Fálkinn


Fálkinn - 29.09.1944, Qupperneq 3

Fálkinn - 29.09.1944, Qupperneq 3
FÁLKINN 3 YIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritsíjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 BlaðiS kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðis fyrirfram HERBERTSpren/. SKRADDARAÞANKAR Á þessum stað hefir oft veriS minst á, aS íbúar höfuðstaSarins legðu of iitla rœkt við að fegra hann og gera hann vistlegan. Þó verður ekki annað með sanni sagt, en að mikil breyting hafi orðið á til bóta i þessu efni síðustu árin, og að umgengni fólks, hvort heldur er á almannafæri, í húsagörðun- um sínum og í liibýlunum hafi ger- breyst. Enda er það viðurkent að allt þetta sé einn besti siðmenn- ingarvotlur, sem hægt ér að hugsa sér. í hinum nýju bæjarhverfum eru yfirleitt falleg hús og slcipulega sett, með falleguin görðum umhverfis. .4 fyrstu árum eftir stríð var sjald- gæft að sjá nokkra hrislu kringum hús og lítið gerði fóllc að því þá, að planta blómum undir beru lofti. Pottablómin í gluggunum voru látin duga. Nú gefur hér að líta fjölda fallegra garða, svo fallegra, að sið- asta kynslóð mundi hafa svarið fyr- ir, að slíkt væri hægt að gera á ís- landi. Og Austurvöllur ér augna- yndi alit suinarið — og er þó ó- varinn. Undanfarin ár hefir iítið verið unnið að gatnagerð, enda var það ekki liægt vegna umróts þess, sem gera þurfti út af liitaveitunni. En í sumar hefir meira verið unnið að gatnagerð en nokkurntíma fyrr. Og eldri götur liafa verið endur- bættar á skemri tíma en nokkurn- tima fyrr og með fullkomnari vél- um en áður. Með þeim hraða, sem verið hefir á gatnagerðinni i sum- ar, má vænta þess, að á fyrirsjáan- legum tíma verði allar moldargötur í Reykjavík liorfnar, og þá um leið göturykið, þetta hvimleiða fyrir- brigði liöfuðstaðarins. Þá er og vert að geta þess, að í sumar hefir verið hafist handa uin að byggja skrani og rusli kring- uin liús út úr bænum. Lögreglan hefir haft forgönguna í þessu máli og tekist það röggsamlega. En það er eins og sumir timi ekki að sjá af skraninu, og má sumstaðar heyra urg í fóiki út af þessari sjálfsögðu ráðstöfun. En mikill er munurinn á þeim bæjarhverfum, sem „lireins- að liefir verið til í“ og hinum. Allt þetta veit að þvi að prýða bæinn. Og þetta er menningarstarf. Hversu góð afrek, sem Reykvíkingar vinna á öðrum sviðum, þá njóta þau sín ekki í óþrifalegum bæ. Búnaðar' þlnglð Ályktun Búnaðarþingsins, sem gerð var á aukafundi þess í lok siðustu viku hefir vakið athygli um land allt, þar sem þingið felst á að fallið sé frá hinni nýju 9,4% hækkun á landbúnaðarafurðum, sem verða skyldi 15. sept. sam- kvæmt landbúnaðarvísitölunni nýju. Framkvæmd þessa er bundin þvi skilyrði, að hækkanir verði ekki á tilkostnaði bænda, enda er þessi samþ^kkt gerð til að stöðva dýr- tíðina almennt. Má vænta þess að hér sé lagður grundvöllur að fram- haldandi tilraunum i þá átt að stöðva verðbóiguna í landinu og koma fótum undir heilbrigt fjár- málastarf innanlands. Skyldi þvi aldrei gleymt að bændur hafa riðið hér fyrstir á vaðið og gefið öðrum gott fordæmi. Á þriðjudaginn var iögð fram í Sam. Alþingi svohljóðandi tillaga í samræmi við þetta: „Sameinað Al- þingi felur rikisstjórninni að halda óbreyttu verði á landbúnaðarafurð- um með ríkisframlagi, þar til frum- varpið á þgskj. 367 hefir fengið af- greiðslu i þinginu.“ Tillagan var sainþykt og siðan útbýtt frv. um breyting á dýrtíðar- lögunum frá 1943 (nr. 367) og er það viðvíkjandi þeim breytingum, sem gera þarf i samræmi við áður- greindár tillögur Búnaðarþingsins. Má telja víst að það verði samþykt. — Hér birlist mynd af búnaðar- þinginu, ásamt starfsmönnum Búu- aðarfélagsins. Þess verður að geta, að þrír af þeirn mönnum, sem eru á myndinni, eiga ekki sæti á Bún- aðarþingi nú, en aðrir eru komnir í þeirra stað. Svtrytd MILO Ul HE I UD3 Ö UJ B IRGO IR: ÁRNi JÓNSSON hjuhh bstb. 3 ,aey A.v ík Frú Valgerður Grimsdóttir, Bræðra- borgarst. 55, verðnr 70 ára 4. okt n.k. Þórður L. Jónsson, kaupmaður, verð- ur 60 ára 30. þ. m. Þóra Sigríður Einaridóttir, Bræðra- borgarst. 12 B, varð sexfug 23. þ. m. Sigurður^ Guðmann Sigurðsson Karla- götu 16, varð fertugur 22. þ. m. Rauðskinnu hans síra Jóns Tliorarensen grípa menn jafnan fegins hendi, þegar nýlt hefti kemur út. Nú er það fimta (2. hefti annars bindis) ný- lega komið i bókaverslanir, og út- gefandinn er ísafoldarprentsmiðja, eins og fyrr. Þetta hefti er 128 bls. og hefst á fimm stuttum frásögnum Böðvars á Laugarvatni, um dul- ræna viðburði. Þá koma sex sögur frá Jóhönnu Bjarnadóttur á Hamars- heiði, skrásettar af Ólafi Briem magister, nokkrar eflir liandriti Þórðar Kárnsonar á Litla-Fljóti, Sveins á Hólmaseli, dr. Símonar Jóh. Ágústssonar o. fí., auk þess, sem útgefandinn liefir sjálfur lagt til. Þarna er sagan um Drykkjar- stein, skráð af Guðmundi Árnasyni i Múla, kjarnmikil og i fallegri út- Frainhald á bls. 14. MILO ■ c.t ttiln

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.