Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1945, Síða 29

Fálkinn - 21.12.1945, Síða 29
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1945 breytt stefnu frá liáaustri til há- noröurs og höfðum nú öskrandi og æðandi tólf stiga storm með snjó og krapi beint á bakborða. í göng- unum var sterkur þefur af karból- sýru og joði. Tvær stórar flöskur í aðgerðastofu spítalans höfðu lirokk ið upp úr skorðugrindinni og brotnað á gólfinu. Þegar leið á daginn komu skeyti um að tvö önnur fiskiskip væru i neyð, Polarbjörn og Nyken. Alls fjögur skip með uni 75 manna áhöfn. Alit norsk selveiðiskip, sem lialda á miðin úr vesturhöfnum Noregs um miðjan febrúar vestur undir New Foundland, til stranda Baffingslands og Suður-Grænlands. Þar elur selurinn kópa sína og er á þvi stendur er auðvelt að lcomast í færi við liann. Þá er safnað skinn- um og spiki, en ketið er aðalfæða skipshafnanna. Eitt einasta skip getur ef heppnin er með veitt allt að 8000 seli, sem leggja sig á um 20 krónur hver þegar heim kemur. Ferðin tekur þrjá mánuði og áhöfn- in getur grætt svo vel, að hún get- ur Jivilt sig það sem eftir er ársins. Seinni liluta dagsins fengu nokkr- ir farþegar æðisköst. Tveim konum á III. farými, sem voru í klefa sam- an, hafði tekist að æsa hvor aðra svo eftirminnilega, að þær linigu loksins í ómegin og varð að flytja þær á spitalann. - Hjúkrunarkon- urnar þutu eins og eldibrandar klefa úr klefa með skammta og róandi sprautur. Karlmaður einn með sykursýki fékk alvarlegt insú- línáfall, þvi að bann hafði gleymt að fá sér aukasprautu. Fríkirkju- prestur nokkur safnaði að sér á- berandi stórum flokki til synda- játningar- og bænahalds í lestrar- salnum, og söfnuðurinn sendi til skipstjórans eftir fleiri sálmabókum, Biblium og Testamentum, sem dag- inn eftir urðu svo eftirspurð, að þau gengu kaupum og sölum fyrir marga dollara. Á laugardagskvöld var tilkynnt að Polarbjörn lie'fði náð áhöfninni af Saltadingen um borð, og væri nú ajlra ferða fær og liefði tekið stefnu til Noregs. Hinsvegar gekk ver með Nyken og Isfjell. Við heyrðum til þeirra í loftskeytunum á hverjum hálftima. Raddirnar komu veikt og óreglulega út úr myrkrinu. Við þrír, sem sátum í Jítilli skonsu efst uppi á bátaþilfarinu á „Drottningholm“, með þúsundir smálesta af járni og stáli og vélum undir okkur fundum til hættunnar, sem vofði yfir ein- liversstaðar þarna úti í myrkrinu, og gerðum okkur ljóst hvað sjó- mennirnir urðu að líða og leggja á sig til þess að halda lítilli timb- urfleytu, minni en 100 smálestir, á réttum kili. „Eg er að bila, hefi ekki fengið livíld í fjóra sólar- hringa,“ heyrðist frá loftskeyta- manninum á Isfjell. „Stýrisliúsið er farið fyrir borð. Mikil bakborðs- slagsíða. Matvælaskápurinn og vatnstunnan skolast fyrir borð.“ Svona-voru fréttirnar sem við feng- um frá mönnum í Hfshættu um 500 kilómetra burtu. Og gegnum náttmyrkrið másaði „Drottning- holm“ áfram, dæsandi og' brakandi, með svo miklum yfirþrýsting á vél- inni, að heyra mátti vélstjórann

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.