Fálkinn - 17.08.1945, Qupperneq 6
6
FÁLKINN
- LITLfl SflBflN -
Erik Bertelsen:
í hálfa stöng
Gústaf, sem var Ihi ára, kom
hlaupandi inn í stofu. „Mamma,
nú kemur pabbi me';S „Máfinn“ —
þeir eru komnir inn á fjörS.“
Móðirin stóð upp. Hún var þreytt
eftir þyottinn og liafði vonast til
að börnin kæmust fljótt í bólið.
En nú yrði ekki af því, fyrst Pétur
var að koma. Hann hafði frá svo
mörgu að ségja, eftir fimm vikna
íjarveru. Og svo vildi hann leika
sér við börnin. Hún var hálf önu,g.
„Hver segir að þeir séu að koma?“
„Eg sá það sjálfur. Eg þekki
livítu bótina á stórseglinu. Á ég
að hlaupa og segja henni Signu
það?“
„Hugsaðu um sjálfan þig!“ svaraði
hún hvasst.
Signa var gift Jörgen, félaga Pét-
urs. Þeir áttu jafnt í skipinu og
kom vel saman. Og það hafði kon-
unum gert líka. En nýlega hafði
vináttan snúist í hatur. Þær höfðu
ekki talað orð saman síðan kvöld-
ið sem Signa sagði: „Þú ert auma
kjaftakerlingin, Karen.“
Að vísu hafði Karen sagt við
aðrar, að Signa væri stundum lié-
gómleg, tildurdrós og löt. En það
var ekkert slúður. Það var satt. Og
að maður tali um slúður þá liafði
Signa víst sagt viða, að Karen réði
ekkert við krakkana sína, þegar
hún væri ein með þau heima.
Þessvegna var hún öfundsjúk. Þrá
var hún líka. Annars hefði hún
verið sáttfúsari. Karen var fyrir
löngu orðin leið á þessum fjand-
skap! En ekki hafði hún ástæðu
til að vera mjúk, þegar Signa sneri
alltaf svona upp á sig.
En leiðinlegt var þetta, sérstak-
leg núna, þegar mennirnir komu
heim. Þeir vissu ekkert um þetta.
Karen hafði ekki skrifað neitt um
það. Og ef þeir lentu í þessari mis-
klíð, gæti margt farið illa. Þeir
mundu kanske verða óvinir æfi-
langt. Og á þvi mundu báðir tapa.
Gústaf liorfði á þyrkingslegt and-
lit móður sinnar. „Eigum við ekki
að fara niður að sjó, mamma?“
Hún kinkaði kolli. Svo fór hún
inn i garðinn, þar sem hin fimm
hörnin voru. Tók það minnsta á
handlegginn. Hin fóru á kreik, und-
ir eins og þau heyrðu að pabbi
væri að koma.
Þegar hún var komin út úr skóg-
inum, kom hún auga á skipið. Það
var ekki komið eins langt inn á
fjörðinn og drengurinn hafði sagt.
Ef golan yrði ekki snarpari mundi
skipið verða hálftíma inn á leguna.
En það var rólegt að sitja í fjörunni
og bíða, miklu betra en heima við
liúsið. Hún ætti eiginlega að ganga
þangað á hverjum degi.
Karen settist efst á bryggjunni
en lét þann yngsta leika sér í sand-
inum. Hin voru að hoppa slcammt
frá. Þeim kom betur saman en venju
lega. Og tilhugsunin um heimkomu
föður þeirra dró úr ærslunum.
Máske voru þau að hugsa um, hvort
mamma mundi ekki segja pabba
frá yfirsjónum þeirra, eins og liún
hafði hótað.
En hún skyldi ekkert segja hon-
um. Hann átti ekki að ergjast að
óþörfu. Og liún vissi að ef hann
reiddist þeim, þá mundi hann verða
harðleiknari en henni þótti gott.
Hún kunni ekki við hörku og átti
bágt með að refsa. Það var víst
jjessvegna, sem stundum var erfitt
að hafa stjórn á honum.
Gústaf kom íbygginn og tók í
kjólfaldinn liennar. Hún tók eftir
hvert liann horfði og sá nú að Signa
stóð í skógarjaðrinum, að liálfu
bak við tré. Hún liafði þá séð
þegar þau fóru, og grunað hvað
um væri að vera. Hún bar kíki fyrir
augun, lítið kríli, sem kallað var
leikhúskikir, en það var víst lítið
gagn í honum, l)að átti bara að
vera fínt. Annars var l>að hugsan-
legt að Signa væri sjóndöpur, svo
að hún gæti ekki séð kíkislaust,
livort skipið væri galeiða eða skonn-
orta. Hún eyðilagði vitanlega i sér
augun á reyfaralestri, þegar hún
liafði ekkert þarfara að gera.
Hún um það. Ekki kom það Kar-
en við. Hún sneri ósjálfrátt bakinu
að skóginum, þó að hún liefði held-
ur kosið að tala sáttarorð við Signu
áður en mennirnir kæmu. En það
var hart að standa upp og fara til
hennar. Hitt væri eðlilegra að Signa
kæmi nær, ef hana langaði til að
tala við liana.
Hún kom líka. Karen tók ekki
eftir því, fyrr en hún sá hvernig
drengirnir horfðu. Svo heyrði hún
hratt fótatak rétt hjá sér. Henni
hitnaði í kinnunum. Hvort yrði nú
vinátta eða rifrildi úr þessu? Fóta-
takið var svo gustmikið. En hún leit
ekki við. Hreyfði sig ekki, fyrr
en Signa var komin á hlið við hana
og rétti henni kíkinn.
„Líttu i hann,“ sagði hún skip-
andi.
„Þökk fyrir,“ sagði Karen. „Ann-
ars hefi ég nú góða sjón.“
„Líttu á flaggið!" sagði hún. —
Röddin titraði.
Það var eitthvað i rödd Signu,
sem vakti kvíða hjá Karen. Hún bar
kíkinn fyrir augun og skrúfaði i
flýti, svo að hann yrði mátulegur.
Fyrst gat hún ekkert flagg séð.
Það hlaut að vera bak við stór-
seglið. En loks sá hún rautt flagg
blakta. Það lá við að hún missti
kíkinn. Flaggið var i hálfa stöng.
Gústaf rétti út höndina eftir sjón-
aukanum. Hann fékk hann and-
mælalaust af kvennanna hálfu. Og
þegar hann horfði á flaggið um
stund spurði hann: „Hversvegna
er flaggið ekki i toppi?“
„Það hefir máske komið hnútur
á línuna," sagði móðir hans. „Eða
að þeir eru að gefa merki.“
Karen horfði hvorki á drenginn
né Signu. Hún liafði ekki augun
af skipinu. Og liún fylltist með-
aumkvun. Það væri mikið áfall fyr-
ir Signu að missa manninn svona
ung. En liún hefði átt að vera við
þessu búin. Hún átti að vita hve
mikill angurgapi Jörgen var stund-
um. Engin furða þó að hann dytti
fyrir borð og drukknaði.
Konurnar höfðu enn ekki litið
hvor á aðra. Þær þóttust báðar
vera að horfa á skipið, þó að ekkert
merkilegt væri að sjá með berum
rugum. En hvorug þeirra hirti um
kikinn. Hann var heldur ekki mik-
ils virði, fannst Karen. Og þó að
Jörgen lægi vafinn í segl á þilfar-
inu mundi það ekki sjást fyrr en
komið væri um borð.
Börnin Iiöfðu hnappast saman
kringum þær til þess að heyra hvað
sagt væri. Svo beygði Signa sig og
tók minnsta barnið upp. Nú fyrst
kom Karen sér að því að lifa á
hana og þá rauk meðaumkvunin
út í ýeður og vind. Því að á and-
liti Signu var engan liarm að sjá.
En úr augnaráði hennar skein með-
aumkvun: „Veslings börnin sem hafa
misst föður sinn!“
Karen fannst eins og þrýst væri
að kverkum sér. Það gat verið Pét-
ur, sem var dáinn. En þá var það
ekki lionum að kenna. Hann var
alltaf svo skynsamur og gætinn.
Það var ómögulegt að hann félli
fyrir borð. Jörgen hlaut að hafa
valdið dauða hans með einhverri
vanrækslunni.
Það gat hugsast að þeir hefðu
verið að innbyrða stóran stein. Svo
hefði talian slitnað. Og höfuðið á
°étri orðið fyrir bjarginu, og hann
hefði dáið samstundis. En þetta
skyldi verða rannsakað. Hún var
viss um að það væri Jörgen að
kenna, hann hafði litið slælega eftir.
Hatrið logaði í Karen. Hana lang-
aði til að taka stein og kasta í Signu,
ThEadnr flrnasan:
Merkir
TElmányi
F. 1892.
Það mun lengi verða talinn ein-
hver mesti viðburður í tónlistarlífi
Reykjavíkur, þegar fiðlusnillingur-
inn Emil Telmányi kom hingað til
lands í fyrra sinnið og hélt hér
fimm hljómleika (?) svo að segja
í lotu í Nýja Bíó, jafnan fyrir troð-
futlu húsi áheyrenda. Nokkrir tón-
listarunnendur bæjarins liöfðu gerst
til þess, að tryggja listamanninum
nokkra upphæð fyrir að koma hing-
að en Páll tónskáld ísólfsson hafði
gengist fyrir því að hvetja Telmányi
til fararinnar. Undirleik annaðist
Emil lieitinn Thoroddsen og leysti
það hlutverk af liendi með miklum
ágælum, ekki síst þegar þes.s er gætt
að hann tókst þann vanda á hend-
ur með litlum fyrirvara, — liljóp
i skarðið fyrir annan mann, sem
ættað hafði sð leysa það af liendi,
en fékk Emil tii að taka það að
sér á síðustu stundu. En Telinányi
liafði orð á því, að síst hefði sér
til hugar komið, að liér, úti á hala
veraldar, myndi hann liitta svo á-
gætan og öruggan ,akkopurpaquetör‘
og Emil. Og á öðru furðaði þessi
snillingur sig lika, en það var það,
hversu „góðir“ áheyrendur íslend-
ingar væri. Hann flutti hér hvert
stórverkið á fætur öðru, eins og
hann væri að leika fyrir valda og
þroskaðu áheyrendur í erlendri
sem stóð þarna róleg með barnið og
gerði sér upp samúð.
Gotan hafði vaxið úti á firðinum.
Seglin á skipinu þöndust út. Það
kúventi. Konurnar einblíndu á skip-
ið. Skipið var nú komið svo innar-
lega að nú skyggði afturseglið ekki
á manninn við stýrið. En þær gátu
ekki þekkt hann. Og þær báðu ekki
um kíkinn; Gúslaf hélt á honum
ennþá.
Allt í einu sagði hann: „Þeir
koma ‘ekki hingað í leguna, þeir
sveigja út og ætla að lialda áfram
inn í kaupstaðinn."
Karen glennti upp augun. Og' hún
dró andann mjög djúpt, áður en hún
kom upp orðunum: „Bjáninn þinn
— þetta er alls ekki „Máfurinh“ —
að þú skyldir ekki sjá það strax
— skipið lians föður þíns er ekki
svona breitt um kinnungana.“
Hún sagði þetta með hörkuhreim
gremju og stolts til þess að leyna
því hve henni létti.
Signa sagði ekkert, en setti barn-
ið í sandinn. Svo steig hún skref
fram, hallaði liöfði að öxl Karenar
og grét beisklega.
Gústaf lagði af sér kíkinn og
læddist burt, eins og hann hefði
gert sig sekan í glæp. Hin börnin
loru hljóðlega á eftir honum.
Karen strauk hendinni mjúkt um
höfuð Signu. „Svona, svona — liættu
nú að g'ráta, Signa — strákbjáninn
— liann hefði átt að bíða með að
kalla þangað til hann hefði gáð bet-
ur — gráttu ekki, Signa — við skul-
um koma heim — heim til mín.“
músikborg. En hann sagðist iiafa
fundið það, að hann hefði átt óskifta
athygli áheyrenda sinna frá upp-
hafi til enda hverra hljómleika.
Þetta fundum við líka, sem þar vor-
um staddir. Og okkur verður minnis-
stæð hin yfirlætislausa framkoma
þessa ágæta listamanns, hin djúp-
liugsaða og göfuga túlkun hans á
viðfangsefnum og hin glæsilega og
fágaða teknik hans, — sem þó var
lijá honum, eins og vera ber tijá
sönnum listamanni, eins og sjálf-
sagt aukaatriði, sem hann gerði
ekki tilraun til að undirstrika á
kostnað liinnar sönnu listar eða
þess, sem liann vildi túlka áheyr-
endum. Og ég býst við því, að ef
til vilt liafi Telmányi skilið meira
eftir í hjörtum og sálum áheyrenda
sinna, en nokkur annar tónsnilling-
ur, sem hingað hefir komið. Að
vísu hafa hingað komið fiðlusnill-
ingar, sem meira hafa borist á.
hvað teknik snertir, en Telmányi. En
þeir voru gleymdir um ieið og
þeir voru liorfnir. Og einn snilling-
ur hefir liingað komið, sem á sínum
yngri árum var talinn í hópi hinna
allra snjöllustu fiðlara, en það var
Henri Marteau. En hann var orðinn
gamall og þrotinn. Leikur hans var
að vísu frábærlega göfugur, en á
honum ellimörk.
Það eru nú um tveir áratugir
sðan Telmányi kom liingað í fyrra
sinnið, og aftur kom liann hingað
Frh. á bls. Í4.
tónsnillingar