Fálkinn - 30.06.1944, Blaðsíða 5
F A L K I N N
gert að hugsjón sinni og fórnað svo
miklu fyrir.
Það á sín sögulegu rök, að það
stjórnarform, sem íslenska þjóðin
hefir nú kosið sjer, er lýðveldi en
ekki konungdæmi. — Vjer höfum
lotið konungum, en þeir hafa vcrið
erlendir. — Vjer höfum aldrei átt
kost á að mynda sögulega h'efð um
íslenskan konung og þvi ekki átt
konung sem sjálfsagt eininga’’merki
þjóðarinnar. Það er lýðveldisfyrir-
komulagið, sem minningarnar um
blómatið islenskrar menningar eru
bundnar við.
Þessar eru ástæðurnar fyrir á-
kvörðun þings og stjórnar nú, en
ekki það að skifti vor við konung
eða sambandsþjóð vora hafi veitt
efni til óánægju. Sambandsþjóðin
hefir efnt samninginn heiðarlega og
konungur hefir farið með konungs
valdið sem góðum þjóðhöfðingja
sæmir. Samúð milli sambandsþjóð-
anna hefir aukist þau 25 ár, sem
sáttmálinn stóð.
V'jer hörmum það, að ytri táim-
anir sem hvorugum aðila eru viðráð-
anlegar, hafa aftrað því að viðræð-
ur þær, sem sáttmálin gerir ráð
fyrir, gætu farið fram nú á undan
lýðveldisstofnunni. Jeg hygg að flest-
ir eða allir íslendingar hefðu frekar
kosið það, þótt niðurstaðan væri
fyrirfram ákveði af vorri hálfu.
Enda voru ályktanir Alþingis frá
17. maí 1941 birtar konungi og
dönsku stjórninni rjetta stjórnarieið
á sínum tíma, þegar eftir að þær
voru gerðar. Og með þjÓðaratkvæða-
greiðslunni 20.—23. maí liefir raun-
verulega verið fullnægt í miklum
meiri mæli en sambandssáttmálin
gerði ráð fyrir, þeirri tjáningu þjóð-
arviljans, sem hlýtur að skoðast
sðm meginatriði um form það fyrir
fullnaðarslitum á sambandinu, sem
sambandslögin ákveða.
Af jiessum ástæðum verða ákvarð-
anir islensku jijóðarinnar um sam-
bandsslit og lýðveldisstofnun nú
ekki sambærilegar við nein sam-
bandsslit milli lijóða, þar sem skort
hefir lagagrundvöll að alþjóðarrjetti
fyrir slitunum.
Einn af aðalleiðtogum frjálsra
Dana komst svo að orði i brjefi til
min alveg nýlega, að hann hafi þá
trú, að eins og árið 1918 varð til
þess að bæta sambúðina milli landa
okkar og lijóða, jiannig muni einnig
verða það sama um árið 1944. Að
því vilji hann vinna. Jeg er þess
fullviss að flestir eða allir íslend-
ingar beri líkar hugsanir i brjósti.
Aðdáun vor fyrir hetjubaráttu kon-
ungs og dönsku jijóðarinnar nú
styrkir vinarþel vort til beggja. Yjer
erum norræn lijóð og höldum áfram
að vera það. Þessvegna eru vin-
áttuyfirlýsingar hinna bræðraþjóð-
anna norrænu oss sjerstaklega kær-
komnar.
Núverandi forsætisráðherra komsl
m. a. svo að orði í útvarpserindi
fyrir rúmum þremur missirum siðan
„Með lýðveldismyndun stigum við
engan veginn lokasporið i sjálf-
stæðismálinu. Lokasporið eigum vjer
aldrei að stíga.
. .. .Sjálfstæðisbaráttan er i fullum
gangi. Núverandi styrjöld og siðustu
timar hafa fengið oss ný og mikil-
væg viðfangsefni í sjálfstæðismálinu,
viðfangsefni sem vjer verðum að
glíma við á næstunni, verða auð-
vitað ekki talin i stuttu máli svo
tæmandi sje. En þau eru að ýmsu
5
leyti svipuð jieim viðfangsefnum,
sem margar aðrar þjóðir hafa þegar
gert sjer ljóst að fyrir þeiin liggi
og hafa búið sig undir að giíma við
þau.
Eins og kunnugt er, mæðir þungi
styrjaldarinnar ekki síst á nágranna-
þjóð vorri, Bretum. Þeir byggja
eyland eins og við. Þeir verða því
að fá talsvert af nauðsynjum sínum
frá öðrum löndum og verða því að
geta selt öðrum sem mest af fram-
leiðslu sinni umfram eigin nauðsynj-
ar. Hjer má draga sandíkingar, sem
eiga við lijá oss. En margt er
þó ólíkt. Fyrir styrjöldina var Bret-
land talið mjög auðugt land, þar
sem fjöidi manns gat veitt sjer meiri
lífsþægindi en vjer höfum nokkurn-
tíma þekkt. Bretar hafa liegðað sjer
eftir breyttum viðhorfum. Þeir hafa
kunnað að breyta lífsvenjum sín-
um svo, að nú er hverjum jiar i landi
skamtaður biti úr hendi, bæði um
mat drykk, klæðnað og annað sem
talið er lífsnauðsynjar. Þeir hafa
gert það upp við sig að þessu verði
að halda áfram að minsta kosti
nokkur ár eftir styrjöldina. Allir
vinnufærir Bretar, karlar og konur,
vinna „með einni sál“ tii þess að
vinna styrjöldina og vinna friðinn á
eftir. Þeir geta með stolti bent á
þá staðreynd, að þjóð þeirra hefir
lirátt fyrir takmarkaðra viðurværi
en áður bætt heilsufar sitt á striðs-
árunum frá því sem áður var, og þó
eru flestir sona þeirra, þeir sem
hraustastir eru líkamlega, á vig-
völlunum. Þeir liafa nú þegar allan
hug á ráðstöfunum til þess að tryggja
útflutningsverslun sina að styrjöld-
inni lokinni.
Vjer íslendingar tölum oft um
það, í ræðum og riti, að land vort
sje auðugt. En framandi mönnum,
sem koma frá frjósömum löndum,
mun ekki lcoma land vort svo fyrir
sjónir, að það sje auðugt land. Og
þó er það svo auðugt, að lijer hefir
haldist bygð í meira en þúsund ár,
þrátt fyrir plágur og liörmungar;
þrátt fyrir það að oss hafi um marg-
ar aldir verið meinað að njóta ávaxta
vinnu vorrar; og þrátt fyrir það
rányrkjusnið, sem löngum hefir ver-
ið á atvinnuháttum vorum, saman
borið við ræktúnarmenningu margra
annara þjóða.
Jeg lield að kalla mætti ísland
auðugt land ef vjer gætum jiess i
sjálfstæðisbaráttunni, sem er fram-
undan, að vinna öll án undantekn-
ingar með aukinni þekkingu og not-
færa oss aukna tækni nútímans. Það
er vinnan, framleiðslan, sem ríður
baggamuninn um auð eða fátækt
þjóðanna.
Fyrsta skilyrðið til þess að vinna
friðinn að fengnum umráðum yfir
öllum málum vorum, mætti þvi lýsa
með þessum orðum: Vinna og aukin
þekking.
Þess vegna ber að leggja mikið
í sölurnar á þessu sviði. Öllum vinnu
færum körlum og konum verður að
reyna að tryggja vinnu við þeirra
hæfi og reyna að gefa þeim kost á
aukinni jiekkingu við hvers hæfi.
Að vísu er vinnan venjulega nauð-
synleg til þess að afla einstaklingn-
um lífsviðurværis. En vinna vegna
vinnunnar, vegna vinnugleðinnar, er
áreiðanlega meira virði en atvinnu-
leysi eða iðjuleysi. Jeg lield að segja
megi, að atvinnuöryggi það, sem
fólst í því að flestir unnu að land-
búnaði, og voru bundnir við jórð-
ina, sem alltaf var gjöful, hafi átt
mikinn þátt í því að halda lífinu
í íslensku þjóðinni á hörmungar-
tímum, þó við fátækt væri oft að
búa. Slikt vinnuöryggi þarf nú að
skapa með breyttum viðhorfum.
Vinnuöryggið held jeg að verði
aðalatriðið. Hvort menn uppskera
fyrir vinnu sína sömu eða hærri
krónutölu, verður aldrei að eins
miklu atriði. Verðmæti peninganna
er liáð sifeldum breytingum. Þeir
eru því að vissu leyti eins og rnýrar-
ljós sem villir mönnum sýn, en er
í sjálfu sjer ekkert ljós. Og vinnu-
öryggið er því aðeins hægt að skapa
til langframa, að framleiðsluvörur
verði ekki óútgengilegar vegna dýr-
leika. Enginn mun fáanlegur til bess
að greiða hærra verð fyrir fram-
leiðsluvörur vorar en það, sem hægt
er að kaupa fyrir samskonar vörur
annarsstaðar. Þessari einföldu stað-
reynd ættu flestir að geta gert sjer
grein fyrir með þvi að grípa i eigin
barm.
Með aukinni þekkingu má öðlast
meiri tækni til þess að framleiða
útgengilegar vörur með samkepnis-
færum tilkostnaði. En þangað til
fengin er sú þekking, og að þvi
leyti sem hún hrekkur ekki til, verð-
um við að gera það sama sem Brct-
ar og ýmsar aðra þjóðir hafa gert,
annaðhvort af fúsum vilja eða vegna
kúgunar, að breyta lífsvenjum vor-
um, lækka kröfurnar um stund um
það, sem vjer nú teljum nauðsyn,
en hefir reynst öðrum þjóðum að
komast af án, meðan við erum að
gera oss hæfari til samkeppnisfærr-
ar framleiðslu.
Að sameina kraftana um þetta
verður einn af fyrstu prófsteinun-
tim í framhaldssjálfstæðisbaráttu
vorri.
Menn skipa sjer í stjettir og flokka
um sameiginleg hugðarmál. Svo hefir
verið og svo mun verða. Baráttan
milli stjetta og flokka virðist óum-
flýjanleg. En þá baráttu verður að
heyja þannig, að menn missi aldrei
sjónir af því, að þegar allt kemur
til alls, erum við allir á sama skip-
inu. Til þess að sigla því skipi
heilu í liöfn, verðum vjer að læra
þá list að setja öryggi þjóðarheildar-
inn öðru ofar. Hjer á landi er ekkert
gamalt og rótgróið auðvald eða yfir-
stjett. Heldur ekki kúguð og undir-
okuð alþýða. Flestir okkar eiga
frændur og vini í öllum stjettum
þjóðfjelagsins. Oss ætti þvi að vera
auðveldara en ýmsum öðrum að vilja
hver öðrum vel. Að bera ekki i
brjósti heift og hatur, öfund og tor-
tryggni hver til annars, þótt vjer höf-
um lent í mismunandi stjettum í
þjóðfjelaginu. Oss ætti því að vrra
auðveldara að leggja liver sinn skerf
eftir efnum og ástæðum til þess að
byggja upp fyrirmyndar þjóðfjelag
á þjóðlegum grundvelli.
Vjer verðum að sækja þekkingu
til annara um margt. En vjer verðum
að temja oss það að semja þá þekk-
ingu að íslenskum högum og háttum.
Það mun aldrei blessast að færa is-
lensku þjóðina í erlendan stakk, sem
sniðinn er eftir öðrum aðstæðum.
Vjer verðum að sníða stakkinn sjálf-
ir eftir vorum eigin vexti. Jeg hefi
veitt því eftirtekt í löggjöf vorri, að
innflutt löggjöf annara landa svo að
segja óbreytt án þess að laga hana
eftir íslenskum aðstæðum, hefir ekki
komið að því gagni sein ætlast var
til.
Það eru ekki margir áratugir
síðan við þóttumst vanfærir um að
færast nokkuð veru lega í fang,
vegna fátæktar. „Vjer höfum ekki
ráð á því“ var viðkvæðið. Á því sviði
hefir oss vaxið svo ásmegin, að
sumir telja oss nú liafa ráð á hverju
sem er. Vjer verðum að reyna að
temja oss þá hugsun, að það er til
takmarkalína, sem ekki verður far-
ið útfyrir, ef vel á að fara. Sú tak-
markalína er framleiðslugeta þjóðar
innar sem heildar. Oss her að varast
þá hættu að eyða meiru en vjer
öflum, þjóðin sem heild og einstak-
lingárnir. Merkur danskur bóndi
sagði við mig á kreppuárunum eftir
1930: „Búskapur getur alltaf borgað
sig, hvernig sern árar, ef hann er
ekki bygður á skuldum. llæfilegt bú
mun alltaf sjá bóndanum farborða.
En það gefur aldrei þau uppgrip, að
það geti staðið undir háum vöxtum ,
og afborgunum af skuldum“.
Má ekki heimfæra þetta upp á
þjóðarbúið íslenska? Vorum við
ekki fyrir fáum árum að sligast
undir þessari skuldabyrgði? Nú telj-
um við oss vel stæða vegna gróða á
stríðsárunum. Ótalmörgum hefir
tekist að losa sig úr skuldum og
standa því betur að vígi en nokkru
sinni fyrr, ef þeir kunna sjer hóf.
Þjóðarbúið mundi einnig standa
allt öðruvísi að vígi, ef ríkið gerði
sama og einstaklingarnir, að losa
sig úr skuldum. Og okkur ætti að
vera það hægt.
Ef vjer svo gætum jiess að nota
þá fjármuni, sem oss hafa safnast að
öðru leyti til þess að auká þekkingu
vora, framleiðslutækni og aðra þekk-
ingu, þá getum við horft ineð bjart
sýni fram á veg. Þá ættum vjer að
geta skapað vinnuöryggi fyrir allt
vinnufært fólk i landinu. Þá gætum
vjer orðið liðtækir í samvinnunni
með öðrum lýðfrjálsum þjóðum til
þess að skapa betra framtíðarskipu-
lag þjóðanna.
Þetta er liægt, ef mönnum tekst að
sandaga skoðanir sínav og stefnur
betur en verið hefir á jiessu sviði
og vilja færa þær fórnir, sem nauð-
synlegar eru til þess.
Með þessum orðum flyt jeg allri
þjóðinni, hverjum einstökum, kveðju
mína og bið þess að blessun megi
fylgja þjóð vorri á þeirri braut,
sem hún hóf með stofnun lýðveldis-
ins á Lögbergi í gær.
Þvinæst fluttu formenn stjórnmála-
flokkanna fjögra ávörp. Tók fyrstur
til máls Ólafur Thors, formaður
Sjálfstæðisflokksins og flutti sköru-
lega ræðu. Þvi miður er ekki hægt
að rekja liana eða hinar, sem á
eftir komu, en nokkur orð ólafs
voru þessi: „Nú fremur en nokkru
sinni fyrr, ber oss að sannprófa
sjálfa oss, og gera oss ljóst hvað
biður vor, og hvers vjer erum megn-
ugir.... Kjörorð hins íslenska lýð-
veldis er: Mannhelgi. Húgsjón þess
að lijer lnii um alla framtíð frjáls
og öllum óliáð menningarþjóð, and-
lega og efnalega frjálsir og ham-
ingjusamir menn. Þeirri hugsjón vilj-
um vjer allir þjóna“.
Næstur tók-til máls Eysteinn Jóns-
son, fyrir liönd Framsóknarflokks-
ins, þá Einar Olgeirsson af hálfu
Socialistaflokksins og loks Haraldur
Guðmundsson vegna Alþýðuflokksins
Frh. á bls. ík.