Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1945, Síða 3

Fálkinn - 17.08.1945, Síða 3
P Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlaaon. Framkv.atjóri: Svavar Hjaltoated Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprenf. SKRADDARAÞANKAR Fyrstu höllina, seni íslendingar reistu, helguðu þeir vísindunum. Háskóli íslands á nú veglegustu byggingú landsins og um leið það musteri vísindanna, sem með við- bótarbyggingum fyrir sérfræðigrein- ar, söfn og tilraunastofur i verk- fræði mun endast honum i langan aldur. Og þessi bygging hinnar fá- mennu þjóðar stenst fyllilega saman- burð við hliðstæðar byggingar marg- fajlt stærri þjóða. Það er unaðslegt að líta þessa stílfögru byggingu neðan úr græna reitnum, sem kallaður er skemmti- garður Reykjavíkur, sunnan Tjarnar. ()g það er eins og æfintýri að koma inn í salarkynnin, þar sem sjálft anddyrið biður gestinn að „lyfta hug sem hæst“, og líta blik silfur- bergsins, sem glitrar þar undir loft- inu. Þarna er íslenskt efni, islensk- ur smekkur og íslenskur hagleikur sámankomið i fagra heild. En sjáll' sagan um það, hvernig Háskólinn varð til, er eigi síður skemmtileg. Hefði liann verið reist- ul' fyrir stórgróða striðsáranna þyrfti engum að þykja það mikið. En féð til Háskólabyggingarinnar er dregið saman á þeim árum, sem að flestu leyti voru þjóðinni erfið. Há- skólinn reis af grunni á þeim árum, sem teljast verða verstu kreppu- tímar, sem yfir þjóðina hafa gengið á þessari öld. Það var sterkur vilji og rnikil hugkvæmni góðra manna, sem réð þessu kraftaverki. Sú saga verður ekki rakin hér eins og vert væri. En lnin er falleg. Einu sinni buðu útlendir fjár- plógsmenn þjóðinni gull fyrir sér- leyfi til þess að fá að reka liér happdrætti, er aðallega liefði skifti við útlönd og einnig sóttu þeir um leyfi til að reka spilaviti á Þing- velli! Þeim yar neitað, og ef þeir hefðu þekkt tilfinningar íslendinga í garð staðarins, hefði verið rétt að gefa þeim utanundir. En happdrættið var stofnað eigi að síður. Og það voru ekki fjár- braskarar lieldur islenskir háskóla- kennarar, sem áttu frumkvæðið að því. Þessu frumkvæði og þessum mönnum á þjóðin það að þakka, að hún hefir eignast sína fögru há- skólabyggingu. Þetta er fallegt æfin- lýri sem eklci má gleymast, þvi að „gott er þegar slík æfintýri gerast með þjóð vorri.“ Mikilhæfur lýkur Við íslendingar höfum ávallt ver- ið gefnir fyrir góðar bókmenntir og réttilega þótst meiri menn af. Sama er að segja um söng og alla æðri tónlist; við þykjumst kunn-i að meta hverttveggja að verðleikum. Og það er ástæðulaust að nefna hér nokkur dæmi til stuðnings því, að þetta álit sjálfra okkar á menningu þjóðarinnar er ekki rakalaust raup, heldur óhrekjandi staðreynd. Dæm- in eru svo ótalmörg. En hvað er að segja um málara- list og myndasmekk þjóðarinnar? Þessari spurningu svara ummæli þau, sem fram liafa komið bæði hér og erlendis um íslenska mynd- listarmenn. Á þeim er óhætt nð byggja þá fullyrðingu að aldrei fyrr hafi eins vænlega liorft um viðgang íslenskrar málaralistar og nú hin siðari ár. Halldór Pétursson kom heim fyrxr skömmu. Hann er einn hinna mörgu sona þessarar þjóðar, sem gæddir hafa verið gáfunni til að skapa fagr- ar myndir, og liann er einnig i hópi þeirra, sem fengið liafa tæki- færi til að sigla i önnur lönd og kynna sér hinar lifand listir, sem þróast þar, til þess síðar að flytja öll hin bestu áhrif þeirra hingað heim. Halldór Pétursson er 28 ára gamall, sonur Péturs heitins Hall- dórssonar, borgarstjóra og konu hans Ólafar Björnsdóttur. Margir af lesendum Fálkans munu kannast við myndir Halldórs, þær, sein hann gerði, áður en hann hélt vestur um haf til náms. Nokkrar þeirra voru til sýnis hér í Reykjavik og vöktu mikla athygli. námi í árslok 1941 lagði Halldór leið sína til Bandaríkjanna, þar sem hann stundaði nám við -tvær þekkt- ar listastofnanir um þriggja og hálfs árs skeið, fyrstu tí mánuðina við Art Institute of Minneapolis, Minne- sota, en síðan við Art Students’ Lea- gue i New York. Núna í vikunni átti Fálkinn tal við Halldór um dvölina fyrir vest- an, og lét hann hið besta yfir lienni. Eins og kunnugt er, leituðu fjöl- margir listamenn áf meginlandi Evrópu vestur um haf, meðan á stríðinu stóð, til þess að forðast þá andlegu áþján, sem ríkti í ætt- löndum þeirra, margra hverra. Þetta hefir orðið til þess að veita nýju lífi í listaþróun Bandaríkj- anna, og á það ekki hvað síst við um málaralist, enda mun það ekki allfjarri sanni, að þar í landi dvelj- ist nú flestir hinna frægustu mál- ara heimsins. Margir þeirra starfa sem kennarar við ýmsar stofnanir, þar á meðal Art Students’ League, sem liefir á að skipa úrvals kennur- um i öllum greinum. Að svo stöddu skal ekki fjölyrt um hina ágætu franunistöðu Hall- dórs á þessum listaskóla og nægir í jivi sambandi að geta þess, að hann hlaut verðlaun úr Pennell- sjóðnum í Wasliington fyrir mynd- ina „Hestaat“, sem birtist í þessu blaði. Pennell-sjóðurinn var stofn- aður til minningar um einn frægasta dráttlistarmann Bandaríkjanna, Pen- nell. Árlega heldur sjóðurinn mynd- sýningu, sem vekur mikla eftirtekt, enda taka flestir þektustu dráttlist- armenn Bandaríkjanna þátt í lienni. Að þessu sinni bárust sýningar- Halldór Pétursson. nefndinni 1100 myndir; 335 voru settar á sýninguna, en aðeins 35 lilutu verðlaun og var mynd Hall- dórs á meðal þeirra. Myndsýningin hófst þann 1. maí og lauk henni 1. þ. m. Þegar vér spurðum Halldór um álit lians á íslenskri málaralist, þró- un hennar og framtíðarhorfum, fór- ust honum orð á þessa leið: „íslendingar eiga að líkindum fleiri listmálara en nokkur önnur þjóð í heiminum, miðað við fóllcs- fjölda. (Og á ég þar við menn, sem i sannleika hafa leyfi til að kenna sig við listir). Það er því þeim mun hryggilegra til þess að vita, að hér skuli enginn sá staður finn- ast þar sem allur almenningur getur óhindrað fengið að njóta ávaxtanna af starfi liinna listgefnu landa sinna. Þeirra verk eru þjóðleg verðmæti, sem allir eiga rétt á að njóta. Stofn- un opinbers málverkasafns mundi opna alþýðunni nýjar leiðir til að nálgast þessi verðmæti." = 1 =

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.