Fálkinn - 07.06.1946, Blaðsíða 9
FÁLKINN
9
krána og fá þar tár á flösku? spurði
ég-
— Drekka á verðinum? Ertu brjál-
aður? hrópaSi hann.
— Jæja, jæja, sagöi ég hugsandi.
— Þá sleppum við l>ví. En svona
haustnótt er þó bæði löng og köld.
— Þeim sem á verði stendur er
aldrei kalt ,sagði hann, og svo jórtr-
aðist hann i burtu.
Jafnskjótt og hann var úr augsýn,
stungu þeir Hans og Jens byssun-
ofan í bátinn lijá óþekkta sjómannin-
um og Hans bjóst til ferðar eftir
flöskunni.
— Hvert ætlar þú? spurði ég og
brá sverðinu.
Stingdu þessum smjörspaða
niður hjá þér, sagði liann, — auð-
vitað að sækja vökustaurinn.
Hann fór, og þegar hann kom
aftur skiftum við nóttinni í þrjár
vaktir þannig að tveir áttu frí með-
an einn stóð vörð vopnaður sverð-
inu. Eg tók fyrstu varðstöðuna, en
hinir hnipruðu sig undir sandhól
og breiddu seglræksni ofan á sig.
Auðvitað hefði verið miklu þægi-
legra að leggjast fyrir undir stór-
seglinu i bátnum. En þeir höfðu
einhvernveginn enga löngun til þess
vegna liins ókunna, sem þar gisti.
Nú var máninn kominn upp og
skein á ströndina, hátinn og seglið,
sem óþekkti sjómaðurinn hvíldi und
ir. Eg gekk aftur og fram, fram og
aftur með sverðið undir liandleggn-
um, en hendurnar í buxnavösun-
um. Eg athugaði sjóinn og skýja-
farið til þess að gera mér grein fyrir
því livaða vindátt mundi verða
næsta dag. Og ég ieit á hátinn þar
sem hann hvíldi undir seglinu. Eg
hugleiddi andstreymið og fallvalt-
leik lífsins, einkum fyrir sjómann-
inn, sem aldrei veit hvar sigling-
in kann að enda þegar hann legg-
ur úr höfn. Og því meir sem ég
hugleiddi þetta því erfiðari varð
mér varðstaðan. Eg hugsaði með
hjartans þakklæti til Hans, sem
útvegað liafði flöskuna, því að nú
gat ég þó alltaf fengið mér brjóst-
birtingu úr henni.
Eg geng' til Iians og tek flöskuna
upp úr úlpuvasa hans. Eg fæ mér
dálítinn dreitil og ætla að því búnu
að stinga flöskunni aftur i vasann.
Þá opnar liann augun og segir:
Gerðu svo vel og slepptu allri
feimni.
— Eg hélt að þú svæfir, Hans,
segi ég. — Þetta er köld nótt. —
Hvernig fer uin þig?
Illa, svaraði hann. — Og það
er allt honuni að kenna þessum
herjans óþekkta sjómanni. Því léstu
liann ekki síga í djúpið aftur eins
og ég vildi?
— Guð minn góður, Hans. Við
höfum þó mannlegar tilfinningar í
brjósti.
Já, og bara að eitthvert gagn
væri þá að því fyrir okkur, svar-
aði Hans. Svo reis liann á fætur
og við horfðurii hvor á annan góða
stund.
Veistu um hvað ég var að
hugsa meðan ég lá þarna? spyr
hann.
- Vera má að ég geti getið þess,
svaraði ég. — En veistu livað ég
var að hugleiða?
Það skyldi þó aldrei hafa verið
um slígvélin hans? spurði Hans. Svo
stóð hann á fætur og fór að herja
sér.
Við gengum að bátnum og Hans
lyfti seglinu svolítið ofan af fótun-
um á hinum óþekkta.
— Þetta eru ný og góð stígvél,
segir hann.
— Sjáðu þau í friði, segi ég.
— Eg þori að sveija mér upp á
það að engin sála hefir tekið eftir
því hvort hann var í stígvélum eða
ekki, segir Hans.
Eg vék mér frá til að athuga hvort
Jens svæfi. Þegar ég kom aftur að
bátnum og leit á stígvélin, sem
gljáðu vot í björtu tunglskininu, get
ég ekki neitað því, að mér virtust
þetta sannarlega verulega góð stíg-
vél.
— Nei, þetta gengur ekki, segi ég.
Hann er þó maður þrátt fyrir
allt og þó að hann sé dauður, þá
á liann altlaf fötin sín. Ef við tök-
um þau þá erum við að stela.
— Er hann maður? hrópaði Hans.
Nei, maður það er sá sem er lif-
andi eins og ég og þú. Sá sem er
dauður er ekkert, duft og aska, ryk
og leir, eins og presturinn segir.
Og sá sem ekkert er getur heldur
ekkert átl.
Eg stóð og liugleiddi þetta nokkra
stund, en ég fann engan botn í því.
— Sjáðu til, segir Hans. — Ef
við tækjum úrið hans eða bréfin,
ef hann þá hefir nokkur, þá væri
slíkt þjófnaður, því að þá liluti eiga
þefararnir, sem kom hér á morgun.
En óþekkti sjómaðurinn er æfinlega
grafinn i fötunum, sem hann er
klæddur. Það veit ég. Og hvers-
vegna ættuni við að láta ormana
naga svona ný og góð stígyél? Það
veit ég ekki!
Eg brá hendinni bak við eyrað og
spurði svo:
— Hver ætti að fá stigvélin? Þú
eða ég? Því að gagnlaust væri að
skifta þeim.
Hann leit á mig.
Við getum varpað hlutkesti
um þau.
Hann laut niður og greip hnefa-
fylli af smásteinum.
Jafnt eða ójafnt?
Nei, ég vil það ekki, sagði
ég og lötraði burt frá honuni.
- Þá vil ég, sagði hann.
— Láttu mig liafa flöskuna, Hans.
Eg tók vænan teig. Svo gengum
við að bátnum og fórum að fást
við liann. Hans fleygði seglinu til
hliðar, en ég tók í annan fótinn.
— Heldurðu að við náum þeim
af? hvíslaði ég að Hansi.
— Hvern fjandan hafið þið hér
fyrir stafni? var spurt fyrir aftan
okkur.
Við stuklcum báðir til liliðar og
sneru'm okkur við. Það var Jens,
sem hafði vaknað og var sestur upp
undir sandhólnum.
Þetta dugar ekki! hvíslaði ég
að Hansi. — Jens lekur eins og ný-
smíðaður kláfur. Aldrei getur hann
haldið sér saman tini nokkuru
skapaðan hlut.
— Við erum að skoða óþekkta
sjómanninn, sagði ég við Jens.
—- Er hann þá lifnaður aftur?
spurði hann.
Nei, ekki svo ég viti.
Þá getum við haldið áfram að
sofa, sagði hann og velti sér á hlið-
ina.
Eg leit á Hans, en nú var hann
orðinn hræddur eins og' ég. Hann
lötraði burtu og lagðist þegjandi við
hliðina á Jensi. Þegar ég ætlaði að
hreiða seglið aftur ofan á óþekkta
sjómanninn skein máninn framan í
hann alveg eins og sólin hafði gert
i dag, og það var rétt eins og hann
hann liorfði á mig og vildi segja:
— Þjófur!
Mér varð undarlega við. Aldrei
fyrr hafði ég látið mér detta í hug
að ræna nokkurn mann, og aldrei
hefir mér dottið það í hug síðan.
En þetta var nú líka alveg sérstakt
með hann þennan. Þegar alls var
g'ætt hafði hann enga þörf fyrir
stígvélin sín lengur.
En hvernig sem þetta var eða
ekki var, þá laut ég nú yfir hann
og sagði:
— Fyrirgefðu félagi. Hafðu bara
stígvélin þín í friði. Og góða nótt.
— Ef þorskveiðin gengur sæmi-
lega, Jiessa vertið, verða alltaf ein-
hver ráð fyrir mig til þess að
kaupa mér stígvél, svo að ég þarf
ekki að stela þeim af dauðum stall-
bróður.
Og svo breiddi ég seglið aftur ofan
á hann, og þá fannst mér, þó að
ég' viti ekki hvort það var rétt, að
hann lægi rólegri þarna þegar hann
gat verið öruggur um eign sína. Já,
allir viljum við líka helst búa að
eignum okkar í friði.
Þegar varðtími minn var liðirin,
vakti ég Hans.
— Hvað varð úr þessu með stíg-
vélin? spurði hann.
— Það sem Guð hefir sameinað
eiga mennirnir ekki að sundurskilja,
hvíslaði ég. Og ég held að þessi orð
liafi liaft djúp áhrif á Hans, því að
þessa nót hurfu engin stígvél. Þeg-
ar morgnaði kom fólk niður á
ströndina og þá var of seint að að-
hafast nokkuð.
Tollarinn kom nú, og við afhent-
um byssurnar og sverðið, sem við
höfðum heilsað svo tígullega með i
glaða sólskini þegar hann kom.
— Nokkuð gerst á verðinum i
nótt? spurði hann.
— Ekkert sem í frásögur er fær-
andi, svöruðum við allir þrír.
En við Hans litum livor á ann-
an og stungum ,/tungubiroddinum
út i kinnina, drógum augað í pung,
en ég hnerraði og Hans sagði:
— Guð hjálpi þér!
Um hádegið kom vagn akandi
ofan úr héraðinu. Þar kom amt-
maðurinn. Hann hafði með sér
skrifara og (vo aðra lierra. Auðséð
var að þeir komu ekki fastandi,
það er að segja amtmaðurinn og
herrarnir, en ekki skrifarinn.
Þeir komu niður á ströndina og
amtmaðurinn benti á okkur og
skýrði frá þvi að við værum fiski-
menn. Annar herramaðurinn fór
ofan í vestisvasann, og ég hélt að
hann ætlaði að gefa okkur dal. En
í stað þess dró hann þar eitthvað
upp, sem líktist úrgleri og festi
það fyrir annað augað á sér. Svo
glápti hann á okkur góða stuud og
skýrði svo hinum herranum, félaga
sinum, frá l>ví a'ð við værum fiski-
menn.
Þvi næst byrjaði amtmaðurinn
að yfirheyra okkur, og skýrði lierr-
unum, sem sennilega liafa verið
einhverjir tignir gestir hjá honurn
honum, frá því, sem við sögðum.
Eg ímyndaði mér lielst að þeir væru
útlendingar vegna þess að alltaf
þurfti að gefa þeim svona hjákát-
legar skýringar á ölluin hlutum,
en af þvi að þeir töluðu dönslcu
dró ég þá ályktun að svo mundi
ekki vera, en þeir mundu bara aldr-
ei áður hafa séð fiskimenn eins og
okkur.
Eg þuldi alla romsuna um það
hvar og hvernig við fundum likið.
Að þvi loknu liófst rannsókn á
hinum dauða.
— Þetta kallar fólkið hér óþekkta
sjómanninn, sagði amtmaðurinn til
skýringar, og annar herramaðurinn
skrifaði eithvað i vasabókina sína.
Eg held að hann liljóti að hafa hafl
lélegt minni.
Við snerum öllum vösum hins
dauða, en fundum þar ekkert nema
skinnveski, sem var svo blautt og
morkið að það drafnaði allt í
sundur. Eg rétti amtmanninum, sem
drcgið liafði glófa á hendur sínar,
innihaldið, en skrifari lians skrá-
setti allt sem í veskinu var. Þar
var þýskur bankaseðill, sem amt-
maðurinn virti á sjö danska dali.
Þar var líka hluti af ensku bréfi,
sem amtmaðurinn sagði að ekkert
vit fyndist í, og auk þess nokkrir
hollenskir koparpeningar.
— Þetta var harla lítið, sagði
amtmaðurinn, og þá hafði hann
sannarlega rétl að mæla. Svo ræddi
hann eitthvað við tollarann, líklega
um jarðarförina, settist því næst í
vagninn og ók af stað.
Síðari hluta dagsins var óþekkti
sjómaðurinn grafinn, spölkorn vest-
an við þorpið. Nokkrir úr hópi okk-
ar sjómannanna voru viðstaddir og
horðu á þegar kapeláninn kastaði
á liann moldarrekununi þremur. Við
stóðum berhöfðaðir og drupum höfði
í þögn. Og á meðan ég stóð þannig
hugsaði ég um það að reyndar væri
Framhald á bls.
EF HÆGT ER AÐ ÞVO ÞAÐ -
ÞÁ NOTIÐ RINSO
Engin þörf á slriti við þvott-
inn — engin þörf á skað-
legn nuddi og klöppun, er
slítur fatnaðinum svo fljótt.
Rinso þvær þvottinn sjálft
jafnvvl í köldu vatni. Það
beinlinis þvælir úr honum ó-
hreinindin og skilar hon-
um hreinum, mjallhvitum og
alveg óskemmdnm.
Og Rinso er alveg jafn öruggt
á mislitan þvott.
Rinso
X-R 712/1-786