Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1947, Blaðsíða 3

Fálkinn - 14.02.1947, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Málverkasýning VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúiason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprení SKRADDARAÞANKAR íslensk tónskáld hafa aldrei ver- ið öfundsverð af lífskjörum sínum. Sveinbjörn Sveinbjörnsson varð að ala aldur sinn erlendis til að geta lifað og þeir sem á eftir honum komu urðu að iðka tónmenntina i frítímum frá öðru starfi. Organista- embættið við Dómkirkjuna var eina launaða tónlistarembættið í land- inu og þau laun munu þó, áður en peningagildi raskaðist, ekki hafa numið nema 800 krónum. Á Norðurlöndum hafa tónskáldin fengið eignarréttinum á.verkum sín- um framgengt að nokkru leyti, og ákveðið gjald er greitt fyrir að flytja verlc þeirra í útvarpi og á opinberum hljómleikum. Þetta gjald nemur allhárri upphæð samtals fyrir þau verk, sem vinsæl eru. En þó að líku fyrirkoníulagi væri komið á hér, mundi gjaldið aldrei nema neinu verulegu og höfundurinn vera jafn fátækur eftir sem áður. Hér á landi virðist ekki nema eitt fyrir hendi: að hið opinbera kaupi ár- ,lega svo eða svo margar tónsmíðar íslenskra liöfunda og láti þær frjálsar til afnota. Það er i rauninni rétt- látara en að veita ákveðnum tón- skáldum árslaun eða styrki. En valið á tónsmiðum yrði vit- anlega vandamál, og þeir sem um það fjölluðu engu vinsælli cn nefnd- irnar, sem úthluta listamannastyrkj- unum. En um vinsældir laga mætti hafa nokkra leiðbeiningu með því að efna til skoðanakönnunar um þær nýju tónsmiðar, sem fram koma. Það mætti halda hljómleika ís- lenskra tónsmi.ða og láta hlustend- ur dæma. Með því móti er að visu engan veginn fenginn dómur um listgildi tónsmíðanna, heldur aðeins hitt hvað fólki þykir mest gaman að hlusta á. En það er einmitt það, sem öllu ræður um hvort tónsmíðin verði mikið eða litið notuð. Títgáfuréttur að tónsmíðum ís- Jendinga getur aldrei orðið mikils virði, meðan íslensk tónmennt nær ekki til erlendra hlustenda. En það er viðfangsefni, sem í rauninni sýn- ist vera nærtækt, að kynna íslensk- ar tónsmíðar erlendis. Þar er eng- inn þröskuldur tungunnar i vegi, því að mál tónanna er alheimsmál. Undanfarin ár liefir talsvert verið unnið að því að kynna islenska söngmennt erlendis. En um hitt er eigi minna vert, að islenskar tón- smíðar séu kynntar þar. Síðastliðinn sunnudag opnaði Jóhannes Kjarval, listmálari, mál- verkasýningu í Listamannaskálan- um. Sýnir hann þar fjölda mál- verka og nokkrar teikningar. Öll eru þessi verk frá tveimur eða þremur síðustu árum og liafa aldrei verið sýnd fyrr. Ekkert málverk- anna er til sölu, lieldur aðeins til sýnis. Fjöldi manns liefir þegar lagt leið sína niður í Listamanna- skála til að skoða sköpunarverk Kjarvals, og ólíklegt er að farvegi fjöldans, verði beint í aðrar áttir næstu daga. Það er náttúran sjálf, sem Kjar- val glimir við að þessu sinni eins og endranær. Hann er fjölbrögð- óttur með pensilinn, en samt fær réttur og sléttur áhorfandinn ó- sjálfrátt hugmynd um flausturverk þannig að slett sé úr penSlinum hingað og þangað hugsunarlaust. Og það er einmit vegna þess, að hægt er að finna til sannrar gleði við að skoða málverk Kjarvals, Að þessu sinni sýna Menntaskóla- nemendur gamanleikinn „Laukur ættarinnar“ eftir S. Lennox Robin- son. Robinson er írlendingur, fædd- ur 1886 i Cork-héraði og stendur i brjóstfylkingu írskra leikritahöfunda og leikhúsmanna. Hann var aðeins 22 ára gamall, þegar fyrsta leikrit hans var sýnt. Það var „Heiður ættarinnar“ (Tlie Clancy name). A næstu fjórum árum (1908- 1912) koma 3 leikrit hvert á fætur öðru („Á vegamótum“, Uppskera“ og „Föðurlandsvinirnir"). Samt er það ekki fyrr en árið 1916, að Robinson því að upp úr handahófslegum bog- línum og klessum, sem við skynj- um við nærskoðun, rís töfrandi sköpunarverk við fjarskoðun. þar sem hvert hraunsnef eða móabarð er kvikt af forynjum og kynja- myndum. Það er nóg að líta á þessa einu mynd hans, sem birt- ist hér i blaðinu i margfalt smækk- aðri mynd, til þess að greina, hve allt iðar og morar i draugalegum skapningum. Hraunmyndir Kjar- vals eru lireinasta snilldarverk, og svo eru hinar líka. Kjarval er berg- risinn meðal islenskra málara, og ekkert bendir sérstaklega í jjá átt, að hans veldi sé á fallanda fæti Hitt mun jsó satt, að nokkurrar stöðnun- ar er farið að gæta, þannig að Kjar- val bætir engu við listamannskúf sinn með sýningu þessari, En þess er ekki að vænta, að Kjarval, frem- ur en aðrir, herði stökkið á skeið- velli listanna til hins hinsta. Slík tilætlunarsemi væri fjarstæða, og það mun vægast sagt, að Iíjarval siglir fær verulegt lof, en þá kemur „Lauk- ur ættarinnar“ eða „The Wliitehead- ed Boy“, eins og það heitir á ensku. Leikritið var bæði samið og sýnl i fyrsta skipti árið 1916, og siðan liefir það verið afar vinsælt meðal íra. Robinson hefir einnig sar.iið mörg fleiri leikrit, auk þess sem liann hefir verið leiðbeinandi við Abbey Theatre i Dublin, forstjóri þess, pirófessor i leiklist og veitt Carnegie-bókasöfnunum i írlandi forstöðu. í Lauk ættarinnar er brugðið upp myndum úr irsku fjölskyldulífi. Kjarvals Kjarval við vinnu. enn hraðbyri, og það mun hann vafalaust gera þar til kraftana þrýt- Ættardramb og stéttarígur kemur greinilega i ljós, en gamanbragur hvílur þó yfir öllu, því að höfund- urinn tínir nær aðeins það broslega fram við þennan reipdrátt milli ætt- anna. Má segja, að hugsanagangur höfundarins um þetta efni sé mjög svipaður íslenskum anda, og mönn- um finnst ósjálfrátt að þetta leikrit gæti verið samið af íslenskum leik- ritahöfundi fyrir svo sem einum eða tveimur áratugum. Um meðferð lilutverka mætti ýmislegt segja, og yfirleilt eru þeim gerð góð skil. Katrín K. Thors leikur frú Gæju Brjáns með afbrigðum vel. Hún er einkar mömmuleg í öllu látbragði og kímnihlið hlutverksins mótar hún ágætlega. Snjólaug Sveinsdóttir leik- ur Ellu, mágkonu Gæju, mjög snot- Frh. á bts. ík. ur. * f, Leikkvöld Menntaskólans: „Laukur ættarinnar“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.