Fálkinn


Fálkinn - 28.09.1945, Blaðsíða 6

Fálkinn - 28.09.1945, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN UR LEYNIDAGBOK CIANO GREIFA VI. EVRÓPA í BÁLI - MUSSOLINI VILL HELLA OLÍU Á ELDINN, ÞVÍ »ÞAÐ BORGAR SIG EKKI AÐ VERA HLUTLAUS« - RÚSSAR KOMA TIL SKJALANNA. Mackensen sendiherra i. v. Hér birtist útdráttur úr leynidag- bók Ciano greifa dagana 4. se-pt til 5. okt. — fyrslu mánuð leiftur- stríðsins. lnnrás Rússa í Pólland vekur lundrun á ítaliu, sem ekki var látin vita um þetta fremur en annað. Mussolini öfuiulast yfir sigr- um Ilitlers, og vonar að eitthvað verði til að stansa hann. — Ciano skrifar: ð. sept. 1939: Mackensen sendi- herra flytur II Duce boðskap frá Hitler, sem ]jykist sannfærður um, að stjórnir þeirra séu liáðar sam- eiginlegum örlögum og verði að fylgja sömu stefnu. II Duce dreymir enn um árás á Jugoslavíu og það- an á olíulindir Rúmena.. Fava- gossa (forstjóri hergagnaframlciðs- unnur) sagði i kvöld, að hann þœtt- ist góður, ef birgðir þær, sem við eigutn mí gœtu enst til 3. múnaða styrjaldar". 5. sept.: „Hlutleysið fer að bera ávöxt. Hlutabréf stíga, Frakkar. farn- ir að spyrja um ítölsk iðnaðar- og bankahlulabréf. Skipin sigla eins og áður — sökkhlaðin. Farmtekjurnur tvöfaldaðar. Einhver verður að segja II Duce að við verðum að vera htutlausir lengi, áður en við förum í stríðið." 9. sept.: „Villani (sendiherra Ung- verja) segir að Þjóðverjar hafi heð- ið um að fá að nota ungv. járn- bfautirnar, svo að þeir geti komist að baki Pólverjum... . II Duce ráð- leggur Ungverjum að neita þessu svo kurteislega sem hægt sé.“ 10. sept.: „Attolico (sendiherra ftala í Rerlín) segir að fjandskap- urinn gegn ítölum magnist meðal Þjóðverja. ... Oft heyrast orðin „svik“ og „meinsæri“.... Mórall- inn í Þýskalandi er linur, þó að sigurinn í Póllandi hafi haft góð álirif i svipinn. De Bono marskálk- ur er sannfærður um, að við getum ekki hrundið franskri árás.“ 13. sept.: “Bocchini (lögreglustj.) segir að hugur almennings sé ró- legri, síðan vissa fékkst fyrir því að við ætlum að vera hlutlausir... . Þjóðverjavinina er hægt að telja á fingrum sér. Þeir eru hæddir, spott- aðir og fyrirlitnir." Rússar koina til skjalanna. lð. sept.: „Magistrati (starfsmað- ur á ítölsku sendisveitinni í Ber- lín) hefir skotið því að okkur, að Bússar muni ætla að krefjast hluta af Póllandi. Rússar eru farnir að rumska. Margir árgangar liafa ver- ið kvaddir til vopna, og Tass birtir fregnir al' pólskum hryðjuverkum við Iandamærin.“ 10. sept.: „Þjóðverjar virðast ætla að ráðast á Rúmeníu. Það truflar svefn Breta og Frakka. En þó er kvíðveénlegra, ef Iiússar ætla að skerast í leikinn. Þeir liafa samið við Japana og hafa frjálsar hend- ur i Evrópu.“ 17. sept.: „Rússar farnir inn í Pólland.... Pólverjar verjast liér og hvar, en livað geta þeir gert? II Duce lieldur ekki að Þjóðverjar vilji fara inn í Rúmeníu. Þeir munu verða ánægðir með fjárhagsyfirráð- in þar. — Ribbentrop símar: Rúss- neska innrásin er gerð samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun.“ 18. sept.: „Langt tal við II Duce i kvöld. Eg sagði honum það, sem Graziani (foringi herforingjaráðs- ins) hefði sagt: Sem stendur eru ekki vígfærar hér nema 10 herdeild- ir. Hinar 35 hafa verið kallaðar sam- an í flaustri, eru glompóttar og illa útbúnar." Hitler króaður inni? 24. sept.: “Nýja ástandið, sem skapast hefir við að Rússar tóku Austur-Pólland, hefir knúð Musso- lini til að skifta um skoðun. Hann er ekki eins bjartsýnn og áður, en segir jtó að Hitler sé króaður inni og að Bretum og Frökkum geti enn tekist að siga Rússum á Þýska- land. II Duce óskar friðar, eingöngu af því að hann vill vera hlutlaus!“ 25. sept.: „Það er allt í lagi að nota veilcan mann til að drépa sterkan, en flónska að nota sterk- an til að gera út af við veikan“. Þannig hljóðar álit II Duce á því að Þjóðverjar hafa látið Rússa skerast í leikinn. „II Duce er sann- færðari en nokkru sinni áður um að Hitl&r muni iðra þess að hafa hleypt Rússiim að hjarta Evrópu." Þeir liafa tvö vopn, sein gera þá enn ægilegri: Panslavismann, sem getur aflað þeim yfirráða á Balkan, kommúnismann, sem breiðist óð- fluga út meðal öreiga um allan lieim, fyrst og fremst i Þýskalandi. — Teleki (forsætisráðherra Ungverja) liefir sagt mér, að Ribbentrop fari ekki dult með að honum sé illa við mig. Mér finnst sómi að því.“ Þýsk-rússneski samningurinn. 26. sept.: “Eg hefi minst á, að siðustu dagana hefir þýsk-rússneskt samsæri verið í uppsiglingu. í dag kom staðfesting á þessu frá Rosso (sendiherranum í Moskva). Ribben- trop mun vera l'arinn til Moskva að skrifa undir hermálasamning. Rúss- ar frá Bessarabíu og Estland en Þjóð verjar afganginn af Rúmeníu. Berlin steinþegir. Þjóðverjar tilbúnir í sókn hvenær sem er. Við ekkert látnir vita frem- ur en vant er. Bandalag Moskva og Berlinar er óeðlilegt og brýtur í bága við anda og bókstaf samnings- ins okkar. Það er andrómverskt og andkaþólskt og táknar afturhvarf til barbarismans, sem við eigum samkvæmt sögunnar lögmáli að berjast á móti. Tekst okkur liað? Eða endar þetta með skelfingu?“ 27. sept.: „Berlin lætur okkur ekki vita n.eitt. Við hðfum það frá frétta- stofnunum að Ribbentrop sé kom- inn lit Moskva. Valentin, sem er ný- kominn frá Varsjá, segir að flug- her Þjóðverja sé afar sterkur. Hann er miskunnarlaus og liellir látlaust sprengjum yfir fólkið.“ 29. sept.: “Við fengum textann að Moskv asamn i ngunum frá blöðun- um fyrr en frá sendiherranum. Það eru ákvæði um endanlega skiftingu Póllands. En ýmislegt bendir á, að Þjóðverjar ætli sér eitthvað frekar, hvað Pólland snertir — til að bjarga heiðrinum. Frakkar eru skrítið fólk, Þá langar til að vinna i happadrætt- inu, en kaupa ekki miða.“ Hitler er sigurviss. Samkvæmt ákveðnum tilmælum Ribbentrops fór Ciano til Berlín 30. september. 1. okt.: „Hitler var kaldur og ró- legur. í Salzburg var ljóst að þessi maður átti í baráttu við sjálfan sig. Hann hafði afráðið að hefjast handa en var ekki viss um aðferðina. Nú var hann viss. Hitler talaði í nærri tvo tíma. Hann er fróður vel, segir Ribben- tro]j. Afstaða hans til ítalíu var óbreytt. Gert er gert. Nú horfði hann fram, og reyndi að fá okkur með sér. l>uð sem hafði mest áhrif á mig var að hann var handviss iim lokasigur. Annaðhvort er hann svikari eða liann er geni. — Augu hans skjóta gneistum þegar hann talar um stríðið. — Ribbentrop segir ekkert nýtt, og ekkert, sem hann liefir sjálfur hugsað. Hann er alveg smitaður af Rússum. Gengur erindi kommúnistanna á svo ó- svífinn og lúalegan hátt, að allir sem hlusta fyllast gremju. Þýska þjóðin er róleg og ákveðin. Hún vill berjast og berjast vel — en dreymir um frið og vonar frið. . Czaky. ítalir í Þýskalandi hata Þjóðverja, en eru sannfærðir um að Hitler vinni stríðið. Eg skila II Duce skýrslu minni. Hann er ekki trúaður á sigurinn eins og Hitler. Ályktanir hans eru byggðar á upplýsingum frá hermála- sérfræðingum okkar. Þvínæst (hvers vegna að leyna því) er hann gramur út af liinni skyndilegu frægð, sem Hitler hefir hlotið. Hann mundi verða mjög glaður, ef Hitler væri stöðvaður.“ 5. okt.: „Innst í hjarta sínu kýs Mussolini helst að risum Evrópu lendi saman svo að um muni. Þrátt fyrir allt, sem sagt liefir verið um friðarvilja okkar, vill hann helst að ég helli olíu á eldinn. En það verður að gera það á sniðugan liátt.“ (í nœsta blaði: Tilræðið við Hitler í Miinchen). Dr. Page-Barkers flðsumeðal eyðir flösu, nærir hársvörð- inn, eykur hárvöxtinn. — Þetta merki er viðurkennt af sérfræðingum og ráðlagt af þeim. Það hefur verið notað hér á landi með á- gætum árangri. Heildsölubirgðir: Heildv. Árna Jónssonar h.f. Aðalstræti 7 — Reykjavík

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.