Fálkinn


Fálkinn - 28.09.1945, Blaðsíða 14

Fálkinn - 28.09.1945, Blaðsíða 14
14 P Á L K I N N Þjónur ásanxt prófnefnd. Matreiðslufólk ásajnt prófnefnd. Nvefnsprofiii á Þiiigvölliiiii Miðvikudaginn 19. september var veisla lialdin í Valhöll á Þingvöll- um í tilefni af því, að þann dag iuku þar sjö matreiðslumenn og' fimm veitingaþjónar sveinsprófi, og er það jafnframt fyrsta prófið, sem tekið hefir verið hér á landi í þess- um iðngreinum. Til prófs þessa var stofnað að tilhlutun Matsveina- og veitinga- þjónafélags íslands, og bauð stjórn þess blaðamönnum, stjórn iðnráðs íslands og mörgum fleiri gestum að vera viðstaddir þennan atburð, sem sannarlega má kalla merkilegan þátt í þroskabraut þessara ungu stétta. Var prófverkefni matreiðslumann- anna m. a. i þvi fólgið að mat- reiða fyrir gesti þá, sem hófið sátu og fórst þeim það af hinni mestu prýði. Fjölda margir réttir voru á borðum. Um hádegi var kalt borð, en heitur matur um kvöldið, enn- fremur smurt brauð milli máltíða. Var maturinn einkar ljúffengur og fjölbreytni í tilbúningi hinna ein- stöku rétta mjög mikil. — Hlutverk framreiðslumannanna var að leggja á horðin og ganga um beina, og gerðu þeir það af hinni mestu smekkvísi og lipurð. Var unun að horfa á skreytingarn- ar á borðuin sumra þjónanna, en þeir höfðu hver sitt sérstaka borð að sjá um, er köldu réttirnir voru framreiddir um hádegi, en um kvöldið var hinsvegar sameiginlegt borðhald, og höfðu þjónarnir allir í sameiningu lagt á borðin og skreytt þau. Fjölmargar ræður voru fluttar við þetta tækifæri. Formaður Matsveina- og veitingaþjónafélags íslands, Frið- steinn Jónsson skýrði frá ýmsum at- riðum úr starfsögu íslenskra veit- ingamanna, og þakkaði þeim, semgerst hö,fðu brautryðjendur á þvi sviði. Hann sagði m. a. að stéttir þessar væru tillölulega ungar, t. d. Iiefði enginn íslenskur matreiðslumaður verið til hér, er skip Eimskipafé- lagsins byrjuðu siglingar, og hefði því orðið að taka erlenda menn til þeirra starfa. Nú sagði hann það hinsvegar vera metnaðarmál allra veitingamanna, að efla svo stéttina, að hún gæti hvar sem væri staðið erlendum veitingamönnum jafnfætis i starfinu, og hrinda þar með sliðru- orði þvi, að ekki væri unnt að bjóða liingað erlendum gestum, sökum kunnáttuleysis og liæfnisskorts veit- ingamanna á gistihúsum. Friðsteinn gat þess, að fyrstu ár- in eftir stofnun Matsveina- og veit- ingaþjónafélags fslands, (en það er stofnað 1927), hefðu aðallega geng- ið til þess að efla samtök út á við, bæta kjör og aðbúnað veit- ingamanna og því um líkt. Nú væri aftur á móti farið að snúa sér meir að innri málum stéttarinnar; það er að koma á aukinni menntun veitingamanna og sjá um að til þeirra starfa veljist færir menn, hver á sínu sviði. Hann kvað þennan dag vera mikla liátíð fyrir veitingamenn, og marka spor í samtökum þeirra, því um leið og þetta fyrsta próf væri tekið, væru veitingamenn komnir í tölu annara iðnaðarmanna, með sömu réttind- um og skyldum og þeir. Meðal þeirra mörgu manna, sem tóku til máls var Pétur G. Guð- mundsson formaður iðnráðsins, og bauð hann veitingamennina vel- komna í raðir iðnaðarmanna. Það er rétt að íslenskum veit- ingamönnum hefir oft verið legið á hálsi fyrir J)að, að þeim væri ýmislegt áfátt í starfi sinu, og ef til vill ekki alltaf að ástæðuiausu, cn oft og tíðum má iíka rekja orsak- ir þess til veitingahúsanna sjálfra, J)ess vanbúnaðar, sem er í rekstri flestra þeirra, og það er áreiðanlegt að hér skortir síður á hæfa veit- ingamenn en liæf veitingahús. Við eigum án efa mikið af færum veit- ingamönnum, bæði matreiðslu- og framreiðslumönnum, en okkur van- liagar um fullkomin og hreinleg veitingahús og önnur nauðsynleg skilyrði svo að þeir fái notið sín og geti fuUkomlega sýnt hæfni sína í starfinu. Þetta sönnuðu best hinir ungu veitingamenn, sem luku prófi á Þingvöllum 19. september. Þar eru fullkomin tæki til að nota við mat- reiðsluna; þeir höfðu nóg af öllu, sem til þurfti að búa út veglega veislu; gátu framreitt hina mis- munandi rétti svo tugum skifti, gátu skreytt borðin fögrum blómum, og þeir sýndu, að Jseir kunna að fara með þetta á fullkominn og smekk- legan hátt. Alls voru það tólf menn, sent luku prófi í þessum iðngreinum eins og áður segir, fimm í fram- reiðslu og sjö i matreiðslu. Þessir luku prófi í framreiðslu: Theodór Ólafsson, Stefán Þorvalds- son, Árni Guðjón Jónsson, Trausti Magnússon og Tryggvi Steingríms- son. Prófnefnd skipuðu veitinga- þjónarnir, Steingrímur Jóliannesson, Edmund Eriksen og Helgi Rosen- berg. í matreiðslu tóku eftirtaldir próf: Hólmfriður María Jensdóttir, Sveinsina Guðmundsdóttir, Þorgeir Pétursson, Kristján Ásgeirsson, Þórð ur Sumarliði Arason, Böðvar Stein- þórsson og 'Kjartan Guðjónsson. Prófnefnd þeirra skipuðu: Þórir Jónsson, A. Rosenberg og Lúðvig Petersen. Snígillinn kvað geta lifað í fimm ár án þess að nærast. Helgi Gnðmundsson bankastj., verð- ur 55 ára 29. september. fíósa Kristjánsdóttir, Týsgötn 6, verður 75 ára 30. september. HERBERGI NR. 6. Niðurlag af bls. 9. var eins og á nálum, lionuiA fannst að þetta niundi liafa illan endi. Fimm jninútum síðar °r þjónninn kominn, hann fær- ir hann í frakkann og segir að bíllinn sé kominn. Gústi bað þjóninn að lileypa sér út um bakdyrnar, og út í bilinn komst Jiann án þess að veleja nokla-a eftirtelet. Og mikið var hann feginn þegar liann kom heini, en það var ekki nema augnablik, því að á borðinu lá pakki og bréf. Ilvorttveggja stílað til hans. —• Hann reif upp bréfið með á- fergju og kom þá skýringin i ljós. Það var á þessa leið, stutt og laggott: „Þú komst rudclalega fram við mig í nótt og vildir ekki tala við mig þegar ég sendi þér boð. Svo sendi ég þér þessar fúu gjafir þínar aftur, sem ég mun hafa raun af að horfa á. Eg vonast til, að þú getið not- að þær hancla þeirri, er næst hlýtur hnossið. — Og eitt vil ég segja þér enn: — Þú skalt ekki regna að ná samfundum við mig, því að það er þér ó- mögulegt. Erla. = §«=

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.