Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1945, Page 11

Fálkinn - 17.08.1945, Page 11
F Á L K I N N 11 - FEGRUN OG SNYRTING - Þa'ð eru margar konur sem aldrei sjá sína eigin persónu í skærum spegli undir sterku Ijósi, og þær eru álíka margar, sem enga lmg- mynd haí'a um útlit sitt. Slíkar blekkingar eru skaðlegar. Best er að vita sannleikann í þessum efnum enda þótt jmð kosti kannske skap- þyngd og óánægju. Athugul kona sagði nýlega: „Hérna um daginn skra])]) ég í búð til þess að kaupa mér kjól. Eg var svo heppin að njóta að- stoðar hjálpsamrar afgreiðslustúlku, sem náði mér í nokkur snotur sýnis liorn. Eg brá mér í geðslegan og skemmtilega sniðinn kjól, og þóttist nú heldur betur geta farið að „gera lukku“. En þá skeði það, að þarna sem ég stóð í sterku og björtu ljósi fyrir framan skæran spegil, sá ég útlit mitt með augum náungans, en ekki eins og ég sé mig sjálf fyrir framan svefnlierbergisspegilinn. Það er ekki ofmælt, að ég var skelfingu lostin. Mig langaði til að leggjast niður og gráta. Vöxtur minn liafði hreyst óhugnanlega mikið til verri vegar. Aðeins örfá pund höfðu bæst við á hverju ári — en þarna stóð ég mjaðmabreið og mittisgild, í alla staði luraleg á að líta. Samstundis ákvað ég að iðka líkamsæfingar og það skal ég gera liveð sem það kostar. Og hárið á mér. Um það vil ég sem allra minnst tala. Eg leit á skóna. Þeir voru óburstaðir. Mér klriiur sjaldan til hugar að bursta skóna. í fám orðum sagt: Eg leit út eins og gömul herfa.“ Það kostar álall á borð við j)etta að fá sumar okkar til að taka kjark og reyna að rétta sig við. Við lifum þannig lífinu,’ dag frá degi, önnum kafnar við allskonar störf og hugs- um minna og minna um eigin útlit eftir því sem árin færast yfir. En þetta má ekki eiga sér stað. Það eru svik við sjálfar okkur og alla okkar nánustu. El' kona kærir sig kollótta um útlit sitt, má fastlega gera ráð fyrir, að hún kæri sig álíka kollótta um tilveruna yfirleitt. Vissar persónur er alla tíð stöð- ugt að nöldra og jagast yfir því að of miklum tíma sé eytt í fegrun í fyrta skipti! Litli brótSir ú að fú að bruna eina ferð í „rútsebana". Þetta eru fyrstu kynni lians uf slíkri uppjinningu, og allt beridir til að hann hafi lítið traust ú henni. Leikkonan Fances Counihan er fræg fyrir fsgurð sina, enda treystir hún ekki einvörðungu ú svefnherb&rgis- spegilinn. og snyrtingu. En meiningin málsins er sú, að flestar konur verja alltof litlum tíma til að leggja rækt við l)á göfugu eiginleika, sem þær búa yfir lil þess að veita augum manna yndi og hjörtum þeirra hamingju. HÓTEL í TRÉNU. Einkennilegasta gistihús í heimi er undir miðjarðarbaugnum i ný- lendunni Kenya í Austur-Afríku, skammt frá samnefndu fjalli. Það er í krónu trés eins í frumskóginum og um tuttugu kilómetra frá næstu mannabyggðum. Vitanlega eru ekki mörg herbergi á þessum gististað, sem er aðallega ætlaður vísinda- mönnum, sem þarna fara um til að rannsaka hið fjölbreytta dýralif, sem er á þessum slóðum. En góð að- staða er til að sjá dýrin úr hótel- gluggunum, því að þeir eru allhátt yfir jafnsléttu. Þaðan sjást fílar, ljón, leóparðar, hýenur, nashyrning- ar, antilópar og apar, sem liópast saman við vatnið, sem er rétt hjá trénu. .Bannað er að hafa hátt, svo að dýrin styggist ekki, og ekki má reykja þarna, sökum eldhættu. Bréf- dúfur eru notaðar til póstílutninga til næsta kaupstaðar. = § = Liiiloleuiii ogr vaxdúkur Linoleum er ekki einungis hæfl til þess að þekja gólfin í herbergj- unum, heldur er það einnig ágætt til margar annara heimilisnota. Það má þekja með því neðri liluta eins veggjarins í barnaherberginu, svo smáfólkið geti teiknað og skrifað á það eins og það langar til, og þannig æft liuga og hendur áður en skóla- vistin byrjar. Sá dúkur verður að vera dökkur, einlitur eða rúðóttur. 1 eldhúsinu er gott að hafa smá- töflu úr linoleum til þess að krota á til minnis, því að þægilegt er að geta alltaf þurkað út jafnóður, það sem fellur úr gildi. Neðan undir töfluna er gott að selja hillu fyrir krít og svamp, og líka til að krítar- mylsna falli ekki niður á gólfið. Linoleum er einnig ágætt i smá- bakka undir heitar matarskálar, til þess að verja borðplötuna, þá má skera með laufaskurði og rósum eftir vild. Einnig má klæða með því borð i eldhúsi, barnalierbergi og vinnustofum. Það þolir betur en flest önnur efni og enginn fæst um þó i það komi rispur eða blettir, Þá er það vaxdúkurinn. Hann má nota til margra nytsamra hluta. T. d. klæða með honum matreiðslu- bækur í eldhúsinu, þvi að við hann loðir engin fita eða matarblettir, sem ekki má strjúka af með deigum klút. Það má klæða með honum allslags kassa og jafnvel gamla ball- skó sem orðnir eru ljótir, þá má vel nota þá sem heimaskó þegar vorar, velja t. d. rauðan, grænan eða bláan dúk, eða brúnan, fáist liann. Allir kannast við hve gott er að hafa vaxdúk á matborðum hvers- dagslega, einkum þó þar sem börn eru og vaxdúkapúða er gott að hat'a i bílnum sínum til þess að sitja á, það þykir mörgum þægilegt. Gamlar stólsetur má klæða með vaxdúk, sauma má úr honum „ráp- töskur“ og svo margt sem þörfin og hugkvæmni hverrar liúsmóður bend- ir til í hvert skifti. Sumarbústaði má beinlínis skréyta með fallegum vaxdúkum, auk þess sem það er ódýrt og hreinlegt. Hirðing vaxdúka er fyrirhafnarlítil og auðveld. = § = Skemmtilegur stráhattur fléttaður úr grófu strúi. Hann mynd- ar skugga ú stœrð við regnhlíf, en kolturinn, sem er úr sama efni og kjóllinn, er þétt felldur og dregst saman að ofan líkt og jólasveinshúfa. Anna: — Er frú Háfells mikið á móti því, að strákar og stelpur gangi á sama skóla? Maja: — Já, svo sannarlega. Eg ímynda mér að hún ætiist til að stúlkur fái svo strangt uppeldi, að þegar þær sjái karlmann spyrji þær: „Hvað er þetta, mammaf Sveitatíska í U. S. A. Leikmær ljósmynduð á sveitasetri sínu klædd hinum fegursta búningi, hvítri batisttreyju lagðri með irsk- um kniplingum og bláu riktu pilsi með mislitum leggingum.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.