Fálkinn - 17.08.1945, Page 14
14
F Á L K I N N
Tónsnillingar lifs op liðnir.
Framhald af bls 6.
nokkrum árum síðar. Hann á liér
því marga vini og aðdáendur enn.
Hann er Ungverji að ætt og upp-
runa, fæddur i Arad, (sem frá því
1919 heyrði undir Rúmeniu) 22.
júni 1892. Hann hefir þvi verið
um þrítugt, þegar hann kom hingað.
Kornungur var hann, þegar eftir þvi
var tekið, að hann mundi liafa frá-
bærlega góða hæfileika til tónlistar-
náms. Nú hefir Ungverjaland verið
nefnt „land fiðiunnar,“ því að fiðl-
an er jjar eða var algengara liljóð-
færi en í nokkru öðru landi —
(Noregur kom þar næst) og allir
drengir áttu þar fiðlu, einkum til
sveita. Það liefir þvi sennilega
stundum verið erfitt að greina, liverj
ir snáðanna voru snillingsefni. En
Telmányi mun hafa átt efnaða og
menntaða foreldra, sem létu sér ann-
ara um það, að hann nyti góðrar
almennnrar menntunar auk tónlistar
námsins, — heldur en að láta dreng-
inn afla sér frægðar sem undrabarn.
Foreldrar T. neituðu því, sem sé
algerlega, að hann væri iátinn fara
í hljómleikaför um Evrópu, tíu ára
gamall, er kennarar lians og ýmsir
listamanna- „framkvæmdastjórar“
stungu upp á því, að afstöðnum op-
inberum hljómleikum, þar sein
drengurinn hafði komið fram og
vakið fádæma aðdáun. Var honum
þá talin vis hin glæsilegasta sigur-
för, en foreldrarnir létu sér að
varnaði verða listaferil ýmsra
slíkra undrabarna, sem komið liafa
fram á þessari öld, sigrað um sinn
en horfið síðan. Þau vildu ekkeft
eiga á liættu um það að sonur þeirra
gæti orðið sannmenntaður listamað-
ur og töldu honum henlara að halda
KJARNORKAN,
Niðurlag af bls 5.
liefir verið drepið á i sarabandi
við læknisfræði, er ekki aðeins
möguleiki, heldur raunveru-
leiki, og þessar tilraunir Itafa
verið gerðar í mörgum vísinda-
stofnunum í Ameríku og Eng-
landi dag og nótt, eftir að frum-
eindabrjóturinn var fundinn
upp.
Margir eðlisfræðingar hafa
haft gaman af þvi, meðan á
frumeindarannsóknunum stóð,
að reikna út afkösl frumeinda-
orkunnar, þegar búið væri að
heisla hana og hagnýta hana til
fulls.
Herfræðingar Bandamanna
hafa fullyrt að ein stór sprengju-
flugvél geti borið svo mikið af
kjarnsprengjum, að þær mundu
nægja til að leggja allar borgir
Japan í auðn, svo að ekki stæði
steinn yfir steini.
Dyson Carter segir: Ef hægt
væri að kljúfa allar frumeindir,
sem eru í hnefafylli af koluin,
áfram námi sínu, en að láta „for-
skrúfa“ hann kornungan með lofs-
yrðum, sem hann svo ef til vill gæti
ekki staðið við á fullorðins aldri. —
Allur listferill Telmányi virtist vera
mótaður af þeirri hugsun, sem hér
liggur á bak við, enda er hann fjöl-
hæfur, hámenntaður og alsannur
listamaður.
Þrettán ára gamall sótti hann um
upptöku í hinn merka tónlistaskóla í
Budapest, og stundaði þar nám í
sex ár og lauk ]jví með glæsilegu
prófi. Var hann þá jafnframt sæmd-
ur virðulegustu verðlaunum skól-
ans. Sama árið (1911) þreytti liann
frumraun sína í Berlín og vakti fá-
dæma aðdáun og athygli. í það sinn
lék hann meðal annars fiðlukonsert
eftir enska tónskáldið Elgar, og var
það í fyrsta sinn, sem sú tónsmíð
var flutt i Þýskalandi. Síðan ferð-
aðist hann viða og liélt hljómleika
í flestum stórborgum Norðurálfu
og hlaut hvarvetna hina ágætustu
dóma. Og það er einkennandi um
alla hina merkari blaðadóma um
Telmányi, að þar er það meðal
annars talið honum sérstaklega til
ágætis, hversu fádæma fáguð sé
leikni hans og leikur hans allur
gæddur miklum lífsþrótti. Allt fram
til þess tima er styrjöldin hófst, var
liann á ári hverju í hljómleikaferð-
um, en liafði þó aldrei borist mik-
ið á, og fráhverfur er hann aug-
lýsingaskrumi. Hann hefir t. d. ó-
beit á útvarpi og grammófónum,
og er af þeim sökum talinn sérvitur.
Hann er eða var tíður gestur í
Norðurlandborgunum og einkum er
hann vinsæll í Kaupmannahöfn. En
þar stofnaði hann 1929 og stjórnaði
um nokkurt skeið „kammer“-hljóm-
sveit, sem mjög var dáð, enda er T.
talinn ágætur hljómsveitarstjóri.
Giftur er Telmányi danskri konu,
dóttir tónskáldsins Carls heitins
Nielsen.
mundi orkan, sem fram kæmi,
nægja til þess að liita upp og
lýsa New York i heilan mánuð.
Ellison Hawks segir: Ef hægt
væri að vinna írumeindaork-
una úr einu grammi af vatns-
efni, mundi sú orka nægja til
þess að lyfta 100,000 tonnum
í rúmlega 300 feta hæð.
Og Dr. Brasch segir: Ef hægt
væri að vinna frumeindaorkuna
úr einu tonni af koluni, mundi
hún nægja til þess að bræða
allan ísinn á norðurpólnum!
Ingi /?. Helgason
Nálægt Milanó, við frægt höfð-
ingjasetur þar, eru tveir samhliða
steinveggir, sem framleiða merki-
legra hergmál en liægt er að lieyra
annarsstaðar í veröldinni. Sé skotið
af skammbyssu þarna heyrist hvell-
urinn 55 sinnum hvað efir annað.
Hljóðið kastast fram og aftur á milli
vcggjanna.
í september 1932 sofnaði Michael,
víðkunn 120 ára gömul skjaldbaka
í dýragarðinum í London. Svaf hún
til ársins 1934 og nærðist ekkert
allan tímann, enda lagði hún mikið
ai.
,,Já, einmitt. Eitthvað að yður i augunum. Það er líklega þefssveyna,
að þér hafið ekki tekið eftir reikningnum, sem éy sendi yður í fyrra!"
H.F. HAMAR
Símnefni: HAMAR, Reykjavík. Sími 1695 (tvær línur).
Framkvæmdastj óri
BEN. GRÖNDAL,
— cand. polyt.
VJELAYERKSTÆÐl
KETILSMIÐ J A
JÁRNSTEYPA
ELDSMIÐJA
FRAMKVÆMUM:
Allskonar viðgerðir á skipum, gufuvjel-
um og mótorum.
Ennfremur: Rafmagnssuðu, logsuðti og
köfunarvinnu.
Ú T V E G U M
og önnumst uppsetningu á frystivjelum,
niðursuðuvjelum, hita- og kælilögnum,
lýsisbræðslum, olíugeymum og stál-
grindahúsum.
FYRIRLIGGJANDI:
Járn, stál, málmar, þjettur, venllar o. fl.