn. — Ó, þessi dallur, sagði stúlkan ólundarlega, þegar þau risu á fætur. — Hvern skollan liggur honum á? — Já, hversvegna líður timinn? ansaði maðurinn. — Því stendur ekki. allt kyrrt í tilverunni? Hvers- vegna elska menn og hata, finna til yfir því, sem er óumflýjanlegt? Hefði jeg verið kona, ]iá mundi jeg ekki vilja vera til fyrir neitt nema ástina. Mjer hefði ekki verið sama eins og þjer. Hann leit í augu stúlkunnar, sem gekk við hlið hans. Augu lians voru köld og fjarlæg, en tillit liennar hlýtt og bjart, eins og náttúran sjálf var, á þessum degi. — Þú ætlar að hræða mig, sagði hún. — En jeg óttast ekki, að jeg vinni ekki ást þína. Einhverntíma segir þú mjer, að jeg sje þitt eina, sem þú liugsar um og þráir, allt annað líður framhjá með góðviðris- móðu einhvern vordaginn, seinustu myndir þess liðna hverfa þjer að fjallabaki. Þeir sem lifa, geta ekki átt samleið með hinum dauðu, og því skeður þetta, sem jeg hefi sagt. Hann hafði ekki heyrt nema sein- ustu orðin, og hvernig átti hann að svara slíkri fjarstæðu. Enginn vissi hvað hann þjáðist, og kanske stóð sárasta þjáning hans, einmitt í sam- bandi við hina miklu ástleitni þess- arar stúlku, sem gekk við hlið hans. Þarna komu þau aftur eftir litlu þorpsgötunni, þögul og alvarleg. Þau stönsuðu ögn yst i mannþröng- inni, liorfðu á skipið og umferðina, sem þau virtust þó ekki láta sig neinu skifta, og svo fóru þaii að ryðja sjer braut að landganginum. Hann, maðurinn á Ijósu sumar- fötunum minnti mig ennþá á.vegg, og hún, hvítklædda konan, var ein- asta myndin, sem.komst þar fyrir. Það má vel vera, að einhverjiim dytti i hug, að jeg segi hjer um of, frá orði til orðs, en það sem jeg segi, hefi jeg eftir hvítklæddu konunni. Hún sagði mjer það sjálf, og jeg efast ekki um, að hún hefir farið með rjett mál. Þegar skipið var farið frá bryggj- unni smá dreifðist mannfjöldinn. Jeg gekk upp þorpsgötuna, og hugs- aði um viðburð dagsins. Þá rauf rödd Bjargar í Efstabæ allt í einu hugarflug mitt: — Þú ættir að vita hvernig fór fyrir mjer, sagði hún. — Eins og þú sagðir var þeta alls ekki Steini frændi. Þegar jeg ætlaði að heilsa honum, skildi jeg ekkert í, hvað

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.