Fálkinn


Fálkinn - 29.09.1944, Qupperneq 4

Fálkinn - 29.09.1944, Qupperneq 4
4 F A L K I N N ÞÆTTIR ÚR LANDFRÆÐI BANDARIKJANNA Þetta er Wall Street, miÖ- stöö allra pen I mgaaiðskifta i New York. ||§ Nafnið stafar af þvi að þar voru forðum garður kring um boraina. INNGANGUR. Með hraðlest er nærfellt fjögra daga leið frá hinni miklu hafnarborg austurstrandar Bandaríkjanna, New York City til borgarinnan San Fran- cisco við Kyrahaf. Er vegalengdin milli borganna 4.800 kílómetrar. — Frá landamæruin Canada, þar sem snjóar eru tíðir á vetrum, til suður- landamæra Bandaríkjanna, þar sem sólin vermir allan ársins hring, er tveggja daga járnbrautarferð. Þefta mikla 'ferhyrnda landsvæði, 7.800.000 ferkílómetrar að stærð er 1 Vz stærra en Evrópa. En þó að Bandaríkin sjeu stór eru þau byggð samræmdri þjóðarheild, með sam- eiginlegum áhugamálum, og ást á þjóðskipulagi sínu. Þar sem eðli Jandsins hefir sett tálmanir fyrir samgöngum og við- skiftum, hafa Bandaríkin unnið bug á þeim, með því að bæta samgöngu- tækin. Sama fræðslumálatilhögun er i öllum fylkjunum og sameiginJegt viðskiftakerfi. Þó hefir stærð landsins og fjar- lægðirnar orðið til þess að ýmsir landshlutar hafa mismunandi áhuga- mál, menningu og erfðakenningar. Landfræðilega, sögulega og efnahags- lega eiga fylkin ýmiselgt sameigin- legt með nágrönnum sínum, sem ekki þekkist í fjarlægari fylkjum. Til þess að skilja eðli Bandaríkj- anna verður maður að gera sjer grein fyrir þessu. Má skifta þjóðinni í sex umdæmi eða einingar, sem hver um sig eru jafn einstæð innan ríkj- anna og löndin í Evrópu. Þau eru: 1) Norðaustur-ríkin, 2) Suðaustur- rikin, 3) Norður-miðríkin, 4) Suð- vestur-ríkin, 5) Norðvestur-ríkin, 6) Kyrrahafsrikin. NORÐAUSTUR-RÍKIN. Um víða veröld ganga hermenn Bandaríkjanna undir nafniu „Yank“. Er orðið dregið af „Yankee“, en það var fyrrum sjerheiti íbúa norð- austur-fylkjanna, sem eru elsta bygt ból í Bandaríkjunum. Nú er þetta nafn sjaldan notað í Bandarikjunum. Yankee-afkom- endur hinna ensku landnema, sem löngum voru mestir áhrifamenn i viðskifta- og stjórnmálalífi þessara fylkja, hafa nú skift arfleifð sinni með sjer og nýrri landnemum frá Evrópu. Þarna er nú samankomið fólk frá öllum þjóðum heims, í borg- um og byggðum. í New York City eru tveir af hverjum sjö íbúum fæddir erlendis. Margir þeirra hafa þegar orðið áhrifamenn i verslun, iðnaði, stjórnmálum, uppeldismál- um eða öðrum greinum. Miðdepill þessa landsvæðis er New York, önnur stærsta borg og hafnar- borg í heimi, en svæðið nær til Washington suður á bóginn, höfuð- borgar Bandaríkjanna. Norðvestur- ríkin eru á stærð við Frakldand, en þar býr nærfellt þriðjungur (40 inilljónir) allra Bandarikjamanna. Er þetta þjettbýlasti hluti Banda- ríkjanna. í þessum landshluta eru tólf fylki: Maine, New Hampshire, Vermont, Massachusetts, Rhode Island, Connec- titut, New York, New Jersey, Penn- sylvania, Maryland, Delaware og West Wirginia. Liggja þau öll að Atlandshafi nema tvö, Vermont og West Wirginia. Níu af þessum fylkj- um voru meðal hinna 13 uppruna- fylki er stofnuðu Bandaríkin árið 1776. Landfræði og loftslag þessa land- svæðis hefir átt mikinn þátt i þró- un þess. Meðfram hinni vogskornu strönd þess er fjöldi ágætra hafna — Boston, Massachusetts, New York City, Philadelphia, Pennsylvania — sem eru dyr verslunarinnar við Ev- rópu og aðrar heimsálfur. Á eyjun- um við strendurnar og í oðrum sjávarborgum, svo sem Portland, Maine, og New Bedford í Massachu- setts eru miklir flotar fiskiskipa, er leggja veiði sína á land á hverj- um degi, allan ársins hring. Hinar mörgu ár og fjallalækir, sem eiga uptök sin í Appalaciafjall- garðinum, á vesturmörkum land- svæðisins, sjá iðnborgunum í fylk- unum fyrir nægri vatnsorku. Jarð- vegurinn, sem viða er grýttur, er ekki eins frjósamur og í suinum öðr- um fylkjum Bandaríkjanna, en með góðri ræktun hefir tekist að gera hið takmarkaða ræktanlega land svo frjósamt að það framleiðir nægi- legt af grænmeti, ávöxtum og mjólk handa borgunum. HOLT LOFTSLAG. Loftslagið er stöðugt, og megin- landsloftslag vegna þess að tíðasta vindáttin er innan úr landi. MikiII munur sumarhita og vetrarkulda, sem hefir styrkjandi áhrif á landsbúa, enda er fólk í þessum fylkjum hraust- hygt, áræðið er fljótt til taks. — Rigningar eru tíðar bæði sumar og vetur, svo að rennsli vatna er nokkuð jafnt og orkuvinnslan ár- viss. Rakinn í Ioftinu hefir líka orð- ið tóvöruiðnaðinum til liagsbóta i norðurflykjum jiessa umdæmis, þvi að þræðirnir skrælna ekki eða verða stökkir, eins og verða vill í þurru landi. Iðnaðurinn er aðalatvinnugreinin. Meira cn 40% af öllu iðnaðarfólki Bandarikjanna á heima í þessuin fylkjum. Hafa inargar sloðir runnið undir iðnaðinn. Vatnsaflið í þessum fylkjum ýtti snemma undir fram- kvæmdir á þessu sviði, og hinar miklu kolanámur Appalicliiafjall- anna, i .Pennsylvaniu, geyma nægi- legt eldsneyti til þess að knýja vjel- hjólin hraðar og hraðar. Milljónir innflytjenda komu til New York og Boston og settust að í borgunum. Úr þeim hópi fjekk iðnaðurinn vinnufólk, sem varð fljótt að verða fullnuma i liinu flókna nákvæmni- starfi. Þjettriðið net járnbrauta, ak- vega og skipaskurða dóeifir afurðum iðnaðarins fljótt og greiðlega til kaupendanna i hinum fylkjunum, en skip flytja að liráefni úr öllum áttunl heiins, til þess að fylla hit verksmiðjanna, en á útleið flytja hin sömu skip fullgerðar iðnvörur til fjarlægra landa. Hinar greiðu samgöngur þessara fylkja við Evrópu liafa haft mikil- væga þýðingu fyrir menningu þeirra. Afreksmenn í listum frá öllum þjóð- um hafa sest að í stórborgunum og gerst áhrifamenn meðal ibúanna í hafnarborgunum við Atlantsliaf. — Fjórir af hverjum finim íbúum lifa í borgum, og þetta skapar skilyrði sem liagkvæm eru menningarlífi og glæðir áhuga fyrir hljómlist, leiklist og öðrum listum, New York Cify (með 7!4 miljón ibúa) er öxullinn, sem viðskifta-, menningar- og listalíf þessa um- dæmis snýst um. Þaðan er ekki nema nokkra klukkutíma leið til hinna fjarlægustu staða i norður- fylkjunum, svo að íbúar þeirra geta Uppdráitur tr isj)nir hina algeng- ustu skiftingu Bandaríkjanna t stx hlutm, —

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.