Fálkinn - 28.09.1945, Blaðsíða 7
F Á L K I N N
7
Gúmmí flutt í kafbátum.
MeÖan á stríðinu stóö, reyndu
Þjóðverjar að flytja tin, gúmmí og
aðrar vörur, sem þá skorti tilfinnn-
anlega, frá Japan í kafbátum. Mynd-
in sýnir tundurskeytapípu af einum
hinna stóru þýsku kafbáta, sem
féllu i hendur Breta. Hafnarverka-
m'enn sýna nokkra gúmmiklumpa,
sem þar fundust.
Indland
mun vera eina land heims, sem
heldur strangri stéttaskiftingu í
fullu gildi. Enn í dag er i Indlandi
stétt, sem er svo lítilsvirt, að það
þykir hneisa og jafnvel smitandi, að
sjá menn úr þeirri stétt i langri fjar-
lægð. Veslingar i paria-stéttinni
mega ekki fara út úr hreysum sin-
um og ekki einu sinni líta út um
gluggana hjá sér.
Frá Múhlheim í Þýskalandi. — Kaþólsk kirkjuathöfn á sér stað fyrir
framan hið sundurskotna guðshús.
Orðið „mynt“
er dregið af latneska orðinu Moneta,
en það er kenningarnafn gyðjunnar
Juno, og i musteri hennar voru
peningar Rómverja slegnir. Siðan
hefir orðið verið tekið upp í mörg
nútímamál, sem lieiti fyrir peninga
og enda myntsláttustofnanir líka.
Gæðakonan góða.
Þessi þýska kona, sem eiginlega
getur ekki talist góðleg á svipinn,
var upphaflega fangi í Belsenbúð-
unum illræmdu, en SS-mennirnir
fundu fljótt, að hún mundi gædd
hæfileikanum til að liata fólk og fyr-
irlíta í óvenju ríkum mæli, og létu
þeir hana þvi hafa umsjón með hin-
um föngunum. Það er sagt að hún
hafi kunnað að liandleika hnúta-
svipu og önnur nasistisk ógnar-
tæki eins vel og sjálfur Jósef Kram-
er.
Frá Hamborg.
Breskur lögregluþjónn neglir upp
götuskilti i Hamborg. Grosse Allee
kallast nú Piccadilly Circus.
Blóð plasma.
í stríði því, sem nú er nýafstaðið,
var hægt að bjarga margfalt fleiri
mönnum er höfðu særst mjög al-
varlega en í styrjöldum þeim, sem
áður höfðu geisað. Aðalástæðan til
þess er sú, að það var mögulegt að
veita blóð-plasma inn i líkama hinna
særðu, strax og þeir urðu fýrir
áverka, í sjálfri eldlínunni. Myndin
sýnir hermann á Kyrrahafsvígstöðv-
unum og er hann að veita blóð-
plasma inn í hættulega særðan fé-
Apafjallið. — Stór amerískur sirkus hefir látið gera þetta einkennilega laga sinn.
fjall, til þess að aparnir frá Siam geti verið eins og heima hjá sér.
Þýskir stríðsfangar í London.
Margir Þjóðverjar eru nú neyddir
til að reisa úr rústum það, sem
þeir áður höfðu eyðilagt. Hér sjást
þýskir striðsfangar, sem vinna að
endurreisnarstörfum í London.