Fálkinn


Fálkinn - 08.09.1944, Blaðsíða 8

Fálkinn - 08.09.1944, Blaðsíða 8
8 FÁLEINN Georg Brandt: Hvar er jeg ? Gamansaga um hetju, sem fær makleg málagjöld. Tl^IÐSTÖÐ! Miðstöð! — Halló Heyrið þjer, fröken, get- ið þjer gefið mjer svolitlar upp- lýsingar, rjett sem snöggvast? — Víljið þjer fá númeradeild- ina? — Ssh! Fröken, þjer megið ekki tala svona hátt! Nei, jeg hefi ekkert að gera við númera- deildina. En gætuð þjer sagt mjer hvaða númer það er, sem jeg hringi frá núna, — Frá hvaða númeri þjer hringið? Vitið þjer ekki frá hvaða númeri þjer hi’ingið? Hvernig á jeg að skilja það? — Ssh! Fröken! Nú eruð þjer komnar í æsing aftur. Þjer verð- ið að hvísla eins og jeg — ann- ars vekið þjer bolabítinn, ljóta hundinn. — Hvaða bolabit? Heyxúð þjer nú. Reynið þjer að stama út úr yður hvað það er sem þjer viljið. Viljið þjer ná í lögregl- una? — Nei, í guðanna bænum — þá vil jeg heldur vekja liund- inn. En heyrið þjer nú, góða fröken — þjer hafið yndislega rödd, þó að hún sje nokkuð sterk. Jeg get heyrt á vður að þjer eigið gott lijarta, og viljið ekki neita að hjálpa ungum manni, sem hefir komist í klipu. Verið þjer nú vænar og segið mjer hvaðan jeg tala núna. — Haldið þjer ekki að það sje á vitlausrahæli? Jeg hefi alls ekki Ieyfi til að sitja hjer og rausa við einstaka menn. Ef varðstjórinn kemur. .. . — Æ, hún kemur ekki, verið þjer viss um það. Segið mjer nú hvar jeg er. — Þá verðið þjer að minsta kosti að segja mjer hver þjer eruð, og hversvegna þjer vitið ekki hvar þjer eruð stad^ur. Jeg hefi rekist á marga, sem ekki vissu hvaða númer þeir áttu að hringja á; en þjer eruð sá fyrsti, er ekki veit frá hvaða númeri hann hringir! Eruð þjer ekki að gera að gamni yðar? — Gamni? Með þetta villidýr hrjótandi við hliðina á mjer? Nei, jeg get svarið yður að þetta er annað en gaman. Það er bláköld alvara. En gerið mjer nú þann greiða að gefa mjer þessar upplýsingar. Drottinn minn — það er ekki éins og þetta sje í London! Hjei-na í Whittington hugsar fólk meii’a um kappsiglingar en svo að það gefi því gaum þó að símastúlka rabbi ofurlitið við ungan mann. — Jeg segi yður ekki neitt fyrr en þjer hafið sagt mjer hver þjer eruð, og hversvegna þjer vitið ekki hvaðan þjer eruð að tala. Það er orðið al- bjart svo að þjer hljótið að sjá hvar þjer eru staddir. — Albjai’t, nú, það er nú svo. Ef að þjer hefðuð smakkað á lommloddíinu, sem jeg fjekk um borð í „Albatros“ í gær- kvöldi, munduð þjer varla lita bjart á tilveruna — og því síð- ur albjart. Ssh! Nú er hann að vakna! Nei, guði sje lof hann lagðist bara á hina hliðina. Ha, Nei, jeg þori ekki að tala hærra — þá vek jeg stúlkuna, sem sefur hjerna í næsta her- bergi. Ha? Já, nú kemur það. Jeg heiti Billy Baker. Það er jeg, sem stjórna „Swingtime“ í kapp siglingunum. Jú — skiljið þjer, fröken, við vorum ofurlítið að skemta okkur um borð í „Alaba- tros“ i gærkvöldi, og þegar jeg fór úr samkvæminu og var róið í landi, hlýt jeg að hafa farið villt á gistiliúsinu og komist inn í vitlaust hús. Hvað sögðuð þjer? Hátt uppi? þjer getið reitt yður á að jeg var hátt uppi! Jeg varð að beygja mig til þess að tunglið kæmist framhjá. Jæja, en núna er jeg alveg nývaknaðui-, i kjól og hvítri skyrtu og bruna í þakhæðinni í mjer, og hefi uppgötvað að jeg hefi sofið á dívaninum í vndis- legu stássmeyjarherbei’gi með Jjósbláum húsgögnum og rós- óttum gluggatjöklum. Ha, hvað segið þjer? Hversvegna hann gelti ekki þegar jeg kom inn? Nei, það veit jeg ekki heldui’, en það fer hrollur um mig, að hugsa til þess þegar hann vakn- ar. Hversvegna liefir maður likr ekki kjötbein í vasabókinni sinni hvert sem maður fer? Jæja, en jeg opnaði vitanlega undix-eins dyrnar til þes að reyna að kom- ast út, en þá sá jeg að þetta herbergi er ekki annnað en einskonar forstofa að svefn- herberginu, því að þarna inni lá ung stúlka og svaf. Hún er yndisleg, fröken, það sá jeg þó að jeg flýtti mjer að loka hurð- inni aftur. Svo gægðist jeg út um gluggann — og þarna fyrir neðan lá stigi. Jeg hlýt að liafa farið upp hann i gærkvöldi, en svo hefir hann' dottið. Jeg er staddur uppi á efri hæð i stóru, hvítu húsi, og hjer er enginn þakrenna nálægt, sem jeg get lesið mig niður eftir. Hjer eru ekki einu sinni tvö lök, sem jeg gæti bundið saman, eins og þeii gera alltaf í skáldsögunum þeg- ar eldur kviknar í liúsi eða eig- inmaðurinn kemur heim á ó- væntum tima. Þessvegna hringi jeg til yðar — þvi að til allrar hamingju er sími hjerna inni. Mig langaði svo skrambi mikið til að fá að vita eitthvað um húsbændur mína, áður en þeir uppgötva að þeir hafa haft aukagest í nótt. Ha, hvað segið þjer? Collins vara-aðmíráll? Nú krossbrá mjer. Jæja guði sje lof að þetta er þó sjómaður! Og vitið þjer hver bolabíturinn er? Nú, ekki það — en hann kynnir sig vist sjálf- ur bráðum. Nei, jeg ætlaði að spyrja um ungu stúlkuna. — Hver? Virginía Collins? Kvik- myndadísin? Svo að hún er frænka Collins gamla og í skemtiferð á Englandi? Var það ekki hún sem ljek aðalhiúlverk- ið i „Stelpan úr villumörkinni“ ? Ljómandi fallegur leikur! Bíð- ið þjer snöggvast — jeg ætla að kíkja á hana aftur. .. . Halló, jú, það er hún! En hún er ennþá fallegri í frumút- gáfunni, jeg meina eins og hún er sjálf — jafnvel þó að hún sofi. Þarna sjáið þjer, fröken — maður getur verið heppinn stundum, jafnvel þó að maður sje á því. Hugsið þjer yður ef jeg hefði klifrað inn um glugg- ann hjá einliverri skorpinni skeglu-jómfrú. Ekki hefði það verið líkt þvi eins spennandi! Jæja, þakka yður nú fyrir upp- lýsingarnar, kæra fröken — þjer hafið bjargað lífi mínu. Verið þjer nú blesaðar og sæl- ar, og munið að stinga alltaf hundamat í handtöskuna yðar þegar þjer farið eitthvað út að flögra. Bless! William Baker jr., kunnur kappsiglingagarjnir frá New York, leit á úrið sitt. Hálf átta! Nú var um að gera að ráða ráð- um sínum í skyndi, því að það var farin að koma hreyfing á fólk í neðri bygðinni,, og þaðan læddist yndisleg lykt af ný- steiktu fleski upp með þiljum og inn til hans. Hann lagfærði á sjer ljosa bárið, teygði úr hálshnýtinu á breiddina og hneppti fjórum efstu hnöppunum á vestinu úr. Svo leit hann í síðasta sinn á bolabitinn og renndi augunum yfir kjólbrækurnar sinar og hófst svo hajida. Hann opnaði báða gluggana upp á gátt og reif niður glugga- tjöldin. Síðan skrúfaði hann Ijósajieruna úr lampanum og grýti henni í gólfið, og um leið velti hann um borði og nokkr- um stólum. Bolabiturinn, sem hafði verið staddur i fjarlægu (h-aumalandi þai- sem liann hafði sjeð 2ja metra langan skanka — vaknaði nú loksins og rauk að lionum með urri, en neðri mann átsskolturinn á honum dingl- aði fram og aftur, eins og pen- dúll á stofukluklcu. En Billy vafði honum inn í gluggatjald- ið, rauk út að gugganum og öskraði: Stöðvið hann! — Stöðvið hann! Áhrifin af þesum skyndilega hávaða urðu furðuleg1 Bolabít- ur gelti eins og hann, gat, með fullan kjaftinn af gardínum. Dyrum var hrundið upp og skelt og bjöllum hringt. Svo heyrðist fótatak margra manna í stig- anum og þegar dyrnar opnuðust skömmu síðar, kom í Ijós skrúð- ganga, sem ekkerl hringleika- hús liefði þurft að skammast sín fyrir, og sem jeg fyrir hægð- ar sakir ætla að skrásetja í rjettri röð: 1) Gamall gráliærður maður í nátlfötum og regnkápu, vopn- aður stórri regnhlíf. 2) Kona á likum aldri og með sama háralit, í gulum baðslopp og með blá sólgleraugu. 3) Fallega unga stúlkan úr hliðarherberginu ú ljósbleikum draumalandsnáttkjól, sem sá í undir isbláum silkikimono, með kinversku, litauðgu ísaumi. 4) Gamall, sköllóttur bryti i skóhlífum, náttskyrtu og smok- ingjakka. Skrúðgangan leið hægt og virðulega áfram og nú spurði 1): — Hver eruð þjer? Og livað eruð þjer að gera hjer? Billy ranghvoldi í sjer aug- unum og tautaði i örvæntingar- róm: — Hann slapp!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.