Fálkinn


Fálkinn - 28.09.1945, Blaðsíða 3

Fálkinn - 28.09.1945, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svsvnr Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 BlaðiS kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprent. SKRAODARAÞANKAR Þetta, „að þykja i'ugl sinn fagur“, er ákaflega fallegur siður. Það er gott að vera ræktarsamur við sjálf- an sig, og á því hefir margur orð- ið stór, og það þykir alveg sjálf- sagt að vera sjálfum sér næstur, þvi að sá sem liugsar meira um aðra en um sjálfan sig á ekkert fyrir höndum nema vanþakklæti og lítilsvirðingu og kemsl aldrei úr kútnum. Veröldin er nú einu sinni svo vísdómslega gerð. En — of jnikið af öllu má þó gera. Sumum þykir sinn fugl svo fagur, að þeir líta niður á alla aðra. Sunium þykir sín skoðun svo fögur og svo fullkomin, að þeir fordæma skoðanir allra annara. Þetta fyrir- brigði gengur aftur frá kyni til kyns og frá degi til dags og kostar þjóðina meiri andlega orku en vatns- orkan er í öllum hennar fossum. Ef reikna ætti til timavinnukaups allar þær stundir, sem fara í súg þrefs og rifrildis í landinu, þá yrðu það mörg hundruð milljónir gull- króna ó liverju óri, jafnvel þó eklci væri reiknað eftirvinnukaup. En hjó ölium þorra fólks er rifrildið aðallega „eftirvinna". Það er vitanlega liolt að deilt sé um lilutina, því að þetta skýrir að jafnaði merg livers máls. Það er ekki ,gott að gleypa hverja hugmynd ómelta og framkvæma iiana sam- stundis. En það er heldur ekki gott að hefja baráttu gegn góðri liug- mynd vegna þess eins, að maður var ekki sjálfur upphafsmaður að lienni. Það er þetta síðasta, sem því mið- ur er svo algengt á voru landi. Það er ekki nema sjálfsagt að menn skiftist í flokka eftir lífsskoðunum og lífsstarfi, og að hverjum manni séu þessvegna liugfólgin ákveðin mál, sem ekki eru geðþekk öðrum. Um þau mál verða jafnan deilur, og jjær eru sjálfsagðar og nauðsyn- legar. Önnur mál eru þannig, að þau þurfa ekki að vera flokksmál og eiga ekki að verða það. Við höf- um dæmi um einstök mál, sem voru svo þýðingarlaus að ekki þótti tiika að deila um þau, og önnur, sem voru svo mikilsverð að það þótti goðgá að deila um þau. En þá varð að deila um leiðirnar, heldur en ekki neitt — hvernig frantkvæmd málsins skyldi liagað. — Það þyk- ir nefnilega ómissandi að deila. „Fuglinn niinn er fegurstur, livað sem hver segir,“ segjum við allir. Það var liátíð í Danmörku, er 26. september 1870 var að kveldi kominn. Seint það kvöld nokkru fyrir miðnætti, fædd- ist elsti sonur Friðriks ríkiserf- ingja og Lovísu krónprinsessu. Að morgni næsta dags, 27. sept., var þetta tilkynt með 27 fall- byssuskotum og flögg voru dreg in að hún um alla Danmörku. Þau verða mörg flöggin nú, sem blakta í haustblænum í hinu draumhýra landi, er konungur- inn á 75 ára afmæli. í hinum blómstrandi lundum Danmerk- ur sameinast rauðu og hvitu lit- ir danska þjóðfánans marglitu laufi trjánna. Víða um lieim samgleðjast menn Danmörku, sem fagnar því, að konungurinn hefir feng- ið að halda þennan merkisdag hátíðlegan í frjálsu landi, í dagsbirtu eftir dimma nótt. Iíristján konungur hefir átt því láni að fagna að halda há- tíð í landi sínu. Hefir hann not- ið virðingar og aðdáunar þegna sinna, svo að lýðhylli hans hef- ir aldrei verið meiri en nú, enda er hann þjóðhetjan, sem með stillingu og festu einurðar hefir aukið mönnum þrek og þolgæði. Með kjörorði sínu hefir kon- ungurinn svarið GuSi hollustu, helgað þjóðinni líf og starf, og heitið því að vaka yfir heiðri sínum. Þessi orð lýsa manninum, hinum einlæga trúmanni, sem ásamt drotningunni gekk til alt- aris nokkrum klukkustundum áður en liann ták við konungs- tign. Hefir konungurinn verið einn hinn kirkjuræknasti mað- ur í Danmörku. Með þjóð sinni hefir hann verið í gleði og sorg. En því konungsstarfi svarar þjóð hans, hvar sem dönsk tunga er töluð, á einn veg. Þjóðin er með kon- unginum, sem altaf hefir verið með þjóðinni. Til hans litu menn oy litu upp til hans. Höfði hærri en allur lýður átti hann aðdráttaraflið, svo að menn horfðu á hann, hinn hug- djarfa konung, er átti viðkvæmt hjarta, svo að þeir kyntust bæði karlmenskubrosi og glitrandi tárum. Þannig hefir konungur- inn verið sameinigarmerki þjóð ar sinnar. Margar eru minningarjiar frá stjórnartíð Kristjáns konungs. Þeim fylgir sól og sumar. Ó- gleymanleg í sögu dönsku þjóð- arinnar er myndin af konung- inum, sem á hvíta hestinum heldur til Suðurjótlands, er það land aftur sameinaðist Dan- mörku, eins og dóttir, sem kem- ur heim til rnóður sinnar. Konungurinn og Alexandrine drotning hafa átt fagnaðar- stundir í Danmörku. Með fögru heimilislífi hafa þau verið þjóð- inni til fyrirmyndar, í gleðinni, og í baráttunni. Á þrengingatímum hefir það sést hvern mann Kristján kon- ungur hefir að geyma. Þar mátti sjá mann, sem kunni ekki að hræðast, þar mátti líta for- ingja, sem aldrei vildi víkja frá brautum skyldu og fórnar. Þessvegna á hann þau itök í þjóð sinni, að þegnar hans hafa viljað láta lífið fyrir hann. Um leið og barist var fyrir frelsi Danmerkur endurrömaði í hjört um þegnanna: Konungurinn lifi! Guði sínum trúr, helgandi þjóðinni þjónustu sína, vakti hann yfir heiðri sínum. Á langri æfi, í sólskini hagsældar og í dimmviðri þrenginga, hefir Kristján konungur borið hrein- an skjöld. Ilér á íslandi er einnig um þetta hugsað og talað. Hingað hafa konungshjónin komið k sinnum og séð Island í sumar- skrúði. Það er vitanlegt hvern hug konungurinn hefir borið til íslands. Konungskveðjan, sem barst liingað 17. júní 19H, bar því vitni, að einlægar óskir komu frá góðu hjarta I Danmörku er hátíð haldin, og á lslandi hugsa menn sam- fagnandi um frjálsa bræðra- þjóð og göfugan konung henn- ar. Bj. J.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.