Fálkinn


Fálkinn - 28.09.1945, Blaðsíða 10

Fálkinn - 28.09.1945, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N VNCSSVtf LE/&NMIRMIR Kötturinn risans. Það, sein ég setla að segja ykk- ur núna, skeði í gainla daga, þegar allsstaðar var fullt af dvergum og göldrum iiér á. jörðinni. Þá var uppi dvergur, sein hét Snuddi. Þetta var í rauninni allra besti dvergastrákur, en hann hafði bara þann óvana, seni margir dverg- ar hafa haft, að hann erti aðra hvenær sem hann gat. Þegar liann stækkaði, fór hann út í veröldina til að leita sér atvinnu. En það var nú hægar ort en gert, því að þá var engin Bretavinna. „Við höfum eklcert við þig að gera,“ sagði fólkið í stórri höll, sem liann kom í, „við eigum „Borð- dúkaðu-þig“, svo að við þurfum engan þjón hérna.“ „Geturðu burstað sjö-mílna-stíg- vél?“ var hann spurður á öðrum stað. „Nú ekki það — þá höfum við ekkert við þig að gera, því að húsbóndinn notar aldrei öðru- vísi stígvél." ólisstaðar var svo mikið af alis- konar kynjum og galdratækjurn að Snudda veslingnum var alveg of- aukið. Hann fór lengra og lengra að leita fyrir sér og loks var hann kominn upp í fjöll. Þar kom liann að litlu, skritnu húsi. Kringum það voru svalir á allar hliðar, og í varpanum fyrir ofan húsið var hópur af gæsum. Á svöiunum stóð gömul kona og var að hisa við stóra sæng, sem hún hrissti af öllum kröftum. Það kom heilt ský af hvítum dún út úr sænginni, og konan kinkaði kolli og sagði ánægð: „Nú fær það nógan snjó, skíða- fólkið á íslandi, eins og það hefir verið að óska sér!“ Drengurinn sá strax að þetta hlaut að vera liún Slyddumamma. Þekkið þið hana? Það er hún, sem býr til snjóinn, þegar Iiún hristir sængurnar sinar. Snuddi fór til hennar og lineigði sig niður að jörð og sagði: „Góðan daginn, Slyddumamma, þú hefir víst mikið að gera núna, að lirista allar sængurnar þínar?“ „Já, það hefi ég,“ svaraði Slyddu- mamma. „En ég kemst þó alltaf yfir það, enda vil ég heldst liugsa um það sjálf, svo að ekki komi rugl- ingur í ahnanakið. Það væri lak- ara ef það færi að snjóa um mitt suinar, en eins og þú veist vilja allir fá snjó um jólin, og skiða- fólkið heimtar snjó um páskana. O, það held ég nú. En að er verra með gæsirnar mínar.“ „Hvað er með þær?“ spurði Snuddi. „Það er nú svoleiðis, að i hvert skifti sem ég fæ mér gæsastelpu þá kemur einhver prinsinn og gift- ist lienni — ég veit ekki hvernig í þvi liggur, en þeir rífast bein- línis um gæsastelpurnar mínar!“ „Þær hljóta þá að vera ósköp fallegar!“ sagði Snuddi og gægð- ist upp í varpann, en þar sat ljóm- andi falleg stúlka með gular, lang- ar fléttur, en hjá lienni stóð prins og hað liana um að setjast á bak hestinum sínum og tvímenna með heim. „Já, laglegar eru þær, stelpúrnar,“ svaraði Slyddumamma, „en ein- hvern verð ég að liafa til að gæta gæsanna, því að annars fæ ég eng- an dún - og hvernig ætti þá að koma snjór, ef ég gæti ekki hrist sæng- urnar niínar?" „Láttu mig þá liugsa um gæsirn- ar,“ sagði Snuddi. „Þú getur verið örugg um, að enginn prins kemur til að sækja mig.“ „En ef til vill kemur þá prins- essa í staðinn!“ sagði Slyddumamma og ldó, því að hún var mesta gæða- kerling, og leist vel á Snudda. Svona atvikaðist það að Snuddi fékk atvinnu hjá Slyddumömmu. Á hverjum morgni fór hann út á varp- ann og stóð yfir gæsunum; þær voru svo stórar að það lá við að hann hefði beig af þeim. En því miður var hann dálítið ertinn,- Einn daginn tók hann allra stærstu sængina liennar Slyddu- mömmu og hristi úr henni í suð- ur, og þið megið trúa að það snjó- aði mikið á Ítalíu þann dag, þó að þetta væri um sumar. Og svo fyllti hann sængina af pappírsmiðum. Nokkrum dögum síðar hirti Slyddumamma sömu sængina. Henni brá lieldur en ekki í brún, því að nú snjóaði pappír. „Þetta hefir dvergskömmin gert!“ sagði lnin. Og svo hljóp hún og ætlaði að lúskra á honum, en hann sá hana og varð hræddur og hljóp inn í gæsastíuna. „Jæja, þú getur þá húkt þarna,“ sagði hún og skellti aftur hurð- inni, „ef þú kemur út bíta gæsirn- ar í lappirnar á þér.“ „Æ, fyrirgefðu mér, ég> skal aldrei gera það aftur. Hjálpaðu mér að komast fram hjá gæsunum.“ „Nei,“ sagði Slyddumamma afund- in. En Snuddi hélt áfram að nudda; hann lofaði að gera allt, sem Slyddu- mamma vildi, ef hún aðeins hljápaði honum og léti gæsirnar ekki gera honum mein. Loks sagði hún: „Það er bara eitt, sem mig langar til að eiga, og það er kötturinn risans i Vest- urfjalli. Náðu i hann handa mér.“ Snuddi lofaði því, og Slyddu- mamma hleypti honum út, gaf hon- um nesti og nýja skó og svo fór liann. En honum var um og ó; hverig átti hann að ná kettinum frá risanum? Undir kvöld kom hann til ris- ans, sem sat i hægindastólnum sínum og var að reykja pípu og lék sér við köttinn. „Skelfing er það skrítinn hund- Framhaldssaga barnanna: Vitns Beringr 17) Vitus Bering lagði mjög hart að sér til að létta þjáningar félaga sinna, og fór svo að lokum að liann sýktist sjálfur al' skyrbjúg og var þegar svo þungt haldinn, að honum var ekki hugað líf. En hann tók ör- lögum sínum með jafnaðargeði. Allt fram til síðustu stundar gegndi hann hlutverki hins hugrakka for- ingja, sem talaði kjark í menn sína og glæddi lífsvon þeirra og þrek. í dagbók skipslæknisins segir, að Vit- us Bering hafi dáið úr „hungri þorsta og kulda og vegna and- streymis og óbærilegra rauna.“ Lát- laus en táknrænn trékross var reist ur á gröf lians. Ári síðar tókst þeim sem eftir lifðu af leiðangursmönnum að komast aftur til Kamstjaka. 18) Ævi Vitusar Bering hafði verið nær óslilin keðja vonbrigða og einatt höfðu afrek hans og þrekvirki sætt ranglátri gagnrýni. En í dag er starf hans viðurkennt af Iand- l'ræðingum og vísindamönnum um heim allan, og óþreytandi elja hans og göfugmannlegt hugarfar liefir tryggt lionum tignarsess á meðal liinna mestu landkönnuða allra jijóða. Þegar 200 ár voru liðin frá fæðingu Vitusar Bering, minntist öll danska þjóðin lians m. a. með útvarpsdagskrá, sem lielguð var lietj- unni frá Jótlandi, og það voru gerð- ar víðtækar ráðstafanir til að reist- ur yrði stór og tilkomumikill minnis- varði, honum til heiðurs í fæðingar- hæ hans Horsens. Endir. ur, sem þú erl með í lófanum, lierra risi,“ sagði Snuddi ósköp sakleysislega. „Hundur? Geturðu ekki séð að þetta er köttur?“ sagði risinn. „Er það köttur. Nei, það er hundur, svo framarlega, sem ég heiti Snuddi.“ Nú fór að síga í risann og hann kallaði á þjóninn sinn og spurði: „Hvað er jietta, sem ég er með í lófanum?“ Þjónninn var jafn heimskur og liann var langur, og risinn var sjálfur litlu vitrari. Snuddi livísl- aði einhverju að þjóninum, og svo sagði hann: „Þetta er hundur, herra risi!“ „Nú tekur út yfir!“ hrópaði ris- inn fokvondur. „Þetla þoli ég ekki!“ Svo setti hann litla köttinn á gólf- ið og tók hattinn sinn. „Hvert ætlarðu?“ spurði Snuddi. „Til risans í Austurfjalli,“ svar- aði risinn. „Hann kom til mín í gær og var með hundinn sinn, og liefir liaft skifti á honum og kett- inum mínum. En það skal hann fá borgað.“ „Þú ættir ekki að láta hann fá liundinn aftur,“ sagði Snuddi, „liann gæti reynt í annað skifti að liafa skifti á honuin og kettinum." „Rétt segir þú,“ sagði risinn. „En livað á ég þá að gera við hundinn?“ „Þú getur gefið mér hann,“ sagði Snuddi. „Taktu hann þá!“ sagði risinn og fór i sjö-mílna-stígvélin sín. Ris- inn fór svo að sækja köttinn, að hann hélt, en Snuddi flýtti sér heim til Slyddumömmu með kött- inn, og hún fyrirgaf lionum allt. = § = Tollai'inn: — Leyfist mér að spyrja — er þetta skolt einkaeign frökenarinnar? Jón: — Það er annars merkilegt, livað sumir geta verið utan við sig. Einn mann þekkti ég, sem gerði það stundum á kvöldin að leggja frakk- ann sinn kirfilega upp í rúm og breiða vendilega ofan á hann, en sjálfan sig hengdi liann svo upp á snaga. Sveinn: — Það þykir mér ekki mikið. Eg þekkti mann, sem var oft svo utan við sig á kvöldin, að hann bjó um hundinn í rúminu, en spark- aði sjálfum sér niður stigann. = § = Þeir höf&u verið á balli á Borg- inni og hittust daginn eftir........ — Hvernig gekk þér heim i nótt? — Alveg prýðilega, þangað til ég kom fgrir hornið. Þá steig einhver á hendurnar á mér. -§ =

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.