Fálkinn


Fálkinn - 28.09.1945, Blaðsíða 9

Fálkinn - 28.09.1945, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 sækja sig' á sjúkraliúsið eftir klukkutíma. Nú sá Ágúst sér leik á borði og eftir klukkutíma var hann kominn með híl að sjúkrahúsinu. Hann sagði við bílstjórann um leið og liann lagði tíukróna- seðil í lófa hans. — Við skulum hara aka gætilega til Reykja- víkur, ég horga. — Eg skil, svaraði bílstjór- inn. Svo blés hann í hornið sitt. Eftir nokkur augnablik kom Erla. Gústi opnaði bilhurðina og hneigði sig um leið og hann bað hana að gjöra svo vel. Svo settist hann við hlið hennar í annað sinn. Og bíllinn rann af slað. Eftir stulta þögn, spyr hún bílstjórann livort ekki verði fleiri í bílnum. Hann svaraði því neitandi. Mjög undarleg tilviljun, sagði Gústi og brosti. Hún leit til hans dálítið glettnislega og sagði: — Já, það finnst mér líka. Og Gústi þóttist lesa það úr svip hennar að hana grunaði hvernig á því stæði. Nú fór feimnin að flýja þau, og spjölluðu þau um alla lieima og' geima, þó að aðal- umræðurnar snerust um bíó og dansleiki. Þegar lii Reykjavíkur kom voru þau orðin dús og hann búinn að bjóða henni i híó þá um kvöldið og átti hann að koma laust ívrir klukkan níu að sækja liana. Nú staðnæmdist bíllinn, og þau ætluðu varla að trúa að hann væri kominn heim til hennar. Svo fljótt leið tíminn. Hún rétli honum höndina að skilnaði og sagði: - Við liittiunst aftur í kvöld. Svo brosti hún innilega, að honuni fannst, og hljóp inn í luisið. Um kvöldið gekk allt ágætlega. Hún sagðist aldrei hafa skemmt sér eins vel á Uíó. Auðvitað trúði hann þvi þá. — Svona skemmtu þau sér, ýmist i bió eða á kaffihúsum og eins og gengur og gerist hjá unga fólkinu nú á dögum. Stundum fóru þau heim til hans og nulu ástarinnar og þeirrar sælu, sem sálin og það sem henni fylgir öðlast, þegar elsk- endur faðmast og kyssast. En enginn veit sína æfina, fyrr en öll er. Og sannaðist það hér sem oftar. Það var á laugardegi. Þau liöfðu ákveðið að fara á dans- leik, sem álti að vera á Ilotel Island þá um kvöldið. Dansleik- urinn átti að byrja með kvöld- verði kl. 7. Það gekk bókstaflega allt á móti Gústa, það kvöld. Reim- arnar í lakkskónum hans slitn- uðu, svo að hann varð að senda eftir öðrum. Klukkan var orðin liálf álta þegar hann hringdi á bílstöðina og fékk það svar, að það væri enginn bíll við i augna blikinu, en hann kæmi á hvei’ri stundu. Gústi bað þá um fyrsta bílinn heim til Erlu. Svo flýtti hann sér lieim til liennar, en þegar þangað kom var hún enn að bollaleggja í hvaða kjól liún ætti að fara. Hann bað hana um að flýta sér nú að ákveða þetta, því að þau voru orðin of sein. Hún svaraði honum skæt- ingslega, að ef hann væri mjög tímabundinn, þá gæti hann far- ið án sin. Ágúst var nú orðinn brúnaþungur en þagði samt, þangað til bíllinn kom loksins kl. 8. Þá spurði .hann aftur Iivort ekki væri liægt að fara að koinast af slað. En liún lét sem hún lieyrði ekki til lians, eða hann væri ekki í herberginu. Þegar bíllinn var búinn að bíða í tíu mínútur var lagt af stað. Ekkert töluðust þau við á leið- inni. Þegar niður að lióteli kom, hjólpaði hann henni úr káp- unni. Svo fór hún frá honum, án þess að segja eitt aukatekið orð. Og gat hann sér til, að liún liefði farið að laga á sér hárið eða þesshátlar. Ilann stóð nú þarna frammi góða stund og var farið að leið- ast. Þangað til Jónas kom til hans (Jónas vann á skrifstof- unni með honum) og sagði: Hvað er að sjá þig kunningi, það er engu líkara en að þú hafir verið að eignast fjórbura, eða kannske þú sért svona þunnur. Svo fór hann með Gústa inn i lílið prívat þar inn af for- salnum, sem vanalega var full- skipað en nú aðeins einn maður og það varðar engan um hvað liann var að gera. Jónas tók nú upp einn vel vaxinn viskípela og sagði um leið og hann rétti Gústa liann. Drekktu svo þennan leið- indasvip burt af ásjónu þinni. Gústi hló að fyndni hans um leið og hann tók vænan teyg af þessum ágæta vökva og ekki fóru þeir af prívatinu, fyrr en pelinn var orðinn þurr og lagð- ur til í einu horninu, hjá nokkr- mn bræðrum sínum. Þegar fram í forsalinn kom, stóð Erla þar og skimaði i all- ar áttir. En þegar hún sá Gústa koma, brá liún upp lítilsvirð- ingarsvip og spurði, hvort liann ætlaði ekki að láta sig biða lengur. Ágúst var nú orðinn kaldur fyrir hlutunum og svar- aði, að annað eins hefði hann mátt híða eftir henni og það síðast í kvöld. Þau gengu því næst í salinn og var auðséð að hún var reið. Enda gerði liún enga tilraun til að leyna því. Og ekki töluðu þau saman undir borðum nema kurteisin krefð- ist Jiess. Klukkan 11 var staðið upp frá borðum. Þá gekk Erla rak- leitt til einnar vinstúlku sinn- ar, og liorfði Gústi á eftir þeim út um salardyrnar. Góð stund er liðin og fólkið farið að dansa. En Erla er hvergi sjáanleg. — Al'sakið, það er maður sem biður yður að gera svo vel að tala við sig, upp í herbergið númer sex. Það var þjónn sem kom með þessi skilaboð. Ágúst þakkaði þjóninum og liélt af stað upp í herbergið, en þegar hann er kominn upp i miðjan stigann, dettur honum Erla í hug. Ef liún skildi nú koma á meðan, jæja þá, það er ekki nema rétt á liana, hún hefir ekki komið svo vel fram í kvöld og svo hélt hann áfram. Inni í herberginu númer sex sátu tveir menn að drykkju. Annar þeirra var Jónas, sem les andinn kannast við, en hinn var N.N. Það var Jónas, sem gert hafði boð eftir Gústa. Jónas bauð Gústa sæti, náði í glas í viðbót og svo var drukkin skál ís- lands. Og eftir stutta stund eru tvær flöskur tómar, en mennirnir kátir og fjörugir, eins og olt vill verða undir slíkum kringumstæðum, nema livað þorstinn ágerist. Jónas hringdi á þjóninn og bað um þrjár flöskur í viðbót. Og svo var þorstanum svalað, ef til vill lieldur mikið, sungið og drukkið, hlegið og skrafað. Og allt létu þeir fjúka, sem þeim datt i liug, sem ekki er liafandi eftir. Það var það síðasta sem Gústi mundi eftir, að þjónninn kom inn og sagði við hann: — Það er frölcen niðri í sal, sem óskar að fá að tala við yður. — Snautaðu út betlarinn þinn, muldraði Gústi um leið og hann valt út af stólnum. Ágúst er vaknaður. Hann horfir um herbergið sem liann er i. Hann kannast alls ekki við það. Svo sér hann fötin sín öll í kuðli á stól. Rúm- ið, sem hann er i er ágætt. Á borðinu eru flöskur og glös. Allt þetla er eins og i þoltu fyrir honum. IJöfuð lians er svo þungt, að liann á bágt með að lireyfa það. Hann liggur nú rólegur og reynir að átta sig á þessu. Jú, líklegast er ég á liótel ísland, liugsar hann með sér. En Erla, hvar er liún? Hann hentist fram á gólf, þegar lionum datt Erla i hug. Höfuð- verkurinn ætlaði alveg að drepa hann. Hann nær sér í vatn og drekkur mikið. Svo klæðir hann sig í snatri. Finnur annan sokk- inn, engan skyrtulinapp og stingur því flibbanum í vasann. Og fötin vorn eins og hann liefði sofið í þeim. En Jónas var nú svo góður að liátta hann, en líklega hefir hann stungið skyrtuhnöppunum ásamt sokkn- um i vasa sinn í óg'áti. Nú er að komast lieim, svo litið beri á, því að liann vildi ekki fyrir nokkra muni lála sjá sig svona. Erlu varð liann að liitta og fá eithvað sam- liengi í þetta allt. IJann liringir. Og eftir augnablik var þjónn kominn til lians. CtÚsíí bað hann að útvega sér bíl og koma með frakkann og hattinn sinn. Ágúst Framh. á bls. 24. Janet Blair og Charles Boyer.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.