Fálkinn - 28.09.1945, Blaðsíða 5
P Á L K I N N
5
Adolf Hitler.
1943. En annars tók hann tals-
vert meira lillit til þess, sem
hershöfðingjaráð hans sagði.
— Haldið þér að Hitler sé
lifandi ennþá?.................
— Eg veit ekkert um Hitler..
Eg segi þetta ekki til þess að
láta hlæja að því. Eg hefi við-
urkennt allar þær sannanir, er
mér virðast vera staðreyndir.
En rússneskir vinir mínir, sem
voru viðstaddir í Berlín, liafa
sagt mér hreinskilnislega og á-
kveðið: í okkar sveit erum við
mjög í vafa. —- Hinsvegar voru
Rússarnir mér sammála um, að
ef Hitler væri ekki dauður,
yrði hann að þola verstu hegn-
ingu, sem hægt er að láta ganga
yfir mann, sem hefir droltnað
sem harðstjóri og af lianda-
hófi yfir 250 miljónum manna.
Einu sinni skulfu þeir þegar
hann kom, en nú er hann sjálf-
ur hundeltur og verður að
halda sig dulbúinn neðanjarð-
ar.
En ég get ekki hugsað mér
neina refsingu verri, á mann
af hans gerð. Eg geri ráð fyrir
að maður eins og hann mundi
miklu heldur lcjósa að deyja.
Það hefir verið talað svo mik-
ið um vonir Þjóðverja, að þeim
gæti tekist að koma á sundr-
ungu meðal bandamanna. Það
er meira að segja talað um
„rússneskt-ameríkanskt stríð“.
Hafið þér upplifað nokkuð, er
gæti komið yður á þá trú, að
við getum ekki haft fulla sam-
vinnu við Rússa?
— Nei, ekkert i mínu fagi. Eg
liefi komist að raun um, að
Rússinn, sem einstaklingur, er
með alúðlegustu mönnum i ver-
öldinni. Hann hefir gaman af
að tala við okkur, að lilæja
með okkur. Mönnum mínum
finnst þetta sama. Rússum lík-
ar að festa liugann við það bros-
lega í lífinu, og ég er sannfærð-
ur um, að þeim fellur vel við
bandamenn og finnst gaman
að hafa kynnst okkur.
Slík tilfinning hefir ósjálfrátt
sínar afleiðingar. Þegar öllu er
á botninn livolft, er friðurinn
kominn undir öllum þjóðum
heimsins, en ekki undir hinum
og þessum stjórnmálaforingjum
sem reyna að stefna hag þjóð-
ar sinnar í álcveðna átt. Ef öll
þjóðin er í vinarhug munum við
fá frið.
Eg held, sem sagt, að Rússar
séu i vinarhug. Eg veit að allir
liðsforingjar, sem ég hefi hitt,
eru það. Eg hefi átt tal við
þetta fólk og suma hermennina.
Eg uppgötvaði að þá langaði
til að hlæja og skemmta sér,
þeir gátu ekki notið lífsins á
striðsárunum, er maður varð
að skríða i aur og snjó og rign-
'ingu. Það er ekki hægt að njóta
lífsins á þann hátt.
Hvaða skoðun hafið þér á
framtíð Þýskalands?
— Það var einu sinni í orust-
unum í Kasserine-skarðinu, að
nokkrum hermönnum féllst
hugur og þeir laumuðust burt.
En einn hermaðurinn blés nýju
hugrekki í brjóst sveitinni með
því að segja: „Það er engin
framtið í að gera þetta!“ Eg
get ekki séð hver framtíð
Þýskalands er á þessari stundu.
Það er nútiðin, sem Þjóðverjar
verða fyrst og fremst að hugsa
um.
Þýska viðfangsefnið í heild,
skiftist frá mínu hermannssjón-
armiði í tvennt. Fyrst og fremst
eru sjálfar ráðstafanirnar, sem
gera þarf strax, neyðarráðstaf-
anirnar. Við ættum ekki að vera
að brjóta heilann um stjórnar-
fyrirkomulagsáform til langs
tíma, eða um þær aðferðir, sem
við eigum að beita í Þýska-
landi, fyrr en þessar neyðarráð-
stafanir hafa verið framkvæmd-
ar. Því að á þær kemur til að
reyna í vetur.
Þessvegna álít ég að fram-
tíðaráform Þjóðverja sjálfra
eigi ekki í bili að ná nema til
næsta vors, þegar þeir geta
byrjað að sá með eðlilegu móti
1 ár hefir verið sáð í akrana
nokkrum mánuðum og seint. Og
í vetur er öll framtíð þeirra
undir því komin, hvaða not
verða að þessu.
Hafið þér nokkuð á móti því
að hverfa aftur til ársins 1943
og segja álit yðar á hæfni þýslcu
herjanna, sem börðust við yður?
— Eg hefi rannsakað þessa
menn. Eg hefi lesið bókina
„Hershöfðingjar Hitlers“. Eg
hefi talað við hvern einasta
enskan liersliöfðingja, sem vissi
eitthvað um þá. Undirmaður
minn, Sti-ong hershöfðingi þekkti
Jodl hershöfðingi.
flesta þeirra persónulega. Eg
liefi talað við hann líka. Allir
liershöfðingjar vilja helst vita,
hvað býr í liöfðinu á andstæð-
ingum þeirra.
En það erfiðasta viðvíkjandi
þessum liershöfðingjum er, að
maður veit aldrei, að hve miklu
leyti þeir hafa starfað upp á
eigin hönd, og hve víðtækt um-
boð þeir hafa liaft til þess að
ráða gerðum sínum sjálfir. Þeir
stjórnmálamenn, sem ég hefi
starfað fyrr, álitu — sér til æ-
varandi heiðurs — að hershöfð-
ingjarnir ætlu að hafa svo mik-
ið vald, sem frekast væri unnt.
En ég lield að þýska stefnan
hafi ekki verið þannig.
Eftir minni skoðun og sam-
kvæmt öllu því, sem ég hefi
lieyrt, var von Rundstedt her-
höfðingi fullkomnasti hershöfð-
inginn, sem við áttum í höggi
við. En þetta byggist vitanlega
aðeins á þeirri reynslu, sem ég
sjálfur liefi.
Persónulega fannst mér að
Rommel væri í úrvalsflokknum.
Hann var djarfur og liugaður.
En hann var ekki neinn Lee
eða Marlborougli eða neitt svo-
leiðis. Von RUndstedt var tví-
mælalaust sá æfðasti, menntað-
asti og heilsteyptasti liermað-
urinn, sem við hittum — það
er að minsta kosti mín skoðun
af því sem ég liefi lesið og þvi
sem vinir mínir hafa sagt mér.
Kurteis dýr.
Það eru ekki karlmennirnir einir
sem hafa þann sið að gefa brúði
sinni gjöf; þess eru lika dœmi að
dærin geri það, þegar þau koma
í bónorðserindum. Til dæmis koma
mörgæsasteggirnir í Suðurskauts-
löndunum með fallega steina, þegar
þeir eru að koma sér í mjúkinn
hjá þeirri útvöldu. í Ástralíu er
fugl, sem hyggir lystiliús handa
unnustu sinni og færir henni
ber og blóm þangað, og unnusti
flugu einnar kemur með sælgæti,
er hann liefir búið um silfurgljáandi
umbúðum, einskonar kirtlasafa, sem
liann liefir ælt.
llver fann:
BRYNVARIN SKIP?
1 Krímstríðinu fyrir nær hundrað
árum höfðu bandamenn nokkur
brynvarin skip, sem komu að miklu
gagni við árásina á Sevastopol, og
eftir Krímstyrjöldina lét Napóleon
III. smíða fyrstu brynvörðu frey-
gátuna, sem hann nefndi „La Gloire“
og var skipið gert eftir teikningu
Dupuy de Lome. Það var ekki fyrr
en eftir borgarastyrjöld Norður-
Ameríku að farið var að nota bryn-
varin skip að marki í stað herskipa
úr tré. Suðurrikin áttu brynvarða
freygátu, sem hét „Merrimac“. Hún
réðst á flotádeild frá Norðurrikj-
unum 8. mars 1862 á höfninni í
Hampton; i henni voru 4 freygát-
ur, 1 korvetta og nokkur minni skip.
Sökkti „Merrimac“ korvettunni og
gerði eina freygátuna óviga. Dag-
inn eftir hélt orustan áfram, en nú
höfðu Norðurríkin fengið einkenni-
legan liðsauka. Það var einskonar
flothylki, varið þykkri brynju og
ofan á þvi fallbyssuturn, sem snúa
mátti í allar áttir. „Merrimac“ réðst
þegar gegn þessum óvini, en gat
ekki unnið bug á honum og varð
loks að flýja af hólmi. Þetta nýja
skip, ef skip skyldi kalla, hét „Mon-
itor‘“ og liafði verið smíðað sam-
kvæmt teikningu liins fræga sænska
verkfræðings og hugvitsmanns Jolin
Ericsson (f. 1803, d. 1889). Hann
hafði boðið Norðurrikjunum að
smíða svona fley á 100 dögum. Ekki
heimtaði liann neina borgun fyrir
skipið fyrr en reynt hefði verið að
hvaða gagni það kæmi, en hann
kvaðst ábyrgjast, að það gæti unn-
ið bug á hvaða andstæðingi, sem
vera skyldi. Þetta hafði nú ræst.
Orustan við Hampton táknaði þátta-
skifti i sjóliernaði og voru nú smíð-
aðir nokkrir „monitorar“. Síðar var
þó hætt við þessa gerð, þvi að hún
fór mjög illa i sjó. Brynvörðu lier-
skipin, sem farið var að smíða eftir
þetta — æ stærri, sterkari og fer-
legri — voru svipaðri að lögun hin-
um eldri skipum.
A llir þeir, sem eitthva'ð læra
ættu að leggja áherzlu á
nám tungu sinnar — livort sem
þeir ganga í skóla eða menta
sig sjálfir.
Hljómfegurð íslenskunnar og
kraft er hvergi fremur að finna
en í íslendingasögunum.
Nútíðar og framtíðar bók-
mentir vorar verða að standa á
þeirra merg, að því leyti sem
mál og framsetningu snertir.
Ef lil vill er íslenskan feg-
ursta tunga á jarðríki, að minsta
kosti ætti hún að vera fögur í
okkar eyrum.
íslendingasögur eru dýrgripir
tungu vorrar“.
Þessi orð hefir liinn kunni
gáfumaður Guðmundur Frið-
jónsson skáld ritað um alþýðu-
útgáfu Sigurðar Kristjánssonar
af íslendingasögunum.