Fálkinn


Fálkinn - 30.06.1944, Blaðsíða 11

Fálkinn - 30.06.1944, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 OTTO TCMNHJS ¥5 ABA Ottó Tulinius Sjötíu og fimm ára varð 20. þ. m. Ottó Tulinius útgerðarm. á Akureyri, fæddur á Eskifirði 20. juni 1869. Hann er sonur Carls D. Tuliniusar, er var kaupmaður þar-. og konu hans Guðrúnar Þorsteinsdóttur prests í Eydölum, Erlendssonar. Var Ottó yngstur fjögra bræðra og nú einn þeirra bræðra á lífi. Hinir voru Þórarinn, stórkaupmaður í Kaup- mannahöfn, Cafl kaupmaður og franskur konsúll á Fáskrúðsfirði og Axel V. Tulinius sýslumaður, alt nafnkunnir menn. Eina dóttur átlu Tuliniusarhjónin á Eskifirði, Öglu, en hún giftist dönskum bankastjóra. Frá fermingaraldri til 18 ára aldurs starfaði Ottó Tulinius við verslun föður sins a Eskifirði, en fór þá til Kaupmannahafnar og dvaldi þar í þrjú ár. Var hann mestan þann tíma á skrifstofu G. Noachs, er þá var stærsti smjör- útflytjandi i Danmörku. Var hús- bóndinn þar strangur og reglusam- ur, en mjög rjeltlátur, og telur Tulinius sig hafa haft mjög gott af verunni þar. En þessi ár, sem hann dvaldi i Kaupmannahöfn, gekk hann jafnframt á kvöldskóla verslunar- manna. Eftir þessa þriggja ara dvöl í Danmörku, sneri hann heim til Eskifjarðar, og starfaði þá aftur við verslun föður síns. Hafði hann þá meðal annars umsjón með sild- veiðinni og verkun síldarinnar, en þá var mikil landnótaveiði, og lá Tulinius þá í veri sínu á Reyðarfirði með nótabrúksmönnum frá 1. sept. til nýárs hvert ár, en það var þá síldveiðitíminn. Var þá síldin söltuð fyrir Norðurlanda- eða þýskan mark- að, en líka var hún flutt ný til Englands i ís. Vandist hann þvi snemma ¦ sildveiðinni og verkun sildar, og hefir áhugi hans fyrir síldveiðinni æ haldist siðan. Haustið 1894 fór hann . enn til Kaupmannahafnar, og mun hugsun hans hafa verið að fara þaðan til Reykjavíkur, og setp þar upp versl- un, en honum buðust þá kaup á versluninni á Papós. Var það gömui verslun, og eina verslunin í Austur- Skaftafellssýslu. Það var árið 1895 að hann keypti Papós-verslun, og Frú Valgerður Tulinius sama ár giftist hann Valgerði Möller, dóttur Friðriks. Möller á Eskifirði (síðar póstmeistara á Akureyri). Tulinius sá fljótt hve óhentugt var fyrir sýslubúa að sækja verslun- ina á annan enda sýslunnar. Hann flutti því verslunina árið 1897 til Hornafjarðar, og valdi henni stað- inn Höfn, var þar þá engin bygð, ekki eitt hús. Nú er komin þar mikil bygð, og eiga þar nú heima um 270 manns. Tulinius hafði fyrsta árið sem hann rak verslunina á Papós pantað vörur eins og gert hafði verið árið áður, og þar á meðal allmikið af víni. En þó að hann væri enginn bindindismaður, hvorki þá eða síð- ar, þá sá hann að vinflutningurinn var almenningi til ills eins, og hætti að flytja inn vín. Hefir því engin vinsala verið í Austur-Skafafells- sýslu síðan 1896. Árið 1901 keypti Tulinius Jónas- sens-verslun á Akureyri og fluttist þangað. Rak hann fyrst verslunina á Hornafirði jafnframt, en seldi hana þó brátt. Vershinarhúsin eru nú eign Kaupfjelags Austur-Skaftafells- sýslu. Eftir að Tuliniús fluttist til Akur- eyrar, fór ,hann að gera út skip á þorksveiði og stunda síldveiði með landnótum. En' sildveiði með rek- netum fór hann að stunda strax á öðru ári eftir að hann fluttist norð- ur. Og eftir að Falck í Stavangri byrjaði herpinótaveiði við ísland, en sú veiði var óþekkt nema í Ameríku, fór Tulinius að nota hjer herpinót, og hefir alltaf síðan rekið þá veiði ásamt reknetaveiði. Hefir hann altaf lagt stund á að verka síldina vel, enda hefir sild frá hon- um orð á sjer fyrir gæði, einkum í Danmörku, Svíþjóð og Póllandi, en þetta eru þau löndin, er mest kaupa af íslenskri síld. Til þess að eiga hægara um sölu á íslenskum afurðum flutti Tulinius til Kaupmannahafnar árið 1921 og áttu þau hjóri heima þar til 1929, að þau fluttu aftur til Akureyrar. En árin sem Tulinius dvaldi erlendis rak hann mikla útgerð bæði með skipum er hann átti sjálfur og leigu- skipum, og síldarverkun, heima á íslandi, jafnframt því að hann seldi íslenskar afurðir fyrir aðra, eink- um sild og lýsi. Tulinius átti sæti í bæjarstjórn Akureyrar í mörg ár, og var forseti hennar öll síðustu árin áður en hann flutti til Kaupmannahafnar. Hann var lika í mörg ár, formaður í Verslunarmannafjelagi Akureyrar. Hann er riddari af sænsku Vasa- orðunni. Mörgu mætti hjer bæta við það, sem að framan er sagt, en þó skal hjer staðar numið. En geta verður þess, að öllum, sem kynnst hafa Ottó Tulinius, ber saman um, að hann sje óvenju drenglundaður maður. X. Símon Dalaskáld Símon Dalaskáld er fæddur 2. júlí 1844 og á því aldarafmæli næsl- komandi sunnudag. Og þó að sú væri tíðin að hvert smámennið og flónið hygðist geta slegið sig til riddara með því að varpa rýrð á Símon og kveðskap hans, þá er hún nú liðin, og þetta getur enginn framar. Það fer altaf svona: sannleikurinn sigrar að lokum. En sannleikurinn um Símon Dalaskáld er allmjög á annan veg en þessir menn vildu vera láta. Sá sem ávalt sagði hann, var Matthías- Jochumsson, er ekki horfði á hlutina af sjónarhóli hversdagsmannsins. — Að vísu verður því aldrei neitað að mjög mikið af kveðskap Símonar hefir litið skáldskapargildi, en ,,hag- mælskan er dæmalaus", eins og Skúli Bergþórsson sagði, og það er senni- legt að hann hafi líka kveðið mest allra íslendinga að fornu og nýju, og er þá ekki lítið sagt. Matthías telur hann á meðal þeirra, „sem að kauplaust kjark og móð kváðu móður sinni". Minning þeirra manna, sem það gerðu, á skilið að lifa, og minning Simonar mun lengi lifa. Á hausti komanda gefur h.f. Leiftur út endurminningar þriggja þjóðkunnra merkismanna um Símon Dalaskáld. Verður honum þar miklu betur lýst en áður hefir verið gert, og _ æfisaga hans all-rækilega sögð. En hún er söguleg þó að æfin væri fábreytt að ytri viðburðum. Sama forlag hefir látið gera úrval úr öllum prentuðu ljóðasöfnum Símonar og rímum. Hefir 'einn af fremstu menntamönnum þjóðarinnar unnið það verk og mun bókin, sem verður all-stór, merkileg þykja, þótt mis- jafnt sje efni hennar. Svo varð að vera éf hún átti að gefa rjetta mynd af hinu nafntogaða alþýðuskáldi. Og þá er jeg illa svikinn ef ekki er enn til sú ræktarsemi hjá þjóðinni að hún taki þakksamlega við báðum þessum bókum. Vonandi verða þær líka til þess, að ýmsir fleiri taki sjer nú fram um að færa í letur það sem þeir kunna af óprentuðum kveðskap Simonar, og þakklætis- vert væri það, ef þeir sem muna hann, vildu skrá endurminningar sínar um hann. Hjá hverjum, sem það gerir, kemur ávalt fram nokkuð nýtt, því engir tveir menn sjá neitt af algerlega sama sjónarhóli. Þannig eru minningaþættir þeirra þriggja manna, sem jeg vjek að hjer að framan, mjög ólikur hver öðrum, og þó allir bersýnilega skráðir af mikilli samviskusemi og sjálfsagt allir í höfuðatriðum rjettir, enda rekast frásagnir þeirra hvergi á. Óprentaðar eru í mínum vörslum endurminningar annara, og kemur þar enn hið sama í Ijós. Vel sje hverjum þeim, sem hjer vill leggja hönd á plóginn, svo að eyðurnar verði að lokum sem fæstar. Enginn skyldi setja það fyrir sig, að það sjc smátt, sem hann hafi af mörkum að leggja. Það er einmitt af eintómu smælki, sem heildin myndast. Símon Dalaskáld mun ætíð minnis- stæður hverjum þeim, er við hann komst í kynni, því að engum var hann líkur öðrum en sjálfum sjer. Hann var satt að segja svo ólíkur öðrum mönnum, að aldrei verður dreginn upp sú mynd af honum að hann standi þeini mönnum Ijós- lifandi fyrir hugskotssjónum, sem ekki þekktu hann — ekki fremur en slíkt er mögulegt um Bólu-Hjálmar. Og þeir, sem ekki þektu Simon, munu aldrei geta trúað því nema til hálfs, hve hraðkvæður hann var. ,,Stuðlafótum flaug hann á fljótar en aðrir tala", segir Matthías i hin- um merkilegu erfiljóðum, er hann kvað eftir Simon, og lalar alveg ýkjulaust. „Ekki var hún lengi að koma þessi", sagði hann stundum þegar visan kom alveg eins og eld- ing, og svo hver af annari. Hann hefir ekkert þurft að hugsa sig um þegar hann kvað vísuna alkunnu (en oft afbökuðu). „Sonur Hjálmars ef jeg er". Og sagt er mjer, að fyrir þvi sjeu óyggjandi sönnur, að þessa visu hafi hann ekki getað kveðið fyr en jafnótt og hann mælti hana fram, og var hann þó allt annað en sein- mæltur: Sira vitur Hálfdán hjá hrestur gestum sestur; Breiða- situr bólstað sá bestur mestur prestur. Vísan er sjálf ekki merkileg, en hitt er stórmerkilegt að geta kveðið svo dýra vísu viðstöðulaust án nokkurrar umhugsunar. En þó að mikið af kveðskap Símonar sje litilsiglt þá eru þær líka ærið margar vísurnar hans, sem eru lista-vel gerðar (auk þess sem.til eru heij snilldarkvæði eftir hann) og sumár hreinustu perlur. Jeg hefi lunmína daga engan heyrt ræða um skáldskap af næmari skiln- ingi en sira Magnús Helgason, eða vitað annan honum fremri að smekk- vísi; en svo sagði hann, að aldrei kæmi sjer svo í hug þessi visa Símon- ar um Magnús Jónsson í Bráðræði að hann ekkj dáðist að henni: Magnús synda kannar kaf, karl ólyndisglaður; nærri blindur ágirnd af, orðinn grindhoraður. Magnús var á efri árum orðinn voteygur og sjóndapur, og ákaflega holdskarpur, og þó að hann væri að allra dómi mesti merkismaður þá Frh. á bls. ík.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.