Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1947, Blaðsíða 12

Fálkinn - 14.02.1947, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N DREXELL DRAKE: 1 7 »HAUKURINN« skömmu fyrir kl. 5 í morgun. Samkvæmt fyrstu lögregluskýrslunni var þaö bófa- flokkur, vopnaður vélbyssu, sem gerði út- af við liann. Líkið var sundurtætt. Það er talið, að bófarnir hafi verið i fel- um og beðið þess að Kolnik kæmi heim. I næstu húsum sá fólk stóra bifreið hverfa á fleygiferð undir eins að skothríðinni af- staðinni. Lögreglan segist ekki hafa haft neitt af Kolnik að segja í marga mánuði, svo að ekki er vitað hverskonar „viðskipti1 hann liefir rekið núna upp á síðkastið. Það er sennilegast að morðið stafi af sam- keppni milli skipulagðra hófaflokka. Lavan umsjónarmaður, æðsti maður 3. hverfis segir, að margt bendi á að morð Kolniks standi í sambandi við manndráp- in á Manhattan fyrr í nótt. Umsjónarmað- urinn var önnum kafinn við rannsókn þessa ægilega máls, þegar honum bárust tíðind- in um morð Kolniks. Ballard lögreglulautinant, útrásarstjóri, hefir áður látið í ljós um manndrápin í nótt, að þau væru verk Hauksins. Þegar vér lögðum tilkynninguna um morð Kolniks fyrir lautinantinn, sagði hann að senni- legast væri að Kolnik liefði orðið ósáttur við Haukinn, sem virtist vilja stjórna und- irheimum New Yorkborgar einn. Kolnik hefir haldið sér í skefjum lengi og lögregl- an ekki haft neitt ónæði af honum. Lögreglan hefir fullyrt, að næturknæpu- faraldrinum í New York sé nú aflétt. En það er tæplega nokkur vafi á að þessir tveir glæpir í nótt eiga rót sína að rekja til næturknæpanna. — Jæja, þá getum við sleppt Kolnik, sagði Haukurinn er hann hafði lesið grein- ina. — Þá eru eklci eftir nema Lavan um- sjónarmaður og Ballard lautinant. Þegar hér er komið sögu væri ef til vill rétt að upplýsa, að „bófaflokkur Hauksins, sem bæði lögregla og almenningur í New York talaði svo mikið um var aðeins skip- aður tveimur mönnum, — þeim sömu sem nú sátu andspænis hvor öðrum í hinni vistlegu stofu i Copley Vendome. Haukurinn var hvorki bófaforingi né bófi. Jafnvel þó að stundum kynni að virð- ast svo sem hann lítilsvirti stundum lög, eignarétt og mannslíf, þegar hann var að koma málefnum sínum fram, hafði honum aldrei dottið í hug að stofna til nokkurs hagsmunasviðs í undirheimum borgarinn- ar og taka við stjórninni þar. Enginn glæpa maður þekkti Haukinn i sjón eða viður- kenndi hann foringja sinn. Haukurinn treysti sér sjálfum, hyggindum sinum og líkamsþrótti. Venjulega gekk hann óvopn- aður, af því að honum hafði reynst að maður kæmist lengra með klókindum en kúlum. Og svo treysti hann líka Sarge, hollustu hans og afli. Ef Haukurinn þurfti á ein- hverskonar hjálp að halda, þá lét hann Sarge um að útvega hana. Þannig hafði það verið með Mulkey, sem missti lífið. Þegar Sarge réð til sín hjálparmenn þá vissu þeir, að annar maður stjórnaði öllu, en að Sarge var undirmaður hans. En eng- inn nema Sarge vissi, hver þessi liúsbóndi var. Og Sarge var færari en nokkur ann- ar til þess að útvega rétta aðstoðarmenn, hvað sem í efni var. Þessvegna var ekkert við það að athuga þó að Haukurinn spyrði: — Þekkið þér nokkurn lækni, Sarge, sem stendur í þakklætisskuld við yður, og væri fús til að taka að sér dálitið einkenni- legt mál? Risinn yppti öxlum og svaraði brosandi: — Já, víst þekki ég lækni, húsbóndi. XI. Cahill hjálpar til. — Yfirlæknirinn getur tekið á móti yður eftir augnablik, berra Galc, sagði stúlkan á skrifstofu Mayfair-spítalans. — Þakka yður fyrir, sagði Haukurinn, og settist hjá manninum, sem hafði komið með honum á spítalann. Þetta var hár mað- ur og horaður, augun í honum voru eins og kolaglóð undir loðnum augabrúnunum. — Vinur okkar beggja sagði, að ég mætti treysta þagmælsku yðar takmarkalaust, hr. Gate, sagði hann. — Þér þurfið ekkert að óttast livað það sner.tir, Mason læknir, sagði Ilaukurinn. — Eg veit ekki út í æsar hverskonar hlut- verk það er, sem mér er ætlað að takast á hendur, en.... — Það skýrist smátt og smátt fyrir yður, herra læknir. — Það er ekkert í þessu, sem getur kom- ið mér í bölvun. — Alls ekki, læknir. Ef afleiðingarnar verða nolckrar fellur ábyrgðin öll á mig. — Gerið þér svo vel, herra Gate, nú getur Osborne yfirlæknir talað við yður, tók stúlkan fram í og opnaði dyrnar að skrif- stofunni fyrir innan. Haukurinn fór inn og Mason læknir á eftir. Gamall og skorpinn maður slóð upp frá skrifborðinu og'fumaði við gleraugun, þeg- ar Haukurinn kynnti sig sem Gate og förunaut sinn sem Mason lækni. Haukur- inn vissi ekki rétta nafnið á þessum lækni. Hann vissi það eitt, að hann liét ekki Mason. — Eg er kominn hingað, herra yfirlæknir til þess að semja um að systir mín verði lögð á spítala. — Er það uppskurður? spurði yfirlækn- irinn. — Mason læknir verður að skera úr því. Hann hefir stundað hana undanfarið og telur nauðsynlegt að hún verði lögð á sjúkrahús lil rannsóknar. Eg hefði að vísu getað látið Mason lækni einan um þetta en hérna stendur sérstaklega á, og systir mín þóttist ekki örugg fyrr en ég lofaði henni að sjá um að útvega henni spítalavist sjálf- ur. — Við skulum gera það sem við getum fyrir systur yðar, herra Gate, sagði yfir- læknirinn. — Að vísu er mjög áskipað hjá okkur núna — það hefir verið slæmt í vet- ur, en þó munu fáein herbergi vera laus. — Má ég þá borga liæfilega tryggingar- upphæð ? — Þér getið átt við féhirðinn um það síðar. En nú getið þér komið með mér og litið á hvað við höfum að bjóða. Yfirlæknirinn gekk á undan þeim fram í anddju-ið og inn í langan gang. Fremst í ganginum en án þess að sæist úr anddyrinu sat lögreglumaður í einkennisbúningi, sem hafði gát á öllum, er komu inn í spítalann. Þegar þeir komu innst í sama gang tók Haukuyinn eftir að annar lögreglumaður sat þar í innskoti við glugga. Særða stúlkan hlaut því að liggja í herhergi við þennan gang, hiigsaði Haukurinn með sér. Yfirlælcnirinn nam staðar og þrýsti á hnapp í veggnum. Rann þá hlemmur í þil- inu til hliðar en á bak við var lyfta. — Afsakið þér, herra yfirlæknir, sagði Ilaukurinn og hikaði við að fara inn í lyft- una. — Eg gleymdi víst að segja yður, að systir mín vill umfram allt fá að liggja á neðstu hæð. Hún hefir tekið þetta í sig, það er hræðsla við eldsvoða eða hvað það nú er, en ég get ekki sett mig upp á móti þess- ari ósk hennar. Yfirlæknirinn fumaði við gleraugun, ergi- legur. — Heyrið þér nú, kæri herra Gate. Ma- son læknir getur eflaust frætt yður á því, að herbergin á fyrslu hæð eru einmitt þau lélegustu af öllum hér á spítalanum. Hugs- ið þér yður til dæmis lnívaðann af götunni. — Jú, ég er viss um að þér hafið rétt fyrir yður, Iierra yfirlæknir. En ég hefi eklci vilj- að þrátla um þetla við hana. Það er best að hún fái vilja sínum framgengt, og ef svo fer að það þurfi að gera uppskurð á Iienni, þá verðum við heldur að fá Mason lækni til að telja lienni hughvarf, svo að hún verði flutt á efri hæð. Yfirlæknirinn þagði um stund og hugsaði sig um. — Já, þá veit ég svei mér ekki hvað við eigum að taka til bragðs, sagði hann. — Vð höfum að vísu herbergi við endann á ganginum, en það er stærra en liin með gluggum mót tveimur áttum, svo að það verður nolckru dýrara.... — Herra yfirlæknir, við setjum ekki kostnaðinn fyrir okkur. ... — Auk þess gengur sporvagn þarna fram lijá, svo að það er eklci hljótt í herberginu. En það er liugsanlegt að við getum útveg- að henni annað betra berbergi á þessari hæð síðar. Það stendur dálítið sérstaklega á lijá okkur núna, — þér tókuð máske eftir tveimur lögreglumönnum hérna í gangin- um. Svo er nefnilega mál með vexti, að í stofunni hérna við hldðina á okkur liggur

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.