Fálkinn


Fálkinn - 07.06.1946, Side 14

Fálkinn - 07.06.1946, Side 14
14 FÁLKINN Hér sést að húsin beggja megin gö'unnar eru orðin alelda (L.: Simson ELDSVOÐINN Á ÍSAFIRÐI. Framhald af bls. 3. Júlíusar Helgasonar og Leósverslun í húsinu auk ibúðanna. Hin húsin sem brunnu voru eins o,g áður er sagt Hafnarstræti 4 og 6. Eigendur Hafnarstrætis (i vor uklæðskerameist ararnir Kristján Tryggvason og Ein- ar Guðmundsson. Gjöreyðilagðist hvert herbergi í húsinu og fáu einu var bjargað. í Hafnarstræti 4 bjó Þórður Jóhannsson, úrsmiður, sem var staddur í Reykjavík, er þetta skeði. I liúsinu var verkstæði Þórðar og sölubúð Böðvars Svein- bjarnarsonar. Á efstu hæð í- húsinu bjó Sóley Þorsteinsdóttir, ekkja, með börnum sínum og móður sinni. Missti hún nær allar eigur sínar. Einnig skemmdist nokkuð hús Elías- ar Kærnested, skósmíðameistara, Jónasar Tómassonar bóksala og Eiísar Pálssonar, kaupmanns. Slökkviliðsmennirnir gengu rösk- lega fram og meiddust sumir illa, enda er slökkviliðið ekki vel búið tækjum. Bæjarstjórn ísafjarðar boðaði þeg- ar til fundar og kaus 5 manna nefnd með séra Sigurði Kristjánssyni sem formanni. Nefndin á að annast fjár- söfnun handa hinum bágstöddu. — Bæjarstjórnin ákvað að leggja fram 20.000 'kr. í söfnunina, og vitað er, að ekki aðeins ísfirðingar, heldur og allir íslendingar munu bregða við fljótt og vel eins og þeirra er vani, l>egar slíkar hörmungar dynja yfir einhverja samborgara eða jafn- vel aðrar þjóðir. Það ríkir mikil sorg í ísafjarð- arkaupstað, og jafnvel lítil börn una ekki við leik sinn. Hinir full- orðnu drjúpa höfði og syrgja með þögninni. Og við skiljum öll, hvc átakanleg sjón það hlýtur að vera fyrir áhorfendur að vita af frænd- um og vinu-m inn í brennandi húsi, fullvissir um að ógerningur er að bjarga þeim. í bæjarfélagi ísafjarðar hefir ver- ið liöggvið skarð, sem lengi mun standa „opið og ófullt“, eins og Egill Skallagrímsson kvað eitt sinn, er sorgin knúði á hjá honum. STJÖRNUSPÁ. Framh. af bls. 5. sambandi við landbúnaðinn og flutn- inga á afurðum. ísland. — í heild er afstaðan nokkuð sterk, því allar plánetur eru yfir sijóndeildarlirirtg. Ulanríkísmálin mjög á dagskrá, því nýja tunglið er í 7. húsi og Merkúr er þar með- verkandi og bendir á umræður mikl- ar um þau atriði. 1. hús. — Mars ræður liúsi þessu. — Framtaksvilji mikill meðal al- mennings. Ófyrirséð atvik geta birst, sem henda á óánægju og örðugleika. 2. hús. — Júpíter ræður húsi þessu. — Er þetta góð afstaða með tilliti til banka- og fjármálastarf- semi og tekjur ríkissins munu auk- ast, því afstöður til hans eru góðar. Þó getur slæm afstaða til Satúrn bent á tafir i viðskiftamálum. 3. hús. - Satúrn ræður Inisi þessu. — Samgöngur eru undir töf- um nokkrum og blaða- og bókaút- gáfa og póstur og fréttaflutningur er háð þeim áhrifum. 4. hús. — Júpíter ræður húsi þessu. — Hefir hann góð áhrif á landbúnaðinn og veðrátta ætti að vera mild. Þó gætu tafir nokkrar átt sér stað vegna áhrifa Satúrns og orsakað örðugleika. 5. hús'. — Mars ræður húsi þessu. — Örðugleika nokkurra verður varl í sambandi við leikhús og skemmt- anir og konur og börn geta orðið fyrir aðköstum. Eldur gæti komið upp í skóla eða í skemmtistað. <>. hús. — Venus ræður húsi þessu. Hagfeld afstaða fyrir verkamenn og þjóna og vinnandi lýð almennt. — Heilsufarið \ ætti að vera sæmilegt. 7. hús. — Venus ræður einnig utanríkismálum. Ættu þau að vera undir heppilegum áhrifum. Þó gæti slæm afstaða frá Neptún hoðað örð- ugleika nokkra, en þó er ekki víst að þeirra verði verulega vart. 8. hús. — Úran er í húsi þessu. — Bendir það á óvænf dauðsfölí, sem eigi orsök sína í meiðslum, sprengingum og rafmagni og óvenju- legum dauðdögum. 9. luis. — Mars er í liúsi þessu. Örðugleikar i utanlandssiglingum. Ágreiningur gæti komið til greina i kirkju- og trúmálum og lögfræði- legum viðfangsefnum. 10. hús. Neptún er í húsi þessu. Bendir á örðugleika fyrir stjórn- ina og áróður mikinn gegn ráðandi mönnum og þeir munu lækka i áliti. Kommúnistaáróður mjög áberandi. 11. luis. Júpiter er í húsi þessu. - Er þetta frcmur góð afstaða og bendir á umræður um lýðræðisleg- ar framfarir og framkvæmdir í fjár- hagslegu tilliti. 12. hús'. — Engin pláneta var i 12. liúsi og munu áhrif þess því lítt áberandi. Ritað 29./5. 1946. Einar Fr. Jóhannesson og kona lians frú Margrét Albertsdóttir, Laugar- nesvegi 64, eiga gullbrúðkaup lö. júní n. k. Skrúögangan ú AnstnrveUi. (Ljósm.: Vignir). Sjómannaðagurinn Sjómannadagurinn síðastliðinn sunnudag var bjartur, lilýr og fag- ur, eins og nær allir dagar hafa verið sem liðnir eru af þessu sumri. Eri óvenjulítið bar á sjómönnum við útihátíðahöldin og minna en oft ast áður. Þeir voru veriju frennir margir við skyldustörf sín á sjónum. Nær allir togarar voru úti og margir á veiðum, en þá eru skipshafnirnar fullskipaðar, fjöldi vélbáta var og úti — og sjómennirnir hafa engin önnur sjónarmið en skyldustörfin, jafnvel þó að samtök þeirra séu að halda hátíð í landi. Sjómenn og uppgjafarsjómenn mættu undir fánum sinum við barnaskóla Miðbæjar á tilsettum tíma og gengu undir þeim og fjölda íslenskra fána á Austurvöll. Það var fríður hópur, þó að hann væri ekki eins stór og í fyrra. Af svölum Alþingishússins flutti biskupinn minningarræðu um drukknaða sjó- menn á árinu, en síðan var þögn í eina mínútu. A sama tíma var lagð- ur blómsveigur á leiði óþekkta sjó- mannsins í Fossvogskirkjugarði. - Þá flutti Emil Jónsson siglingamála- ráðherra ræðu, en síðan talaði full- trúi útgerðarmanna, Halldór Þor- steinsson. Leikin vóru lög á milli ræðanna. Um kvöldið voru skenimtanir og samkvæmi í samkomuhúsum bæjar- ins. Aðal samkvæmin fóru fram í Hótel Borg og Sjálfstæðishúsinu. Að Hótel Borg talaði Aki Jákobsson atvinnumálaráðherra, en Sigurj. Öl- afsson, formaður Sjómannafélags Reykjavikur flutti ávarp. Þá voru og ýms önnur skemmtiatriði, söng- ur og fleira. í Sjálfstæðishúsinu flutti Bjarni Benediktsson borgar- stjóri ræðu og ýms skemmtiatriði fóru fram. Var mikill mannfjöldi í þessum samkvæmum og fóru þau öll hið besta fram. — í þessu sam- bandi er rétt að geta þess, að það kom fram í ræðu borgarstjóra, að liinu fyrirhugaða dvalarheimili aldr- aðra sjómanna er ætlaður staður i Laugarnesi, en þann stað hafa sjó- menn líka óskað að fá undir það. Á laugardagskvöldið fóru fram keppnir í nokkrum íþróttagrein- um. Varð keppnin i kappróðrinum almenn og tóku 16 skipshafnir þátt í henni, þrátt fyrir það að sjó- menn væru óvenjulega fámennir i landi þennan dag. Skal þess getið sem dæniis um álnigann, að skips- menn af tveimur skipum, Geir og Tryggva gamla, höfðu verið settar í land á Austfjörðum, en skip þeirra fóru þaðan til Englands. Skipshafn- irnar koniu hingað með Ægi á laugardag og höfðu því ekki sest í kappróðrarbátana fyr en til keppn- innar kom. Sýnir þetta viljann og kappið. Sigurvegarar i kappróðrin- um urðu skipsverjar á Skutli og Fiskakletti. í stakkasundi voru aðeins ljórir þátltakendur og í hjörgunarsundinu aðeins þrír. Er þetta allt of lítil þátttaka. í reip- togi kepptu aðeins tvær skipshafnir: Júni og Esja og vann Júni eftir

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.