Fálkinn


Fálkinn - 28.09.1945, Blaðsíða 8

Fálkinn - 28.09.1945, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Herbergi númer 6 Eftir Kalla. Ágúst Björnsson var ágætis piltur og vel skynsamur. Hann var gjalkeri hjá heildverslun í Reykjavík. — Húsbóndi lians treysti honum mjög vel og fól honum þessvegna, að fara til Vestmannaeyja í ábyrgðarmikl- um erindum fyrir sig. Ágúst fór frá Reykjavík á miðvikudagskvöld, en kvaðst koma aftur til baka á sunnu- da;gsmorgun. Ferðin gekk á- gætlega, og eftir 10 tima sigl- ingu var komið til Eyja. Hann var að virða fyrir sér þessa fögru landsýn og þetta háa bjarg, sem skipið lá alveg inn- undir, þegar bátur legst að skipshliðinni og fólkið þyrpist niður í hann, mest af þvi eru sjómenn og ein og ein sælleg sveitastúlka. Það var yndts- legt veður svo enginn fékk upp- sölu á Ieiðinni í land. — Jæja þá, dæsti Ágúst, þeg- ai' í land var komið. Hann hafði svo oft heyrt að það væri svo erfitt að komast í land í Vest- mannaeyjum. Nú varð hann að útvega sér herbergi og fæði og gekk það allt ágætlega. Þetta var í fyrsta sinn, sem Ágúst kom til Eyja. Bærinn sjálfur var ljótur í hans augum, honum fannst liúsin svo illa skipulögð, að engu væri líkara en Eyjaskeggjar hefðu mist þau niður hin,gað og þang- að. En það var nú eiginlega ekki þetta, sem Ágúst var sendur til að athuga og þessvegna varð hann að taka til starfa og ljúka erindi sýnu á þeim tíma, sem hann hafði ætlað sér og það gerði hann líka. Þegar Ágúst kom út af einni skrifstofunni þar á staðnum, var kallað á hann með nafni. Ágúst leit um öxl og var þar kominn Magnús Helgason, gam- all skólabróðir hans og vinur. Þeir heilsuðust innilega, því að þeir höfðu ekki sést síðan ó skóaárum sínum í Reykjavík. Og kom það þá einstöku sinn- um fyrir, að þeir splæstu í eina sívala, náðu sér í bíl og kven- fólk — auðvitað — en óku bara ofurlítið út úr bænum, allt í liófi — náttúrlega. Magnús var að flýta sér eitt- hvað og bað Ágúst að líta heim til sin þá um kvöldið. Svo sagði hann Ágústi heimilis- fang sitt og að liann mætti alls ekki svíkjast um að koma. Klukkan rúnilega 8 um kvöld- ið var Ágúst kominn heim til Magnúsar. Magnús bauð hon- um í stóra og fína stofu og datt Gústa þá ósjálfrátt í liug, að Magnús hlyti að vera vel stæð- ur, eftir íbúð lians að dæma. En einmitt á sama augnablik- inu tók Ágúst eftir gullhring á hægri hendi Magnúsar og spurði hvort hann væri giftur. Mágnús kvað svo vera, Svo sagðist hann ætla að ná í kon- una sína og lofa lionuni að sjá hvað liún væri falleg og myndarleg, hreint og heint guð- dómleg. En Gústa brá ekki meira en það þegar Magnús kom með konuna, að liann ryktist til í stólnum og kaldur sviti spratt honum á enni, því að hún var engin önnur en kærastan hans frá því fyrir liálfu öðru ári síð- an. En andlitið á Magnúsi var allt eitt ánægjubros þegar liann sagði: — Þetta er konan mín, Erla Jónsdóttir, og þetta er vinur minn Ágúst Björnsson. Ágúst rétti lienni hönd sína og tók hún snöggvast í hana, mjög vandræðalega. Hann ósk- aði þeim síðan til hamingju og allra heilla í framtíðinni. Hún tók þessu öllu mjög eðli- lega og var ekki liægt að sjá, að liún liefði nokkurntíma séð Ágúst áður. Svo gekk hún út úr stofunni og sagðist koma rétt strax með kaffið. Og eitt var vist, að Magnús hafði ekki tekið eftir neinni geðshræringu hjá henni. En það var á annan veg með Ágúst. Hann var eins og upp- málaður aumingi og var Erla varla komin út úr stofunni, þegar Magnús spurði liann, og ekki að ástæðulausu, hvort Iiann væri eittlivað lasinn, eða hvort hanii væri ekki búinn að jafna sig eftir sjóferðina. Ágúst kvaðst vera jafngóður eftir ferðalagið, en sagðist hafa fundið til einhverra þyngsla, um það bil er hann kom inn í stofuna. Magnús ætlaði að rjúka fram til konunnar sinn- ar og ná í vatn, en Gústi flýtti sér að segja, að þetta væri liðið hjá og sig langaði ekkert í vatn, en sig langaði hálfpartinn í síg- arettu. Magnús bað hann fyrir- gefa, að liann liefði ekki boðið honum að reykja. í þessu kom Erla inn með kaffið og sýndist Gústa hún vera eittlivað viðutan, þegar hún var að legg'ja á borðið. Svo sneri hún sér að Gústa og sagði: — Viljið þér gjöra svo vel að færa yður að borðinu. Ágúst þakkaði, og gjörði sem hún hað. Nú var byrjað að gæða sér á kaffinu, en lítið var um sam- ræður, þó að aumingja Magnús gerði hverja tilraunina á fætur annari til að koma þeim af stað. Þangað til hann allt í einu kom þeim báðum til að volgna. — Ertu annars ekkert við kvennmann kenndur ennþá, Gústi minn? Það getur svo vel verið þó að við Erla vitum það ekki. — Nei, ekki er nú svo vel, svaraði Gústi og' reýndi að dylja hvað þessi spurning liitti liann illa. Og var það mesta furða livað honum tókst það. En Erla þreif kaffikönnuna og þaut út úr stofunni, kafrjóð í kinnum. Gústa fannst nú íiorfa til vandræða og fór að tala utan að þvi við Magnús, hvort hann vildi ekki ganga eitthvað út í bæ með sér og féllst Magnús strax á það, eftir að Gústi var búinn að afþakka meira kaffi. Nú kom Erla aftur með kaffi- könnuna og lést endilega vilja að Gústi fengi sér meira kaffi, en hannvar fljótur að afþakka og kvaðst ómögulega geta drukk- ið meira. Svo kvaddi Gústi og þakkaði fyrir góðgerðirnar. Þeir gengu svo niður i bæ og nú snerust samræður þeirra ekki um kvenfólk og þess hátt- ar, eins og í gamla daga. Nú voru það stjórnmál og verslun- armál og þannig leið tíminn fljótt hjá þeim, þangað til Gústi fór að hafa orð á því, að það væri víst orðið nokkuð fram- orðið. Magnús fylgdi honum svo þangað sem hann bjó, svo kvöddust vinirnir, liklegasl í siðasta sinn sem vinir. Þegar Ágúst var kominn úpp á herbergið sitt, þá settist hann á legubekkinn og fór að lmgsa um þessa fimm mánuði, sem hann var með Erlu. Hann kynntist henni af lil- viljun, á sunnudegi fyrir hálfu öðru ári síðan í bíl, sem var að fara til Ilafnarfjarðar frá Reykjavík. Hann lenti við hlið hennar í bílnum, hún var ansi ræðin og skemmtileg og féll honum einkar vel í geð. Ilún var með ýmislegt sælgæti, bæk- ur og þessliáttar, sem hún var að færa sjúkling, sem lá þar í sjúkrahúsi. Þegar til Hafnar- fjarðar kom, bað hún um að Amerískí golf-medstarinn, Sammy Snead (hér að ofan) húði sína fyrstu keppni í Portland, Oregon, eftir að hann var leystur frú herþjónustu. Auðvitað bar hann sigur úr býtum — hlaul meira að segja 289 stig — hvað sem það nú þýðir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.