Fálkinn


Fálkinn - 08.09.1944, Qupperneq 4

Fálkinn - 08.09.1944, Qupperneq 4
4 FÁLKINN Hvað bíður þeirra? Frú vinstri: Iíitler, Himmler, Hirohíto Japanskeisari oc/ Mussolini. DÓMSDAGUR D Eins og hag Þjóðverja er nú komiÖ, mun flestum virðast sem lok styrjaldarinnar geti vart verið langt undan — þ. e. a. s. þeirrar styrjaldar, sem háð er í norðurálfu og á Atlantshafi. En meðal þeirra hlutverka, sem bandamenn verða þá að snúast við, verður sú skylda, að draga fyrir dóm þá menn, er sökina bera á hinum ógurlegu og ó- segjanlegu níðingsverkum, sem Þjóðverjar hafa unnið í þessari styrjöld, hvarvetna þar, er þeir hafa komið mætti sínum við. Eftir fyrri heimsstyrjöldina gerðust bandamenn sekir um það siðferðisdugleysi að láta þetta ógert (fólu Þjóðverjum sjálfum að gera þaði), og voru þó ódæðisverk þýska hersins í Belgíu meiri og ægilegri en svo, að trúlegt mætti þykja að þeirra yrði látið óhegnt. Það sannaði skýrsla nefndar þeirrar, er mái- ið rannsakaði, en formaður hennar var hinn nafntogaði á- gætismaður Bryce lávarður (d. 1922), sem ætla má að Islend- ingar muni ennþá. Almenningur á íslandi veít nálega ekkert um aðdraganda þeirrar glæpamálsrannsóknar, sem þannig stendur fyrir dyrum. Hann hefir hartnær ekkert ver- ið um þá sögu fræddur, því svo má heita, að íslensk blöð hafi leitt það hjá sjer, að segja hana, og útvarpið með öllu. Þetta verður tæplega iagt út til ámælis, því nóg hefir verið að heyra sífelt iTm hinar aðrar ógnir styrjaldarinnar, þó að þessum þætti hennar, hinum langljótasta og langhryllilegasta væru litil skil gerð. Svo að segja hið eina, sem okkur hefir verið sagt um þetta efni hjer á landi, hefir verið um þýskan hrottaskap í Danmörku og Nor- egi. En þó má nálega telja, að þessi tvö lönd hafi ekki revnt annað en prúðmensku eina, þegar borið er saman þeirra hlutskifti við . hörmungar Pól- verja, Grikkja og Rússa, að maður nú ekki tali um Gyðinga, ekki aðeins í þessum löndum heldur og í Þýskalandi sjálfu. Hjer er um að ræða níðings- verk í miklu stærri stíl en sagan veit áður frá að greina, og ef ekki á að traðka öllum rjetli og allri rjettarvitund, virðist það óumflýjanlegt, að refsing- arnar verði að sama skapi stór- feldar. Þær verða sjálfsagt með ýmsu móti, og fráleitt með af- tökum einum. Þannig hefir nafntogaður maður og ágætur stungið upp á því, að allir fyrir- liðar í SS-liðinu og Gestapo verði skyldaðir til að hera ein- kennisbúning sinn í tíu ár frá styrjaldarlokum. En það eru einkum þessir menn, sem hafa stjórnað þeim framkvæmdum, sem refsa verður fyrir. Sjálf- sagt mundi mörgum þykja lflát vægari refsing en slík brenni- merking. En þó að það kunni að vera lofsvert, eða a. m. k. ekki á- mælisvert, að hingað til hefir verið látið hljótt um þessi mál hjer á landi, þá er það ekki heppilegt , að þjóðin sje öllu lengur látin ófrædd um þau. Henni mundu þá, þegar þar að kemur, verða torskilin þau eftir- köst þeirra, sem óumflýjanlega hljóta að vera í vændum. En viti hún um það, sem á undan er gengið, má gera ráð fyrir að henni verði ekki torskilið það sem koma hlýtur. Fyrir annara þjóða vernd (að minnast á guðlega vernd á íslandi mundi sjálfsagt hneyksla, og þó eklci smælingjana) höfum við sem þjóðarheild lítið liaft af ógnum og tjóni styrjaldarinnar að segja, og er þó ekki missirinn þar fyrir ósárari þeim, sem látið hafa sína. En það höfum við sýnt, að þegar við urðum sjálf- ir fyrir svipunni, þá þoldi hana engin þjóð ver. Er þetta ekki sagt til áfellis, en hitt er til á- fellis, að verða lítilmannlega við tjóni sínu. Og það mun margur telja að íslendingar hafi orðið, ef orðalag ríkis- stjórnarinnar á tilkynningu þeirri, er hún birti í blöðum landsins eftir árásina á Súðina, var rjett mynd af skaplyndi þjóðarinnar. En að svo hafi verið, vill sá er þetta ritar draga í efa; þvi eins og það hneykslaði hann, svo hneykslaði það líka ýmsa fleiri. Auk þess sem erlend blöð og og tímarit hafa að staðaldri birt sannaðar frásagnir um ó- dæðisverkin, hafa ekki allfá sjerstök rit verið gefin út, sem hafa inni að halda samskonar efni og annað ekki. Eru það einkum skýrslur, er stjórnir bandamanna hafa gefið út; en stofnanir og einstaklingar hafa lika gert það. Má þar á meðal nefna hina átakanlegu frásögn Victors Gollancz (hann er sonur Sir Israels Gollancz, sem les- endur kannast væntanlega við, þólt ekki væri fyrir annað en liina snjöllu þýðingu haus á Shakespears-drápu Matlniasar) um Gyðingaofsóknirnar. Nefn- ist ritlingur hans Let My People Go, og þarf ekki að segja biblíu- fróðum mönnum hvaðan sá tit- ill er tekinn. Ýms þeirra rita, sem öll eru ódýr, munu enn fáanleg, ef einhver skyldi vilja kynna sjer þau. Fyrir því skal hjer ekki farið langt aftur í timann, heldur aðeins tekin örfá dæmi um það, sem sífellt og óaflátanlega hefir verið að gerast síðastliðin fimm ár — og vitaskuld fniklu lengur í Þýska- landi sjálfu. Þvi það er langt síðan hinar ofboðslegu ofsókn- ir gegn Gyðingum voru hafnar þar. Frásagnir þær, er hjer fara á eftir, eru teknar úr nýjasta (þ. e. ágúst) heftinu af National Review, einu hinu allra-merk- asta tímariti Englendinga. „Pólska stjórnin á Póllandi skýrir frá því, að Þjóðverjar hafi myrt yfir 400.000 ungverska Gyðinga, aðallega i hinum ill- ræmdu fangabúðum í Oswiecim ekki langt frá Kraká. Yfir öðr- um 250.000 vofa þau örlög, að verða fluttir frá Ungverjalandi til Póllands og í dauðann. Skýr- ir pólska stjórnin frá þvi, að á þessum hrannmorðum hefir ver- ið byrjað 15. maí með því að flytja frá Ungverjalandi 62 járn- brautarvagna troðfulla af Gyð- ingabörnum á aldnnmu frá tveggja til átta ára. (Þess skal getið lijer til skýringar, að þeg- ar um flutninga sem þessa er að ræða, er troðið svo í vagn- ana, að þeir sem devja á loið- inni — og þeir eru margir — falla ekki til jarðar þegar þeir gefa upp öndina, heldur standa líkin upp á endann; svo þjett er dx-epið í vagnana. Þýð.) Eftir þetta fóru um all-langa hríð gegnunx járnbrautarstöðina í Plaszow, skamt frá Kraká, sex lestir á dag lilaðnar full- oi’ðnum Gyðinguxxi. Þetta fóllc voru Þjóðverjar að senda til Oswiecim, þar sem húið er að taka þorra þess af lífi. Áður en fólkið var sent úr landi, var því sagt, að á Póllandi yrði skipt á því fyrir stríðsfanga. Með þeirri þrælmensku, senx ein- kennir nazista, var sumt af fólk- inu þvingað til þess í Oswiecim að skrifa í glaðværum stíl til skyldmenna sinna á Ungvei’ja- landi. „I Oswiecim eru stærstu fanga- húðimar á Póllandi. Skilyrði

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.