Fálkinn


Fálkinn - 28.09.1945, Blaðsíða 2

Fálkinn - 28.09.1945, Blaðsíða 2
2 P Á L Ií I N N Guðspekifélag Islands 25 ára Hinn 20. ágúst síðastliðinn varð Guðspekifélag íslands (íslandsdeild- in) 25 óra. Stofnendur hennar voru fulltrúar 7 stúkna, er l>á voru starf- andi hér ó landi, þeir Jón Árnason prentari, fyrir hönd Reykjavíkur stúkunnar, Jakob Kristinsson, fyrr- verandi fræðsliimólastjóri, fyrir hönd „Septímu“, Steinþór Guð- mundsson kennari, fyrir hönd stúk- unnar „Systkinabandsins“ á Akur- eyri, María Jóhannsdóttir fyrir hönd stúkunnar „Framsóknar“ (á Vífil- stöðum), Kristófer Pétursson fyrir hönd Laugarnesstúkunnar, Jón Da- víðsson fyrir hönd stúkunnar „Sann- leiksleitarinnar“ í Eyjafirði, og Sæ- mundur Guðmundsson fyrir hönd Hafnarfjarðarstúkunnar. Á þessum tímamótum í sögu félagsins er að sjólfsögðu margs að minnast, og verður fæst af því hér talið. Þó að félagsskapurinn sé ekki eldri en þetta, tel ég engan vafa á, að hann hafi unnið mikið gagn með þjóð vorri, fyrst og fremst livað það snertir að rýmka hinn andlega sjón- deildarhring liennar, hækka himin liennar og kenna lienni að sjá einhverja skynsamlega þýðingu í örlöguin einstaklinga og þjóða. — Ennþá er að visu sumt i hinum guðspekilegu fræðum, sem er „Gyðingum hneyksli og Grikkj- Jón AÖils prófessor, fyrsti forseti Reykjavíkurstúku Guðspekifélagsins. um heimska“, svo sem fortilveru- og endurholdgunarkenningin, en ó- hætt mun þó að fullyrða, að flestir þeir, sem annars fást til þess að taka afleiðingunum af réttri hugs- un, muni að lokum verða að gef- ast upp fyrir fjölda og þunga þeirra raka, sem mæla með áðurnefndri kenningu og öðrum kenningum Guð- spekinnar. — Hér skal það tekið skýrt fram, að Guðspekifélagið er ekki trúfélag, heldur fræöi- og námsfélag, félag hugsandi inanna, félag sannleiksleitenda. — Því að enda þótt félagið hafi á boðstólum ákveðið kenningakerfi, er enginn félagsmaður skuldbundinn til að að- hyllast það. En þess er vænst, að alir þeir, er í Guðspekifélagið ganga, komi þangað með opinn liug og hjarta, og geri sér far um að kryfja kenningar þess til mergjar, temji sér athugula lærisveinaaðstöðu gagn- vart þeim, eins og yfirleitt gagn- vart fræðslu lífsins sjálfs, og vari sig á fordómum. Segja má, að höfuð- óvinurinn, sem Guðspekin á oftast í höggi við, sé annars vegar blind bókstafstrú og liins vegar blind og andlaus efnishyggja. Þeir, sem i Guðspekifélagið ganga, finna þar því ekkert athvarf öfgahneigð sinni, ef einhver er, og engar ódýrar sálu- hjálpar-„forskriftir“ er þar að finna. En félagið vill leitast við að veita meðlimum sínum heilbrigt andlegt uppeldi, er sé í samræmi við það, sem best verður vitað í þeim efnum. Fyrsti forseti Guðspekifélags ís- lands var séra Jakob Kristinsson, fyrrverandi fræðslumálastjóri (frá 1920 - 1928). Næsti forseti varð frú Kristín Matthíasson (til 1935), og núverandi forseti er Gretar Fells. — Félagið á hús hér i Reykjavík. Var það gefið því af Lúðvík Kaaber bankastjóra á sínum tíma, en hann var, eins og kunnugt er, áhugasamur Gretar Fells, núverandi forseti GuÖ- spekifélags íslands. George S. Arundale forseii allsherja- sambands Guðspekinema, 'pglega látinn. Guðspekinemi. Tvær Guðspekislúk- ur starfa hér í bæ. Heitir önnur Reykjavíkurstúkan. Fyrir henni er Hallgrímur Jónsson, fyrrverandi skólastjóri. Hin stúkan lieitir „Sep- tíma“. Formaður hennar ér frú Guðrún Indriðadóttir. Skiptast stúk- ur þessar á að halda fundi i húsi félagsins einu sinni í viku hverri á tímabilinu október - maí ár hvert. Sérstakir fræðslufundir eru og haldnir, venjulega þrisvar í mánuði. Á Akureyri og í Hafnarfirði starfa Guðspekistúkur. Formaður Hafnar- fjarðarstúkunnar er frú Una Vagns- dóttir, en Akureyrarstúkunnar Jón Sigurgeirsson. í stjórn íslandsstúkunnar eru, auk forseta, Þorlákur Ófeigsson, vara- Framhald á bls. 15. Fyrir §krif§tofnr ^krifborð Stólar §kjalaskápar Klæðaskápar úr stáli fra Eng:landi - Ncndið oss pantanir ydar scin fyrst. G. Helgrason ét Mclsted

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.